Morgunblaðið - 20.11.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.11.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 77 Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Fyrirbænastarf í Grensáskirkju Fyrirbænir hafa verid idkaðar í kirkjunni frá fyrstu öldum til þessa dags, í samhljóman við heil- aga ritningu (sjá fyrra Tímoteus- arbréfið 2:1-3). Hér verður skýrt frá fyrirbænastarfi, sem hefur ver- ið stundað í Grensáskirkju í Reykjavík í bráðum 8 ár á almenn- um samkomum. Áhrif frá náðar- gjafavakningunni Grensáskirkja varð fyrir áhrifum hinnar svokölluðu náð- argjafavakningar (Charismatic renewal), sem á síðustu 25 árum hefur farið um allan heiminn. Eitt megineinkenni þessarar vakningar er mikil eftirvænting eftir hinum lifanda Guði og trú á hann, samfara miklu bæna- starfi. Fyrirbænir eru einn virk- asti þáttur í starfi hennar. „Bænirnar bera árangur ...“ Er almennar samkomur hóf- ust í Grensáskirkju á árunum 1976—77 (en þær eru einmitt „charismatískar"), varð fyrir- bænastarfið strax hluti þeirra, og hefur það farið vaxandi til þessa dags. Það orð er nú komið á Grensáskirkju, að bænirnar beri árangur, þvi hefur fólk sam- band víðsvegar að og biður um fyrirbæn. Sóknarpresturinn, sr. Halldór S. Gröndal, sagði, að fólk hringdi eða léti hringja, kæmi sjálft eða léti aðra koma fyrir sig til að fá fyrirbæn. „Fólk kemur einnig með ástvini sína til þessa, jafnvel aftur og aftur," sagði hann. Nú er svo komið, að fólk kem- ur utan af landi, gistir í borginni gagngert til þess eins að fá fyrir- bæn og viðtal í Grensáskirkju. Djákni Grensáskirkju, Örn B. Jónsson, sagði, að fólk kynntist þessu starfi og kæmi síðan með fleiri með sér. Orðrómurinn berst, og fyrirbænarefni streyma víðsvegar að. „Alþjóðleg“ fyrirbænaþjónusta Fréttir af starfinu hafa jafn- vel borist til útlanda. Nýlega hringdi Bandaríkjamaður til vinafólks síns hérlendis og bað um að það hefði samband við Grensáskirkju vegna fyrirbæn- ar, því að hann átti að gangast undir aðgerð ytra. Bréf hefur borist frá fjölskyldu í koptísku kirkjunni í Egyptalandi vegna alvarlegs sjúkdóms sem hrjáði aðila í þessari fjölskyldu. íslend- ingur á ferð í London hafði kynnst fjölskyldunni og sagt henni frá fyrirbænastarfi í Grensáskirkjunni. Handayfirlagning og bæn við altarið. Þjónusta í vexti í dag skipta fyrirbænaefnin hundruðum árlega. Að meðaltali eru lesin um 15 bænaefni hverja almenna samkomu af bænalista, og annað eins af fólki kemur til altaris kirkjunnar, þar sem það getur borið fram vandamál sín, sjúkdóma og annað sem hrjáir það, og fengið fyrirbæn. Við slík- ar fyrirbænir tíðkast handayf- irlagningar og jafnvel smurning með olíu (sjá Jakobsbréfið 5:13- 16). Að sögn Arnar biður fólk um fyrirbæn vegna ákveðinna atriða í lífi þess; vegna líkamlegra sjúkdóma af öllu tagi og and- legra vandamála, já hreinlega vegna allra þeirra erfiðleika sem hrjáð geta manninn. „Eftirvæntingin er mikil," sagði sr. Halldór, „eftir því að Guð lækni fólkið." Margvísleg bænasvör Bænasvör eru margvísleg: Sumir læknast á stundinni, aðrir síðar. Sumir lyftast andlega, aðrir öðlast trú og traust á Guð. Hjá sumum gerist ekkert að því er virðist. Allur gangur er því á „árangri" fyrirbænanna. Guð læknar þann sem hann vill lækna, blessar þann sem hann vill blessa og uppörvar þann sem hann vill uppörva. Með suma hefur hann annað í huga. Eitt dæmi, sem þó er undantekning frekar en regla, er vert að nefna: Eitt sinn kom kona utan af landi á almenna samkomu. Hún var mjög bakveik og kom fram til altaris til þess að fá fyrirbæn. Svo slæm var hún í baki, að hún gat ekki hjálparlaust kropið við gráturnar. Hendur voru lagðar yfir hana og beðið var fyrir henni. Eftir stutta stund stóð hún upp, hjálparlaust og vitnaði fyrir fullum sal samkomugesta, að Guð hefði læknað sig. Þetta er að vísu undantekning, en þó er það ekki einstakt og einangr- að dæmi um lækningu fyrir bæn. Uppbyggjandi, en erfitt Nú er svo komið, að fleiri kirkjur hafa tekið upp aukna fyrirbænaþjónustu. Hefur það stuðlað að aukinni aðsókn að þeim. Fyrirbænastarfið hefur stuðlað að því að mynda styrkan söfnuð í Grensáskirkju (að jafn- aði koma um 150 manns á hverja almenna samkomu). Sr. Halldór sagði, að fyrir- bænastarf væri mjög erfitt og krefjandi, en jafnframt ákaflega uppbyggjandi fyrir þá sem að því standa, sérstaklega þegar mikil bænasvör berast. „Fyrir- bænastarf er vinna, vinna og aftur vinna," sagði hann. Þess ber að geta, að fyrir- bænastarfið hefur einnig færst inn á almennar guðsþjónustur þannig, að bænarefni séu lesin upp fyrir ákveðnu fólki með til- greindan sjúkdóm eða vandamál, jafnframt þvi, sem það er borið fram á almennum samkomum. Þær eru haldnar hvern fimmtu- dag kl. 20.30 og eru allir hjartan- lega velkomnir þangað. Biblíulestur vikuna 20.