Morgunblaðið - 26.11.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
47
Handknattleikur:
Tveir leikir
í 1. deild
MeiAsli Arnórs voru verri en nokkur átti von á og nú er allt útlit fyrir að
hann leiki ekki knattspyrnu næstu tvo til þrjá mánuói.
TVEIR leikir fara fram í 1. deild
íslandsmótsins í handknattleik
um helgina. KR mætir KA í Laug-
ardalshöll í dag kl. 14.00 og á
morgun leika í Hafnarfirói FH og
Þróttur kl. 17.00.
„ÞAÐ er allt við það sama hjá
mér, ég hef engan bata fengið og
síðast í gær þá reyndi ég lítillega
á mig en það var alveg útilokað
að ég gæti nokkuð hlaupiö eða
tekið á og eftir læknísmeðferö í
dag þá bendir allt til þess að þaö
eina sem hægt sé að gera í stöð-
unni núna sé að skera mig upp
og reyna aö komast fyrir meiðslin
þannig,“ sagði Arnór Guðjohnsen
er Mbl. spjallaði við hann í gær-
dag.
Að sögn Arnórs hefur hann eng-
an bata fengiö þrátt fyrir mikla og
mjög ýtarlega meðferö hjá sér-
fræðingum. Ekki er almennilega
vitað hvaö amar að Arnóri en allt
bendir til þess að vöðvafestingar
lærvöðvans hafi rifnaö illa. Arnór
mun fara til sérfræðings á mánu-
dagsmorgun en sá sérfræöingur
hefur lagt til að Arnór veröi skorinn
upp á þriöjudaginn hjá þekktum
skurðlækni i bænum Leuven. Arn-
ór sagði að hann væri orðinn mjög
langþreyttur á því aö enginn
ákvöröun hefði verið tekin enn
varðandi þaö hvort hann ætti aö
fara í uppskurö eða ekki. — Von-
andi fer þetta aö taka enda og mér
sýnist sjálfum að uppskuröur sé
þaö eina sem geti lagaö þetta og
þvi er best að flýta honum eins og
hægt er, sagði Arnór. Arnór átti
von á því að hann yrði alveg frá
æfingum og keppni næstu tvo til
þrjá mánuöi yrði hann skorinn
upp. — Það er alveg með ólíkind-
um hversu slæm þessi meiösli eru
miðað viö þaö aö ég fékk þau viö
að taka einn lítin en snarpan sprett
í landsleiknum gegn irum. Ég fór
strax útaf þegar ég fann verkinn
og átti alls ekki von á svona heift-
arlega slæmum meiðslum sem
hafa gert þaö að verkum aö
knattspyrnutímabiliö hjá mór fer
sennilega aö mestu leyti forgörö-
um. Það er meira en lítiö hvekkj-
andi þegar maður er aö hefja tíma-
bil hjá nýju mjög góöu félagsliöi.
En maður verður aö taka þessu
eins og svo mörgu öðru, sagöi
Arnór. — ÞR.
Verður Arnór skorinn
upp á þriðjudaginn?
Kæran ekki tekin
KVÖRTUN Spánverja vegna þess
að leikur Hollendinga og Möltu-
búa í Evrópukeppninní var leik-
inn í Aachen ( Vestur-Þýskalandi
var ekki tekin til greina á miö-
vikudag er UEFA fundaði í Sviss.
Framkvæmdanefnd UEFA taldi
Hollendinga ekki hafa hagnast á
því aö leikiö væri í Aachen, sem
er nálægt hollensku landamær-
unum.
Hollendingar unnu leikinn 6:0,
en hann fór fram 19. desember
1982. Möltubúum var gert aö
leika tvo heimaleiki sína á er-
lendri grund vegna skrílsláta
áhangenda þeirra á leikjum á ár-
inu 1979, leikurinn við ísland á
Sikiley var annar, leikurinn við
Holland í Aachen hinn.
til greina
Spánverjar kæröu staðsetn-
ingu leiksins nýlega vegna þess
að Spánn og Holland eiga bæði
eftir einn leik í riðlinum: heima-
leik gegn Möltubúum, og allt
bendir til þess að Hollendingar
komist í úrslit Evrópukeppninnar.
Þeir eru meö hagstæöara marka-
hlutfall en bæði liðin eru jöfn að
stigum.
Asgeir skipti um
skó og þá
komu mörkin
ÁSGEIR Sigurvinsson hefur
ekki skorað mörg mörk í vest-
ur-þýzku knattspyrnunni og því
hefur þaö vakiö athygli aö hann
hefur skorað í tveimur síðustu
leikjum Stuttgart, fyrst í 7:0-
sigri yfir NUrnberg og síöan sig-
urmarkíö í 2:1-sigri yfir Kickers
Offenbach.
