Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Hagnaður Sharp jókst um 13,7% HAGNAÐUR japanska stórfyrirtækisins Sharp jókst um 13,7% i fyrri helm- ingi reikningsársins, sem endaði 30. september sl., þegar hann var samtals um 25,12 milljarðar japanskra yena, borið saman við liðlega 22,1 milljarð japanskra yena á sama tímabili í fyrra. Söluaukning fyrirtækisins er arveltu er um 33%. aöallega til komin vegna aukinnar sölu á ýmis konar elektrónískum sjáifvirknibúnaði fyrir skrifstofur og tölvur. Söluaukning Sharp á fyrri helmingi ársins á elektrón- ískum tækjum var um 24,6%, en hlutur þeirrar framleiðslu í heild- Útflutningur Sharp jókst á um- ræddu tímabili um 18%, en hlutur útflutnings í heildinni er um 56,6%. Sala Sharp á innanlands- markaði jókst á umræddu tímabili um 11,8%. Hlutabréfaeign mest í Svíþjóð Fjórði hver landsmaður að meðaltali á hlutabréf SVÍAR hafa nú slegið Bandaríkjamönnum við, hvað viðkemur hlutabréfa- eign á hvert mannsbarn í löndunum, en Bandaríkjamenn áttu heimsmet í hlutabréfaeign á mannsbarn. Samkvæmt nýlegri athugun sem SIFO-stofnun- in í Svíþjóð gerði, á fjórði hver Svíi hlutabréf, sem jafngildir því, að 1,8 milljónir manna í landinu eigi hlutabréf, en samkvæmt eldri tölum áttu 1,2 milljónir bréf. SIFO-stofnunin gerði athugun í ársbyrjun, þar sem spurt var á hvern hátt almenningur vildi helzt ávaxta fé sitt. Þá kom fram, að 6% töldu fé sínu bezt varið í hlutabréfum, en þegar spurt var sömu spurningar á dögunum voru það 7% aðspurðra, sem töldu fé sínu bezt varið í hlutabréfum. SIFO-stofnunin hóf þessar at- huganir sínar á árinu 1971 og aldrei hafa jafnmargir hlutfalls- lega sagzt myndu fjárfesta í hlutabréfum í fyrirtækjum, þyrftu þeir að koma eigin fé í sem mestan arð. Þessi aukni áhugi almennings á hlutabréfakaupum hefur haft það í för með sér, að fyrirtækjum, sem verzla með hlutabréf, hefur fjöl- gað umtalsvert á liðnum mánuð- um. Það hefur síðan leitt til þess, að stjórnmálamönnum er orðið tíðrætt um, að herða þurfi reglur um stofnstetningu slíkra fyrir- tækja. Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir aukinni þátttöku almennings í atvinnurekstri í Svíþjóð og virð- ist hann þegar vera farinn að skila árangri. Þær reglur gilda nú i Sví- þjóð, að hlutabréfaeign er ekki skattlögð eins og aðrar innistæður almennings, og hefur það virkað sem hvati. í því sambandi má benda á, að sífellt háværari raddir hafa heyrst hér á landi um að nauðsynlegt sé að fá almenning í auknum mæli til þátttöku í at- vinnurekstri, m.a. með því að hlutabréfaeign væri ekki skatt- lögð. Reyndar verður frumvarp til laga um þessi mál væntanlega tek- ið til afgreiðslu á Alþingi í vetur. 6,8 milljónir bfla framleiddar í Evrópu janúar til ágúst: Renault í 1. sæti með um 18,2% af heildinni HEILDARFRAMLEIÐSLA bílaframleióenda í Evrópu fyrstu átta mánuði ársins var um 6,8 milljónir bfla, en framleiðslan í Bandaríkjunum á sama tíma var um 4,9 milljónir bfla og 4,7 milljónir bfla í Japan. í fyrsta sæti framleiðendanna í Evrópu er Renault með liðlega 18,2% af heildinni og segir brezka viðskiptadagblaðið Fin- ancial Times, að meginástæðan fyrir góðu gengi Renault sé góð- ur árangur fyrirtækisins í Bandaríkjunum, en útflutningur þangað hefur stóraukizt á liðn- um mánuðum og misserum. í 2. sæti framleiðenda er franska samsteypan Peugeot- Citroén-Talbot með um 14,9% af heildinni. Þá kemur Volkswag- en-Audi með um 13,2% af heild- inni, Ford með um 12,9%, Opel með 12,3% og Fiat/Lancia með um 11,1%. í sambandi við þessar hlutfallstölur verður að hafa í huga, að þær segja ekki alla sög- una um verðmæti framleiðsl- unnar. Framleiðendur dýrari bíla eins og Mercedes Benz, BMW, Volvo og SAAB væru mun ofar á listanum, ef aðeins væri tekið mið af verðmæti