Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
3
Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema:
10 skólar hafa tilkynnt þátttöku
Fyrri hluti eðlisfræAikeppni, sem Félag raungreinakennara í fram-
haldsskólum og EAIisfræðifélag íslands efna til með tilstyrk Morgun-
blaðsins, mun fara fram laugardaginn 11. febrúar. Rétt til þátttöku hafa
allir framhaldsskólanemar. Keppnin mun fara fram í framhaldsskólum
víða um landið og hafa um 60 nemendur úr 10 framhaldsskólum tilkynnt
þátttöku. Keppnin verður skrifleg og verða lagðar fyrir keppendur spurn-
ingar sem reyna á kunnáttu manna í þessum fræðum og innsýn þeirra í
það hvernig nota megi lögmál eðlisfræðinnar við ýmsar aðstæður.
Ýmis þjóðlönd, m.a. Svíþjóð
hafa efnt til slíkrar keppni ár-
lega um margra ára skeið í
tengslum við svonefnda ólymp-
íuleika í eðlisfræði, sem er al-
þjóðleg keppni framhaldsskóla-
nema, yngri en 20 ára. Hefur ís-
lendingum borist boð frá Svíþjóð
um að senda fulltrúa á 15.
Ólympíuleikana í eðlisfræði, sem
haldnir verða í Sigtuna í Svíþjóð
í júní næsta sumar. Menntamál-
aráðherra þáði boðið fyrir ís-
lands hönd, og verður innlenda
keppnin ráðandi um val þátttak-
enda af okkar hálfu.
Í seinni hluta eðlisfræðikeppn-
innar, sem fram fer í Háskóla
íslands helgina 4.-5. marz,
keppa svo til úrslita þeir fimm
sem beztum árangri ná í for-
keppninni. Verður sú keppni í
tveimur hlutum: skriflegt verk-
efni, tilraun og úrvinnsla. Sér-
stök dómnefnd, skipuð þeim dr.
Leó Kristjánssyni jarðeðlisfræð-
ingi, Erni Helgasyni dósent við
HÍ og Þóri ólafssyni prófessor
við KHÍ, semur verkefnin og fer
yfir úrlausnir.
Þrenn peningaverðlaun verða
veitt fyrir bezta frammistöðu í
keppninni en allir sem komast í
úrslitakeppnina fá sérstaka við-
urkenningu.
Eðlisfræðikeppnin er einstakl-
ingskeppni og spurningar við það
miðaðar, að nemendur af sem
flestum stigum í náminu geti
tekið þátt í keppninni og haft
nokkurt gagn og gaman af.
Framkvæmd keppninnar í fyrri
hluta er með því móti, að trúnað-
armenn í hverjum skóla fá send
verkefni í innsigluðum umslög-
um og ber þeim að gæta þess að
innsiglið verði ekki rofið fyrr en
keppnin hefst. Þeir senda svo úr-
lausnir nemenda til dómnefndar
að keppni lokinni og verða niður-
stöður svo væntanlega birtar
innan tveggja vikna. Fimm stiga-
hæstu einstaklingunum verður
svo boðið til úrslitakeppninnar,
er fram fer sem fyrr sagði í Há-
skóla íslands undir eftirliti dóm-
nefndar.
Hugmyndin að landskeppni
þessari kviknaði, þegar dr. Hans
Guðmundsson, eðlisverkfræðing-
ur, fylgdist með slíkri keppni í
Svíþjóð fyrir nokkrum árum.
Hans kom hugmynd sinni svo á
framfæri við aðra eðlisfræðinga
hér á landi og á aðalfundi Félags
raungreinakennara í fram-
haldsskólum var hugmyndin
nokkuö rædd. Félag raungreina-
kennara og Eðlisfræðifélag fs-
lands tóku svo höndum saman
um undirbúning keppninnar hér
og hefur fjögurra manna hópur,
skipaður tveim mönnum úr
hvoru félagi, unnið kappsamlega
að undirbúningi um sex mánaða
skeið. Framkvæmdanefnd skipa
dr. Benedikt Jóhannesson, form.
Félags raungreinakennara, Ein-
ar H. Guðmundsson eðlisfræð-
ingur, Hans Kr. Guðmundsson
eðlisfræðingur og Viðar Ágústs-
son kennari.
Aðstandendur eðlisfræði-
keppninnar vonast til þess að
hún verði til þess að efla áhuga á
eðlisfræði hér á landi meðal
nemenda jafnt sem almennings.
BSRB bíð-
ur átekta
SEXTÍIJ manna samninganefnd
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
hélt fund í gær. Fundurinn var stuttur
og á honum var tekin sú ákvörðun að
bíða átekta og sjá til hver þróun mála
yrði fram yfir helgi, þar eð margt væri í
deiglunni, sagði Haraldur Steinþórs-
son, varaformaður BSRB, í samtali við
Morgunblaðið.
Á fundinum var til umræðu tilboð
fjármálaráðuneytisins sem lagt var
fram á þriðjudag og nánari skýr-
ingar samninganefndar fjármála-
ráðuneytisins á því. Talað er um nýj-
an fund sextíu manna samninga-
nefndarinnar eftir helgi, þegar mál-
in hafa skýrst.
Nýr fundur með samninganefnd
fjármálaráðuneytisins og samninga-
nefnd BSRB hefur ekki verið ákveð-
inn hjá ríkissáttasemjara.
