Morgunblaðið - 22.12.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
13
Ekki hægt að
skipta aflanum með
öðru en kvóta
„I»AÐ, SEM eftirtektarverdast vid
síðasta Fiskiþing, sem fulltrúar allra
hagsmunaaðila innan sjávarútvegs-
ins sitja, verður að teljast, að þar er
lögð til algjör stefnubreyting við
stjórnun fiskveiða frá því, sem verið
hefur. Sem sagt að taka upp kvóta-
kerfi við veiðar allra botnlægra fiski-
tegunda, bæði hjá togurum og bát-
um. l»að hefur verið skoðun meiri-
hluta Fiskiþings undanfarin ár, að
kvóti væri ekki æskileg aðferð við
stjórnun veiðanna," sagði Jón Páll
Halldórsson, varafiskimálastjóri, er
Morgunblaðið ræddi við hann um
stjórnun fiskveiða og nýafstaðið
Fiskiþing.
Jón Páll Halldórsson
„Það, sem breytzt hefur frá því
fyrir einu ári, er að þá voru menn
að tala um skiptingu á 400.000
lestum af þorski, sem þá var talin
eðlileg veiði. Nú stöndum við
frammi fyrir þvi, að ólíklegt að
þorskaflinn á þessu ári nái 300.000
íestum og fiskifræðingar hafa lagt
til, að ekki verði veiddar nema
200.000 lestir á næsta ári. Þetta er
náttúrlega svo mikil stökkbreyt-
ing, að ég og fleiri, sem höfum
kannski verið ákveðnastir and-
stæðingar kvótafyrirkomulags,
sjáum ekki að það sé hægt að
skipta svo litlum afla milli 100
togara og 800 báta með annarri
aðferð en lögð var til á fiskiþingi.
Þingið leggur ekki beint til
ákveðið aflamagn einstakra teg-
unda á næsta ári, en leggur til að
aflamagn verði miðað við það að
fiskistofnarnir vaxi, sem mest er
um vert fyrir alla þá, sem ætla sér
að lifa af þessum atvinnuvegi. í
því efni hlýtur að verða að fara
eftir tillögum fiskifræðinga.
Ég tel að tillagan um hringorm-
inn hafi verið mjög merkileg sam-
þykkt. Það liggur ljóst fyrir að
hringormur í fiski hefur vaxið
með ótrúlegum hraða á síðustu 20
árum. Það liggja fyrir óyggjandi
gögn um það, að hringormur hefur
þrefaldast í þorski og er núna í
öllum tegundum botnlægra fiska,
sem hann sást ekki í fyrir 20 ár-
um. Þetta er svo alvarlegur hlutur
að hann hlýtur að snerta þjóðina
alla, ef við stöndum kannski
frammi fyrir því, að jafnhliða
minnkandi fiskistofnum, erum við
komin með sýkta fiskistofna. Þá
er ástandið orðið allískyggilegt.
Þá er tillaga um rekstrarskil-
yrði sjávarútvegsins athyglisverð.
Þar er skorað á stjórnvöld að
hverfa frá núll-afkomustefnunni,
sem fylgt hefur verið á undanförn-
um árum og hefur orðið þess vald-
andi, að þrátt fyrir stöðuga afla-
aukningu og aukið framleiðslu-
verðmæti sjávarafurða og hag-
stæð ytri skilyrði á árunum 1979
til 1981, hefur sjávarútveginum
ekki skapast svigrúm til að mæta
afleiðingum minnkandi afla og
versnandi viðskiptakjara. Þessi
núll-afkomustefna undanfarinna
ára hafur valdið því, að sjávarút-
vegurinn hefur aldrei verið fær
um að mæta neinum áföllum. Það
útskýrir stöðuna í dag. Við lögðum
áherzlu á það, að horfið yrði frá
þessari stefnu og miðað yrði við
það, að velrekin fyrirtæki skili
eðlilegum arði og geti þannig stað-
ið að verulegum hluta undir
kostnaði af endurnýjun og upp-
byggingu," sagði Jón Páll Hall-
dórsson.
Söfnuðu
fyrir „hungr-
aðan heim“
LÚDRASVEIT Ólafsvíkur lék fyrir
bæjarbúa um síðustu helgi og safn-
aði fé til styrktar söfnun lljálpar-
stofnunar kirkjunnar, sem efnt hef-
ur verið til undir kjörorðinu „söfn-
um fyrir hungraðan heim".
