Morgunblaðið - 28.01.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
19
Orð og athafnir
eftir Magnús H.
Magnússort
Ráðherrar og aðrir talsmenn
rísstjórnarinnar tala nú um nauð-
syn þess að bæta hag þeirra, sem
við lökust kjör búa. Ef þeir meina
eitthvað með þessu þá er það
vissulega gott. Batnandi mönnum
er best að lifa.
Sömu menn settu bráðabirgða-
lög 27. maí sl. sem hétu því fallega
nafni „Fjármálaráðstafanir til
verndar lífskjörum" og sögðu að
þau væru sett til að „vernda hag
þeirra sem við lökust kjör búa“.
Um margt var hér um argasta
öfugmæli að ræða.
Hækkun persónuafsláttar við
álagningu tekjuskatts um 1400 kr.
á hvern framteljanda, sem var eitt
aðalatriði laganna, kom t.d. öllum
að gagni.svo langt sem hún náði,
nema þeim sem við lökust kjör
búa. Þeir nutu hennar í engu
vegna þess, að sá hluti persónu-
afsláttar, sem ekki nýtist til
greiðslu opinberra gjalda, svo sem
útsvara, rennur til ríkissjóðs.
Nokkur dæmi: (Bráðabirgðalög-
in tóku til tekna ársins 1982. í
þessum dæmum eru þær umreikn-
aðar til tekna ársins 1983 til að
auðvelda samanburð við verðlag í
dag.)
Hjón með eitt barn höfðu alls
ekkert gagn af þessari hækkun
persónuafsláttar, ef árstekjur
þeirra voru 188 þús. kr. eða lægri.
Einstætt foreldri með eitt barn
ekkert gagn, ef árstekjur voru 182
þúsund eða minni.
Einstæður elli- eða örorkulíf-
eyrisþegi hefur ekkert gagn af
þessu ef tekjur voru 125 þúsund
eða minni. Árið 1983 var elli- eða
örorkulífeyrir ásamt óskertri
tekjutryggingu samtals 76.951 kr.
Það þurfti því umtalsverðar tekj-
ur, umfram bætur almannatrygg-
inga, til að hafa gagn af þessari
hækkun persónuafsláttar og ef
þær tekjur voru fyrir hendi, þá
stórskertust bætur almannatrygg-
inga.
Elli- eða örorkulífeyrisþegi með
fulla tekjutryggingu, en engar aörar
tekjur, fær nú samtals 7.018 kr. á
mánuði. Af þessum manni hefur rík-
isstjórnin með aðgcrðum sínum haft
a.m.k. 2.700 kr. á mánuði. í staðinn
fær hann aðeins 193 kr. vegna
hækkunar tekjutryggingar um 5%.
Margir ellilífeyrisþegar hafa
nú orðið nokkrar greiðslur úr líf-
eyrissjóðum, því miður allt of litl-
ar flestir, og fá því skerta tekju-
tryggingu eða enga. Þetta fólk
hefur flest orðið að þola mikla
skerðingu lífskjara, vegna aðferða
ríkisstjórnarinnar, en engar bæt-
ur fengið í staðinn, því hækkun
persónuafsláttar til skatts nýtist
þeim ekki.
Ekki kemur þeim lægst launuðu
Magnús H. Magnússon
„Ef nota á skattalögin til að
bæta hag þeirra verst settu,
sem sjálfsagt er að gera,
verður að greiða þennan
hluta út til skattaaðila á
sama hátt og nú er gert við
barnabætur. Nú, þegar
álagning skatta fer öll fram í
tölvum, er þetta mjög auð-
velt í framkvæmd.“
heldur að gagni afnám skatts af
ferðamannagjaldeyri. Varla mikið
gagn af lækkun tolla af sykruðum
fíkjum eða niðurfellingu vöru-
gjalds af hljómpiötum eða lækkun
aðflutningsgjalda af bifreiðum.
Allar svokallaðar mildandi að-
gerðir ríkisstjórnarinnar eiga það
sameiginlegt, að hvorki er tekið
sérstakt tillit til þeirra allra
tekjulægstu á vinnumarkaðinum,
né til elli- og örorkulífeyrisþega.
Allt tal um „umtalsverðar aðgerð-
ir til verndar hag þeirra sem við
lökust kjör búa“ er því um flest
argasta öfugmæli. Með sama
áframhaldi er verið að skapa ör-
birgð hér á landi. Þá þróun verður
að stöðva.
