Morgunblaðið - 28.01.1984, Page 31

Morgunblaðið - 28.01.1984, Page 31
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 31 ÖRVERUFRÆÐI eftir dr. Ara Kr. Sæmundsen Ný bólueöii STRATEGY FOR PRODUCTION OF A UVE ATTENUATED INFLUENZA VIRUS VACCINE Mynd 2. Myndin sýnir, hvað gerist, þegar tvær ólíkar inflúensuveirur sýkja sömu frumuna. Efst til vinstri er veikluð veira, en efst til hægri virk veira. Súlurnar tákna erfðaefnið í 8 bútum og bókstafirnir tákna þau prótein sem hver bútur ákvarðar. Mikilvægustu próteinin fyrir ónæmissvörun eru HA og NA. Neðst á myndinni er sýndur blendingur, sem inniheldur þá búta erfða- efnisins, sem ákvarða HA og NA, frá virku veirunni, en er veiklaður að öðru leyti. (Úr grein T. Wilson.) Mótefnin eru hluti af ónæmis- kerfinu og myndast, þegar líkam- inn verður fyrir áreiti svokallaðra mótefna- eða ónæmisvaka (anti- gens). þekktastir mótefnavaka eru eflaust hinir fjölmörgu sýklar (hér verður eingöngu fjallað um veirur) og flestir kannast við svo- kallaða barnasjúkdóma, s.s. rauða hunda, mislinga, hettusótt, hlaupabólu, o.s.frv. Eftir að hafa fengið einhvern þessara sjúkdóma *inu sinni, þá er maður laus við þá Jjað sem eftir er ævinnar. Þetta stafar af því að við frumsýkingu myndar líkaminn mótefni gegn viðkomandi veiru. ónæmiskerfið leggur veiruna á minnið, í bók- staflegri merkingu, og verði sama veira á vegi manns aftur, þá er ónæmiskerfið fljótt að bregðast við og verndar gegn endursýkingu. Þessa vitneskju hafa menn fært sér í nyt við gerð bóluefna. Með því að sprauta veirum inn í líkam- ann myndar líkaminn mótefni gegn viðkomandi veiru, sem síðan koma í veg fyrir sýkingu við smit. En málið er ekki alveg svona ein- falt. Tvær meginkröfur verður að gera til sérhvers bóluefnis, þ.e. að það valdi ekki sjúkdómi og að það veiti samt fullnægjandi ónæmis- svörun. Einnig er æskilegt að lítið sé um mengandi prótein og önnur efni í bóluefninu, sem hugsanlega gætu haft áhrif á ágæti ónæm- issvörunarinnar. Klassísk bóluefni Þótt menn hafi unnið við rann- sóknir á bóluefnum og framleiðslu þeirra í langan tíma, þá er einung- is til handfylli af góðum bóluefn- um, og enn eru ekki til bóluefni gegn mörgum sjúkdómum. Þetta stafar m.a. af því að í mörgum tilvikum er sýkillinn lítt þekktur eða að illa gengur að einangra hann, auðkenna og aðlaga að þeim kröfum, sem gera verður til sér- hvers bóluefnis. Flest þeirra bólu- efna, sem nú eru í notkun, eru einnig dýr og erfið í framleiðslu. Af hinum klassísku bóluefnum, sem við öll könnumst við, er til tvær megingerðir, þ.e. lifandi og dauð bóluefni. Eins og nafnið bendir til innihalda dauð bóluefni dauða veiru. Hér mætti einnig flokka þau bóluefni sem innihalda hluta af veirunni, t.d. þau yfir- borðsprótein, sem mestan þátt eiga í að vekja ónæmissvörun. Lif- andi bóluefni, innihalda lifandi veiru, sem hefur verið veikluð (at- tenuated) á sérstakan hátt, þannig að hún valdi aðeins mjög vægum eða engum sjúkdómi, þegar hún er komin inn í líkamann. Dauð bólu- efni eru búin til með því að rækta veirur í miklu magni og drepa þær svo með ýmsum efnum, t.d. forma- líni. Lifandi bóluefni samanstanda af veikluðum veirum, sem fengist hafa við endurteknar sýkingar á frumum óskyldum náttúrulegum hýsilfrumum. Það tekur oft lang- an tíma og krefst flókinna aðferða að veikla veiru, en þessi tegund bóluefnis er þó í flestum tilfellum betra bóluefni en dautt bóluefni. Dauðu bóluefnin eru lélegir hvat- ar ónæmiskerfisins og þarf því oft margar sprautur, og mikið magn, þar til fullnægjandi ónæmissvör- un fæst. Veiklaðir