Morgunblaðið - 28.01.1984, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Þessi mynd var ekki birt opinberlega fyrr en löngu eftir að Agravanefndin tók til starfa. Á mvndinni sést maöur
með byssu (yzt til hægri) hlaupa af svæðinu. Hann þekktist við athugun og heitir Leonardo Mojica, einn
yfirmanna öryggissveitanna. Hann kvaðst hafa verið að gera vettvangskönnun í grennd við morðstaðinn. Mojica
tregaðist lengi við að koma fyrir nefndina og bera vitni, en mun nú gera það í þessari viku.
Morðið á Aquino
Ekki er spurt hver gerði það heldur hver gerði það ekki
Fjórum mánuðum og hálfum betur eftir morðið á
stjórnarandstöðuleiðtoganum Benigno Aquino á flugvellinum í Man-
ila eru menn engu nær um að upplýsa málið. í stað þess að menn
spyrji: Hver gerði það? — er nú spurt: Hver var það sem gerði það
ekki? Almenningur efast um sannleiksgildi þeirra yfirlýsinga sem
stjórnvöld og rannsóknarnefnd senda frá sér, en það skýrir þó ekki,
hver var að verki. Þeir sem hafa fylgzt með störfum nefndar Coraz-
on Agrava, fyrrverandi dómara, eru smátt og smátt að hallast að
þeirri skoðun, að það muni aldrei verða leitt í Ijós, hver skaut
banaskotinu á Aquino.
eir sem telja sig þekkja til
starfa Warren-nefndarinn-
ar, sem á sínum tíma var sett til
að rannsaka morðið á John F.
Kennedy, Bandaríkjaforseta, sjá
ýmsar hliðstæður á málunum
tveimur. Að vísu komust Warr-
en-nefndarmenn að þeirri niður-
stöðu, að Lee Harvey Oswald
hefði verið einn að verki og ekk-
ert samsæri hefði legið að baki.
En fleiri hafa efast um það en
þeir sem hafa trúað því. Og
ýmsu svipar saman, það vantar
vitni, vitni hafa gufað upp og
málskjöl og myndir o.fl. sem
ætti að vera fyrir hendi sjást
hvergi.
Nefndin hefur nú starfað í
átta vikur og vel það. Hún hefur
yfirheyrt um fjörutíu menn,
flestir eru þeir innan hersins —
og allir styðja þeir fyrstu útgáfu
stjórnvalda um að einn maður,
Rolando Galman, hafi allt í einu
stokkið fram undan flugvallar-
stiga og skotið á Aquino af
stuttu færi, án þess að öryggis-
vörðum gæfist svigrúm til að
stöðva manninn. Galman var
síðan, að sögn þessara sömu að-
ila, skotinn snöfurmannlega til
bana af öryggisvörðunum sem
áttu að gæta Aquinos.
í desemberlok komust raddir á
kreik um það að maður nokkur,
Ramon Balang, sem hafði fáein-
um andartökum eftir morðið
lýst því yfir, að Galman hefði
ekki getað skotið Aquino, hafði
alls ekki verið yfirheyrður. Bal-
ang óttaðist um öryggi sitt og
fjölskyldu sinnar, og dróst loks á
að tala við nefndarmenn á
skrifstofu lögmanns síns. Hann
kvaðst ekki hafa séð hver skaut
Aquino, en hann hefði séð
nokkra öryggisverði vera að
skrafa við Galman skammt frá
stiganum, sem rennt var að vél-
inni og eftir að Aquino var skot-
inn. Öryggisverðirnir hefðu ekki
sýnt nein viðbrögð, hvorki þust
fram til að vernda Aquino né
beint byssum að Galman. Með
því að vera á þeim stað sem Bal-
ang segir að Galman hafi verið
er útilokað að hann hafi getað
myrt þingmanninn fyrrverandi.
Balang endurtók þennan vitnis-
burð síðan formlega fyrir nefnd-
inni nokkrum vikum síðar.
