Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Á þeim dögum var Ernest Hemingway með svart mikiö skegg og austurríska rjallafólkið kallaði hann „svartskeggjaða Krist með kirsuberjasnafsinn sinn“. „Við vorum nýkomnir úr jöklaferð ...“ Hemingway (til vinstri á mvndinni með hvíta klútinn) fyrir framan Madlenhausskálann f 2000 metra hæð. Hér er mynd af Wiesbaden-skálanum í 2500 m hæð, tekin 30. mars 1925, en þá var farin fjallaskíðaferð með viðkomu í skálum. Víðátta jöklanna og hvftir fjallatindar voru tákn þeirra markmiða sem Hemingway vildi alla æfi ná. Áður var öðruvfei skíðað Allt sem maður renndi sér niður varð að klifra upp Sú var tíðin aö rithöfundurinn bandaríski Ernest Hemingway þótti góður blaðamatur í heimspressunni. Stöðugt var í blöðum fjallað um skáldsögur hans, hættulegar safari- ferðir í Afríku og allt var fréttnæmt í sambandi við hjónabönd hans og einkamál. I>að var eftir að frægA arstjarna hans var komin hátt á loft. En alveg hefur legið í láginni að Hemingway var skíðamaöur góður og bjó í tvo vetur í austurríska alpa- bænum Schruns, þar sem hann drýgði litlar tekjur sínar með skíða- kennslu meðan hann skrifaði skáld- söguna „Og sólin rennur upp“ sem gerði hann frægan. Frásögnin af dvöl hans í Schruns gefur góða mynd af því hversu mjög skíðaiðkun öll hefur breyst og er því nokkuð forvitnileg nú, þegar skíöatíminn er aö byrja. En á þessar slóðir í Vor- arlberg koma sjálfsagt margir ís- lendingar í vetur. Schruns og svæðið þar í kring er nú fjölsóttur tískuskíðastaður. Þar lifir enn vofa mannsins, sem mest líktist Kristsmynd á mið- aldamálverkum með svarta þykka skeggið og heimabrugguðu kirsu- berjasnafsana sína. Og aldrei voru nein vandkvæði á að ryðja flösku- stútnum braut gegn um skeggið. Þetta var fyrir 60 árum, þegar varla var búið að finna upp ferða- mennsku nútímans. Gamli fjalla- fylgdarmaðurinn Dejang man þó vel þá gömlu góðu daga: „Aldrei fengum við krakkarnir nóg af því að dást að utanaðkomandi gestum, sem höfðu tíma til að fara á skíði á virkum dögum." Og þar sem þeir voru svo fáir man hann nöfnin á mörgum þeirra. Til dæmis Hem- ingwayfjölskyldunni. „Ernest og Hadley, fyrsta konan hans, voru afbragðs fjallafólk og örugg á skíðum. Þau vissu nákvæmlega hvernig átti að fara um fjöllin. Aldrei æddu þau um eins og nú- tíma fjallamenn, heldur hvíldu sig alltaf öðru hverju og kunnu að njóta náttúrunnar. Og ekki kom fyrir að þau dyttu þegar þau renndu sér niður í dalinn aftur. Oft spurðum við okkur hvar í ver- öldinni þessi tvö hefðu lært list- ina ... “ Seinna ljóstraði Hemingway sjálfur upp leyndarmálinu í endurminningum sínum: „Við Hadley vorum alveg óð í að kom- ast á skíði frá því við fórum fyrst upp í fjöllin í Sviss og síðar í Cort- ina d’Ampezzo í ítölsku Dólómít- unum meðan hún gekk með Bumby og læknirinn í Mílanó gaf henni leyfi til að fara á skíði ef ég lofaði því að hún dytti ekki. Það gerði kröfu til þess að vel væri vandað valið á brekkum og skíða- stað. Maður varð að hafa algert vald á ferðinni, en hún hafði ein- staklega sterka leggi og vel þjálf- aða fætur og datt aldrei." Þrátt fyrir alvarleg meiðsli í stríðinu var Hemingway sjálfur stórkostlegur skíðamaður og kunni góð skil á mismunandi teg- undum af skíðasnjó. „Hann renndi sér jafnvel eins og fjandinn sjálf- ur í djúpum púðursnjó og af full- komnu öryggi," segir gamla fólkið í bænum með aðdáun og ekki laust við öfund, „því Hemingway þurfti öðru hverju að afla sér tekna með skíðakennslu..." Þetta voru engir