veirustofnar geta hins vegar orðið fyrir stökk- breytingum og orðið sjúkdóms- valdandi að nýju, eða jafnvel óvirkir sem bóluefni. Mörg þess- ara bóluefna innihalda einnig oft aukaefni. Inflúensubóluefni er t.d. búið til úr veirum, sem rækt- aðar hafa verið í eggjum. Slíkt bóluefni inniheldur því oft mikið af allskonar eggjapróteinum. Menn hafa einnig framleitt svo- kölluð einingabóluefni (subunit vaccines) með því að einangra þá hluta veirunnar, sem ónæmiskerf- ið kemst fyrst í snertingu við (þ.e. yfirborðsprótein). Slík bóluefni hafa þá kosti að þau innihalda ekki heilar veirur og því engin hætta á smiti vegna mistaka. Óskostirnir eru hinsvegar þeir að hingað til hafa menn beitt klass- ískum lífefnafræðilegum aðferð- um við tilbúning þessara bóluefna, sem hefur gert þau bæði dýr og erfið í framleiðslu, og þau inni- halda oft ýmis mengandi efni. Ný bóluefni Með tilkomu erfðatækninnar hafa manninum opnast nýjar leið- ir til framleiðslu bóluefna. Þannig er talið að í framtíðinni verði unnt að framleiða einingabóluefni, sem eru laus við mengandi efni, veikl- uð bóluefni, sem eru stöðug, og fjölgild (polyvalent) bóluefni, sem veita vörn gegn allt að hálfri tylft ólíkra sjúkdóma. Hér verða nú nefnd nokkur dæmi um þá mögu- leika, sem erfðaverkfræðin og skyldar greinar bjóða upp á. Með því að einangra þann erfða- vísi, sem ákvarðar yfirborðspró- tein hepatítis B-veirunnar (veldur einnig tegund lifrarbólgu), hefur verið hægt að yfirfæra hann yfir í erfðaefni baktería (mynd 1). Bakt- eríurnar framleiða síðan þetta ákveðna prótein í miklu magni og þannig er hægt að fá einingabólu- efni gegn hepatítis B-veirunni og mörgum öðrum veirum á einfald- an og ódýran hátt. Önnur aðferð, sem farið er að beita í ríkum mæli, er að einangra þau yfirborðsprótein, sem mestan þátt eiga í að hvetja ónæmissvör- un. Þessi prótein eru siðan rað- greind, þ.e. þær tegundir amínó- sýra, sem próteinið samanstendur af, eru ákvarðaðar og í hvaða röð þær koma fyrir í viðkomandi pró- teini. Þegar amínósýruröðin er þekkt, þá er einfaldlega hægt að búa til fjölmörg stutt prótein (svokölluð peptíð), og kanna hvert þeirra gefur besta ónæmissvörun. Þessi litlu tilbúnu peptíð hafa þá kosti, að ekki þarf að vera að sulla með sjúkdómsvaldandi veirur og auðvelt er að fullnægja kröfum um öryggi bóluefnisins. Nú er einnig verið að kanna þá möguleika að búa til veirublend- inga. Veirur sem innihalda erfða- efni sitt í mörgum bútum eru sér- staklega vel fallnar til þessara rannsókna, eins og t.d. innflúensu- veiran. Með því að sýkja frumur samtímis með veiklaðri veiru og virkri innflúensuveiru, þá er hægt að fá fram blendinga, sem inni- halda yfirborðsprótein virku veir- unnar, en hegða sér eins og veikl- aðar veirur að öðru leyti. Þannig er hægt að fá fram veiklaða veiru, sem gefur góða ónæmissvörun, á miklu skemmri tíma en áður (mynd 2). Að síðustu mætti nefna nýja að- ferð, sem felst í því að þeim erfða- vísum veira, sem ákvarða t.d. yfir- borðsprótein og þar með ákjósan- lega mótefnavaka, er komið fyrir í erfðaefni annarrar veiru. Tilraun- ir af þessu tæi hafa beinst að kúa- bóluveirunni, m.a. vegna þess að þetta er stór veira, þannig að auð- velt er að koma fyrir aukaerfða- vísum í erfðaefni veirunnar, auk þess sem kúabóluveiran veldur ekki sjúkdómi í mönnum, en hefur reynst vel við bólusetningar gegn bólusótt engu að síður. Nú hafa verið búin til tvær „nýjar“ kúa- bóluveirur, ein sem inniheldur erfðavísi, sem ákvarðar eitt af yf- irborðspróteinum herpes sim- plex-veirunnar. Þeir sem að