Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Mokveiði á loðnu- miðunum MJÖG góð loðnuveiði var í fyrrinótt og ga-rmorgun. Alls öfluðu 24 bátar 13.790 lesta frá miðnætti og til há- degis í gær. Bátarnir lönduðu ýmist í Vestmannaeyjum eða á Austfjarða- höfnum. Aflinn fæst í Mýrabug, inn- an við Ilrollaugseyjar, skv. upplýs- ingum Loðnunefndar. Auk þessara 24 báta tilkynnti Húnaröst ÁR um 600 lestir seint á föstudagskvöldið. En laugardags- | aflinn var þessi: Bergur VE, 500 lestir; Magnús NK, 500; Albert GK, 500; Gísli Árni RE, 600; Skjrnir AK, 440; ísleifur VE, 570; Dagfari ÞH, 520; Ljósfari RE, 530; Huginn VE, 550; Grindvíkingur GK, 900; Gígjan RE, 750; Kap II VE, 690; Beitir NK, 1200; Svanur RE, 690; Sighvatur Bjarnason VE, 600; Pétur Jónsson RE, 760; Bjarni ólafsson AK, 750; Jón Kjartans- son SU, 900; Sæberg SU, 520; Eld- borg GK, 1250; Guðmundur RE, 900; Börkur NK, 1150; Sigurður RE, 1000 og Guðrún Þorkelsdóttir SU með 650 lestir. Sögufrægt hús hverfur á Akranesi ÞESSA dagana er unnið að því að brjóta niður húseignina að Kirkjubraut 24 á Akranesi. Hús þetta er mörgum kunnugt undir nafninu Brú, en það átti á sínum tíma sá þekkti fréttaritari Morgunblaðsins Oddur Sveinsson. Oddur bjó sjálfur ásamt konu sinni á efri hæð hússins en hafði verslun á neðri hæðinni, þar var afgreiðsla Morgunblaðsins í mörg ár. Samvinnu- bankinn keypti húsið og flutti starfsemi sína í það 1967 og var þar til húsa fram til ársins 1983 að hann flutti í nýbyggingu við hlið eldra hússins. Mörgum þykir sjónarsviptir að þessu húsi, en margir eiga sjálfsagt góðar minningar um þá starfsemi sem þar fór fram. — JG. Time: Reykjavík er erfið borg fyrir hundavini „KKVKJAVÍK er, að minnsta kosti lagalega, erfið borg fyrir hunda- vini, en þar hafa hundar verið bannaðir síðustu 60 ár vegna bar- áttunnar við bandorm, sem hrjáð hefur fslendinga um aldir,“ segir í upphafi fréttar í vikuritinu Time, þar sem fjallað er á háöuglegan hátt um hundamál í Reykjavík og vandræði fjármálaráðherrans vegna hundahalds hans. Segir í fréttinni að í Reykjavík séu nú um 3.000 hundar. Vand- ræðin hefðu byrjað þegar einn hundaeigandi hefði neitað að greiða sekt vegna hundahalds og hefði hann verið settur í fangelsi í tvo daga, en látin laus vegna athygli fjölmiðla á málinu. Þá segir Time að Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, hefði játaö í útvarpi að eiga hund og sagst hvorki mundu láta hann frá sér fara né greiða sekt vegna hundahaldsins. UNWÚLOrtE TO RtYKJA\/iK ooa pop 3.000 - 't Dogged Stand Rufflimes in Reykjavík Er síðan sagt frá kæru á hend- ur ráðherranum vegna þessa og frá þeim viðbrögðum hans að hann muni frekar flytja af landi brott og hætta í stjórnmálum, en að láta hundtíkina Lucy frá sér fara. Segir síðan að þrátt fyrir þetta sé ráðherrann nokkuð ör- uggur, þó í vandræðum sé, þar sem hann verði ekki settur í fangelsi vegna þinghelgi. Hins vegar er lagt til að Albert Guð- mundsson verði gerður að full- trúa íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, því þar sé hundahald leyft. íþróttaþáttur sjónvarpsins: Atli og Ásgeir verða í sviðsljósinu á morgun TÓLF mínútna kafli úr leik þýsku knattspyrnulióanna Stuttgart og Kaiserslautern verður sýndur í sjón- varpinu annað kvöld í íþróttaþætti Bjarna Felixsonar, að því er Bjarni tjáði Morgunblaðinu í gær. Ásgeir Sigurvinsson leikur sem kunnugt er með Stuttgart, og átti hann stórleik í umræddum leik fyrir nokkru. Bjarni Felixson sagði einnig ætl- unina að sýna úr leik Fortuna Dússeldorf og Bayern Múnchen annað kvöld, væri þess nokkur kostur. Kvaðst hann bjartsýnn á að unnt yrði að sýna a.m.k. 3ja mín- útna fréttamynd úr leiknum, en hvort unnt yrði að fá lengri kafla, væri ekki komið í ljós. Leikur lið- anna fór sem kunnugt er fram á föstudagskvöldið og átti Atli Eð- valdsson mjög góðan leik með Dússeldorf og skoraði fjórða og síð- asta mark liðsins gegn Bayern. Þá eru einnig þær fréttir af knattspyrnuútsendingum sjón- varpsins, að tveir leikir í ensku knattspyrnunni verða sendir út í beinni útsendingu 3. og 25. mars næstkomandi og er síðari leikurinn úrslitaleikur deildabikarkeppninn- ar á Wembley. Coldwater Seafood Corporation: Salan í janúar um 19% meiri en á sama tíma ’83 HEILDAR8ALA Coldwater Seafood ('orporation, dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum, nam samtals um 6.000 lestum í janúar og jókst um 18,8 af hundraði miöað við sama mánuð í fyrra. Aukningin var lang- mest í verksmiðjuframleiddum vör- um eða 