fram- leiðslunnar. Af einstökum tegundum bíla var mest framleitt af Renault 9/11, eða samtals liðlega 556 þúsund bílar. Þá kemur Volks- wagen Golf/Jetta með liðlega 405 þúsund bíla, Ford Escort/- Orion með liðlega 324 þúsund bíla, Renault 5 með tæplega 303 þúsund bíla, Ford Sierra með tæplega 266 þúsund bíla, Opel Ascona með liðlega 242 þúsund bíla og Fiat Uno með liðlega 226 þúsund bíla. Hagnaður Digital dróst saman um 72% HAGNAÐUR tölvufyrirtækisins Digital Equipment Corp. var mun minni á 1. ársfjórðungi reikningsársins, sem endaði 1. október sl., en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins á 1. ársfjórðungi, júlí-september sl., var um 15,9 milljónir dollara, bor- ið saman við 56,8 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Samdráttur- inn milli ára er því 72%. Hagnaður Digital á hvern hlut í fyrirtækinu var um 28 cent á um- ræddum ársfjórðungi, en til sam- anburðar var hagnaðurinn á hvern hlut á sama tíma í fyrra um 1,02 dollarar. Heildarvelta Digital jókst um 16% á umræddu tímabili, þegar hún var um 1,07 milljarðar doll- ara, borið sáman við 927,5 milljón- ir dollara á sama tíma í fyrra. Kenneth H. Olsen, forseti Digit- al, sagði í viðtali fyrir skömmu, að ákveðnir erfiðleikar, sem hann skilgreindi ekki frekar, væru ekki yfirstaðnir og líkur bentu til þess, að samdráttur yrði í hagnaði fyrirtækisins á næstu tveimur ársfjórðungum. Þegar fréttir bárust um sam- drátt í hagnaði Digital lækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu verulega í verði á hlutabréfamörkuðum, eða úr 100,25 dollurum í 79,25 dollara. Síðan varð enn frekari lækkun á hlutabréfum og þau komust niður í 67 dollara, þegar þau voru lægst. Alusuisse: Mun minna tap á þessu ári en var árid 1982 Spá viðunandi stöðu á næsta ári TAP VARÐ af rekstri álverksmiðja Alusuisse fyrstu níu mánuði ársins og Ijóst er að tap verður af rekstri fyrirtækisins í heild sinni á þessu ári, að því er segir í nýjasta hefti tímaritsins Metal Bulletin. Þó er gert ráð fyrir, að tapið verði mun minna en það var á síð- asta ári, þegar rekstrartap Alu- suisse var samtals um 179 milljón- ir svissneskra franka. Þá hefur blaðið eftir Hermann Haerri, ein- um forstjóra Alusuisse, að ríki svipað ástand í efnahagsmálum heimsins á næsta ári megi gera ráð fyrir viðunandi afkomu á ár- inu 1984. Þá segir forstjórinn, að gera megi ráð fyrir að aðgerðir fyrir- tækisins til að skera niður kostnað eins og mögulegt hefur verið síð- ustu tvö árin muni skila sér í auknum brúttótekjum á næstu mánuðum og misserum. í dag vegur álframleiðsla fyrir- tækisins um 60% af heildinni, en stefna þess er að það hlutfall fari niður í um 50% á næstu árum, eða í síðasta lagi fyrir 1990. Verð á áli hefur verið að hækka undanfarin misseri, en það er enn- þá ekki nægilega hátt að mati Alusuisse-manna. Þegar verst lét fyrir um tveimur árum fengust á bilinu 8—900 dollarar fyrir hvert tonn, en verðið að undanförnu hef- ur verið á bilinu 14—1600 dollarar. Mat Alusuisse er hins vegar, að verðið þurfi að komast í 17—1800 dollara til að geta talizt viðunandi fyrir reksturinn. í Metal Bulletin segir að eitt af meginvandamálum Alusuisse hafi nú verið leyst, en það er deila fyrirtækisins við íslenzk stjórn- völd vegna álverksmiðjunnar í Straumsvík. Blaðið segir frá orkusamningi þeim er gerður var á dögunum og jafnframt sé stefnt að nýjum heildarsamningi aðila. Það séu þó enn nokkur vandamál, sem eigi eftir að leysa. Þá er haft eftir einum frammámanna Alu- suisse, að fyrirtækið hafi áhuga á verulegri stækkun á verksmiðj- unni í Straumsvík, eins og komið hefur fram í fréttum Mbl. Hins vegar muni Alusuisse ekki fara út í slíka stækkun eitt sér, heldur verði að koma til móteignaraðili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.