Agravan-nefndin gaf út þá yf-
irlýsingu að framburður Balang
væri „stórkostlegt skref í þá átt
að upplýsa málið" en síðan hefur
nánast ekkert gerzt. Ekki fyrr en
annað og enn athyglisverðara
kom fram frá Ruben Regalado,
sem var blaðamaður og talaði
við ýmsar sjónvarpsstöðvar í
Tókýó skömmu eftir að Balang
tjáði sig. Regalado var þá fluttur
til Japan og fór þar huldu höfði.
Hann kvaðst óttast að skýra frá
þessu, þar eð hann hefði fengið
aðskiljanleg hótunarbréf eftir að
hann talaði við sjónvarpsstöðv-
arnar. Regalado sagði að hann
hefði heldur ekki séð þegar Aqu-
ino var skotinn. En hann hafi
séð Galman standa með útréttar
hendur við stigann og hefði hann
verið með byssu í annarri hendi.
Einn af öryggisvörðum Aquino,
Arnulfo Demesa, sem segist
hafa verið óvopnaður, stökk
fram eftir að Aquino var skotinn
og lét skothríðina dynja á Galm-
an — þó svo að Regalado segi að
honum hafi verið haldið þegar
hann átti að hafa hleypt af byss-
unni. Þegar Regalado var látinn
skoða myndir, sem sýndu hvern-
ig líkin lágu á vígvellinum, kom í
Ijós að framburður hans var
langtum rökréttari en það sem
talsmenn öryggissveitanna
höfðu haldið fram.
Einn er sá vandi mestur sem
nefndin fæst við og það er að fá
fleiri vitni til að koma fram með
það sem þau hafa í pokahorninu.
Bróðir Aquinos, Agapito, segir
að hann viti til þess að ellefu
vitni hafi verið að morðinu
sjálfu — en kvaðst þó aðeins
hafa talað við tvö þeirra per-
sónulega — en þau treysti sér
ekki til að bera vitni meðan
Marcos er við völd. Fjórtán vitni,
sem nefndin hefur óskað eftir að
ræða við, eru annað hvort í Jap-
an eða á Taiwan og treysta sér
ekki til að koma til Filippseyja
af ótta við hefndaraðgerðir.
Annað sem nefndin glímir við
er að ávinna sér traust almenn-
ings. Margir lögvísir menn segja
að niðurstaða nefndárinnar
muni að öllum líkindum verða
sú, að nokkur vafi leiki á því að
Galman hafi drepið Aquino
þrátt fyrir eindreginn framburð
öryggisvarðanna þess efnis. Það
er þó verulega sérkennilegt að
morðvopnið var ekki rannsakað
og einnig er trúlegt að hið aug-
ljósa skeytingarleysi sem örygg-
isverðir sýndu er Aquino gekk út
úr vélinni muni ekki verða mál-
inu til framdráttar.
Hvort sem það á nú við rök að
styðjast eða ekki hafa Filippsey-
ingar þegar myndað sér skoðun
á málinu: Aquino var myrtur af
einum eða fleirum, sem tengjast
stjórnvöldum. Og það vefst fyrir
stjórninni og yfirmönnum ör-
yggissveitanna að hreinsa sig af
áburðinum. Þar sem mikill fjöldi
vitna hefur ekki verið yfirheyrð-
ur enn, er ólíklegt að nokkur
niðurstaða fáist. Að minnsta
kosti ekki fyrr en eftir þingkosn-
ingarnar sem á að halda í maí.
Agrava-nefndin hefur tilkynnt
að hún muni leggja allt kapp á
að niðurstaða verði komin í mál-
inu löngu fyrir þann tíma. En í
bili er ekkert sem bendir til að
það takist. Og meðan Ferdinand
Marcos hefur ennþá ægivald yfir
her og öryggislögreglu er ekki
sennilegt að honum muni áfram
um að opinber og endanlegur
blettur verði stimplaður á hann.
(Ifeimild: Byggt i grein Guj Sacerdoti í Far
Eastern Kconomic Review.)
Jóhanna Kristjónsdóttir er blaða-
maAur á Morgunbladinu.
