Morgunblaðið - 26.11.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 26.11.1983, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Helgi Skúlason augn- lœknir — Minning Ilinn 7. nóvember lést í Reykjavík í hárri elli Helgi Skúlason, augn- læknir. Hann var Nestor íslenskra lækna og jafnframt elsti stúdent á landinu. Helgi var fæddur í Odda á Rangárvöllum 22. júní 1892. Stóðu að honum kunnar ættir í landinu. Hann var sonur séra Skúla Skúla- sonar, prests í Odda og konu hans, Sigríðar Helgadóttur. Föðurafi Helga Skúlasonar var séra Skúli Gíslason, prófastur á Breiðaból- stað í Fljótshlíð, sá sem þekktur er fyrir ritun sína á þjóðsögum, m.a. Galdra Lofti. Var séra Skúli Magnússon systursonur Bjarna Thorarensens, skálds, og þriðji maður frá Skúla Magnússyni, landfógeta. En kona séra Skúla Gíslasonar var Guðrún Þor- steinsdóttir Helgasonar prests í Reykholti, þess sem Jónas Hall- grímsson orti um eitt af sínum kunnustu kvæðum. Móðurafi Helga Skúlasonar var Helgi Hálf- dánarson, lektor prestaskólans, sá sem samdi Helgakver, en það var svo sem kunnugt er, notað til barnafræðslu síðustu tvo áratugi nítjándu aldar. Móðurbróðir Helga Skúlasonar var Jón Helga- son biskup, en Tómas Sæmunds- son var móðurafi Jóns biskups og langafi Helga Skúlasonar. Bræður hans voru Skúli Skúlason, blaða- maður og ritstjóri í Reykjavík og Noregi og Páll Skúlason, ritstjóri Spegilsins. Helgi varð stúdent árið 1910, þá 18 ára og læknir árið 1915 tæpra 23 ára gamall. Næstu 4 árin var hann héraðslæknir í Síðuhéraði í Vestur-Skaftafellssýslu. Frá 1919 til 1921 var hann við nám í augn- lækningum í Danmörku og Þýzka- landi. Árin 1921—1927 starfaði hann sem augnlæknir í Reykjavík og var viðurkenndur sérfræðingur í augnsjúkdómum árið 1923. Árin 1923—1927 var hann aukakennari í augnsjúkdómum við læknadeild Háskóla íslands. Árin 1927—1967 var hann starfandi augnlæknir á Akureyri og framkvæmdi þann tíma augnaðgerðir þær sem til féllu á sjúkrahúsinu þar. Á þess- um árum annaðist hann augn- lækningaferðalög á Norðurlandi. Hann var fyrsti augnlæknirinn hér, sem leitaði til starfa út fyrir höfuðstaðinn og fyrsti sérfræðing- ur í læknisfræði, sem settist að úti á landsbyggðinni. Á Akureyrarár- um sínum var hann um árabil prófdómari við menntaskólann þar og skólalæknir. Árið 1925 kvæntist hann Köru Briem, en hún lést í október 1982. Hún var dóttir Sigurðar Briem, póstmálastjóra og Guðrúnar ís- íeifsdóttur, konu hans, Gíslasonar prests í Arnarbæli í Ölfusi. Þó að starfsvettvangur hennar næði ekki út fyrir heimili og fjölskyldu, var hún merkileg kona og mikil- hæf, svo sem hún átti ættir til. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Elstur var Skúli, læknir í Svíþjóð, látinn fyrir nokkrum ár- um. Næstur er Sigurður, Ph.D. prófessor í stærðfræði við Massa- chusetts Institute of Technology, Boston, og yngst er Sigríður, meinatæknir, gift Páli Sigurðs- syni. Fyrir hjónaband sitt eignað- ist Helgi dóttur, Sigríði Aðalheiði, sem gift er frænda sínum Ólafi Helgasyni, aðstoðarbankastjóra, Reykjavík, og er sonur þeirra Helgi Ólafsson, hinn kunni skák- maður. Starfsferill Helga var langur og farsæll. f 40 ár annaðist hann augnlækningar á Akureyri og Norðurlandi og leysti störf sín vel og kunnáttusamlega af hendi. Ekki er ofmælt, að hann vann þar þarft verk og mjög nauðsynlegt og hjálpaði og gerði mörgum sjúkl- ingum mikið gagn, að því er varð- aði sjón þeirra og viðhald hennar. Ekki var hann alltaf blíður og mjúkur á manninn við sjúklinga sína og var ekki við alþýðuskap. Sóttist hann ekki eftir vinsældum eða lýðhylli og braut ekki í bága við eðli sitt í því tilliti. Hins vegar lagði hann áherzlu á færni í starfi sínu og má óhætt segja, að hann var hæfur augnlæknir miðað við tíma sinn og aðstæður. Það reyndu margir sjúklingar hans og mátu hann að makleikum fyrir þá hjálp, sem hann veitti þeim í augnlækningum. Varð hann aldrei fúskari í starfsgrein sinni. Hann var og hirðumaður í starfi, hélt vandaða spjaldskrá um alla sjúkl- inga sína og var