Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
Dr. Rolf Bertschi, saksóknari í ZUrich, reynir að halda kláminu í ZUrich innan löglegra marka.
Blöð eins og SOS seljast í
mörg þúsund eintökum
mánaöarlega. Þau eru þunn
en rándýr, kosta 7 sv.
franka eintakið, og hafa
fátt annað en auglýsingar
frá vsndiskonum, sem taka
á móti kúnnum í stofum, en
sækja þá ekki út á götu.
Fólk er
farið að þreytast
áklámí
„Geturðu sagt mér hvar
klámhverfiö er?“ spurði ég stúlk-
una á upplýsingaskrifstofunni á
lestarstööinni í Zurich. Hún leit
upp heldur hissa en benti svo á
gamla hverfiö hinum megin viö
ána gegnt stööinni. „Er ekki líka
eitthvaö um klám á þessu
svæöi,“ spuröi ég og benti á
svæöi í annarri átt frá stööinni á
kortinu. Stúlkan þvertók fyrir
þaö. En ég vissi betur og hugsaöi
meö mér aö þetta væri bara
svona siöprúö stúlka eöa borgar-
yfirvöld heföu bannaö henni aö
benda fólki á hverfin þar sem
klámklúbbar, klámbúöir og
klámbíó hafa tekiö sér bólfestu á
undanförnum árum. íbúar þess-
ara hverfa eru heldur óhressir
meö breytingarnar sem hafa orö-
iö á hverfunum og borgaryfirvöld
eru farin aö taka í taumana. Þaö
er erfitt verk en þó hefur útivist-
artími vændiskvenna þegar veriö
styttur verulega og nú má ekki
sýna lengur grófustu geröir af
kvikmyndum.
Hafnarborgir voru frægar hér
áöur fyrr fyrir svall og lítskrúðugt
næturlíf. Búllurnar voru opnar
allan sólarhringinn og þar var
margt á boöstólum sem ekki
fékkst annars staöar. En þetta er
löngu liðin tíö. Nú er engin borg
meö stórborgum nema hún hafi
sitt eigiö klámhverfi, bjóöi uppá
„nudd“, videó og allsberar konur.
Zurich er stærsta borgin í Sviss
meö um hálfa milljón íbúa. Mest
ber því á kláminu þar en þó eru
aörar svissneskar borgir ekki
lausar viö þaö. Viö einn inngang-
inn á lestarstööinni í Bern eru t.d.
bíóauglýsingar frá öllum kvik-
myndahúsunum í borginni.
Sumar þeirra eru svo dónalegar
aö börn reka upp stór augu og
fulloröið fólk roönar. Og stæröar
klámbúö er viö hliö bestu og dýr-
ustu ítölsku matvöruverslunar-
innar í bænum.
Genf, sem allir dásama fyrir
fegurö, hefur líka sitt uppá aö
bjóöa. Bandarísk kona gisti á
hóteli skammt frá lestarstööinni í
haust og sagöist aldrei hafa séö
svo margar vændiskonur á einu
bretti. Þær notuöu hótelið til
sinna verka og komu uppdubb-
aöar í klofháum leöurstígvélum
niöur í lobbíiö á sólbjörtum
sunnudegi. Þó ættu þeir sem
hafa búiö í Bandaríkjunum aö
vera öllu vanir. Hverfin í kringum
14. götu í Washington og 42.
stræti í New York eru fræg. Þar
stendur á bíóskiltunum aö mynd-
irnar séu komnar beint frá
Skandinavíu en á skiltunum í
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn
stendur aö þær séu beint frá
New York.
Til aö kynnast ástandinu í Zúr-
ich gekk ég yfir ána í átt aö yfir-
lýsta klámhverfinu. Þaö var há-
bjartur dagur og veöriö einkar
fallegt. Vatnið og borgin blöstu
viö og úr og gullfestar skreyttu
ríkulega búöarglugga. En svo
beygði ég inn sund og inn í
göngugöturnar í gamla hverfinu.
Bjór- og reykjarlykt lagði aö vit-
um mér og karlar voru í meiri-
hluta. Þeir sátu á útimatstaö og
litu sakleysislega út. Yfir höföi
þeirra hékk „GoGo-girl“-auglýs-
ing og hinum megin viö götuna
var „sex-shop“ meö dregiö fyrir
alla glugga.
í næstu götu var „spiel-salon“,
sem væntanlega var venjulegur
leiktækjasalcrr, „coiffeursalon"
eöa hárgreiöslustofan „Hair Af-
fair“, sem var örugglega ekki
venjuleg hárgreiöslustofa þvi
tvær konur sem stóöu fyrir utan
hana meö herbergislykla stukku
sem skjótast inn í húsið þegar
þær sáu myndavélina. Og á horni
götunnar var „sex life show“.
Nokkru fjær var eitt af átta
klámkvikmyndahúsum borgar-
innar. Þar var myndin „Lust sex
und Heisse Lippen" til sýnis. i
öörum auglýsingagluggum húss-
ins var klámblaö auglýst til sölu
en eins- og hálfsherbergis-íbúö
auglýst til leigu í hinum. Ég fékk
ekki aö vita hvar sú íbúö var.
Allt leit þetta miklu betur út en
búast heföi mátt við af blaða-
skrifum. Ég sþuröi Rolf Bertschi,
saksóknara borgarinnar, hverju
nýju herferö yfirvalda á hendur
klámi sætti. Hann sagöi aö
ástandiö í borginni heföi versnaö
mjög á undanförnum fimm árum
þótt þaö liti ekki svo illa út á
yfirboröinu. Rúmlega 30 verslanir
eru skráöar klámverslanir en aö-
eins helmingur þeirra er í hverf-
inu sem stúlkan á lestarstööinni
benti mér á. Hinar eru flestar í
hverfinu Aussersihl. Þar er einnig
meiri hluti salonanna eöa stof-
anna, sem flestir eru hættir aö
kalla nuddstofur. 270 stofur eru
á skrá hjá borginni en taliö er aö
minnsta kosti 600 sóu reknar.
Stór hluti vændiskvennanna sem
krækja sér í kúnna á götum úti
halda einnig til í Aussersihl. Um
1200 konur eru skráöar vænd-
iskonur hjá borginni en Bertschi
taldi aö þrisvar sinnum fleiri kon-
ur stundi starfiö.
„Þaö er aöallega vegna skatt-
anna sem konur skrá sig,“ sagöi
hann. „Skattstofan getur þá
reiknaö þeim skatta, tekiö tillit til
aldurs og þess háttar þegar litiö
er á hversu mikið þær vinna sér
inn. Lögreglan kannast líka við
þær, lætur þær í friði þar sem
þær halda til og veit aö þær eru
að vinna. Þær sem ekki skrá sig
eru yfirleitt húsmæöur sem
drýgja heimilistekjurnar meö aö
selja sig og eiturlyfjaneytendur
sem þurfa á peningunum að
halda til að komast yfir eiturlyf."
W KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUHHAR
Maroc klementínurnar,
þessar sætu safaríku,
eru komnar
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, sími 85300
i—t—i
Lífraenar snyrtivörur
frá Vestur-Þýskalandi
— ofnæmisprófaðar —