þess- um tilraunum standa ætla að á þennan hátt megi koma fjölda- mörgum erfðavísum ólíkra veira fyrir í erfðaefni kúabóluveirunnar og fá þannig fram fjölgild bólu- efni. í framtíðinni verður því e.t.v. hægt að bólusetja einu sinni með einu bóluefni gegn öllum meiri- háttar sjúkdómum. E. Lycke og E. Norrby (1981) „Medicinsk Yirologi", Almquist & Wiksell Förlag AB, Stockholm. T. Wilson (1984) Biotechnology 2:28—39. LÉTTMÚSÍK AF BESTU GERÐ Finnbogi Marinósson Irene Cara What a Feelin’ Steinar hf. Af öllum þeim lögum sem ná miklum vinsældum, eru mikið spiluð og teljast til léttari enda tónlistarinnar enda fæst þeirra sem sígild gullkorn. En sem bet- ur fer gerist þetta og eitt af þeim bestu sem ég heyrt er „Flash- dance ... What a Feelin’". Þetta stórgóða lag þarf væntanlega engrar kynningar við en líklega vita færri hver það er sem syng- ur lagið. Stúlkan sem það gerir heitir Irene Cara og vakti fyrst athygli í kringum kvikmyndina „Fame“ sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. Síðan heyrðist ekkert í stúlkunni fyrr en á síð- asta ári þegar ofangreint lag sló í gegn. Þrátt fyrir að langt sé siðan nýtur lagið enn nokkurra vinsælda og segir það sitt um gæðin. Fyrir nokkru kom út stór hljómplata með Irene Cara þar sem hún syngur lögin tvö úr Flashdance-kvikmyndinni (Why Me? og Flashdance ... What a Feelin’). Auk þessara laga eru níu önnur lög á plötunni. Það er fljótsagt að ekkert þeirra nær titillaginu í gæðum en þau standa því ekki langt að baki. Þegar síðan á heildina er litið stendur þessi plata uppúr, í þeim hópi sem hún tilheyrir. Það sem þar ræður mestu er hversu öll lögin eru laus við óþarfa hljóð- færanotkun. Til að mynda er næstum ekkert notast við strengi (fiðlur og önnur skyld hljóðfæri) og er platan því bless- unarlega laus við alla væmni. Sjálf er Irene Cara stórgóð söngkona og nýtur hún sín vel í hljóðblöndunni. Gítarinn er stundum látinn hljóma áberandi og yfirbragðið verður rokkað eins og t.d. í lögunum „Why Me?“, „Cue Me Up“ og „The Drearn". Það sem heldur öllum lögunum innan ramma danstón- listarinnar er trommuleikurinn. Hann er fastur og miðast við að hægt sé að dansa auðveldlega með lögunum. Innanum eru líka hreinræktuð danslög þar sem ekkert minnir á rokkið. „Keep On“ er eitt þessara laga og væri ég ekki hissa ef það næði til eyrna almennings og yrði vin- sælt. Þegar öllu er á botnin hvolft vil ég meina að þessi sólóplata Irene Cara sé einhver sú skemmtilegasta sem ég hef heyrt lengi. Hún rennur létt í gegn þegar svo ber undir. Hún samanstendur af skemmtilegri blöndu af misléttum og þægi- legum lögum. Tónlistin er vönd- um og laus við allt óþarfa útflúð. Síðast og ekki síst er Irene stór- góð söngkona sem gaman er að hlusta á. Hún skilur eftir létta þægilega minningu og hægt er að hlakka til að hlusta á næst, án þess að eiga á hættu að hún verði leiðigjörn. 4 - .’/cc-ea^Kgen^rifeln ' ■';,u’9en's,DNAI ■ 1 ■ ? \ V\. .■; \ - 'surfoce ontigcn proteín .. ' surfoce ontigen protein Mynd 1. Til vinstri má sjá stflfærða mynd af hepatítis B-veirunni. Mótefni gegn yfirborðspróteinum (surface antigen protein) veita vörn gegn frekari sýkingum. Til hægri má sjá kúlulaga komplex yfirborðspróteina, sem bakt- eríur mynda, eftir að erfðavísi þeim, er ákvarðar yfirborðspróteinin hefur verið komið fyrir í erfðaefni bakteríanna. Þessi komplex er uppistaðan í einingabóluefni gegn hepatítis B, sem nú er verið að prófa. (IJr grein T. Wilson.) Opiöídagkl.9-16 TT AP1T ATTP SkeifunnMS niiuIiilUr Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.