Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 1
29. tbl. 71. árg. Neyðarkall rússnesks sálfræðings New York, 4. febrúar. AF. SOVÉSKUM sáirræðingi, sem fangels- aður var fyrir andsovéska hegðun, hef- ur verið misþyrmt og hann pyntaður í fangelsinu. Samtökum bandariskra sálfræðinga hefur borist í hendur bréf frá honum, sem smyglað var frá Sov- étríkjunum, og kemur þar fram, að lík- amleg líðan hans er mjög bágborin. Sovéski sálfræðingurinn, Anatoly Koryagin að nafni, var handtekinn í febrúar 1981 eftir að grein frá hon- um birtist í breska læknaritinu Lancet. Þar sakaði hann sovésk stjórnvöld um að beita sálfræðing- um og geðlæknum fyrir sig í barátt- unni við andófsmenn. „Þeir settu mig í refsiklefa og beittu mig alls kyns pyntingum," segir Koryagin í bréfinu til APA, samtaka bandarískra sálfræðinga. „Pyntingar í fangelsum hafa aukist. Nú er mönnum misþyrmt hroðalega ef þeir neita að tala við KGB-menn- ina, ef þeir fara í hungurverkfall eða bera fram kvartanir." Koryagin er í hungurverkfalli í fangelsinu en mat- ur er neyddur ofan í hann. Árið 1980 kannaði Koryagin lík- amlegt og andlegt ástand Alexei Nikitins, verkamanns í iðnaðarborg- inni Donetsk, sem settur hafði verið á geðveikrahæli eftir að hann skýrði tveimur vestrænum fréttamönnum frá ömurlegum aðstæðum verka- manna. Koryagin fann ekkert at- hugavert við andlegt ástand Nikitins þótt geðlæknarnir segðu annað. Bannað að tala saman! Aþenu, 4. rebrúar. AP. STJÓRNVÖLD í Grikklandi settu ný lög í lok vikunnar og tóku þau þegar gildi. Snúa þau að leigubifreiðastjórum og farþegum þeirra. Eru allar samræð- ur, sem ekki heyra undir viðskipti þeirra, nú bannaðar. Af þessum sökum munu hvorki bílstjórar né farþegar þeirra verða þeirrar skemmtunar aðnjótandi að ræða opinskátt og af innlifun um stjórnmál, en það mun vera afar vinsælt tómstundagaman í leigubil- um í Grikklandi. Talsmaður stéttar- félags bílstjóra sagði þetta grófa að- för að stéttinni og yfirvöld væru á ómaklegan hátt að segja bílstjórum hvernig þeir ættu að vinna verk sín. „Auk þess ætlast fjöldi farþega til þess að bílstjórar skemmti þeim með fjörugum samræðum," sagði hinn ónafngreindi talsmaður. Þannig er nefnilega mál með vexti, að samkvæmt grískum lögum er bannað að tala illa um forseta lýðveldisins, forsætisráðherrann og stjórnarandstöðuforingja á opinber- um vettvangi, en farþegarnir hafa kært bílstjórana fyrir að brjóta um- rædd lög í þremur tilvikum. Hefur bilstjórunum verið varpað í svart- holið fyrir ósvífnina. Bílstjórar óttast nú að dulbúnir útsendarar lögreglunnar muni f vaxandi mæli ferðast í leigubílum og freista þess að veiða óþekka bílstjóra. 80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ljósm. Sigrún. Nýliðinn janúarmánuður var sá þriðji kaldasti frá árinu 1881, að því er veðurfræðingarnir segja. Sums staðar á landinu eru líka snjóalög meiri en elstu menn muna og valda þau miklum vandræðum. Börnin kunna hins vegar betur að meta fannfergið en fullorðna fólkið eins og þessi mynd frá Hveragerði ber með sér. Ekkert lát á bardögum í Beirút: Wazzan vill fá nýja sam- steypustjórn stríðsaðila Beirút, Líbanon. 