Morgunblaðið - 26.11.1983, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
tizmmn
Fimst \>k\r þefcia verA,
Ll 05 gcóur jólarrcdixr"
— kAlkUinít-piziö. ?"
ásí er...
n r y-í
.,. að trimma
saman.
TM R«o U S Pat Off — all rights reserved
c 1983Los Angeles Times Syndicate
Með
morgnnkaffinu
Hún segist vera vinkona mín, en
svo stingur hún af með konu ein-
hvers sér óviðkomandi manns í
staðinn fyrir þér!
HÖGNI HREKKVÍSI
Áhrif Hallesbys á ís-
lenskt kristindómslíf
Prófessor Hallesby og norsku stúdentarnir, sem með honum fóru til íslands
árið 1936. Sigurður Lunde stendur yst til vinstri í efri röð.
Sr. Kolbeinn Þorleifsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég fór í bíó fyrir nokkru og sá
þar kvikmyndina um Jón Odd og
Jón Bjarna. Þegar ég horfði á upp-
hafsatriði myndarinnar: Skála-
húsið í Vatnaskógi og þá spenn-
andi atburði, sem þar gerast,
hugsaði ég með mér: „Til einhvers
skrifaði Birkeli biskup bókina:
Björn flugmaður, sem hann gaf til
þess að þessi skáli yrði byggður“.
Birkeli biskup, sem einnig var um
tíma kristniboði á Madagaskar og
einn af upphafsmönnum út-
varpsstöðvar lútherska heims-
sambandsins í Addis Ababa, var
nemandi prófessors Hallesbys.
Ég horfði á sjónvarpsfréttir
fyrir skömmu, og hvað sá ég þar?
íslenskir vísindamenn eru á árinu
1983 að útbúa skreiðarpillur til að
seðja sárasta hungur fólks í Afr-
íku. Enn ein áhrif prófessors Hall-
esbys.
Fyrir tíu árum sá ég forsíðu-
frétt í dönsku blaði. Þar var vitn-
að í gamlan Ásvallagötustrák, sem
hafði vegna kristilegrar samvisku
sinnar rofið þögn eþíópskra yfir-
valda um hungursneyð þar suður
frá. Ég var stoltur í hjarta mínu,
því að ég var alinn upp á sömu
slóðum. Þetta mátti lika reka til
Hallesbys.
Þessa dagana sé ég bókina „Jak-
obsglíman“ eftir Sigurð A. Magn-
ússon í bókabúðum. Þar er lýst
trúarreynslu ungs manns, sem
verður fyrir sterkum áhrifum
þeirra manna, sem Hallesby mót-
aði.
Það eru ýmisleg, áhrif Halles-
bys á íslenskt kristindómslif, sem
enginn veit, hvernig eru tilkomin.
Þau eru þarna bara. íslendingar
voru kristnir í 930 ár. Svo kom
Hallesby. Og viti menn! Nokkrum
árum síðar eignast íslenska kirkj-
an sína fyrstu dótturkirkju í
heiðnu landi.
Söngvarnir hans Sigurðar
Lunde! (sem var yngstur stúdent-
anna, sem kom með Hallesby
hingað til lands árið 1936). Þá var
hann tvítugur. Hann var skáldið
og tónsmiðurinn í hópnum. Hann
var þá þegar, 18 ára gamall, búinn
að semja og yrkja skólasamtaka-
sönginn: „Fram, vinir, fram í skól-
um öllum“. Ég veit um alþingis-
menn, presta, kristniboða, blaða-
menn og rithöfunda, sem allir
hrifust ungir af þessum söng. Lag-
ið lifandi og skemmtilegt, og text-
inn hitti beint í mark. Með söngv-
um Sigurðar Lunde í þýðingum
þeirra séra Magnúsar Runólfsson-
ar og Bjarna Eyjólfssonar varð
skemmtilegt að koma á fund í
Kristilegum skólasamtökum. Þeir
hrifu unga menn. Kristindómur-
inn varð skemmtilegur. Hin
kristilega söngvísa öðlaðist fullan
þegnrétt í íslenskum bókmenntum
með þessum ungu íslensku sálma-
skáldum, sem þá voru að vaxa úr
grasi, en vildu ekki aðhyllast þann
boðskap, sem guðfræðilegir lær-
dómsmenn báru á borð fyrir al-
menning á þeim árum.