bókhald hans þar að lútandi alla tíð í stakasta lagi. Árið 1933 ritaði hann og gaf út bækling um glaukom-blindu, leið- beiningar fyrir almenning. Þar vakti hann athygli á því að tala blindra var þá margfalt hærri að tiltölu hér á landi en annarsstaðar í álfunni. Taldi hann, að þrír fjórðu af blindu þá stafaði af gláku. Árið 1930 reyndist af fólki sextugu og eldra 1 karlmaður blindur af hverjum 23 og 1 kona af hverjum 54 hér á landi. Eins og margir ættmenn Helga Hálfdánarsonar, lektors, var Helgi Skúlason starfsmaður mik- ill. Áuk augnlækningastarfa sinna hafði hann á hendi gleraugnagerð og gleraugnasölu alla sína starfs- tíð á Akureyri. Hann skipulagði starfsdag sinn mjög vel og féll yf- irleitt ekki verk úr hendi á vinnu- stað. Þegar hann hætti augn- lækningapraxis 75 ára gamall, tóku tveir menn við störfum hans, nýr augnlæknir og að auki gler- augnasmiður og innan 5 ára voru komnir tveir augnlæknar í stað Helga á Akureyri. Að sjálfsögðu voru tímarnir breyttir og fram- vinda í augnlækningum ör. Helgi var bókamaður nokkur, hraðlæs á það sem hann las og afkastamaður í bóklestri. Um miðbik ævi sinnar stundaði hann allmikið golfíþrótt á sumrin. Hann spilaði bridge á veturna langt fram eftir aldri. Hann var félagi í Oddfellow-reglunni á Ak- ureyri. Hann var heiðursfélagi Læknafélags Akureyrar. Helgi var hár maður vexti, mik- ili að vallarsýn og gervilegur. Hann var ráðdeildarmaður í fjár- málum og var talinn hafa efnast um ævina. Enginn var hann templari eða meinlætamaður og sló ekki hendinni við lystisemdum heimsins. Hann var maður vel gef- inn, búinn andlegu atgervi og minnugur, svo að með eindæmum var. Ekki mun fjarri lagi að segja, að hann hafi haft ljósmyndaminni eða límheila. Hann kunni utan að urmul af lausavísum, langa kvæðabálka og heila kafla af óbundnu máli úr fornsögunum. Svo sagði Jón Hjaltalín Sigurðs- son, prófessor, að Helgi væri minnugasti maður, sem hann hefði kynnst á ævinni. Mátti Hjaltalín trútt um tala, því að hann kenndi læknanemum lyf- læknisfræði við Háskólann í 37 ár og kynntist þannig ófáum skýr- leiksmönnum. Sem dæmi um minni Helga sagði Hjaltalín eftir- farandi sögu: Sumarið 1935 var hann staddur ásamt Helga og fleiri mönnum á Breiðumýri í Reykjadal hjá Haraldi Jónssyni, lækni. Voru þeir kollegar við skál. Voru þá liðin 25 ár frá því að Helgi tók stúdentspróf. Hafði Helgi þá orð á því, að hann kynni enn bréf Horasar á latínu utan- bókar, síðan hann var í mennta- skólanum. Svo vildi til að bréf Horasar voru til á bænum og var Helgi því tekinn á orðinu. Var flett upp í bókinni og Helga gefin orð og orð eða upphaf setninga hér og þar úr bréfum Horasar og stóð það heima, sem hann sagði. Hvar sem var borið niður þuldi hann rununa úr hinum latnesku bréfum hárrétt og viðstöðulaust, svo lengi sem hinir nenntu að hlusta. Helgi hélt sjálfur, að hann hefði erft minni sitt frá föðurömmu sinni Guðrúnu Helgadóttur, en hún kunni Passíusálmana að miklu leyti utan að. En Bjarni Thorarensen, skáld, langömmu- bróðir Helga, hafði einnig frábæra minnisgáfu og hæfileika til utan- bókarlærdóms. Nú tók Helgi ekki há próf í skóla og fékk aðra einkunn við læknapróf. Gaf hann þá skýringu á því, að ekki hefði verið gaman að ganga undir próf nema hann hefði lesið hálft námsefnið og átt helm- ing þess ólesinn. En synir þeirra hjóna voru frábærir námsmenn, dúxar báðir við stúdentspróf hvor í sinni deild. Sigurður, sonur Helga hefir verið í fremstu röð stærðfræðinga, þeirra sem nú eru uppi. Fædd 29. desember 1902 Dáin 11. nóvember 1983 Hún amma, Jónína Björg Bald- vinsdóttir er dáin tæplega áttatíu og eins árs. Ég ætla að skrifa nokkur fátækleg orð um ömmu mína sem var öllum svo góð. Alltaf var svo gott og gaman að koma til ömmu, hún tók svo vel á móti öllum sem komu á heimili hennar og afa. Amma var fædd 29. desember árið 1902 á Borgarfirði Eystra, foreldrar hennar voru María Jónatansdóttir og Baldvin Jó- hannsson. Árið 1925 glftist amma eftirlif- andi manni sínum Jóni Krist- jánssyni frá Mjóafirði. Þeim