Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
23
Oddur Ólafsson, formaður
Skyggnis.
Sveitin hefur tekið í notkun
merki, sem er hannað af einum fé-
laga hennar, Björgvini Hreini
Guðmundssyni. Meðal annars
prýðir merkið húsnæði sveitarinn-
ar.
Oddur Ólafsson, formaður
Skyggnis, þakkar öllum sem hafa
lagt sveitinni til ómetanlegan
stuðning.
Auk Ödds eru í stjórninni Hall-
grímur Einarsson, Jón Ingi Bald-
vinsson og Þórður Guðmundsson.
Félagar eru 18.
E.G.
„Hafa sýnt mik-
inn dugnað við
að koma þessari
aðstöðu upp“
Vojfum, 5. desember.
„SKYGGNIR er yngsta björgunar-
sveitin innan Slysavarnafélagsins, og
hafa þeir sýnt mikinn dugnað við að
koma þessari prýðisaðstöðu upp. Hér
hafa þeir aðstöðu fyrir félagsstörf og
nauðsyniegustu tæki. Þí hafa þeir
ágætis tækjabúnað, t.d. bíl, fjarskipta-
tæki og fluglfnutæki,“ sögðu Haraldur
Henrysson forseti SVFI og Hannes
Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ þeg-
ar björgunarskýli var tekið í notkun f
Vogum sl. laugardag.
Þeir sögðu einnig að það væri
markmið Slysavarnafélagsins að
hafa björgunarsveitir um allt land,
og að vera vakandi fyrir því að
stofna sveitir þar sem þörf væri á
hverju sinni til að hafa sem
sterkasta keðju björgunarsveita í
landinu. Björgunarsveitin í Vogum
er sú nítugasta og þriðja innan
SVFÍ.
EG
Lionsklúbbur
gefur út „Sögu
Kópavogs“
SAGA Kópavogs — frumbyggð og
hreppsár — er komin út á vegum
I.ionsklúbbs Kópavogs, segir í frétta-
tilkynningu frá klúbbnum. Ritstjóri
er Adolf J. Petersen.
Þar er fjallað um tímabilið
1935—55. Auk ritstjórans skrifa
þessir menn aðalkafla bókarinnar:
Lýður Björnsson, sagnfræðingur,
Björn Þorsteinsson, sagnfræðing-
ur, Andrés Kristjánsson og Val-
geir Sigurðsson, sem ritar nokkur
samtöl við frumbyggja Kópavogs-
þéttbýlis. — Bókin verður borin til
áskrifenda í dag og næstu daga, en
einnig er hún til afgreiðslu og sölu
í Bókaversluninni Vedu í Hamra-
borg í Kópavogi.
Seldi í Cuxhaven
BJARNI Benediktsson RE seldi
afla sinn í Þýskalandi í gær. Var
það í síðasta sinn fyrir jól, sem ís-
lenskt fiskiskip selur afla sinn
fyrir þessi jól.
Bjarni seldi alls 128 lestir, mest
karfa, í Cuxhaven. Heildarverð var
3.383.975 krónur, meðalverð 26,30.
Vandaðar
íslenskar hljómplötur
til jólagjafa
M.A.-kvartettinn og Smárakvartettinn frá
Akureyri. Við þessa hugljúfu hljómplötu eru
bundnar margar minningar um liðin ár.
Hver man ekki eftir þessum lögum: „Laug-
ardagskvöld á Gili", „Rokkarnir eru þagn-
aðir", og „Upp til fjalla" með M.A.-kvartett-
inum, og „Manstu ekki vina" meö Smára-
kvartettinum? Öll helstu lög þeirra eru
einnig á þessari hljómplötu. Verö kr.
349.00 kr. Fæst einnig í fyrsta sinn á
snældu.
TÓNLIST GUNNARS
THORODDSEN
Á hljómplötu þessari er aö finna sannkall-
aðar perlur í flutningi fremstu listamanna
þjóöarinnar. Meðal flytjenda ber aö nefna
hinn stórkostlega baritonsöngvara Kristin
Sigmundsson sem kemur hér fram í fyrsta
skipti á hljómplötu. Vönduö og eiguleg
plata. Verð 399.00 kr.
EINSÖNGSPERLUR
14 vinsælustu lög íslensku þjóöarinnar í
meir en þrjá áratugi. Fram koma t.d. Stef-
án islandi „I dag skein sól", Einar Kristj-
ánsson „Hamraborgin", Gunnar Pálsson
„Sjá dagar koma", Guömundur Jónsson
„Hraustir menn", Erling Ólafsson
„Mamma", Hreinn Pálsson „Dalakofinn",
Guörún Á. Símonar „Jealousy" og fleiri.
Verð aöeins 299.00 kr.
RÖGNVALDUR
SIGURJÓNSSON
Á hljómplötu þessari er aö finna Sýnishorn
af píanóleik Rögnvaidar Sigurjónssonar frá
ýmsum ttmum á listabraut hans. Er hér
bæöi um aö ræöa endurútgáfur fyrri hljóö-
ritana og hljóöritanir sem nú koma í fyrsta
sinn á plötu. Verö aöeins 349 kr.
GULLNA HLIÐIÐ
eftir Davíö Stefánsson. Fá eru þau skáldrit
sem í líkum mæli og Gulla hliöiö hafa átt
þvílíku hlutskipti aö fagna aö vera sígild
eign allrar þjóöarinnar. Allir helstu leikarar
landsins á fjóröa áratug koma fram i þessu
öndvegisverki. Þrjár hljómplötur i setti, auk
leikskrár. Verö aöeins 990.00 kr.
ISLANDSKLUKKAN
eftir Halldór Laxness. Frumuppfærsla
Þjóöleikhússins, þar sem fram kemur fjöldi
þjóökunnra leikara, t.d. Brynjólfur Jóhann-
esson, Lárus Pálsson, Valur Gíslason og
fleiri. Leikstjóri var Lárus Pálsson. Fjórar
plötur í setti, auk leikskrár.
Verð aöeins 1250.00 kr.
■. ■- H ■ ■ ■•■ ■
ENDURMINNINGAR
ÚR ÓPERUM
Guörún Á. Símonar og Þuríður Pálsdóttir
fara hér á kostum á úrvals safnplötu þar
sem fram koma ýmsir gestir. Tvær frábær-
ar plötur á verði einnar. Verö 399.00 kr.
EINAR KRISTJÁNSSON
22 íslensk sönglög
Plata þessi inniheldur allar þær upptökur
sem gefnar voru út á árunum 1933—1949.
Hér fara saman mikil raddgæöi og fáguö
túlkun þessa dáöa söngvara sem starfaöi
mest á erlendri grund. Verö 349.00 kr.
SÖNGKUÐJl 'R
SÖNGKVEÐJUR
18 sönglög eftir Sigurö Ágústsson frá Birt-
ingarholti viö Ijóö eftir Davíð Stefánsson,
Jóhannes úr Kötlum, Einar Benediktsson
og fleiri í flutningi sex þekktra söngvara.
Verö 399.00 kr.
r ji| mjr■ I Ll
FALKI Nkl Suöurlandsbraut 8. Sími 84670, Laugavegi 24. I 1 1 Sími 18670, Austurveri Háaleitisbraut. Sími 33360.