Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
13 slösuðust
á N-írlandi
Samveldisleiðtogar í Goa:
Reyna að jafna ágreining
um innrásina á Grenada
Panaji, 25. nóvember. AP.
Belfa-st, 25. nóvember. AP.
ÞRETTÁN manns, fjórir her-
menn, tveir lögregluþjónar
og sjö óbreyttir borgarar, þar
af eitt kornabarn, slösuðust
er sprengja sprakk í Falls
Sprenging við
skipaárekstur
('uxhaven, 25. nóvember. AP.
MIKLAR sprengingar urdu í líber-
ísku gámaskipi o g eldglæringar
stórtu í allar áttir eftir árekstur þess
við brazilískt Dutningaskip í ósi ár-
innar Elbu norður af Hamborg í dag.
Við áreksturinn kom upp eldur í
Líberíuskipinu „Ever Level“ og
með fyrrgreindum afleiðingum.
Einn skipverja fórst, þrír fengu
alvarlega reykeitrun og tveir
beinbrotnuðu. Áhöfninni var
bjargað um borð í þyrlu.
Líberíska skipið var á leið til
Hamborgar með 200 lestir af flug-
eldum og blysum alls konar, og
öðrum eldfærum, frá austurlönd-
um fjær. Sigldi líberíska skipið á
fullri ferð á það brazilíska og við
áreksturinn braust út eldur, sem á
svipstundu logaði stafna á milli.
HÁTTSETTIR embættismaður
norður-írska iðnþróunarráðsins
hefur borið það fyrir nefnd á veg-
um neðri deildar breska þingsins,
Fimmta
svart-
holið?
Tókýó, 25. nóvember. AP.
JAPANSKIR vísindamenn hafa
uppgötvað sjaldgæft fyrirbrigði í
geimnum, sem gefur frá sér
röntgengeisla líka þeim, sem
berast frá svartholinu Cygnus
X-l. Var uppgötvunin gerð með
hjálp gervihnattar, sem er á
braut um jörðu.
Svarthol er ósýnileg stjarna,
sem fallið hefur saman og er svo
þétt, svo massamikil, að hvorki
ljós né efni sleppur út úr aðdrátt-
arafli hennar. Gervihnötturinn,
sem heitir Temma, greindi fyrir-
brigðið í jáðri stjörnukerfisins
Camelopardalis, skammt frá
stjörnukerfinu Perseus, 14. nóv-
ember sl. að því er Toshio Murak-
ami, embættismaður í japanska
vísindaráðuneytinu sagði. Kvað
hann hlutinn ósýnilega gefa frá
sér öfluga en óreglulega röntgen-
geisla á um tíu millisekúndna
fresti líkt og er með Cygnus X-l.
Japanir hafa beðið félaga í Al-
þjóða stjarnfræðifélaginu að segja
frá hvort þeir hafa uppgötvað
nokkuð óvenjulegt í grennd við
fyrirbrigðið en það getur hjálpað
til við að reikna út massa hlutar-
ins og jafnvel sanna, að hér sé um
að ræða fimmta þekkta svartholið
í alheimnum.
Road-hverfinu í vesturhluta
Belfast.
Sprengjan var falin bak við
hálfs annars meters háan vegg og
var svo öflug að gat kom á vegg-
inn og lentu steinflygsur úr hon-
um á vegfarendum og nærliggj-
andi húsum, þar sem margar rúð-
ur brotnuðu.
Talið er að sprengjan hafi verið
ætluð lögreglu- og herbílalest,
sem fór um götuna, en gangandi
vegfarendur og bifreiðar
óbreyttra, urðu einnig fyrir
sprengjunni, sem hleypt var af
stað með fjarstýringu.
Engin öfgasamtök hafa lýst
ábyrgð á verknaðinum en gengið
er út frá því sem vísu að hér hafi
hryðjuverkamenn írska lýðveld-
ishersins verið að verki.