blómatimar í lífi fjölskyldu Hemingways. París var rándýr staður fyrir lítt þekkt- an rithöfund og Bumby litli var kominn í heiminn, svo að „þegar við vorum orðin þrjú í stað tveggja og ískalt í París, þá hrakti veður- farið okkur loks þaðan yfir vetur- inn ... ef maður er fátækur og það vorum við svo sannarlega eftir að ég hafði hætt blaðamennsku eftir heimkomuna frá Kanada og engin saga keypt af mér, þá var lífið sannarlega orðið of hrjúft fyrir lítið barn í Parísarborg að vetrar- lagi... Við héldum því til Schruns í Vorarlberg í Austurríki. Þangað gátum við haldið í nóvemberlok og dvalið fram á páska." Landi Hem- ingways, listmálarinn Bertram Hartman, hafði sagt honum frá Schruns: „Það er stærsta, fegursta og ódýrasta vinnustofan á guðs grænni jörðu." Þetta var á árinu 1924, þegar kreppan æddi um Austurríki og hægt var að lifa langan tíma á handfylli af dollur- um. Strax á leiðinni með járnbraut yfir Frakkland og Sviss til Blud- enz í Vorarlberg, þar sem hann þurfti að skipta yfir í litla lest inn í dalinn, var Hemingway heillaður af landslaginu, öllum gömlu siðun- um í fjallahéruðunum, verðlaginu og „þarna er gott rauðvín og hvítvín og 30 tegtundir af bjór — frábær staður. Stórkostlegur bær og íbúarnir guðhræddar sálir og góðir drykkjumenn," skrifaði hann vini sínum. Tveimur mánuð- um seinna, 27. febrúar 1925, reyndi hann að freista vinar síns Harolds Loebs til að koma í heim- sókn með því að fá vatn til að renna honum milli skinns og hör- unds: „Við vorum uppi í Alpa- klúbbskofanum Madlener Haus í 1987 m hæð ... Við erum búin að fara fjári margar jöklaferðir, klifra á skíðunum upp í 3200 metra hæð og í þvílíkri hríð að getnaðarlimurinn og allt sem hon- um fylgir fraus eða næstum því fraus og varð að nudda það upp úr snjó. Drottinn minn dýri, hvað það var kalt. Svo renndi maður sér 8 km leið niður jökulinn og fjöllin á innan við 12 mínútum. Stór- kostlegt land þetta Silvretta. Við erum búin að fara um allan svissneska fjallgarðinn. í gær renndum við okkur 21 km niður á skíðunum og gengum svo 19 km leið niður eftir dalnum frá Parth- enen til Schruns... Je minn, ég vildi að þú hefðir verið með okkur..." Hemingway var áhugamaður um fjallaskíði, að ferðast um fjöll- in á skíðum. En hann var allt ann- að en hrifinn af því hvernig skíða- íþróttin tók að þróast: „Skíða- tnennska var allt öðru vísi iðkuð en nú, leggjabrotin ekki orðin svona algeng og enginn hafði efni á því að fótbrotna. Það voru engar hjálparsveitir og eftirlitsmenn á skíðasvæðunum. Allt sem maður fór niður varð maður líka að klifra upp. Við það fékk skíðafólkið hæfa fótleggi til að geta staðið niður ... “ Fjallaferðalög á skíðum af þessu tagi — eins og háfjallaferðir frá Wiesbadenskálanum, Madlen- erskálanum eða Lindauerskálan- um — voru Hemingway samt meira en líkamsþjálfunin ein. Þessi víði jöklahringur og fann- hvítir fjallatindarnir voru honum tákn markmiða, sem hann alla ævi varð að ná. Deyjandi söguhetjan hans í „Snjóar Kilimanjaro" mundi síðar einmitt þetta lands- lag og þessar stundir. Tilfinningin fyrir frelsi og hreinleika í ósnortnu landslagi mótaði bæði manninn og verk hans. Taubehótelið í miðbæ Schruns hefur þrátt fyrir nokkra endur- nýjun haldið yfirbragði sveita- gistihúss með skrauti á svölunum og viðamiklum þakupsum. Þar var það sem Hemingway lauk við skáldsöguna er aflaði honum frægðar. Hann lét flytja upp píanó fyrir konu sína og vann sjálfur í hinu herberginu með' útsýni til Zimbaspitzefjalla: „Schruns var góður