varð fjögurra barna auðið en eitt dó í vöggu og annan son misstu þau árið 1975 er Sigurjón hét og var það þungt áfall fyrir ömmu og afa, en eftirlifandi eru Kristján M. lögregluþjónn, kvæntur Matthildi Magnúsdóttur, búsett í Njarðvík og Aðalheiður kvænt Eiríki Guð- mundssyni útgerðarmanni, búsett í Garði. Og eitt barnabarn ólu amma og afi upp Jón Björgvin, heitbundinn Ullu Kronlund, bú- sett nú í Finnlandi. Barnabörn þeirra eru þrettán og barnabarna- börn þrettán. Eins og ég sagði fyrr þá var gott að koma út á Berg til ömmu og afa, og oft var sagt við mig „Mamma, komum út á Berg til ömmu, hún er svo góð.“ Já, hún var góð við barnabarnabörnin sín. Hún spilaði mikið við þau, og svo var svo gaman að ræða við hana hún var svo létt í lund, þótt oft liði henni ekki vel likamlega. Ég og börnin mín þökkum ömmu fyrir margar ánægjustundir sem við Helgi var nokkuð íhaldssamur í eðli sínu og fastheldinn á gamla siði. Ekki var honum ljúft að þúa fólk, sem var honum lítið eða ekki kunnugt eða að aðrir þúuðu hann. En svo bregðast krosstré sem önn- ur tré, og átti það eftir að breyt- ast. Árið 1970 lagðist hann inn á Landspítalann til aðgerðar. Þar þúuðu hann allir, háir og lágir, prófessorar og gangastúlkur. Þá gafst Helgi upp fyrir nýjum siðum og lét af þéringum. Helgi var lengstum heilsugóður um ævina, þjáðist þó um skeið af skeifugarnarsári og fékk blæð- ingar frá því oftar en einu sinni. Á síðari árum tapaði hann heyrn og varð mjög heyrnardaufur um það er lauk. Árið 1970, þremur árum eftir að Helgi lét af störfum, fluttu þau hjón búferlum frá Akureyri til Reykjavíkur og áttu heimili þar, unz þau vistuðust á Dvalarheimil- inu Hrafnistu í maí 1982 þar sem þau létust bæði með rúmlega árs míllibili. Á síðustu árum Helga sótti Elli kerling fast á hann og kom honum á kné, enda dagleiðin orðin löng og áliðið kvölds. Því mun hvíldin kannske ekki hafa verið með öllu óvelkomin þegar hún kom. Hann var 91 árs þegar hann lézt, úthald- ið var orðið langt, „en þó það séu þolnir menn, þeir koma bráðum að“. Segja má um Helga, að hann hafi ekki haft áhugamál í hlutfalli við hæfileika sína og ekki ávaxtað pund sitt, svo sem efni stóðu til. En á löngum starfsferli sínum innti hann af hendi þýðingarmikla og gifturíka þjónustu við sam- borgara sína á Akureyri og Norð- urlandi. Fyrir gott og nytsamlegt lífsstarf hans í þágu augnsjúkl- inga er hans minnst með þakklæti að leiðarlokum. Starfsbræður hans frá fyrri tíð þakka honum gömul kynni, sem aldrei féll skuggi á. Samferðamenn hans geyma minningu um óvanalegan hæfileikamann, sem var harla eft- irminnilegur og fjöldanum ólíkur á marga lund. Börnum hans og vandamönnum öðrum er vottuð hluttekning og samúð, nú þegar hann er horfinn héðan af heimi. Ólafur Sigurðsson áttum með henni og við biðjum algóðan Guð að styrkja afa á þess- ari erfiðu stund. Megi amma hvíla í friði. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, min sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Jóna M. og börn. t ELÍN ÞÓRDARDÓTTIR, Sandvík, Eyrarbakka, andaöist aö morgni 25. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö, Kópavogi. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Pálina Pálsdóttir. t Eiginmaður minn og faöir okkar, GUNNAR GUNNARSSON, Skipasundi 11, lést þann 23. nóvember sl. Svava Björnsdóttir, Sigríöur Birna Gunnarsdóttir, Gunnlaug Gunnarsdóttir, Þóra Gunnarsdóttir, Gunnar Logi Gunnarsson. t Móöir okkar, GUÐRÚN ARNBJARNARDÓTTIR, Flateyri, sem andaðist í sjúkrahúsinu á isafirði 20. nóvember veröur jarö- sungin frá Flateyrarkirkju mánudaginn 28. nóvember kl. 2 e.h. Eyjólfur Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Bryndís Jónsdóttir. t Maðurinn minn, SIGMUNDUR JÓNSSON, Furugerói 1, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 15. nóvember sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Þakka hlyhug þeirra er heiöruöu minningu hans. Nanna S. Pálsdóttir, börn og barnabörn. Jónína Björg Bald- vinsdóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.