Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
Kommúnistar lofa lausn
— en leggja á fólk haröstjórn og fátækt
— Um boðskap sr. Moon
— eftir Patricu
Iversen
Ég hef lesið margt ósatt um sr.
Moon í dagblöðum, skrifað af
fólki sem þekkir hann ekki. Því
hef ég farið þess á leit við Morg-
unblaðið að sr. Moon fái ta-kifæri
til að tala fyrir eigin hönd. Ég
þekki sr. Moon persónulega og
hef verið á heimili hans í New
York. Ég veit því að hann lifir
ekki í vellystingum og ég veit ekki
til þess að hann hafi tekið sér frí.
Hann helgar sig fullkomlega því
að færa himnaríki á jörð síðan
Jesús Kristur birtist honum 1936.
Kftirfarandi ræðu hélt sr. Moon
á fjölmiðlaráðstefnu sjötta sept. á
þessu ári:
„Ég trúi ekki að það hafi verið
tilviljun ein, að meginland Amer-
íku hafi verið hulið hinum vest-
ræna heimi þangað til á 15. öld. Ég
trúi, að það hafi verið hluti af sér-
stakri áætlun Guðs. Guð undirbjó
þennan hluta heimsins vegna
framþróunar og útþenslu ætlunar-
verka hans. Margir af hinum
fyrstu, sem fóru yfir Atlantshafið
til þess að setjast að í þessum
löndum, voru trúað fólk, sem leit-
aði að landi er það gat frjálst til-
beðið Guð sinn og fært frumbyggj-
um nýja heimsins boðskap Krists.
Það var sannarlega þrá Guðs að
sameining og vinátta blómstraði
milli frumbyggjanna og hinna
evrópsku landnema. Hinn nýi
heimur Ameríku hefði átt að vera
fyrirmynd sameiningar hjá öllu
fólki sem lýtur Guði. Samt sem
áður átti þessi sameining sér ekki
stað eins og Guð hafði vonað.
Ásamt því fólki sem leitaði trú-
frelsis komu og margir ágjarnir
menn til Ameríku. Oft á tíðum
misnotuðu þeir frumbyggjana og
hirtu auð þeirra, og afleiðingin
varð sú að grundvöllur þessa nýja
menningarsvæðis gat ekki alltaf
notið blessunar Guðs. í sumum til-
fellum voru þjóðir stofnaðar af
öðrum toga en kristilegum kær-
leika.
í dag hefur hugmyndafræði
kommúnismans brýnt þennan bit-
urleik og gefið honum leið til að
tjá sig í gegnum vopnaðar bylt-
ingar. Kommúnistar lofa fólki
lausn á vandamálum þess, en
leggja í reynd yfir það harðstjórn
og fátækt.
Kommúnisminn hefur breiðst
út fram til þessa dags. Nú er svo
komið að öll Mið-Ameríka er í yf-
irvofandi hættu að kommúnistar
taki þar völdin. Ameríka hefur
orðið sjálf víglínan í alheimsbar-
áttu hins frjálsa heims og komm-
„Sumir segja, að góður
fréttamaður sé áhrifa-
meiri en nokkur þing-
maður eða jafnvel for-
seti. l»að er trú mín að
það sé rétt. Afl fjölmiðl-
unar er eins og afl kær-
leikans. I»að er
sterkasta aflið.“
únismans. Þessi alheimsbarátta er
ekki aðeins barátta hernaðarlegs
og fjárhagslegs styrkleika. Það
eru átök hugmynda — átök hug-
myndafræði. Hinn frjálsi heimur
er heimur, sem trúir á Guð og
heimur kommúnismans afneitar
Guði. Þessir tveir heimar eru
byggðir á algerlega andstæðum
viðhorfum til lífsins. Þau átök,
sem eiga sér nú stað í Mið-Amer-
íku eru afleiðing árekstra þessara
tveggja andstæðu viðhorfa. Trú á
Guð færir mannkyninu frelsi, af-
neitun á Guði leiðir aðeins til
harðstjórnar.
Ég veit af eigin reynslu, að efn-
ishyggja kommúnismans er óvin-
ur guðs og mannkynsins. Mér var
haldið í hreinsunarbúðum komm-
únista, flestir fanganna dóu innan
fárra ára, en ég þraukaði næstum
þrjú ár. Síðan ég var leystur úr
haldi hef ég unnið stöðugt að því
að kenna sannleikann um komm-
únismann. Ég hef algerlega helgað
mig því að hindra útbreiðslu
kommúnismans og þannig losa þá
menn og konur, sem eru undir
áþján þeirra.
