Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 „ þettcí er þitt siáaste ifacri. Skrúfabu ni&or i' plötaspilaranum!" Áster ... ... að vita að hann bíður. TM Rw U.S. Pat Off.-all rlghts reserved °1983 Tos Angoles Tlmes Syndlcate Hvað þetta á að þýða? — Það kom maður áðan og spurði hvort við ættum einhverjar druslur! Hlýtur að vera lögleysa Susie Bachmann skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég var stödd í Florida síðastlið- ið vor og þá fylgdist ég með rétt- arhöldum sem var sjónvarpað þar. Ung kona hafði tekið að sér að sitja hjá átta mánaða gömlum dreng á kvöldin, þegar foreldrarn- ir þurftu að bregða sér frá honum. Barnfóstran var háskólanemi og hugðist slá tvær flugur í einu höggi: afla sér tekna og nota tím- ann um leið til að lesa námsefnið. Kvöld eitt var drengurinn óvenju óvær og grét mikið, þetta truflaði konuna við lesturinn og barnfóstrustarfið endaði með því að hún drap drenginn. Hún tók hann upp á fótunum, sló honum utan í sófaborð svo hann höfuð- kúpubrotnaði og lést. Konan gaf þá skýringu fyrir réttinum, að hún hefði verið svo illa fyrir kölluð og þreytt. Hún hafði einnig ætlað að nota tímann fyrir sig og því fór sem fór. Það sem kom mér mest á óvart var afstaða fólksins sem var við- statt réttarhöldin. Nærri undan- tekningarlaust snerist meðaumk- unin að barnfóstrunni og fólki fannst miskunnarlaust að hún skyldi þurfa að sæta refsingu fyrir verknaðinn. Ég lýsti undrun minni við Is- lendinga sem þarna eru búsettir, en þá sögðu þeir mér að skömmu áður hefði annað mál líkt þessu verið í deiglunni. Ung stúlka hafði tekið að sér að sitja hjá börnum og gamalmenn- um. Hún hafði myrt nokkur gam- almenni og þrjú ungbörn. Þá var hið sama upp á teningnum: Með- aumkunin var öll með „aumingja stúlkunni". Þetta hlaut að vera uppeldinu að kenna, eða þá þjóð- félaginu, aumingja stúlkan. Ég er ekki með þessu að segja að stúlkurnar báðar séu ekki aumk- unarverðar. En ef menn þurfa ekki að sæta refsingu fyrir brot á lögum hlýtur það að vera lögleysa. Tilefni þess að þetta rifjast nú upp fyrir mér er undirskrifta- söfnun á Akureyri vegna útburð- armálsins. Það getur nú varla vaf- ist fyrir venjulegu fólki að hjónin Danielle Somers og Rafn Jónsson hafa stórbrotið gegn Grímu Guð- mundsdóttur. Ég ráðlegg fólki að „Það getur varla vafist fyrir venjulegu fólki að hjónin Danielle Somers og Rafn Jónsson hafa stórbrotið gegn Grímu Guðmundsdóttur.“ lesa dómsúrskurð Hæstaréttar í Mbl. 19. janúar á bls. 12. Þegar ég virði svo fyrir mér öll ungu andlitin sem mætt eru fyrir utan húsið að Þingvallastræti 22 á Akureyri, þar sem kennari þeirra og um leið uppalandi og fyrirmynd býst til að mótmæla því að lögum sé framfylgt. Ja, þá kemur í hugan minning: Ég var stödd á heimili fyrir nokkuð mörgum árum. Ungur drengur á heimilinu hafði í bræði sinni brotið stórt og dýrt gler í millihurð. Þarna var einnig stödd vinkona frúarinnar með tvær telp- ur. Nú voru góð ráð dýr. Þó svo að húsráðendur hefðu heimilistrygg- ingu, vissu þeir að tryggingarfélag þeirra greiddi ekki tjón eins og þetta. En frúrnar kunnu ráð við þessu: Þær gáfu skýrslu um að önnur telpnanna hefði brotið gler- ið — og mikið rétt — glerið fékkst greitt úr tryggingarfélagi vinkon- unnar. Eitt mikilvægt atriði hafði samt gleymst: Það var ungi dreng- urinn sem fylgdist vel með bolla- leggingum frúnna. Þetta var þá svona einfalt. Aðeins örlítil svik. Var ómerkilegt rúðugler í milli- hurð þess virði? Það er leiðinlegt að hafa ekkert jákvætt þegar sest er niður til að skrifa, þessvegna get ég ekki látið hjá líða þó seint sé að þakka fyrir dagskrá á vegum Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, í útvarp- inu 1. desember. Ef satt skal segja hef ég kviðið 1. des.-dagskránni mörg undan- farin ár. Það hefur verið minn skammdegiskvíði. „Þú getur nú bara slökkt á útvarpinu," segir e.t.v. einhver og auðvitað endaði með því að ég gerði það, en nú eru nýir tímar: Aldrei framar óvönduð vinstri-dagskrá 1. desember — enginn skammdegiskvíði. Með þökk fyrir birtinguna." Duran Duran á Listahátíð Fimm stelpur skrifa: „Kæri Velvakandi! Við erum hérna fimm Duran Duran-aðdáendur og okkur langar til að koma á framfæri ósk um að hljómsveitin Duran Duran komi á næstu Listahátíð vegna mikilla vinsælda hér á landi. Við tölum ekki bara fyrir okkar munn, við vitum um marga sem eru á sama máli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.