Til er töfrafullt lag og ljóð, sem
Sigurður Lunde orti og samdi árið
1947, sem ætti það skilið að vera
sungið af öllum. Fyrsta versið
hljóðar svo í þýðingu séra Magn-
úsar Runólfssonar:
Vér sðfnumst til fagnaðar saman hér
um sannleikans gleðibopskap dýra.
Og sjálfur hér konungur sannleikans er.
Þá sannfæring enginn skal rýra.
Og sönginn um Jesúm vér syngjum við raust
Svelli sá lofsöngur hreini.
Á bjarginu lífíð vér byggja skulum traust,
því að bjargið er frelsarinn eini.
Þessi söngur á allt það, sem
mun gera hann sígildan í kristi-
legu leikmannastarfi. Þeir sem
hafa sungið hann, vita um hvað ég
er að tala.
Núna skilst mér, að þessi maður
sé biskup í Stavangri. Ég hef grun
um, að það sé hann, sem með
eldmóði æsku sinnar, vísum og
ljóðum, hafi gert flesta íslendinga
að kristniboðum.
Vakna, því vökumenn
vantar þinn Drottinn enn
til starfa í heimi hér.
Bjóð þú fram hug og hönd,
hjarta þitt, sál og önd.
Verkefnið óþrjótandi’ er.
Kór Fram því frá Kristi kveður
kallið skýra við:
„Fram, já, fram mitt lið!“
Sjáðu þitt hlutverk hátt:
Heiminn þú vinna átt,
Boða’ honum frelsi og frið.
(Umort af Bjama Eyjólfssyni.)
Hvað skyldi vera íslenskur
kristindómur? Hefur kristindóm-
urinn ekki alls staðar verið inn-
flutt vara? Á fyrri hluta aldarinn-
ar toguðust dönsk ríkistrú og
heimatrúboð á við enska nýguð-
fræði og spíritisma. Með komu
Hallesby komu áhrif frá norsku
heimatrúboði og kristniboði. Á
sjötta áratugnum fóru rétttrúaðir
lútheranar í Bandaríkjunum að
hafa áhrif hér með dr. Valdemari
J. Eylands. Það er eftirtektarvert,
að báðar þessar stefnur: „Hall-
esby-línan og sú bandaríska, „for-
seta-línan“ eru fyrst og fremst
lýðræðislegar. Menn ættu að at-
huga það, að hatrið á Hallesby
byggðist fyrst og fremst á því, að
hann stjórnaði vel skipulagðri
leikmannastarfsemi, sem braut
niður yfirvald ríkisrekins háskóla
á sviði guðfræðinnar. Safnaðar-
háskólinn, sem Hallesby kenndi
við, er skóli, sem haldið hefur velli
með frjálsum framlögum áhuga-
manna í 75 ár. Þetta er fjölsóttasti
guðfræðiskóli Norðmanna, og hef-
ur lengi verið. Ég skil ekki þá lýð-
ræðissinna, sem endilega vilja
halda við hinni dauðu hönd gömlu
ríkiskirkjunnar, og það meira að
segja á kolvitlausum forsendum.
Hér vísa ég til ýmissa athuga-
semda að undanförnu um Hall-
esby og Billy Graham. En þetta er
flókið kirkjusögulegt atriði, sem
ég ætla ekki að fjalla um hér.“
Böggullinn var endursendur
samkvæmt fyrirmælum í fylgibréfi
— yrði hann ekki afhentur
Ari Jóhannesson, yfirdeildar-
stjóri á Tollpóststofunni, skrifar
24. nóvember:
„I Velvakanda Mbl. þann 22.
nóvember sl. birtist grein eftir
Niels J. Erlingsson, Akureyri.
Er böggull frá Færeyjum til
Niels J. Erlingssonar kom
hingað á Tollpóststofuna tóku
starfsmenn tollgæslunnar bögg-
ulinn til tollmeðferðar og kom í
ljós að í honum var kjötvara.
Samkvæmt lögum frá 1928 er
bannaður innflutningur á öllu
hráu kjötmeti, og er enginn
greinarmunur gerður á dýrateg-
undum i því sambandi.
Starfsmenn tollgæslunnar
neituðu að þessi böggull yrði af-
hentur og voru málsatvik skýrð
fyrir viðtakanda.
Samkvæmt fyrirmælum send-
anda í fylgibréfinu þá óskaði
hann þess ef böggullinn yrði ekki
afhentur, þá endursendur strax
og var farið að óskum hans.“