—26. nóv. Bænastarf Sunnudagur 20. nóv.: Post. 12.5 - Beðið fyrir Pétri í fangelsi. Mánudagur 21. nóv.: Ef. 1.15-19 - Páll biður fyrir Efesussöfn. Þriðjudgur 22. nóv.: Jak. 5.16 - Biðjið hvert fyrir öðru. Miðvikudagur 23. nóv.: Mark. 11.25 - Fyrirgefið hvert öðru. Fimmtudagur 24. nóv.: II. Kor. 1.11 - Náðargjöf veitt fyrir fyrirbæn. Föstudagur 25. nóv.: Kól. 4.2 — Beðið fyrir starfinu. Laugardagur 26. nóv.: Ef. 6.18-20 - Verið árvökur í bæninni. Ekki trufla mig Guð Þetta var yfirskrift æskulýðshá- tíðar sem haldin var í Bústaðar- kirkju nýlega. Þar fengum við, sem þar vorum saman komin að eiga ánægjulega stund saman í kirkjunni. Kór og æskulýðsfélag kirkj- unnar voru búin að æfa upp létt lög sem sungin voru fuilum hálsi með undirleik hljómsveitar. Aðstoðaræskulýðsfulltrúinn, Bjarni Karlsson, stóð fyrir ýms- um uppákomum með þátttöku okkar sem í salnum sátum. Fluttur var helgileikur út frá Faðir vorinu sem leiddi hugann að innihaldi þessarar bænar og afstöðu okkar til hennar. Séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir, aðstoðarprestur safnaðarins, talaði út frá yfir- skrift hátíðarinnar. Niðurstaða hennar var að í raun ætti að standa þarna: Truflaðu mig guð, því að um leið og hann truflaði okkur mundum við vakna til um- hugsunar um hann og um stöðu okkar gagnvart honum. 1 raun ætti Guð alltaf að vera að trufla okkur því annars værum við sofnuð á verðinum. Um leið og hann ætti að trufla okkur þá væri trú okkar harla lítils megn- ug. Þess vegna er það jákvætt þegar hann hristir upp í okkur svo spurningar vakna. I upphafi höfðum við hvert og eitt fengið kerti í hendurnar. En í lok samverustundarinnar var ljósið látið berast milli manna þangað til allir sátu með logandi kerti. Þarna seéatum við, við notalega birtu frá kertaljósun- um á meðan sungnir voru negra- sálmar, minnug þess að Kristur er ljósið sem lýsir okkur á grýttri göngu lífsins. Eftir samverustundina sett- umst við niður í hliðarsal kirkj- unnar og þáðum veitingar sem þar voru á boðstólum. Ræddum um lífsins gagn og nauðsynjar og brugðum á léttari strengi. Því kirkjan — samfélag trú- aðra er sá staður þar sem við getum bæði átt gleðiríkar og uppbyggilegar stundir í samfé- laginu hvert við annað og Guð. Lífið er stutt 25. sunnudagur eftir trinitatis Lúkas 13:22—30 Það færist í vöxt að menn hafi ekki tíma til eins eða neins. Við þeytumst um en þó er eins og engu hafi verið komið í verk. Við megum ekki vera að því að heimsækja ömmu gömlu því það er þessi fundur í kvöld. Og svo er það skólinn og vinnan á morgun. Þannig líður tíminn. Við vösumst í mörgu en ekki mikið í hverju. Svo gamla konan allt í einu dáin. Við förum í kirkju rforfum á prestinn. Svo fer kistan í jörðina. Hvenær sá ég ömmu seinast? Var það ekki um páskana? Besta að spyrja Didí um ömmu. Hún þekkti gömlu konuna svo vel. Dídí getur sagt mér frá því hvernig sú gamla hafði það þarna á elliheimilinu. Eitthvað var víst gamla konan alltaf að glugga í sálmabókina. Hvað sagði nú presturinn aftur? Jæja, ég frétti það hjá Dídí í kvöld. Æ, það er fundur í framfarafélaginu í kvöld og ég sem ætlaði ... Þetta er tími hinna góðu áætlana og glötuðu tækifæra. Við lifum aðeins einu sinni. Ævin markast af fæðingu og dauða. Lífið er stutt. Það er aðeins heimskinginn sem gerir ráð fyrir að hann eigi langa, langa ævi fyrir höndum. Hafði ekki tíma, var upptekinn. Þetta eru ófögur eftir- mæli. Spurningunni um tilgang lífsins, Guð og hinstu rök tilverunnar verður ekki slegið á frest. Aður en varir stönd- um við á bjargbrún myrkursins. Guð vill hjálpa þér, rétta þér hjálparhönd í lífinu. Jesús Kristur kenndi okkur að Guð væri fyrst og síðast kærleik- ur. Öll erum við börn Guðs. Ekkert fær breytt því, hvorki hegðun okkar né nokkuð annað. Það er ekki Guðs vilji að nokkurt barna hans glatist. Guð stendur fyrir utan og knýr dyra. Beygjum kné okkar og opnum hjarta okkar fyrir Guði. Þá eigum við hans hjálp þegar hennar verður þörf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.