Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 L— Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR f hlýja veðrinu undanfarna daga hafa líklega allar jólahugs- anir verið víðs fjarri, enda fátt sem minnir á þau. Þeir sem vilja gera sem minnst úr jólastandinu finnst víst fáránlegt að hugsa um þau nú, enn er meira en mánuður þangað til. Jóladellu- fólki finnst hins vegar, að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið. Ef þið ætlið ykkur að hafa eitthvað við fyrir jólin, hvers vegna ekki að byrja í tæka tíð. Nema nátt- úrulega að það að vera á sfðustu stundu sé ómissandi þáttur jóla- undirbúnings ... Flestir baka eitthvað til jól- anna, og þá gjarnan ýmiss konar kryddkökur, oft með sírópi eða hunangi í. Slikar kökur geymast býsna vel, svo það er tilvalið að baka þær með góðum fyrirvara. Auk þess getur vel verið til álita, hvort ekki sé skemmtilegt að færa jólastemmninguna svolítið yfir á desembermánuðinn, að- ventuna. Margir hafa tekið upp þann sið að hafa aðventukransa, sem sannarlega minna á jólin. Það á því vel við að bjóða upp á nokkrr smákökur stöku sinnum í desember, með viðeigandi kerta- ljósum. Slík hátíðlegheit eiga ekki síst vel við þar sem krakkar eru, til að draga úr ógnarlegum jólaspenningi og gefa þeim svo- litla jólatilfinningu, sem ekki tengist bara pökkum og gjöfum. Þessi tími er oft inniverutími ef ekki er mikill snjór og indælt að gefa honum jólasvip. Það er ein- mitt á þennan hátt, sem aðvent- an er gjarnan haldin hátíðleg á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Heitir drykkir eru vel þegnir á þessum árstíma. Heitt te, lagað úr venjulegu te ásamt nokkrum negulnöglum og kardimommum er ljúffengur og hressandi drykkur, kryddið gefur honum jólailm og -bragð. Það þarf svo sem engar kökur með, aðeins rúsínur eða aðra þurrkaða ávexti og svo möndlur, líkt og er borið fram með jólaglögg. Annar heitur drykkur er mjólkurkaffi, búið til úr heitri mjólk og duft- kaffi, ásamt púðursykri eftir smekk, eða með því að hella saman í bolla sterku kaffi og sjóðandi mjólk. Hver og einn fær sér svo púðursykur eftir smekk. Einnig hér á kryddið vel við. Gott brauð, sætlegt og krydd- að, hefur á sér jólablæ. Slíkt brauð er hægt að baka í rausn- arlegum skömmtum og eiga í frysti og grípa til eftir þörfum. Það er engin tilviljun að aust- urlenzkt krydd eins og negul- naglar, kanell og pipar skuli tengjast jólunum og reyndar stórhátíðum yfirleitt. Sama er með þurrkaða ávexti, hnetur og möndlur. Hér áður fyrr meðan kryddið var sjaldséð og dýrt og GENERAL ELECTRIC þurrkaðir ávextir tilheyrðu vetr- arforðanum var eðlilegt að þetta tvennt setti svip sinn á þessa vetrar- og ljóshátíð. En það var ekki aðeins mannfólkið sem var á höttunum eftir góðgæti, held- ur einnig alls kyns furðuverur eins og jólasveinarnir okkar. Þó þeir troði nú upp glaðir og elsku- legir, voru þeir hálf skelfilegir fyrir margt löngu og sátu um að hrella fólk. Sögur af þeim voru notaðar til að siða krakka með, hyskið var enda synir Grýlu og Leppalúða. Það þykir vfst ekki góð uppeldisaðferð nú og allur kraftur farinn úr jólasveinun- um. Þeir hafa mjög fengið svipmót sitt af evrópska