Þá var maður veginn fyrir utan
krá í Lurgan í Armaghsýslu, en
óljóst er hvort morðið var liður í
átökum stríðandi fyikinga.
James Prior, írlandsmálaráð-
herra, hefur boðið leiðtogum fjög-
urra stjórnmálaflokka í Norður-
írlandi til viðræðna í næstu viku
um ástandið þar. Leiðtogar
tveggja flokka mótmælenda hafa
harðlega gagnrýnt brezku stjórn-
ina fyrir að stórauka ekki örygg-
isgæzlu á N-lrlandi.
að ekkert sé vitað um svissneskt
fyrirtæki, sem tók við 17,5 milljón
dollara greiðslu frá De Lorean-
bílasmiðjunum. Rílasmiðjur De
Loreans eru gjaldþrota fyrirtæki
eins og kunnugt er og sjálfur ligg-
ur hann undir ákæru um stórfellda
eiturlyfjasölu.
Breska þinginu leikur mikill
hugur á að vita hvað varð um
þessa peninga, sem voru hluti af
79 milljón punda styrk af al-
mannafé við bílaverksmiðjurnar.
Umrædd fjárupphæð, 17,5 millj-
ónir dollara, var ætluð sem
greiðsla til Lotus-verksmiðjanna í
Norwich á Englandi fyrir þeirra
þátt í smíði De Lorean-bílanna en
forsvarsmenn þeirra segjast
aldrei hafa fengið hana í hendur.
Fram kemur hins vegar, að þessi
upphæð hafi verið send svissnesku
fyrirtæki, skráðu í Panama, en
þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan
finnst ekkert um þetta fyrirtæki,
hvorki í Panama né í Sviss.
Leiðtogar Samveldislandanna,
sem þingað hafa í Delhi, komu í dag
til baðstrandarbæjarins Goa þar
sem þeir munu eiga óformlega fundi
um helgina í þeirri von að leysa
ágreining sinn vegna innrásarinnar
á Grenada.
Leiðtogarnir, sem eru 41 að tölu,
fóru til Goa með fjórum farþega-
þotum, sem skotið var undir þá, og
var þeim deilt niður á flugvélar í
stafrófsröð. Indíra Gandhi gest-
gjafi leiðtoganna fór til Goa í
einkaþotu sinni.
Ólíklegt er talið að takast muni
að sætta sjónarmið leiðtoganna,
þar sem ágreiningur er djúpstæð-
ur, og lenti t.d. tveimur Karíba-
AIDS-tilfelli í
þróunarlöndum
(ienf, 25. nóvember. AP.
TILKYNNT hefur verið um 250 til-
felli af AIDS, áunninni ónæmis-
bæklun, í þróunarrfkjum, að sögn
talsmanna Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar, WHO.
Sjúkdómsins hefur fyrst og
fremst orðið vart meðal homma og
eiturlyfjasjúklinga í Bandaríkjun-
um og Vestur-Evrópu. Sjúkdóm-
urinn hefur borizt manna á milli
með kynmökum, en að sögn tals-
manna WHO virðast tilfellin í
þróunarlöndunum hafi komið upp
með öðrum hætti.
hafsleiðtogum saman í hörkurifr-
ildi á blaðamannafundi leiðtog-
anna við lok formlegra funda á
Samveldisráðstefnunni.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
skýrði frá því í dag að Alistair
Norður-kóreskur hryðju-
verkamaöur sagði við rétt-
arhöldin vegna sprengjutil-
ræðisins f grafhýsi í Rang-
oon, þar sem 21 maður fórst,
að hann og félagar hans tveir
hefðu undirbúið árásina og
beðið tilræðisdagsins í íbúö-
arhúsnæði norður-kóresku
diplómatanna í Rangoon.
Hryðjuverkamaðurinn sagði
þá þremenningana hafa komið
til Burma með flutningaskipi
frá N-Kóreu 22. september.
Földust þeir síðan í bústað
sendiráðsmanna þar til á tilræð-
isdaginn 9. október.
