Morgunblaðið - 28.01.1984, Page 5

Morgunblaðið - 28.01.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANOAR 1984 5 Nýja kökuhúsið: Ókeypis brauðmylsna handa smáfuglunum „FÁTT ER svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott,“ segir í upphafi fréttatilkynningar frá Nýja kökuhúsinu, sem Morgunblaðinu hefur borist. í fréttatilkynningu segir síðan: „Um síðustu helgi voru eins og venjulega bakaðir stórir skammtar af nýjum brauðum í Nýja kökuhúsinu, meðal annars í tilefni „þýskrar viku“, sem þar stendur nú yfir. Færri treystu sér hins vegar út í illviðrið en vildu, og varð því mikill afgangur af hinum ágætu brauðum. Þetta brauð hefur nú verið þurrkað og malað, sett í poka og verður afhent hverjum sem vill færa smáfuglunum björg í bú á snævi þakinni jörð.“ Yfírlýsing í tilefni af Staksteinum f STAKSTEINUM í gær er fjallað um viðtal sem birtist í Dagblaðinu/- Vísi 25. þ.m. um kynni mín af Norð- manninum Arne Treholt og Jens Ev- ensen. í Staksteinum er bent á að lesa mætti úr viðtalinu að ég teldi ekki ástæðu til að gera mikið úr Tre- holt-málinu. Lýst er furðu yfir um- mælum mínum sé rétt eftir mér haft. Af þessu tilefni vil ég taka fram að ég las ekki yfir umrætt viðtal fyrir birtingu, enda bjóst ég ekki við að hægt væri að gera frétt úr þeim takmörkuðu upplýsingum sem ég hafði um málið. Ég vil lýsa því yfir að ég tel engan veginn hægt að líta öðruvísi en mjög alvarlegum augum á mál eins og þetta, sem varðar landráð í Noregi. Guðmundur Eiríksson Athugasemdin ekki send Mbl. AÐ GEFNU tilefni vill Morgun- blaðið taka fram að ástæða þess að það birti ekki athugasemd þriggja starfsmanna fSALs við ummælum iðnaðarráðherra á fimmtudag var sú að athugasemd- in barst ekki blaðinu og hefur ekki borist enn. Hins vegar birti blaðið í gær, föstudag, athugasemd samninganefndar starfsmanna ál- félagsins við ummælum iðnaðar- ráðherra, Sverris Hermannssonar, en blaðið fékk athugasemdina í hendur seinnipart fimmtudagsins. Svar við fyrirspurn frá Hannesi H. Gissurarsyni MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Jóni Sigurðssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar: Hannes H. Gissurarson beinir til mín fyrirspurn í Morgunblað- inu 27. janúar 1984 út af frásögn Þjóðviljans af símtölum við nokkra menn, sem spurðir voru álits á fréttum þess blaðs af skrif- um í blöð á Englandi um peninga- magnskenningu í hagfræði. Af þessu tilefni vil ég taka fram, að það er rétt athugað hjá Hannesi, að fyrirsögnin á frásögn Þjóðvilj- ans frá símtali við mig var Þjóð- viljans. Fyrirsögnin var án efa valin útfrá sjónarmiði blaðsins fremur en mínu, en það er erfitt að elta ólar við allt, sem er skrifað í blöðin. Sem betur fer virðist fyrirspyrjandi hafa verið á varð- bergi gagnvart skrifum Þjóðvilj- ans um þetta mál. Reykjavík 27. janúar 1984, Jón Sigurðsson. Fundur með BSRB og ríkisvaldinu RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boð- að til fundar í kjaradeilu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkis- valdsins, að höfðu samráði við for- menn beggja samninganefnda. Fundurinn verður á þriðjudaginn kemur, 31. janúar, klukkan 13.30. Siðasti fundur var árangurs- laus, en á honum svaraði ríkis- valdið kröfum BSRB og kvað hækkanir, sem færu út fyrir ramma fjárlaga, ekki koma til greina. * Sjómannasamband Islands: Krefst farbanns á danskt skip SJÓMANNASAMBAND íslands hef- ur fyrir hönd íslenzkra skipverja á danska sanddæluskipinu Putte Pan, krafist þess að farbann verði sett á skipið. þar sem útgerðin hefur ekki greitt skipverjum laun um langt skeið. Skipverjar halda því fram, að útgerðin skuldi þeim um 1,2 milljónir króna í laun. Samningaumleitanir hafa staðið yfir, en án árangurs. Gerðarbeiðni um farbann á skipið átti að taka fyrir hjá bæjarfógetan- um í Hafnarfirði í gær en var frest- að til þriðjudagsins að beiðni lög- manns útgerðar skipsins. Lögreglu- vörður hefur verið hafður um skipið síðustu tvo sólarhringa. „Við höfð- um rökstuddan grun um að skipinu yrði siglt utan og fórum því fram á lögregluvörð til þess að koma í veg það,“ sagði Arnmundur Bachmann, lögmaður í samtali við Mbl. „Skip þetta hefur verið hér á landi á annað ár og oft hefur verið reynt að koma í veg fyrir, að það fengi að athafna sig hér á landi, en án árang- urs, þó ótvírætt sé að það hafi verið hér í andstöðu við íslenzk lög,“ sagði óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands í samtali við Mbl. sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir ( innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti (könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð. Verð við birtingu auglýsingar kr. 199.500.- Bifreiðar & srteiid pjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 Vél Rumtak 1442sm3 Borun 76 mm Slaglengd 80 mm Þjöppun 8.5 1 Kraftur 55 kW (75 DIN PS) á 5600 sn/m Tog 108 Nm á 3500 sn/m Eyðsla 7-101/100 km

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.