4. febníar. AP. SHAFIK Wazzan, forsætisráðherra Líbanon, hvatti í gær herfylkingar shita, drúsa og kristinna manna til að leggja niður vopn og stofna sam- steypustjórn til að leysa af núver- andi níu manna stjórn undir forystu Amins Gemayel forseta. Leiðtogar fylkinganna höfðu ekki sýnt við- brögð við kalli Wazzans síðast er fréttist, en forsætisráðherrann sagð- ist mundu viðra hugmyndina við for- setann á næstunni. Kall Wazzans kom í kjölfarið á hörðum bardögum í Beirút þriðja daginn í röð. Barist var á flestum vígstöðvum í Beirút í gær, laugardag, en frið- argæslusveitirnar sluppu við áreitni. Shitar gerðu áhlaup á stöðvar stjórnarhersins með sprengjuregn að bakhjarli, og drúsar gættu þess að láta ekki fallbyssurnar og eldflaugaskot- pallana kólna þar sem þeir skutu á íbúðarhverfi kristinna manna úr fjöllunum umhverfis Beirút. Stjórnarherinn svaraði drúsum í sömu mvnt og hélt sínu gegn shit- unum. í átökunum í gær létu 13 manns lífið og 29 særðust, margt óbreyttir borgarar. Þar með er dánartalan í átökunum þrjá síð- ustu dagana komin upp í 58 manns, en 154 hafa særst. Brottrekstur sovéskra njósnara þrefaldaðist Washington, 4. febrúar. AF. AÐ MINNSTA kosti 135 Sovétmönnum, sendiráðsmönnum og óbreyttum borgurum, var vísað úr landi víðs vegar um heim á liðnu ári og höfðu langflestir þeirra verið staðnir að njósnum að því er segir í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Er það nærri þrefaldur fjöldi þeirra, sem rekinn var úr landi árið 1982. Ástæðurnar fyrir þessari fjölgun eru þær, að mörgum rík- isstjórnum er farið að ofbjóða vaxandi afskipti Sovétmanna af innanlandsmálum þeirra og stóraukin njósnastarfsemi. Til samanburðar má nefna, að árið 1982 var 49 Sovétmönnum vísað úr landi og ekki nema 27 árið 1981. í raun eru þessar tölur þó hærri því að stundum er ekki sagt frá brottrekstri Sovét- mannanna opinberlega. „Hér er annaðhvort um að ræða stórauknar njósnir eða þá að þeir kunna ekki lengur til verka við njósnirnar," segir sér- fræðingur á vegum Bandaríkja- stjórnar og bætir því við, að eftir að Yuri Andropov, fyrrum yfir- maður KGB, varð allsráðandi í Sovétríkjunum, virðist sem njósnararnir hafi fengið „frjáls- ar hendur til hvers sem er“. „Þeir hafa verið miklu ósvífnari í tilraunum sínum til að kúga erlenda borgara og komast yfir leynilegar upplýsingar, einkum þær, sem snúast um nýja tækni." „Afleiðingarnar fyrir Sovét- menn eru þær, að ríkisstjórnir, sem áður útkljáðu þessi mál í kyrrþey, bregðast nú við af meiri hörku og draga ekki lengur dul á vanþóknun sína. Noregur er ágætt dæmi um iand þar sem Sovétmenn hafa gengið of langt. Þeir höfðu mann á sínum snær- um, sem hélt honum væru allir vegir færir og gerðist kærulaus. Norska leyniþjónustan leyfði honum að sprikla um tíma eða þar til hún vissi hverjir sam- starfsmenn hans voru. Þá var níu Sovétmönnum bönnuð land- vist í Noregi," sagði bandaríski sérfræðingurinn. Á liðnu ári var flestum Sovét- mönnum vísað frá Frakklandi, 47 talsins, og 18 voru reknir frá Bangladesh vegna afskipta af innanríkismálum landsins. í skýrslunni segir, að flestir Sov- étmannanna, sem reknir eru, hafi diplómatísk réttindi en aðr- ir eru fréttamenn, túlkar, versl- unar- og viðskiptafulltrúar, starfsmenn sovéska flugfélags- ins Aeroflot og ríkisskipafélags- ins Morflot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.