Morgunblaðið - 22.12.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
9
EBE vill
endurskoða
kindakjöts-
kvótann
YFIRSTJÓRN Kfnahag.sbandalags
Kvrópu hefur tilkynnt íslenskum
stjórnvöldum að EBE ætli aó taka
upp viðræöur við þau lönd utan
bandalagsins sem þangað selja
kindakjöt, um nýja innflutnings-
kvóta til landa EBE. Viðræðurnar
eiga að fara fram á fyrsta ársfjórð-
ungi næsta árs.
lsland er eitt þeirra landa sem
hafa leyfi til að selja kindakjöt til
EBE-landanna, en kvóti íslands er
600 tonn á ári. Gunnar Guð-
bjartsson framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
sagði að það væri augljóslega ætl-
un EBE að minnka kvóta Islands
eins og annarra landa og hækka
verð innflutta kjötsins til að gera
eigin landbúnað samkeppnishæf-
ari þannig að EBE geti lækkað
niðurgreiðslur landbúnaðarvar-
anna. Sagði Gunnar að breskir
bændur t.d. teldu sig fá 30—40%
af því verði sem þeir fá fyrir af-
urðir sínar, beint úr sjóðum
Efnahagsbandalagsins. Úr þess-
um miklu niðurgreiðslum virðist
nú eiga að draga. Gunnar sagði að
á fundi Framleiðsluráðs þar sem
þetta erindi var til umfjöllunar
hefði verið samþykkt að óska eftir
því við viðskiptaráðuneytið, sem
með þessa samninga fer fyrir ís-
lands hönd, að fá aðild að við-
ræðunefndinni og einnig hefði
Framleiðsluráð samþykkt að
reyna að fá kjötsölukvótann til
EBE rýmkaðan fremur en þrengd-
an, því hann væri það lítill að litlu
máli skipti.
Til jólagjafa
Þokuljós
Ryksugur 12 volt
KL barnabílstólar
Viftur 12, 24 volt
Tjakkar og búkkar
Grillmerki
Snjóskóflur í bílinn
Ýmis verkfæri
Sætaáklæði
Bremsuljós í glugga
Bílabækur
Hliðarlistar
Límrendur
Armpúðar
Farangursgrindur
Hjólkoppar
Ljóskastarar
Útvarpsstangir
Gúmmímottur
Speglar
Þvottakústar/sápa
Öryggisþríhyrningar
Minnisblokkir
og m.m. fl.
Ath. gjafabréfin
(Wwnausirkf
SlOUMUt A 7-9 • SIMI 82722
REYKJAVÍK
Verzlanir við
Austurstræti
verða opnar
til kl. AA
Bílastæðavandinn er
úr sögunni.