17,5% en nokkur samdráttur varð í sölu fimm punda þorskflaka- pakkninga. Að sögn óttars Hanssonar, sölustjóra Coldwater, er áhrifa sölusamningsins við Long John Silver’s lítið farið að gæta í söl- unni. Óttar sagði ennfremur, að því Iönaöarráöherra: Mjög ánægður með áhrif um- mæla minna „ÉG ER mjög ánægður með þau áhrif sem ummæli mín hafa haft,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra í tilefni af ummælum Ntein- gríms Hermannssonar forsætisráö- herra, Alberts Guðmundssonar fjár- málaráðherra og fleiri aðila vegna yfirlýsinga Sverris í viðtali við Mbl. sl. fimmtudag. Sverrir sagði m.a. í viðtalinu, að hann gerði sér ljóst, að forsendur í fjárlögum nægi ekki til að ná sátt- um á vinnumarkaðinum og að það kunni að dragast að markmiðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um verði náð. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra tók síðan undir þessi ummæli Sverris. væri hér um óvenju mikla aukn- ingu að ræða og gæfi hún tilefni til bjartsýni á framhaldið. Inn- komnar pantanir hjá fyrirtækinu í lok mánaðarins væru mun meiri en í upphafi hans, þó „páskahrot- unnar" væri enn ekki farið að gæta enda væru páskarnir óvenju seint að þessu sinni. Auk hinnar miklu aukningar í verksmiðjuvör- unum hefði sala karfaflaka gengið mjög vel, selzt um 850 lestir í mánuðinum og nokkur aukning hefði einnig orðið á sölu ýsuflaka og annarra þorskflakapakkninga en fimm punda. Óttar sagði einnig, að nú ríkti mikil bjartsýni á bandarískt efna- hagslíf og hefði það líklega þessi góðu áhrif á söluna því enn væri samkeppnin við nautakjötið erfið. Það væri mjög ódýrt um þessar mundir vegna mikillar slátrunar af völdum uppskerubrests á síð- asta ári og nú væru stóru ham- borgarakeðjurnar til dæmis að auglýsa hamborgarann á 39 cent, en svo lágt hefði verðið ekki verið lengi. 0' INNLENT 8 ára drengs leitað: Leitarmaður fótbrotnaði LÖGREGLAN í Reykjavík og flokkur úr Hjálparsveit skáta leituðu átta ára snáða í fyrrinótt. Hann hafði farið að heiman frá sér á Granda um hálfníu- leytið á föstudagskvöldið og síðan spurðist ekkert til hans. Þegar farið var að lýsa eftir hon- um í útvarpi í gærmorgun kom drengurinn fram heill á húfi. Hann hafði farið í heimsókn til ömmu sinnar á Seltjarnarnesi og henni láðst að láta vita af stráksa. Ekki endaði sagan þó vel fyrir alla. Einn hjálparsveitarmannanna, sem tóku þátt í leitinni, hrasaði í Vesturbænum í fyrrinótt og fót- brotnaði. Alvarlegt umferð- arslys á Blönduósi Hlönduósi, 4. febrúar. í HÁDEGINU í gær varð alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í gegn- um Blönduós. Tveir fólksbílar skullu Strætisvagnar Reykjavíkur: Tilraunaakstur á flugvallar- svæðið 1. apríl til 1. október í VOR verður væntanlega hafinn til- raunaakstur á vegum Strætisvagna Keykjavíkur á austanverðan Keykja- víkurflugvöll, en hugmyndir hafa verið uppi um strætisvagnaferðir á þetta svæði um nokkra hríð. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Davíð Öddssyni borgar- stjóra, er hugmyndin sú að tilraunin standi yfir á tímabilinu 1. apríl til 1. október og hugsa menn sér, að á þessum tíma komi í ljós þörfin fyrir strætisvagnaþjónustu á þessu svæði. Líklegt er að leið vagnanna muni verða frá Hlemmi, upp Snorrabraut, út að Loftleiðahóteli og hugsanlega þaðan út í Nauthólsvík. Þaðan myndi vagninn aka á Umferðarmið- stöðina og síðan á Lækjartorg. Með þessu fengist tenging við helstu strætisvagnastöðvar í borginni, á Hlemmi og Lækjartorgi, og jafn- framt við leiðakerfið í heild. Samkvæmt upplýsingum Mbl. hef- ur tillaga þessa efnis ekki verið lögð fyrir stjórn Strætisvagna Reykja- víkur, en búist er við að það verði gert á næstu vikum. saman með þeim afleiðingum, að ökumaður annars bílsins, sem var héðan frá Blönduósi, slasaðist mikið, handleggs- og viðbeinsbrotnaði, auk annarra meiðsla. Var hann fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur síðar um daginn. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. í hinum bílnum sem var á suður- leið voru þrír farþegar auk öku- manns. Þeir hlutu allir minnihátt- ar meiðsl og að sögn Frímanns Hilmarssonar lögregluvarðstjóra er talið að sú staðreynd að öku- maður og farþegi í framsæti not- uðu bílbelti hafi bjargað þeim frá meiri meiðslum, þar sem árekstur- inn var mjög harkalegur. Hentist bíll fjórmenninganna út af veginum við höggið, en hinn snerist á veginum. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. - BV.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.