Það er staðreynd, sem allir viður-
kenna, að þjóðartekjur hafa lækkað
verulega. Þessvegna og vegna óráð-
síu síðustu ríkisstjórnar var umtals-
verð almenn kjaraskerðing óumflýj-
anlcg. Þrátt fyrir það mátti ekki
skerða hlut þeirra allra verst settu,
hvað þá að skerða hlut þeirra meira
en annarra, eins og gert hefur verið.
Tillögur Alþýðuflokksins
Lagfæringar á skattalögum, svo
sjálfsagðar sem þær annars eru,
koma þeim tekjulægstu, og þar
með meirihluta elli- og örorkulíf-
eyrisþega, að alls engu gagni með-
an sá hluti persónuafsláttar, sem
ekki nýtist til greiðslu opinberra
gjalda, svo sem útsvara, rennur til
ríkissjóðs. Ef nota á skattalögin
til að bæta hag þeirra verst settu,
sem sjálfsagt er að gera, verður að
greiða þennan hluta út til skatt-
aðila á sama hátt og nú er gert við
barnabætur. Nú, þegar álagning
skatta fer öll fram í tölvum, er
þetta mjög auðvelt í framkvæmd.
Á síðustu þrem þingum hafa
þingmenn Alþýðuflokksins flutt
tillögur um þetta, ýmist í frum-
varpsformi eða sem breytingar-
tillögur við efnahagsfrumvörp rík-
isstjórna og var það liður í hug-
myndum fiokksins um afkomu-
tryggingu hinna lægra launuðu.
Þetta var einnig eitt af þcim málum,
sem Alþýðuflokkurinn lagði hvað
mesta áherslu á í stjórnarmyndun-
arviðræðunum sl. vor.
Síðast flutti flokkurinn þetta
mál á Alþingi í nóv. sl. sem breyt-
ingartillögu við afgreiðslu á
bráðabirgðalögum ríkisstjórnar-
innar, sem fyrr var vitnað til. Til-
lagan var umsvifalaust felld af
stjórnarflokkunum. Nú, aftur á
móti, tala forsætisráðherra og
fleiri stjórnarliðar um þennan
möguleika sem nýjan og vænlegan
kost.
Það hafa löngum verið örlög
margra framfaramála Alþðýðu-
flokksins, bæði fyrr og síðar, að það
tekur aðra stjórnmálaflokka nokkur
ár, stundum áratugi, að átta sig á
gildi þeirra en gera þau þá gjarnan
að sínum eigin málum ef svo ber
undir. .
Ef tillaga Alþýðuflokksins hefði
verið samþykkt hefði einstætt for-
eidri með lágmarkslaun (10.961 kr.
á mánuði fyrir fulla vinnu) fengið
greiddar liðlega 1.100 kr. á mánuði
í neikvæðan tekjuskatt og mun
meira ef um hlutastarf væri að
ræða. Elli- eða örorkulífeyrisþegi,
sem engar tekjur hefur aðrar en
bætur almannatrygginga, hefði
fengið greiddar nálægt 2.500 kr. á
mánuði, sem slagar talsvert upp í
það, sem aðgerðir ríkisstjórnar-
innar hafa þegar af honum haft.
Það hljóta allir að vera sam-
mála um það, að kjör þessa fólks
megi ekki skerða, hvað þá að
skerða þau meira en annarra eins
og gert hefur verið.
í tillögum Alþýðuflokksins hef-
ur ekki verið gert ráð fyrir því, að
unglingar innan tvítugs njóti
neikvæðs tekjuskatts, enda flestir
þeirra í heimahúsum. Það hefur
heldur ekki verið gert ráð fyrir
því, að menn með sjálfstæðan at-
vinnurekstur af einu eða öðru tagi
njóti hans og þar með er mesta
hættan á misnotkun útilokuð.
Kostnaður ríkissjóðs af sam-
þykkt tillögunnar yrði 150—200
Borg, Miklaholtshreppi:
Pálsmessuskot
Borg, MiklaholLshreppi, 26. janúar.
ÞAÐ VAR heiðskírt og fagurt vetr-
arvcður í gærmorgun, logn og
heiðskír himinn og 4—6 stiga
frost. Vinir okkar, snjótittlingarn-
ir, komu að eldhúsglugganum í
stórum hópum og tíndu í sig góm-
sætan morgunmatinn.
Almanakið segir að Pálsmessa
sé. Verði góðviðri allan þann dag
verður þungi vetrarins minni
sem eftir er. Vegir voru mokaðir
í gær og óvenju mikil umferð
var, því fólk notaði nú tækifærið
og fór í kaupstaðarferð og ann-
arra erinda. En þetta góða veður
stóð ekki allan daginn. Um
klukkan 5 fór að hvessa og það
allhressilega. Var nú á stuttri
stundu komið Pálsmessuskot.