íslenzk veiðiskip til N-Ameríku og V-Afríku(?):
Ahugi útvegsaðila
og eftirgrennslan
þurfa að fylgjast að
— sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra
Geir Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra, sagði á Alþingi í gær að ís-
lendingar viidu gjarnan hafa sam-
starf við Grænlendinga um fiskveiði-
mál, enda hefðu þeir þegar leitað
eftir slíku samstarfi. Þá hefði einnig
verið leitað eftir upplýsingum um,
hvaða skilmála Bandaríkjamenn
hygðust setja fyrir hugsanlegum
veiðiheimildum til útlendra aðila í
bandarískri fiskveiðilögsögu. Upp-
lýsingar sem fengizt hefðu þar um
hafi leitt til nýrra spurninga. Reyna
þurfi á, hvað felist í fyrirvörum
Bandaríkjamanna, er kunngert hafi
verið um hugsanleg veiðileyfi. Nauð-
synlegt sé hinsvegar að fá fram,
hvort áhugi sé til staðar hjá íslenzk-
um útvegsaðilum til veiða í erlend-
um fiskveiðilögsögum. Eftirgrennsl-
an íslenzkra stjórnvalda þurfi að
haldast í hendur við áhuga íslenzkra
útvegsaðila til að nýta slík leyfi, ef
fengjust.
Þessi sjónarmið komu fram í
umræðu um tillögu til þingsálykt-
unar, sem Karl Steinar Guðnason
(A) mælti fyrir í gær. Tillagan fel-
ur í sér, ef samþykkt verður, að
ríkisstjórnin skuli „kanna mögu-
leika á kaupum veiðileyfa og öflun
veiðiaðstöðu fyrir íslenzk fiskiskip
í fiskveiðilögsögu ríkja í Norður-
Ameríku og Vestur-Afríku".
í greinargerð er bent á að pólsk
fiskiskip hafi haft heimild til
þorskveiða í fiskveiðilandhelgi
Bandaríkjanna fram að setningu
herlaga í Póllandi og hafi selt afla
að einhverju leyti til bandarískra
fyrirtækja. Þá stundi Sovétríkin
talsverðar fiskveiðar í fiskveiði-
lögsögu Vestur-Afríkuríkja. Þegar
umræður um stöðvun hvalveiða
hafi staðið sem hæst á Alþingi,
segir ennfremur í greinargerð,
„barst óformlegt tilboð frá Banda-
ríkjunum þess efnis að íslenzk
skip gætu fengið veiðiheimildir
við strendur Bandaríkjanna gegn
því að íslendingar létu af hval-
veiðum."
Skuldirnar hækka orkuverðið:
Framlag til orkuverðs-
jöfnunar hækkað um 700%
— segir iðnaðarráðherra
Sverrir Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, greindi frá því á Alþingi sl.
miðvikudag, að hallarekstur Lands-
virkjunar 1982 hefði numið 152
m.kr. Fyrirtækinu hafi verið gert að
jafna þann halla með erlendri lán-
töku og tilheyrandi lánsfjárkostnaði.
Ef fram hefði haldið sem horfði, þá
fyrrv. iðnaðarráðherra lét af störfum
á sl. vori, hefði rekstrarhalli Lands-
virkjunar 1983 orðið 400 m.kr.
Hvern veg átti að mæta honum?
Ef við hefðum greitt verðgildi
raforku, eins og það var 1972,
næstu 10 árin, næmu skuldir
Landsvirkjunar 100 milljónum
dollara eða 3000 m.kr. lægri fjár-
hæð en raun ber vitni. Greiðslu-
byrðar kalla síðan á enn hærra
orkuverð en verið hefði, ef eðlileg
verðþróun hefði náð fram.
Þessar upplýsingar komu fram í
umræðu um tekjustofna sveitarfé-
laga, en verðþróun ýmissa þjón-
ustustofnana er undir sömu sök
seld, hefur orðið óhagstæðari
neytendum, vegna skuldabyrðar
fyrirtækjanna.
„Ég vil líka minna á það,“ sagði
iðnaðarráðherra, „að á fjárlögum
fyrir 1983, sem síðasta ríkisstjórn
afgreiddi, vóru 35 m.kr. ætlaðar til
orkujöfnunar í landinu. Á þeim
fjárlögum sem síðast vóru af-
greidd (1984) er það 230 m.kr. eða
700% hækkun milli ára.“
m [iurgtt nl u
s MetsöluNaóa hverjum degi!