jóla- sveininum honum sankti Kláusi. Sankti Kláus eða heilagur Nik- öldum eins og annars staðar, þó hann hafi ekki skilið nafnið sitt eftir hér eins og víða. Nöfnin Ní- els og Nils, Nigels, dregin af Nikulás, og svo allar útgáfur Nikulásar-nafnsins eru víða mjög vinsæl nöfn, einnig styttra formið, t.d. Klaus. Og þó dönsku búálfarnir, sem gera mönnum glettur á jólum, séu ótengdir heilögum Nikulási, rétt eins og jólasveinarnir okkar, þá hefur þeim verið gefið þetta algenga nafn, Niels eða Nis, nissar sem er komið af dýrlingsnafninu. En nóg um jólasveinafræði ... Þá eru það matarmálin. Á pottarímsborðum í dag er síld, sem er ómissandi á vetrar- eða jólaborðið, ekki satt ... Eitt og annað jólalegt ulás af Myra í Litlu-Asíu og síð- ar í Bár á Ítalíu var einn allra vinsælasti dýrlingur kristinna manna fyrr á öldum, ekki sízt í Austurkirkjunni. Hver dýrling- ur átti sér sinn dag, sem haldið var upp á, dýrlingnum til heið- urs og mönnum til velfarnaðar. Nikulásardagurinn er 6. desem- ber, svo það er ekki furða þó hann hafi smám saman tengzt jólunum. Hann var einkum dýrl- ingur stúdenta og sæfarenda og margar sögur eru til um hvernig hann bjargaði nauðstöddum úr sjávarháska. Hann var svo vin- sæll að samkvæmt rússneskri þjóðsögu, þá fylltust nokkrir samdýrlingar hans á himnum ókristilegri öfund í hans garð og sáu ofsjónum yfir dýrðlegum há- tíðahöldum á jörðu niðri á degi hans. Heilagur Jóhannes af Cassian safnaði kjarki og gekk á fund Guðs, fyrir hönd hinna óánægðu, til að kvarta yfir þessu misrétti. Guð kallaði heilagan Nikulás fyrir sig, en hann fannst hvergi. Tveir englar voru sendir til jarðar að leita hans og komu með hann á Guðs fund. Nikulás birtist þá með hálfdrukknaðan mann í örmum sér. Guð spurði Nikulás um ferðir hans. Hann sagðist hafa verið að bjarga skipbrotsmönnum úr sjávar- háska. Guð sneri sér þá að for- sprakka kvörtunarliðsins og spurði: „Hvað hefur þú gert þér til ágætis, svo fólk hylli þig með gjöfum og heiðri þig? Ég mæli svo um að þinn dagur verði 29. febrúar, svo þér verið aðeins haldin hátíð fjórða hvert ár í refsingarskyni fyrir ósvífnina." Nikulás var vinsæll hér á mið- Sfld glerskurð- armannsins Af einhverjum ástæðum þá hefur þessi stétt iðnaðarmanna fengið þessa ljómandi síld kall- aða eftir sér. Kannski var síld algengt iðnaðarmannanesti. Þetta er saltsíld, lögð í kryddað- an edikslög. Það er hægt að fara frjálslega með kryddið, eftir eig- in smekk og eftir því hvað er til. Síldin er góð eftir 4—5 daga og geymist í kæliskáp í allt að 2 vikur, eftir að hún er orðin góð. Síldin er ljómandi góð með rúg- brauði eða seyddu brauði, einnig með soðnum kartöflum, eða epl- um og sýrðum rjóma. Rótarsell- erí, epli og sýrður rjómi, þ.e. sal- at úr þessu þrennu, er lostæti með síldinni. Notið gjarnan súrmjólk ásamt sýrða rjómanum á þetta salat, þannig verður sós- an mýkri. Og þegar aðeins fáir bitar eru eftir af síld, þá er til- valið að setja þá í svona salat og þar hafið þið þá Ijúffengt síldar- salat. Grænmeti er látið liggja með síldinni. Það gefur gott bragð og tekur sig vel út. Hér er notaður rauðlaukur, en venjulegur lauk- ur, eða blaðlaukur, kemur einnig vel til greina. Edikið á að vera 5—7% að styrkleika. Auk þess að nota borðedik, fer einnig vel á að nota hvítvínsedik, en það er mun dýrara. 