Ég vil að þið áttið ykkur á því,
að í ríki kommúnista vita þeir
hvers fulltrúi ég er, og hverju ég
hef helgað mitt starf. Idagblöðum
Sovétríkjanna og Kína hef ég ver-
ið settur á stall sem helsti óvinur
þeirra. í hinu opinbera málgagni
Kúbu hefur verið ráðist harkalega
á CAUSA, hreyfingu, sem ég kom
á fót, fyrir hjálparstörf hennar í
Mið-Ameríku. í framhaldi af því
hafa þeir fjölmiðlar í hinum
frjálsa heimi, sem eru vinstrisinn-
aðir, endurtekið hinar makalausu
ásakanir. Vegna þess er ég sann-
arlega maður, sem hefur orðið
fórnarlamb fjölmiðlanna. Þetta er
sérstaklega sársaukafull staða
vegna þess, að þetta stofnar þeirri
vinnu í hættu, sem ég hef helgað
líf mitt, en það er að berjast gegn
kommúnisma og kenna sannleik-
ann um Guð.
Ég vil þó láta í ljósi, samt sem
áður, að ég fyrirgef öllum þeim er
misskildu mig og birtu ónákvæm-
ar upplýsingar um hreyfingu
mína, sem þeir gerðu eingöngu
vegna þess að þeir áttuðu sig ekki
á hinni raunverulegu stöðu í heim-
inum í dag, því ef þeir gerðu það
myndu þeir viðurkenna mikilvægi
starfs míns.
Vissulega vegna eigin lífs-
reynslu hef ég áttað mig á hinu
ógnvænlega afli, sem fjölmiðlar
ráða yfir til sköpunar eða eyði-
leggingar. Samt hef ég þá trú og
von, að fjölmiðlar geti haldið uppi
hefð ábyrgrar fréttamiðlunar um
sannleikann.
Það er þess vegna sem ég legg
til, að fjölmiðlar heimsins samein-
ist um frelsið, og verði burðarás í
að draga fram staðleysur komm-
únismans. Fjölmiðlar verða að
vera útverðir sannleikans og hetj-
ur frelsisins. Ég veit, að til eru
blaðamenn, sem eru réiðubúnir að
helga krafta sína þessu verki, og
jafnvel að hætta lífi sínu fyrir
það. Ég trúi, að slíkir menn og
konur muni verða í fararbroddi
við að leiða sögu mannsins gegn-
um líðandi hnignun til velmegun-
ar. Ég stofnaði þessa hreyfingu til
þess að þjóna mannkyninu á þess-
ari vafasömu stundu. Við sækj-
umst ekki eftir status quo. Stund-
um erum við skilgreind einungis
andkommúnísk, en sú skilgreining
er alltof þröng til þess að rúma
stefnu og takmark hreyfingar
okkar.
í grundvallaratriðum sjáum við,
að Guð er raunveruleiki. Það sem
snýr að okkur í dag er að gera Guð
raunverulgan fyrir fólki í daglegu
lífi. Hin vopnaða stéttabarátta,
sem kommúnistar leggja til, kem-
ur aldrei til með að stuðla að
mannlegri framþróun, vegna þess
að það felst ekkert nýtt eða bylt-
ingarkennt í ofbeldi. Siðferðileg
bylting, sem gerir Guð að raun-
veruleika í hjörtum manna er hin
í sláturtíðinni í haust var slátrað
880.742 fjár sem gaf af sér samtals
12.952 tonn af kjöti. Er þetta
minnsta kindakjötsframleiðsla síð-
an 1972 og 16,4% minna kjöt en
framleitt var þegar raest var, árið
1978. Meðalfallþungi dilka var í ár
13,93 kg, heldur meiri en í fyrra en
minni en meðaltal síðustu ára.
í haust var slátrað 792.084
dilkum og 88.658 fullorðnu fé,
Séra Moon
ósvikna bylting sem við þörfnumst
í dag. Samtök heimsfriðar voru
stofnuð til þess að koma af stað
þeirri byltingu. Við förum ekki til
Mið- og Suður-Ameríku til þess
eins að fordæma kommúnismann.
Þar er til staðar önnur jafn ill
stefna, stefna eigingirninnar.
Þessi eigingirni kemur fram sem
einstaklings-, þjóðfélags- og póli-
tísk spilling. Ég kem með hug-
myndafræði, sem er eins og tví-
eggjað sverð, það getur höggvið í
gegnum fals kommúnismans og
það getur höggvið gegnum and-
lega og þjóðfélagslega spillingu.
Ásamt kærleika Guðs á þetta
heimsviðhorf að endurnýja anda
mannsins.
Það er ljóst, að í dag eru Banda-
ríkin og aðrar þróaðar þjóðir of
þröngsýnar í hugsunum sínum. í
leit sinni að eigin hagnaði og þjóð-
ernisáhuga mistekst þeim að ná
hæsta gildismati. Að sjálfsögðu
leita Sovétríkin eigin hagnaðar
gegnum útþenslu kommúnismans.
