Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 63 Böm og starfsfólk leikskóians Undralands í Hvera- gerði. Ragnheiður H. Jónsdóttir og Ómar Færseth af- henda forstöðukonu skólans, Ernu Valdimarsdóttur, merkin. Þátttakendur í reiðhjólaralli JC í Hveragerði. Hveragerði: Gáfu börnunum endurskinsmerki llveragerdi. KLÚBBURINN Junior Chamber, Hveragerði, hefur nú starfað í tæp tíu ár og hafa þeir félagar í mörgu sýnt byggðarlaginu sóma og velvilja. Fyrir skömmu færðu forsvarsmenn klúbbsins börnum og starfsfólki leikskólans Undra- lands endurskinsmerki að gjöf og er ætlunin að gefa einnig nemendum grunnskólans og öldruðum borgurum slík merki. Þessi endurskinsmerki lét JC íslands gera í tilefni samnorræna umferðaröryggisársins. Gjöfina afhentu þau Kagnheiður Hrefna Jónsdóttir og Ómar Færseth, en þau eiga sæti í byggðarmálanefnd klúbbsins. Erna Valdimarsdóttir, fóstra og forstöðukona leikskólans, tók við gjöfinni og fa barnanna og samstarfsfólksins. Fréttaritari Mbl. hitti að máli þau Ragnheiði og ómar og spurði þau um starf klúbbsins. Þau kváðu að fyrst bæri að nefna borgara- fund, sem haldinn var í apríl sl. þar sem fjallað var um umferð- armál. Þá var rætt um lyfjanotk- un við akstur, umferð aldraðra og umferð á vélknúnum ökutækjum. Frummælendur voru Jón Guð- mundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, Stefán Magnússon, kenn- ari og umferðarkennari, og Tryggi Jakobsson frá Samvinnutrygging- um, sem stóðu ásamt JC að fund- ii þeim innilegar þakkir fyrir inum auk klúbbanna Öruggur akstur. Fundarmönnum var boðið til kaffidrykkju. í maí sl. gengust JC-samtökin fyrir reiðhjólaralli fyrir börn og voru þátttakendur um 50 börn. Hjóluðu þau hring um þorpið í fylgd með lögreglu. Síðan reyndu þau sig við sjö þrautir á hjólum á íþróttavellinum og gefin voru stig fyrir hverja þraut. Öll börnin fengu viðurkenningarskjöl. Að lokum var haldin ísveisla, sem gerði mikla lukku. Klúbburinn annast jólatréssölu fyrir jólin, en félagarnir keyra þau heim á dráttarvél, klæddir jóla- sveinabúningi og gefa börnunum epli í leiðinni. Þá gangast JC fyrir jólatrés- samkomu þar sem allir eru vel- komnir. Um áramótin lýsa þau upp Hamarinn með logandi blys- um (en Hamarinn er klettabelti sem gengur niður frá Hellisheiði og myndar nokkurs konar skjól- vegg ofan við vestustu byggðina í þorpinu). Fyrir nokkrum árum gaf klúbb- urinn vegvísi, sem stendur við að- alinnkeyrsluna í bæinn. Ýmsar hugmyndir eru á döfinni sem of snemmt er að ræða, en þó má segja að haldin verður mynd- arleg afmælishátíð á 10 ára af- mælinu í vetur, sögðu þau Ragn- heiður og ómar að lokum. Félagar í klúbbnum eru 32 að tölu, bæði menn og konur. Forseti er Ingibergur Sigurjónsson. Fréttaritari. Hillur, hengistólar, teborð og barir. Sófa- sett, lítil borð og inn- skotsborð. Erum einnig með rókókó- sófasett og borðstofu- sett, sófaborð og staka stóla. Úrval af málverkum og gjafavörum. Verslunin REYR Laugavegi27, sími 19380. HáGKNJP AUGLfólR MANUDAGA 9 - 19 ÞRIÐJUDAGA 9 - 19 MIÐVIKUDAGA 9 - 19 FIMMTUDAGA 9 - 20 FÖSTUDAGA 9 - 21 LAUGARDAGA 9 - 16 17 A n XT A TT7> Skeifunni 15 IXAVJliAUr Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.