5 saltsíldar 2 stórir laukar, gjarnan rauð- laukar 3 góðar gulrætur. 1. Fyrst um síldarverkun. Veljið ykkur feita og fallega síld. Fyrst er hún útvötnuð, þ.e. látin liggja í vatni, gjarnan þunnu tevatni, í um sólarhring. Þetta er gert til að mesta sterkjan úr pæklinum renni úr. Þá er að flaka (nema þið látið fisksalann gera það og útvatnið svo flökin): Smyrjið hendur ykk- ar salatolíu, já hafið þær löðr- andi svo saltið úr síldinni erti ykkur ekki. Það er erfitt að þrífa borð og bretti sem síld kemst I snertingu við, því lyktin er ærið sterk. Leggið því vænt lag af dagblöðum á borðið eða vefjið þeim um brettið og setjið svo plast yfir, gjarnan 2—3 plast- poka. Það er einfalt að stinga brettum, vöfðum dagblöðum, inn í 2—3 plastpoka. Það er best að vera við vask. Hafið tvöfaldan, opinn plast- poka í vaskinum undir slógið úr fiskinum. Og svo bala eða væna skál undir tilbúnu flökin. Nú er hægt að hefjast handa. Það vill svo vel til að beinin eru ekki föst í síldinni. Þið ristið kviðinn, strjúkið slógið innan úr, ristið bakið meðfram hryggnum að utan og strjúkið fiskinn af beinunum. Já, það er bezt að nota puttana við þetta, hnífinn aðeins til að opna fiskinn. Það er líka auðvelt að roðfletta flökin. Þegar allar síldarnar eru flak- aðar, þá skolið þær vel og setjið í bleyti í kalt vatn, helzt dauft tevatn, ef þið hafið ekki útvatn- að síldina áður. Látið liggja í 1—2 sólarhringa. Eftir þann tíma er síldin skorin í bita og lögð í edikskryddlög. Hafið bit- ana fremur litla, þannig verður síldin drýgri. Glerkrukkur eru hentugar fyrir síld, t.d. niður- suðukrukkur. Geymið síldina alltaf f kæli, nema rétt þegar þið berið hana fram. 2. Sjóðið saman eftirfarandi kryddlög: 3 dl edik, hæfilega sterkt. 2 dl vatn. 100 gr sykur. 4 lárviðarlauf. 1 msk grófsteytt piparkorn, gjarnan hvít, svört og græn. 1 tsk allrahandakorn. 1 tsk negulnaglar. Raðið síldarbitum og niður- skornu grænmetinu í krukku, hellið kældum leginum yfir og látið standa í kæli í um 5 daga, eða þar til ykkur finnst síldin hafa dregið löginn nægilega í sig. Hafið ekki of mikla síld í hverju íláti, þá verður of lítill lögur og síldin getur ekki dregið nægilega mikið I sig af honum. , fefti III B #' iifBiÉtfn | \. / „ -------------------- FRA USA Uppþvottavélar: Klæddar og þéttar að innan með „PERMA TUE efni sem: Hljóðeinangrar - Ryðgar ekki - Brotnar ekki - Tærist ekki Er eins og nýtt eftir 10 ára notkun Sérstök stilling fyrir potta - Sér$takt þurrkunarkerfi - Sorpkvörn fyrir minniháttar matarleifar - Til í 4 litum GOÐIR GREIÐSLUSKILMALAR RAFTÆKJADEILD HEKLAHF LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 - 21240 Þvottavélar: □ Mikið þvottamagn, allt að 8.5 kg. □ Sparnaðarkarfa, fyrir allan handþvott □ Tekur inn heitt og kalt vatn, orkusparnaður □ Fljótvirk, hámarks þvottatími 35 min. □ Topphlaðin, þvotturinn settur í að ofan PurrKarar: Mikið taumagn, allt að 7 kg af þurru taui I Fljótvirkur, Purrkunartími u.þ.b. 30 - 40 mínútur Þrjár hitastillingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.