vinnustaður. Látið þið mig vita það, því þar leysti ég veturna 1925 og 1926 af hendi erfiðasta verkefni sem ég hefi unnið, þegar ég varð að taka fyrsta uppkastið af „Og sólin rennur upp“, sem ég hafði skrifað í einum fleng á sex vikum, og gera úr því skáldsögu." Þaðan skrifaði hann útgefanda sínum: „Kæri Perkins ... Núna get ég lofað þér „Og sólin rennur upp“ til útgáfu í haust. Ég á að- eins eftir að endurskrifa fimm kafla ... “ og „Dos Passos var hjá okkur hér í Austurríki. Við áttum góða viku saman á skíðum. Ég lauk við að endurskrifa bókina „Og sólin rennur upp“, sem er 330 blaðsíður í minni vélritun, sem er spássíulaus. Hún virðist býsna spennandi þegar maður les hana yfir. í upphafi skáldsögunnar notar hann tvær tilvitnanir. En hin frægu orð Gertrudar Stein um glötuðu kynslóðina var — að því er Hemingway sagði — aðeins sett til mótsetningar við seinni og miklu mikilvægari tilvitnun úr predikara biblíunnar — ein kyn- slóð hverfur og önnur kemur, en jörðin er eilíf. Hin raunverulega söguhetja var jörðin, sigurvegar- inn í tilverunni. Hvar annars stað- ar en í tignarlegri kyrrð Alpanna hefði honum opnast þessi heims- sýn? Rétt á bak við Taubehótelið er Montafonhúsið. Þangað var Hem- ingway vanur að rölta þegar hann gerði hlé á vinnu sinni til að fá sér bita. Þar var hann velkominn og vel metinn gestur. Dóttirin í hús- inu, Matthilda Braun, var barn- fóstra sonar Hemingway- hjónanna. Þessi fallega 16 ára gamla stúlka tók tveggja ára drenginn að sér og áður en langt um leið var hann farinn að tala mállýskuna í Montafon óaðfinn- anlega. Pabbi hans gat ekki látið vera að gorta af þessu tungumála- afreki sonarins: „Goddy var býsna vitur í gær eða réttara sagt vís- dómurinn rann upp úr Goddy ... Okkur líður öllum vel og Goddy getur gengið, snúið sér á göngu, talað Montafonermál, hefur fal- lega barnfóstru að nafni Matthild- ur, fer út á sleða, æpir eftir bjór og er að verða dæmigerður Evr- ópumaður ... Matthilda er dásam- leg barnfóstra og vaknar klukkan 5 á morgnana. Hún og Goddy eru svo lík um margt. Goddy er eins og kóngur hér í Schruns í ullargall- anum sínum.“ Þannig skrifaði hann til Gertrudar Stein, guðmóð- ur Johns H. Hemingways, sem kallaður var Goddy eða Bumby. Mathilda Braun, sem foreldrar Bumbys vildu taka með sér til Parísar og Ameríku til að gæta sonarins þótt ekkert yrði úr því, sagði syni sínum seinna að þessir vinnuveitendur sínir hefðu verið bæði mannleg í viðmóti og mjög rausnarleg. Hún var látin borða með þeim eins og ein af fjölskyld- unni, sem alls ekki var venjan á þeim tíma. Fram í andlátið voru Ernest Hemingway og verk hans aðaláhugamál hennar. Hún ræddi þau við son sinn sem er kennari og greindi þau í smáatriðum. Hörmu- legum dauða Hemingways (hann skaut sig) lýsti hún sem endalok- um þreytts bardagamanns, er veikindin buga. Þau komu henni ekkert á óvart. Hemingway lofaði mjög gesta- herbergin, matinn og drykkinn í Taubehóteli. Þar gat hann trútt um talað, því mörgum kvöldum eyddi hann í setustofunni þar og spilaði við heimamenn yfir glasi af suðurtýrólsku rauðvíni. Þeir spiluðu póker og ameríski gestur- inn þótti hættulegur andstæðing- ur. Énn þann dag í dag lifir sagan um spilamennsku Hemingways og nokkurra heimamanna. Þá var póker bannaður í Austurríki sem fjárhættuspil. Þegar lögreglan kom í eftirlitsferð seint um kvöld, sagði fyrirliðinn sem sjálfur var iðinn við pókerborðið þeim bless- uðum að vera rólegir. Haldið var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.