Réttarhöldin eru nú á fjórða
Mclntyre, sem nefndur hefur verið
til að leiða bráðabirgðastjórn á
Grenada, mun ekki geta tekist þá
ábyrgð á hendur, þar sem hann
þarf að gangast undir þriggja
mánaða ítarlega læknismeðferð.
degi og verður fram haldið á
mánudag. Allir starfsmenn
norður-kóreska sendiráðsins
voru reknir úr landi eftir tilræð-
ið. Einn tilræðismannanna lést í
átökum, sem urðu er þeir voru
handteknir.
Sjónvarps-
stöð í
Vatikaninu
Vatikaninu, 25. névember. AP.
VATIKANIÐ hefur ákveðið
að taka sjónvarpstæknina í
sína notkun við útbreiöslu
fagnaðarerindisins, en
hingað til hefur boðskapur
páfa borist um heimsbyggð-
ina í blöðum og útvarpi.
Opnuð hefur verið sérstök
miðstöð til framleiðslu og dreif-
ingar á trúarlegu efni fyrir sjón-
varp og í framtíðinni verður
reist sérstök sjónvarpsstöð.
Stofnuð var útvarpsstöð í Vat-
ikaninu í tíð Píusar páfa ellefta
árið 1931 og sendir hún í dag út
250 stundir af efni á 35 tungu-
málum á viku hverri. Lengi hef-
ur verið til athugunar að hefja
starfrækslu sjónvarpsstöðvar,
en ekki fyrr en nú að ákveðið er
að stíga fyrsta skrefið.
Þá gefur Vatikanið út dagblað
á ítölsku, og vikublöð á ensku,
frönsku, spænsku, þýzku og
portúgöisku, og mánaðarrit á
pólsku.
Umdeilt bréf Koivisto
til þrjátíu ritstjóra
Helsinki, 25. nóvember. AP.
BRÉF, sem Mauno Koivisto,
Finnlandsforscti, sendi til ritstjóra
30 helstu dagblaöa í Finnlandi hef-
ur vakió mikla athygli þar í landi.
Með tilliti til mikiila umræðna
um utanríkismál í finnskum
fjölmiðlum að undanförnu minn-
ir forsetinn ritstjórana á í bréfi
sínu, að í Finnlandi sé vænlegast
að vera ekki að efna til umræðna
um utanríkisstefnu landsins.
Sökum tengsla Finna við Sovét-
menn hafa utanríkismál jafna
verið hið mesta viðkvæmnismál.
Það er þó ekki aðeins innihald
bréfsins, sem þykir athyglisvert,
heldur og þær aðferðir, sem
viðhafðar voru við dreifingu
þess. Forsetinn skrifaði bréfið að
eigin frumkvæði, sendi það til
yfirmanns STT, opinberrar
fréttastofu landsins og bað um
að því yrði dreift. Ætlaðist hann
til þess að innihaldi þess yrði
haldið algerlega leyndu.
I bréfinu spyr forsetinn m.a.
hvort það hafi verið af ásettu
ráði að finnskir fjölmiðlar hafi
komist að samhljóða niðurstöðu
í nýliðnum umræðum. Niður-
staðan var á þá leið, að ekki væri
neitt athugvert við að efast um
að eitthvað væri bogið við utan-
ríkisstefnu stórþjóðanna með
tilliti til ástands heimsmála.
Háttsettur embættismaður
stjórnarinnar, sem óskaði nafn-
leyndar, sagði þessi vinnubrögð
forsetans hreinlega hafa kallað á
að innihald bréfsins læki út. Það
var hins vegar í Svíþjóð en ekki
Finnlandi, að fréttist af bréfinu
og innihaldi þess.
London:
Stórfé greitt
gervifyrirtæki?
London, 25. nóvember. AP.
Sprengingin í Rangoon:
Undirbjuggu til-
ræðid úr sendi-
ráði N-Kóreu
Kangoon, 25. nóvember. AP.