Morgunblaðið - 26.11.1983, Side 37

Morgunblaðið - 26.11.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 37 Eyjólfur Snœbjörns son — Minning Óðum fækkar því fólki sem voru pabbar og mömmur, þegar undir- rituð ólst upp í ólafsvík. Fjórða október sl. varð bráð- kvaddur á heimili dóttur sinnar Eyjólfur Snæbjörnsson. Það er næstum óhugsandi að koma heim til Ólafsvíkur og eiga ekki lengur von á honum Eyfa í heimsókn. Hann sem alltaf var svo hress og kátur og kunni frá svo mörgu að segja. Það voru skemmtilegar stundir þegar setið var yfir kaffi- bollunum og Eyfi rifjaði upp sögur frá liðnum árum. í þá daga var mikil fátækt í Ólafsvík og lífsbaráttan hörð. Fólkið lagði mikið á sig til að lifa. Fiskveiðar voru stundaðar á ára- bátum og þá var engin höfn. En það voru líka margar skemmtileg- ar sögur frá þessum tímum. Ekki má gleyma framboðsfundunum fyrir alþingiskosningar en þá var nú líf í tuskunum. Eyfi var mjög fróður um menn og málefni og hafði hann sérstakt lag á að gera þessa löngu liðnu atburði svo lifandi. Eyfi var fæddur 16. okt. 1906 í Bakkahúsi í ólafsvík. Foreldrar hans voru Snæbjörn Eyjólfsson og Guðmunda Jónatansdóttir. Eftir foreldrum hans man ég mjög vel, Snæbirni með stríðnisglampa í augum, alltaf svo hress og sérlega góður við okkur krakkana. Guð- munda er mér sérstaklega minn- isstæð í sambandi við legu okkar á Stykkishólmsspítala, en þá var ég 8 ára og hugurinn ekki stór. Það var mikil huggun að vita af Guð- mundu og ég var ekki eins og ein í þessu stóra húsi og framandi um- hverfi. Hún átti ævinlega sælgæti í pokahorninu og ekki spillti það nú fyrir. Árið 1937 giftist Eyfi móður- systur minni, Önnu Þórðardóttur frá Borgarholti, en hún lést í sept- ember sl. ár. Hjónaband þeirra var mjög farsælt og var missir hans mikill þegar Anna dó. Þau eignuðust þrjú börn og eina fóst- urdóttur. Þau voru: Eysteinn f. 1939 en hann lést á fyrsta ári, Halla f. 1941, Guðmunda f. 1945 og Hanna f. 1952. Eins og fyrr segir var lífsbar- áttan hörð á þeim tíma er Eyfi ólst upp. Ungur fór hann til sjós og síðar varð fiskvinnsla hans ævistarf. Þegar Hraðfrystihús Ólafsvíkur tók til starfa gerðist hann starfsmaður þar og síðar verkstjóri. Hann var vel liðinn og farsæll í því starfi. Hjá Eyfa vann ég í nokkur sumur og er margs að minnast frá þeim tíma. Er sólin skein í heiði var vinnugleðin ekki upp á marga fiska hjá mér. Úti- dyrnar freistuðu mín mikið, að- eins að skreppa út, en auðvitað var flökunarhnífurinn og brýnið með í ferðinni og brýnt var af kappi. Eyfi fylgdist vel með og kom snögglega á eftir svo inn var hald- ið og áfram flakað. í þá daga var fólkið í frystihús- inu eins og ein stór fjölskylda, við þekktumst öll og tókum þátt í gleði og sorg hvers annars. Þá var farið í ferðalög einu sinni á sumri og man ég eftir ferðum í Borgar- fjörðinn, á Vestfirðina og til Mý- vatns. Já, það er margs að minn- ast og í minningunum um þessar ferðir var verkstjórinn okkar ávallt svo jákvæður og hress, tók af heilum hug tillit til unga fólks- ins og það kunnum við vel að meta. Þótt minningarnar um þennan góða mann frá bernsku og ungl- ingsárunum, svo og einnig frá heimsóknum mínum til ólafsvíkur eftir að ég flutti þaðan, séu mér mikils virði, er þakklæti mitt samt mest fyrir þá hjálp sem hann og Anna frænka sýndu móður minni er hún varð ekkja og þurfti á hjálp að halda. Þeirra hjálp var henni ómetanleg og veit ég að hún sakn- ar þeirra mikið. Elsku Halla, Guðmunda, Hanna og fjölskyldur ykkar, ég votta ykk- ur innilega samúð mína. Góður guð blessi minningu pabba ykkar. Skrifað í Hamborg í nóv. 1983, Anna Þóra Baldursdóttir. t Útför eiginmanns mins og fööur okkar, JÓHANNESAR KRISTJÁNSSONAR, Laufásvegi 16, Stykkishólmi, fer fram frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 28. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vildu mlnnast hans er bent á Stykkishólmskirkju. Gjöf- um til hennar er veitt viötaka aö Silfurgötu 29, Stykkishólmi, sími 93-8277. Þóra Ágústsdóttir og börn. FAKIR- ryksugur Hentugar — léttar — öflug- ar. Nýtízkulegar heimilisryk- sugur. FAKIR CIH Fakir S14 automatisk kr. 6.395,- Fakir S15 elektronisk kr. 7.995,- Vesturþýsk gæöi — Gott verö. Fjöldi aukahluta fáan- legur. Innbyggö aukahluta- og sogrörageymsla. Stillan- legt sogafl í S15. Útsölustaöir um allt land. Greiösluskilmálar. Tilvaldar jólagjafir. Einkaumboð TÉPPfíLfíND Grensásvegi 13, Reykjavík, símar 83577 og 83430. Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055. Opid í dag til kl. 2. LÉTT og METT Stórkostlegur árangur! Hér er um fljótvirka og áhrifaríka að- ferö aö ræöa, sem skaöar ekki lík- amann. Aögeröin byggir á dufti og töflum, sem innihalda öll steinefni og vítamín, sem líkaminn þarfnast. Þaö er mjög auövelt aö lifa á dufti nú og töflum sjö daga samfleytt og léttast um fimm kíló. Duftið, sem heitir „Létt & Mett“ er blandaö út í te, kaffi, svaladrykk, bullion — eöa þaö sem hver og einn telur best (súrmjólk, léttmjólk eöa saft). Milli mála eru töflurnar notaöar, en þær eru mjög próteinríkar. Þessa megrunaraðferö má einnig nota á ró- legri hátt — t.d. meö því að sleppa einni máltíö á dag. Fyrir þá, sem vilja losna viö allt aö 10 kílóum, er þetta mjög þægileg aöferö og kemur í veg fyrir hörgulsjúkdóma. Dr. Jan Engelsson hefur sjálfur reynt „Létt & Mett“ og misst 9 kfló á einum mánuöi. Stærri pantanir sendar gegn póstkröfu. Kaupfélaginu á Siglufirði. Allar upplystngar veittar í síma Kirkjumunir Kirkjustræti 10, Reykjavík. Duftiö fæst einnig í 15030. Allt í stfl Barna- og unglingahúsgögnin vinsælu. íslensk gæöavara. Framleitt í 4 viðartegundum. Góð greiðslukjör. Opid laugardaga 10—16. Sunnudaga 14—16. Húsgagnaverslun Reykjavikurvegi 68, Hafnarfiröi. Sími 54343.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.