Lúðrasveitin fékk lánaðan bíl og
kerru og lék jólalög um léið og
ekið var um bæinn. Samtals safn-
aðist um 2.000 krónur. Stjórnandi
Lúðrasveitar Ólafsvíkur er Jón
Halldór Finnsson.
\hlsolnN<k)á fnxrjutu
ISLAHDS LCITAB
UM ALLAH HEIM
Aflabresti nú er ekki eingöngu
um að kenna. Stjórnarstefnan á
undanförnum árum á sinn þátt í
þessu ástandi og kannske þann
stærsta.
Minna má á aflaleysi árin
1971-1972 og 1958-1960 eftir
nýsköpun flotans sem var nauðsyn
þá, og þurftu menn að sækja á
önnur mið (Nýfundnaland) til að
afla gjaldeyris fyrir þjóðina. Það
dugðu ekki 200 mílurnar frekar en
nú. Hefði mátt ætla, að nokkur
reynsla og lærdómur af þvi hefði
getað vísað veginn.
En nú er komið, sem komið er,
og eins og áður er það skylda
stjórnvalda og Alþingis að hlutast
til um aðferðir til frambúðar, en
ekki til bráðabirgða varðandi
þessa nauðsynlegu atvinnugrein
eins og áður.
Ekki get ég að því gert, að mér
hnykkti við, að verða vitni að því
sinnuleysi er ríkti um mál elns af
starfsbræðrum okkar, sem ég
sagði frá og lýsti. Hann er með
eitt best útbúna skipið til úthafs-
veiða. Byggt og sérhannað til
loðnuveiða. En hann fær ekki
leyfi. Hvað var gert honum til
stuðnings á fiskiþingi? Jú, þing-
heimur þagði þunnu hljóði, engar
undirtektir. Datt mér þá í hug
gömul saga um hrafnaþing, þegar
þeir koma saman um veturnætur,
til að raða sér niður á bæina. Sú
regla gildir þar, að gamlir hrafnar
og illa staddir aðrir, af slysum eða
öðrum ástæðum eru dæmdir úr
leik og líflátnir. Þetta fannst mér
lágkúruleg frammistaða á fiski-
þingi af mönnum sem eru að leika
samhjálp, einstaklingsfrelsi
bræðralag og lýðræði.
Um fiskveiðistefnu og stjórnun
fiskveiða er bezt að hafa sem fæst
orð. Þó er varla hægt að komast
hjá því að endurtaka viss grund-
vallaratriði, þó margþvæld séu.
Tillögur fiskiþings gera ráð fyrir
þvi, að tekið verði mark á fiski-
fræðingum að mestu. En sú kvóta-
skipting, sem þar er lagt til að
verði notuð, er ekki til þess fallin
að örva einstaklingsfrelsið, það er
öfugt. Sú aflaskipting milli skipa
sem um er rætt og lögð til er síð-
asta sporið til þjóðnýtingar, ef af
verður. Þar vantar allt raunsæi og
skilning á málefninu og stöðu
sjávarútvegsins í heild.
Sjávarútvegurinn er sá þáttur í
gjaldeyrisöflun, sem mest er byggt
á, ekkert land í veröldinni er jafn-
mikið háð honum, allar þarfir aðr-
ar verðum við að flytja inn. Þar á
meðal rekstrarvörur til annarra
greina. Minnumst þess, að sjávar-
útvegur hefur verið undirstaðan í
uppbyggingu þjóðarinnar og af-
komu allt frá aldamótum og fram
á þcnnan dag. Fjölmiðlar og menn
hafa fundið sjávarútvegi margt til
foráttu. Víst er þó að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hef-
ur,“ sagði Þorsteinn Jóhannesson.
„ísland er einnig erlendis," segir Matthias.
í þessu úrvali íerðasagna íer hann
með okkur um Skaítaíellssýslu, Dali og Djúp,
Austíirði og Óddðahraun, Bandaríkin og
Norður- og Suður-Evrópu.
Matthías er hinn besti leiðsögumaður,
fundvís d menningarverðmœti og
kryddar íerðasögur sínar skemmtilegum
hugdettum og léttum ljóðum.
Sameiginlegt einkenni rispanna