Morgunblaðið - 28.01.1984, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
23. tbl. 71. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Andropov
í framboð
Moskvu, 27. janúar. AP.
YURI Andropov forseti Sovétríkj-
anna, sem ekki hefur sést opinberlega
í meira en 5 mánuöi, var í dag form-
lega tilnefndur frambjóðandi til þing-
kosninga, sem fram fara þann 4.
mars. Fer hann fram sem fulltrúi
Proletarsky-hverfisins í Moskvu.
Tilnefningin var kunngjörð á
fundi miðstjórnar sovéska komm-
únistaflokksins í dag. Andropov var
þar hvergi sjáanlegur. Talið var, að
hann myndi e.t.v. reyna að sækja
þennan fund, en heilsufar hans
leyfði það ekki.
Fylgi Andropov fordæmi forvera
síns, Leonid I. Brezhnev, og annarra
háttsettra sovéskra embætt-
ismanna, má vænta þess að hann
gangi að kjörborðinu þann 4. mars
svo fremi heilsan leyfi. Láti hann
sjá sig á kjördag verður það í fyrsta
sinn síðan 18. ágúst, að hann sést
opinberlega. Þann dag hitti hann 9
bandaríska þingmenn að máli í
Moskvu.
Ný skjöl
nasista
finnast
Mooso Jaw, Saskatchewan, Kanada, 27.
janúar. AP.
KASSI, fullur af skjölum og mynd-
um af Adolf Hitler, hefur fundist í
eigum fyrrverandi njósnasérfræð-
ings hersins úr síðari heimsstyrj-
öldinni. Að því er best verður séð
eru þrjú skjalanna sérstök viður-
kenningarskjöl undirrituð af for-
ingjanum sjálfum. I*á er að sjá, að
eitt skjalanna í kassanum sé undir-
ritað af Evu Braun.
Að sögn dagblaðsins Moose
Jaw Times-Herald voru mynd-
irnar og skjölin, sem um ræðir, í
eigu Fred Schiesser, Kan-
adamanns, sem lést í águst á síð-
asta ári, áttræður að aldri. Eig-
inkona Schiesser hefur upplýst,
að hann hafi alla tíð gætt þessa
kassa mjög vel og aldrei leyft
neinum að sjá hvert innihald
hans var, né upplýst hvernig
hann komst yfir skjölin og mynd-
irnar. Kassinn fannst á háalofti
heimilis Schiesser-hjónanna.
Fundi þessum hefur verið tekið
með nokkrum fyrirvara í ljósi
fundar dagbóka Hitlers, sem síð-
an reyndust falsaðar er sann-
leiksgildi þeirra var rannsakað
nánar. Ljósmyndirnar í kassan-
um virðast þó allar ófalsaðar. Á
þeim má sjá Hitler með ýmsum
háttsettum mönnum innan þýska
hersins.
Símamynd AP.
Frá fundi Arne Treholt (lengst t.v.) og KGB-mannanna Gennadij Titov (í miðið) og Alexander Lopatin í Vínarborg þann 20. ágúst í fyrra.
Fréttatilkynning saksóknara norska ríkisins í gær:
Treholt var undir smá-
sjá FBI í rúm þrjú ár
Osló, 27. janúar. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaósins.
MAGNAR
Florncs, ríkis-
saksóknari í
Noregi, sagði
í yfirlýsingu
vegna Tre-
holt- njósna-
málsins, að
áður en Tre-
holt flutti til
New York og
gerðist þar
sendiráðu-
nautur við
sendinefnd
Norðmanna,
heföu grunsemdir í garð hans verið
vaknaðar.
í yfirlýsingu ríkissaksóknara
sagði ennfremur, að þann 15.
Norski ríkissak-
sóknarinn, Magnar
Flornes.
Leiötogar á fundi
Þau Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Bettino Craxi,
forsætisráðherra Ítalíu, hittust á fundi í Róm í gær.
Sjá nánar: „Vilja áframhaldandi gæslulið í Líbanon“ á bls. 23.
október 1980 hefðu Norðmenn far-
ið þess á leit við FBI, bandarísku
alríkislögregluna, að hún gæfi
Treholt góðar gætur. Allar götur
síðan starfaði FBI í samvinnu við
norsku öryggislögregluna við að
reyna að fletta ofan af Treholt.
Fóru norskir öryggislögreglumenn
margsinnis til New York til þess
að samræma aðgerðir sinar og
FBI.
Þegar Treholt hætti störfum í
New York í ágúst 1982 hafði sam-
vinnan borið nokkurn árangur en
ekki svo mikinn, að hægt væri að
ganga að Treholt og handtaka
hann. Til þess skorti áþreifanlegar
sannanir. Um leið og hann sneri
aftur til Noregs var fylgst mun
betur með honum en áður.
Á New York-árum sínum var
Treholt einkum í sambandi við
Vladimir Zjizjin og hittust þeir
ýmist innan bygginga Sameinuðu
þjóðanna ellegar á minni veitinga-
húsum. Zjinzjin var einn starfs-
manna Sovétmanna hjá SÞ á þess-
um tíma.
Það var hins vegar ekki fyrr en í
maí í fyrra, að öryggislögreglan
var loks fullviss um að Treholt
væri í grunsamlegum tengslum
við Sovétmenn. Náðust myndir af
fundi hans með Gennadij Titov í
Helsinki. í ágúst í fyrra náðust
aftur myndir af fundi hans með
Titov á veitingahúsi í Wien. Þá
var jafnframt annar Sovétmaður
með í för, Alexander Lopatin.
Þetta voru ekki einu fundir Tre-
holt með Titov, en fundurinn í
Vínarborg var síðasti fundur Tre-
holt með útsendurum KGB.
Með vitneskju um þessa fundi í
pokahorninu lagði norska öryggis-
lögreglan allt kapp á að afhjúpa
Treholt eins fljótt og auðið var.
Það tókst hins vegar ekki fyrr en á
föstudag í síðustu viku.
Frakkar færa út
kvíarnar í Chad
París, 27. janúar. AP. ^
VARNARMÁLARÁÐUNEYTIÐ í París tilkynnti í dag, aö franska hernum í
Chad hefði verið fyrirskipað að færa hina óopinberu vopnahléslínu í landinu
frá 15. að 16. breiddarbaug í kjölfar framrásar uppreisnarmanna, sem njóta
stuðnings Líbýumanna.
Tilkynningin kemur tveimur
dögum eftir að frönsk orrustuþota
af gerðinni Jaguar var skotin
niður. Flugmaður þotunnar fórsti
er flugskeyti, sem skotið var af|
uppreisnarmönnum, hafnaði í vél1
hans.
Með árásinni var endir bundinn
á fimm mánaða tímabil, þar sem
allt hefur verið með kyrrum kjör-
um í landinu. Bardagahléð kom
eftir harðvítugar skærur á milli
stjórnarhersins og andstæðinga
stjórnar Hissine Habre undir for-
ystu Goukouni Oueddei.
Frakkar hafa sakað Líbýumenn
um að standa að baki þessum nýj-
ustu árásum, en þeir hafa harð-
neitað að hafa átt þar hlut að
máli. Opinbera fréttastofan í Líb-
ýu, Jana, skýrði hins vegar frá því
í dag, að árásin í fyrradag hefði
verið gerð til þess að hefna fyrir
þá ákvörðun Habre að hunsa sér-
stakan fund Einingarsamtaka Af-
ríku um ástandið í Chad.