Málið er í
einum hnút
— segir Óskar Vigfús-
son um fiskverðið
„ÞAÐ ER óhætt að segja að málið í
heild sé í einum hnút, sem ég sé ekki
að verði leystur á næstu dögum," sagði
Óskar Vigfússon, forseti Sjómanna-
sambands íslands, er blm. Morgun-
blaðsins innti hann eftir því, hvernig
gengi að ákveða fiskverð.
Óskar er fulltrúi sjómanna í yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins
og sagði hann ennfremur, að meðal
annars væru það fyrirhugaðar fersk-
fiskmatsreglur, sem hleyptu málinu
í hnút. Næsti fundur yfirnefndarinn-
ar verður á mánudag, en nú er unnið
að því í sjávarútvegsráðuneytinu að
jafna ágreininginn um matsreglurn-
ar.
Kjötkrók-
ur gómaður
LIÐLEGA þrítugur maður var hand-
tekinn í fyrrinótt eftir að hafa brotizt
inn í kjallara húss við Reynimel og var
hann að gæða sér á matvælum, sem
hann hafði fyrr um nóttina stolið úr
Bæjarútgerð Reykjavíkur. Þar hafði
hann stolið hangikjöti, blönduðu niður-
soðnu grænmeti, kartöflum og kókó-
mjólk. Maður þessi er að norðan og
hefur verið heimilislaus og á flækingi í
Reykjavík undanfarna mánuði.
Hann hefur komið við sögu Rann-
sóknarlögreglu ríkisins og var síðast
handtekinn 26. desember vegna ým-
issa innbrota. Þann 30. júní hlaut
hann 7 mánaða óskilorðsbundið
fangelsi í Sakadómi Húnavatns-
sýslu. RLR hefur gert kröfu um
gæzluvarðhald yfir manninum.
I samvinnu við stærstu
ferðaskirfstofu Norður-
landa — Tjæreborg —
bjóðum við skíðaferðir
til eftirtalinna staða:
NOREGUR:
BEITOS0LEN
SVISS:
VILLARS
FRAKKLAND:
LA OLAGNE
VAL D’ISÉRE
ÍTALÍA:
CANAZEI
VAL GARDENA
ÞÝZKALAND:
HARZEN
WILLINGEN
AUSTURRÍKI:
ISCHGL
ST. JOHANN
KITZBUHEL
HINTERGLEMM
SAALBACH
ZELL AM SEE
BRUCK
WAGRAIN
JÚGÓSLAVÍA:
KRANJSKA GORA
Anzére
í Sviss
í samvinnu við Arnarflug
bjóöast 13 daga skíöaferðir
til Anzére í svlssnesku Ölpun-
um, sem er nýtískulegt og vel
skipulagt skíöasvæði á sól-
ríkri hásléttu er býöur upp á
alla þá aöstööu er skíðamenn
óska sér.
Verð frá kr. 18.000.-
Brottför alla þriðjudaga til
10. apríl.
Lech, Oberlech, Zúrs og Zug,
Stuben, St. Anton og St.
Christop, þessi undrafögru
vetrarlönd hafa aö bjóöa eitt
fremsta þjónustukerfi kláfa,
stóla- og T-lyfta. Þar eru full-
komin skilyröi fyrir byrjendur
sem þá sem lengra eru komn-
ir í skiöaíþróttinni. Á þessu
kjörsvæöi „alpagreinanna“
gleyma menn heldur ekki
skíöagöngubrautunum, sem
eru yfir 15 km langar og vel
viö haldiö. Frábær íþrótta-
svæði í tveim oröum sagt!
105 skíöalyftur hífa gestina
80 km af tilbúnum skíöa-
brekkum, 120 km skíöaleiöir
niöur hlíöar og brekkur —
eitthvaö fyrir alla, unga sem
eldri. Vel skipulagt svæöi
meö sárafáum biörööum viö
lyftur.
Verð frá kr. 19.530.-
Leiguflug til Innsbruck
Brottför: 5. og 19. febr. —
uppselt.
4. marz — fá sæti
laus.
Finkenberg og
Mayerhofen í
Austurríki
í samvinnu viö Flugleiöir
bjóöum viö skíöaferöir til
Finkenberg og Mayerhofen í
Austurríki. Zillertal í Tyrol er
eitt þekktasta skíöasvæöi
Austurríkis, þar í dalnum eru
bæirnir Mayerhofen og Fink-
enberg, báöir kunnir skíöa-
staöir. Á milli þeirra er innan
viö klukkustundar gangur, og
skíöasvæöi þeirra eru sam-
tengd.
Verö frá kr. 18.387.-
PLAYA DEL INGLES
Á suðurströnd Gran Canaria milli bæjanna San Augustin og Mas-
palomas, er enska ströndin — Playa dei Inglés — sannkallaður
sælureitur sóldýrkenda og annarra sem kunna að meta lífsins lysti-
semdir. Rétt ofan við ströndina er hver lúxusgististaöurinn við ann-
an, sem allir bjóða feröamönnum fyrsta flokks þægindi og þjónustu.
Þar eru einnig verslanir, sem selja vöru sína á ósviknu frthafnar-
verði, Kflegur útimarkaöur þar sem prúttið er í hávegum haft,
skemmtistaðir og veitingahús á spænska vísu.
Brottfarardagar í
leiguflugi:
15. febrúar — uppselt.
7. og 28. marz, 18. apríl, 9. maí.
Brottfarardagar um
London alla miðviku-
daga 1, 2, 3 eöa 4 vikur.
Verölrá kr. 22.152,-
Feröaskrifstofan
ÚTSÝIM
Reykjavík:
Austurstræti 17, sími 26611
Akureyri:
Hafnarstræti 98, 122911.