„Þaö er rétt,“ sagði Ásgeir,
„ég heföi viljaö skora miklu fleirí
mörk. Ég fann þaö i leikjunum í
haust aö þetta var aö koma hjá
mér, ég fékk nokkur góö mark-
tækifæri en misnotaöi þau, flest
naumlega. Ég er nú ekki hjá-
trúarfullur knattspyrnumaöur en
mér datt engu aö síöur í hug aö
skipta um skó. Og hiö ótrúlega
geröist, ég hef skoraö í báöum
þeim leikjum, sem ég hef spilaö í
skónum. Ég vona bara aö skórnir
veröi áfram jafn miklir marka-
skór.“
Stuttgart leikur í dag gegn Ein-
tracht Frankfurt á útivelli og von-
andi heldur Ásgeir áfram aö
senda boltann í netiö hjá and-
stæðingunum. Stuttgart er nú í
efsta sæti þýzku deildarkeppn-
innar og ef liöiö ætlar aö halda
því sæti veröa mörkin aö koma
jafnt og þétt.
— SS.
• Ásgeir spilar í nýju skónum (
dag er lið hans mætir Eintracht
Frankfurt.
LIVERP00L
STOFNAO 1892. Framkvæmdastjóri Joe Fagan. Völlur: Anfield
Road (tekur 45.000 áhorfendur). Gælunafn: The Reds (hinir rauöu).
Stærsti sigur, 11—0, á Strömsgodset Drammen (Noregi) í Evrópu-
keppni (1. umferð), 17. september 1974 — stærsta tap, 1—9, gegn
Birmingham í 2. deild 11. desember 1954. Dýrasti leikmaöur sem
félagið hefur keypt er Mark Lawrenson fyrir 900.000 pund frá
Brighton í ágúat 1981. Mesta upphæð sem félagið hefur fengiö fyrir
leikmann er 500.000 pund þegar Kevin Keegan var seldur til Ham-
burger SV. í júní 1977. Flestir deildarleikir: lan Callaghan, 640 leikir,
1960—1978. Markahæstur á síðasta tímabili: lan Rush með 24 mörk
í deildinni. Fyrirliði: Graeme Souness. Heimilisfang: Anfield Road,
Liverpool 4.
• Mick Robinson, framherji sem félagiö keypti frá Brighton fyrir
þetta keppnistímabil. Hann leikur ekki með í dag vegna meiösla.
Leikmenn Fd. Keyptur Verð Landsl. Leikir
frá
Bruce Grobbelaar 6.10.57 Vancouver 250.000C Zimbabwe 84
Bob Bolder 2.10.58 Sheff.Wed 0
Phil Neal 20. 2.51 North. 65.0006 England 359
Phil Thompaon 21. 1.54 England 340
Alan Hansen 13. 6.55 Partick Th.100.0006 Skotland 195
Alan Kennedy 31. 8.54 Newcastle 300.0006 England 169
Mark Lawrenson 2. 6.57 Brighton 900.0006 frland 79
Steve Nicol Ayr United300.0006 4
Gary Gillespie 5. 7.60 Coventry 325.0006 0
Bob Savage 8. 1.60 0
Howard Gayle 18. 5.58 4
Graeme Souness 6. 5.53 Middlesbr. 352.0006 Skotland 210
Jim Beglin Shamr.R. 20.0006 0
Ron Whelan 25. 9.61 frl. 61
Craig Johnston 8.12.60 Middlesbr. 575.0006 48
Sammy Lee 7. 2.59 England 125
Mick Robinson 12. 7.58 Brighton 250.0006 frland 0
Kenny Dalglish 4. 3.51 Celtic 440.0006 Skotland 244
lan Rush 25.10.61 Chester 300.0006 Wales 73
Steve Foley 4.10.62 0
Dave Hodgson 1.11.60 Middlesbr.450.0006 23
David West Dorch. 20.0006 0
Ipswich mætir Liverpool í dag:
Bein útsending
í dag kl. 15.00
í DAG veröur brotið blað hjá sjón-
varpinu í sambandi viö ensku
knattspyrnuna. Kl. 15.00 hefst
bein útsending frá Portman
Road, heimavelli Ipswich, en liöið
mætir þar stórliðinu Líverpool.
Þetta er í fyrsta sinn sem sjón-
varpið er með beina útsendingu
frá 1. deildar leik í Englandi og
það munu örugglega margir sitja
spenntir fyrir framan skjáinn í
dag og fylgjast með leik liöanna.
Á iþróttasíöunum í dag kynnum
við liöin sem mætast, til glöggvun-
ar fyrir þá sem fylgjast munu meö
leiknum. Árangur Ipswich gegn
Liverpool á heimavelli er góöur
undanfariö, Ipswich hefur tvívegis
sigraö og gert eitt jafntefli. Leik-
menn Liverpool veröa því aö spila
vel í dag ef þeir ætla sér aö sigra.
Ársþing FRÍ
ÁRSÞING Frjálsíþróttasambands
íslands veröur haldið í dag í veit-
ingahúsinu Gaflinum í Hafnar-
firði. Þinghald hefst klukkan 9.30
árdegis.