Mikill lausasnjór var og blind-
hríð með miklum skafrenningi
skall á snögglega og urðu vegir
hér ófærir á skammri stundu.
Lentu margir í vandræðum með
að komast heim til sín.
Við svokallaðan Stapa í Eyja-
hreppi sátu margir bílar fastir
vegna ófærðar. Jarðýta var að
verki í gær í Kolbeinsstaða-
hreppi að afloknu dagsverki ætl-
aði svo ýtustjórinn heim til sín
að Eiðhúsum. Frá því í gær-
kvöldi og þar til um hádegið í
dag var ýtan að losa bíla úr fönn
á þessari leið. Meðal annars var
gripaflutningabíll frá kaupfélag-
inu í Borgarnesi fastur í fönn frá
því seinnipartinn í gær og þar til
rétt fyrir hádegið, að ýtunni
tókst að losa hann. Nokkuð af
því ferðafólki sem lenti í þessum
hríðarbyl komst heim að Dals-
mynni í Eyjahreppi og gisti þar í
nótt.
Nú er komið betra veður og
vonandi helst það eitthvað,
skólabörn sem eru í daglegum
akstri í Laugargerðisskóla kom-
ust ekki í skólann í dag vegna
ófærðar.
- Páll
milljónir kr. á ári og kæmi fram á
ríkisreikningum sem skattalækk-
un og finnst sjálfsagt ýmsum það
fýsilegri kostur en margt annað.
Þingmenn Alþýðuflokksins
lögðu einnig fram á Alþingi sl.
haust tillögu um 15 þúsund kr.
lágmarkstekjur á mánuði og hafa
margir tekið undir þá kröfu. Því
mætti ná með neikvæðum tekju-
skatti, eins og hér hefur verið lýst,
með því einu að hækka persónu-
afslátt til skatts (og hækka efstu
skattþrepin á móti ef ríkissjóður
má ekki af aurunum sjá). Sjálf-
sagt er þó að láta reyna á það til
hlítar, að atvinnurekendur komi
inn í þá mynd, svo mjög hefur
þeim verið hlíft að undanförnu.
Það sem helst
hann varast vann ...
Á síðasta landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins var sérstaklega álykt-
að um það, að beita ætti skattalög-
um til að bæta hag þeirra verst
settu. Það hefur ekki verið gert.
Þvert á móti, eins og hér hefur
verið sýnt fram á. Og nýkjörinn
formaður flokksins lýsti því yfir í
sjónvarpinu 15. nóvember sl. að
það mundi aldrei ske, að flokkur-
inn stæði að lagasetningu þar sem
meira tillit væri tekið til þeirra
tekjuhærri en þeirra tekjulægstu.
Einmitt þetta hefur verið gert.
Varnaðarorð
Ríkisstjórnin hefur vissulega
náð miklum árangri í slag sínum
við verðbólguna. Mun fleira þarf
þí til að koma en einhliða kjara-
skerðing launþega ef árangurinn á
að verða varanlegur, en fram að
þessu hefur kjaraskerðingin verið
svo til eina úrræði ríkisstjórnar-
innar.
Þessum árangri má ekki glutra
niður, en vísasta leiðin til þess er
að misbjóða samvisku þjóðarinn-
ar. Almenningur hefur greinilega
verið og er reiðubúinn til að færa
miklar fórnir tii að leggja verð-
bólgudrauginn að velli, en sam-
viska þjóðarinnar þolir það ekki
til lengdar, að kjörum þeirra verst
settu sé þrýst niður á stig örbirgð-
ar meðan ýmsir hópar í þjóðfélag-
inu hafa frjálsar hendur til að
maka krókinn að vild.
Ég vona að ríkisstjórnin átti sig
á þessu í tíma, ella á hún á hættu,
að allt hennar erfiði verði unnið
fyrir gýg.
Ég hef út af fyrir sig litlar
áhyggjur af framtíð ríkisstjórnar-
innar, sem slíkrar, en miklar
áhyggjur af kjörum þeirra lakast
settu og miklar áhyggjur af því, að
verðbólgudraugurinn verði vakinn
upp að nýju fyrir einstrengings-
hátt og að því er virðist skilnings-
leysi ríkistjórnarinnar.
Magnús H. Magnússon er varafor-
maður Alþýduflokks og fyrrv. al-
þingismaöur.
Ég óska eftir aö fá sendan KAYS pöntunarlistann
í póstkröfu á kr. 98.- laö viðbaettu póstburðargjaldi).
Nafn
Heimili
Staður Póstnr.