Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 ,JLíf og örlög“ eftir Vassili Grossman Merk rússnesk skáldsaga Nú í haust kom út hjá Julliard-útgáfufyrirtækinu í Frakklandi skáldsagan Líf og örlög efrir rússneska rithöfundinn, Vassili Grossman. (Þýdd úr rússnesku af Alexis Berelowitch og Anne Coldefy- Faucard, með formála eftir Efim Etkind.) Hefur hún vakið mikla athygli og hlotið lof gagnrýnenda, eins og umsögn sú eftir Nicole Zand, sem birtist í dagblaðinu Le Monde föstudaginn 23. september síðastliðinn ber vitni um. Grossman er af gyðingaættum, fæddur í borginni Berditséff í Úkraínu, og hefur höfundarferil sinn sem venjulegur kerfísrithöfundur á fjórða áratugnum með skáldsögunni Stephan Koltsjúgín. Grossman tekur þátt í sfðari heimsstyrjöldinni sem fréttaritari „Rauðu stjörnunn- ar“, málgagns hersins. Þegar hann fær vitneskju um dauða móður sinnar í Berditséff, af völdum Þjóðverja, og kemst að raun um tilvist Treblinka og Auschwitch verða þáttaskil í lífi hans og rithöfundarferli, þar sem hann áttar sig skyndilega á því að hann er líka gyðingur. Árið 1943 byrjar hann að rita ásamt Ehrenburg bók um útrýmingu gyðinga, en bókin er rétt nýprentuð árið 1948 þegar KGB eyðileggur upplagið, en þá stóðu gyðingaofsóknir sem hæst í Sovétríkjunum. Árið 1952 prentar tímaritið „Novy Mír“ skáldsöguna Fyrír réttan málstað, og 13. febrúar 1953 hefst ofsafengin herferð gegn höfundinum í Pravda. Grossman bjargast vegna dauða Stalíns. Gyðingaofsóknirnar í Sovétríkjunum hafa mikil áhrif á hann. Fyrir honum er tuttugasta öldin heimur fangabúðanna. Hann lýkur skáldsögunni Líf og öríög árið 1960 og sendir tímaritinu Znamja handritið. Það er síðan gert upptækt af KGB árið 1961. Þetta var árið fyrir tuttugasta og annað flokksþingið og útgáfu bókarinnar Dagur í lífi Ivan Denissovitch, þegar banninu við því að minnst væri á fangabúðirnar var létt. Grossman hafði trúað á kraftaverk, en hann hafði misreiknað sig. En að vissu leyti hefur kraftaverk gerst, því að mikrófilmur af Lífi og öríögum komu fram í Vínarborg árið 1977. Samkvæmt þeim sem lesið hafa bókina ber hún þess þó einhver merki að KGB hafí fjarlægt blaðsíður úr handritinu. Gagnrýnandi franska tímaritsins L’Express, sem þessi formáli er að nokkru byggður á, kallar bókina „Stríð og frið“ tuttugustu aldarinnar og telur höfundinn hafa fetað að vissu marki í fótspor Tolstojs. Hins vegar sé Anton Tsékoff, eini rússneski lýðræðissinninn, aðallærifaðir hans, sál bókarinnar sé mótuð af honum. Eða eins og þessi sami gagnrýnandi segir á öðrum stað: „Grossman sér líf mannsins sem þróun í átt til meira lýðræðis." Pálmi Ingólfsson (Þý».) ■k Dessin de CAGNA T. Söguleg freskómynd. Bókmenntalegt stórvirki. Hin mikla rússneska skáldsaga tuttugustu aldarinnar hefur borist okkur í hendur eftir tuttugu ára töf. Vissulega eru vegir KGB órannsakanlegir (sjá æviatriði í rammagrein). Og eftir lestur þess- ara 820 blaðsíðna spyr maður sjálfan sig hver þessi Vassili Grossman sé, sem hefur dirfsku til að segja okkur frá landi sínu af slíkri dýpt, hreinskilni og víðsýni, að enginn, ekki einu sinni Solsén- itsyn jafnast á við hann. Eru þó skáldsögur um herkvína við Len- ingrad og Stalíngrad fjölmargar. Ein sú besta var heiðruð af Staiín sjálfum, gegn vilja hugmynda- ráðgjafa hans, vegna þess að það var landsföðurnum ekki á móti skapi að viðurkenna, að ekki hefðu eintómar hetjur setið í skotgröf- unum við Stalíngrad.,) í sovésku Alfræðinni um bók- menntir sem út kom 1964 — árið sem Vassili Grossman dó — stendur, að „síðasta" skáldsaga rithöfundarins sé frá 1952 og beri nafnið Fyrir réttan málstað, og að bókin hafi orðið tilefni fjörugrar umræðu.2* Þetta var reyndar á dögum „læknasamsærisins" — annars ekkert um Líf og örlög, ekki eitt einasta orð, rétt eins og þessi mikla bók hefði aldrei verið til. „Hana verður ekki hægt að gefa út fyrr en eftir tvö hundruð ár“, á Súsloff að hafa sagt. Bókin Líf og örlög bregður upp myndum af stríðinu gegn fasism- anum á raunhæfari hátt en sagan Fyrir réttan málstað, en þar er „þetta mikla stríð fyrir föðurland- ið“ einnig tekið til meðferðar. Hér gengur Grossman miklu lengra, í rauninni út fyrir öll leyfileg mörk. í þessari bók birtist afdráttar- laus mannskilningur höfundarins. Hann hafði fram að þessu verið í náðinni hjá stjórnvöldum, en nú leggur hann allt undir og rekur þróunarferil menntamanns í sov- étkerfinu. Hér úir og grúir af raunsönnum atvikum, svo ekki verður hjá því komist að lesa Líf og örlög sem raunsæisverk, næst- um natúralískt. Fyrirmyndin er Stríð og friður Tolstojs, en höfund- ■ ■ ■ ■ ..... iSí • i’-í' 1 • Ui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.