Svo lengi sem einstakar þjóðir að-
eins sjá og þrýsta á eftir virðingu
eigin þjóðar, verður stríð og bar-
átta á jörðinni.
samtals 880.742 fjár. í fyrra var
slátrað 61.007 fjár fleira, 837.551
dilkum var þá slátrað og 104.198
fullorðnu, samtals 941.749 fjár.
Þetta fé gaf af sér 12.952 tonn af
kjöti, 11.031 tonn af dilkakjöti og
1.920 tonn af geldneytakjöti. Er
þetta 810 tonnum, eða tæpum
6%, minna en á síðastliðnu ári en
2.541 tonni, eða 16,4%, minna en
árið 1978 þegar kindakjötsfram-
Sannur friður næst aðeins þeg-
ar sjónarmið hverrar þjóðar er
reist á alheimsplani. Það verður
að líta á heiminn sem einn og
þjóðir verða að vinna saman að
sameiginlegu stefnumarki, velferð
og framförum. Menn og konur
verða að átta sig á, að eigingirni
er versti óvinur mannkyns. Vegna
þess, að þegar við hjálpum öðrum
að auðga líf sitt, auðgar það okkar
eigið líf mest. Þessi einfaldi en
samt djúpi sannleikur getur kall-
ast formúla að friði. Hlutverk fjöl-
miðlunar við að ná því marki er
mjög mikilvægt. Hér á þessari al-
þjóðlegu ráðstefnu fjölmiðla mun-
ið þið hafa tíma til þess að fjalla
um hlutverk fjölmiðlunar í þess-
um efnum. Sumir segja, að góður
fréttamaður sé áhrifameiri en
nokkur þingmaður eða jafnvel for-
seti. Það er trú mín að það sé rétt.
Afl fjölmiðlunar er eins og afl
kærleikans. Það er sterkasta aflið.
Það getur verið notað til hins
besta eða til hinnar verstu eyði-
leggingar. Þegar því er beitt rétt
skapast skilningur, samræmi, feg-
urð og gleði. Þegar það er misnot-
að skapast ringulreið og mannleg-
ar þjáningar. Þetta afl verður að
vera meðhöndlað af visku.“
í Ameríku heimsækja meðlimir
hreyfingarinnar hvert heimili til
að biðja fólk að snúa aftur til
Guðs, og benda á það sem hina
einu leið til að hindra yfirvofandi
stríð. Við biðjum fólkið að fylla
kirkjurnar, það skiptir ekki máli
hvaða kirkju, og ég vil biðja þess
sama af íslensku þjóðinni. Reyn-
um að lifa óeigingjörnu lífi. Og
biðjið, til þess að þér megið fá að
vita hvert hlutverk sr. Moon hef-
ur.
Patricia Irersen er Englendingur,
sem búið befur í íslandi í eitt ár.
Eiginmaður hennar er norskur og
befur starfað hér í 8 ár. Þau vinna
sameiginlega á regum Samtaka
beimsfriðar og sameiningar, sem
er hreyfing séra Moon.
leiðslan náði hámarki. Er þetta
minnsta kindakjötsframleiðsla
síðan árið 1972 en þá var hún
11.829 tonn.
Meðalfallþungi dilka reyndist
vera 13,93 kíló sem er 160
grömmum meira en var í fyrra
en 160 grömmum minna en með-
alfallþungi síðustu 10 ára. Með-
alfallþunginn í ár er einu kílói
minni en hann var árin 1971—73
þegar hann var mestur síðustu
tvo áratugina, en tæpu kílói
meiri en hann var á árinu 1979
þegar hann var minnstur á sama
árabili. Þrátt fyrir minnkandi
framleiðslu er mikið af kinda-
kjöti nú til í birgðum, er það
vegna þess hve mikið var til í
birgðum við upphaf sláturtíðar í
haust. Útsalan sem gamla kjötið
var sett á hefur komið niður á
sölu nýja kjötsins og sem dæmi
má nefna að í september og
október voru ekki seld nema 300
kíló af kindakjöti sem ekki er
nema brot af venjulegri kjötsölu
í þessum mánuðum.
Lesefni ístóntm skönvmon!
^TTa'íttwnd
S\ö ska\a J,N • cru
, c.iO SKÁLD^áida.^'
V fÁlíDlÐ
Sjo
ská\d
í mynö
öbirt\joð^P)jóhan^ ^ ssen^ Sno \
gjoí- 4 _
_
ÉSf
* „^qTUN
Kindakjötsframleiðslan
ekki verið minni síðan 1972
Meðalfallþungi dilka undir meðallagi