Morgunblaðið - 05.02.1984, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
Plnr0iui Útgefandi iti hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Sýnum stillingu
Að frumkvæði Vinnuveit-
endasambandsins var
ákveðið með samþykki Al-
þýðusambandsins að Kjara-
rannsóknanefnd gerði at-
hugun sem leiða á í ljós
hverja unnt er að skilgreina
sem láglaunahópa. Er ekki
vafi á því að niðurstöður í
þeirri rannsókn munu vekja
athygli þegar þær birtast og
jafnvel koma ýmsum á óvart
og þá ekki síst verkalýðsrek-
endum sem hafa verið með
láglaunamanninn á vörunum
jafn lengi og raun ber vitni
án þess að hagur hans hafi
nokkru sinni batnað nema þá
helst í orði á meðan við völd
sitja ríkisstjórnir sem verka-
lýðsrekendunum eru kærar
og hljóta því opinbert skjall í
samræmi við það. Nú er ver-
ið að vinna að tillögum á
vegum ríkisstjórnarinnar
um það hvernig unnt sé að
tryggja lágtekjufólki lág-
markslaun. Yfirlýsingar ráð-
herra, ekki síst Sverris Her-
mannssonar, iðnaðarráð-
herra, benda eindregið til
þess að lágtekjumenn séu
helsta áhyggjuefni stjórn-
valda nú þegar rætt er um að
bæta kjörin með nýjum
samningum.
Allir eru sammála um að
hinir lægst launuðu mega
ekki verða verst úti þegar
sigrast er á verðbólgunni, nú
er þess eins beðið að þessi
samstaða komi fram í verki.
Er óþarft að láta langan
tíma líða við frekari vanga-
veltur og er brýnna að
breyta þeim vonum sem
þessu fólki hafa verið gefnar
í veruleika en geysast um
víðan völl í yfirlýsingum sem
geta gefið grunlausum
áheyrendum til kynna að svo
góð tök hafi náðst á verð-
bólgudraugnum að hann láti
nú að stjórn. Þótt tekist hafi
að draga verulega úr hraða
verðbólgunnar og minnka
viðskiptahallann við útlönd
svo um munar er margur
vandi og alvarlegur enn
óleystur.
Þess gætir nú æ meira í
umræðum um efnahagsmál
og kom meðal annars fram í
máli fyrirspyrjanda í sjón-
varpsþætti á föstudags-
kvöldið hvort það gæti ekki
verið að verðbólgan hafi
kannski verið tekin alltof
föstum tökum. Það hefur
löngum verið grunnt á verð-
bólguhugsunarhættinum
enda er hann forsendan fyrir
því að gefið sé eftir þegar
vandi steðjar að í atvinnu-
málum í stað þess að brjóta
vandann til mergjar og kom-
ast að meininu sjálfu.
Astæða er til að vara við
þeim ranghugmyndum, sem
alltof oft og lengi hefur verið
ýtt undir af ábyrgðarlausum
stjórnmálamönnum, að verð-
bólgan sé ekki svo slæm
þrátt fyrir allt. Þau vanda-
mál sem landstjórnarmenn
standa nú frammi fyrir væru
mun erfiðari viðfangs ef ekki
hefði tekist að ná tökum á
verðbólgunni. Við blasir að
laga efnahagsstarfsemina og
lífskjörin að samdrætti í
sjávarafla og þeirri stefnu að
ekki skuli lifað um efni fram.
Við því var að búast að í
kringum 1. febrúar yrðu
kjaramálin ofarlega á
dagskrá stjórnmálamanna
og fram hefur komið að rík-
isstjórnin telur svigrúm til
kjarabóta. Digurbarkalegar
yfirlýsingar um það sem
áunnist hefur í verðbólgu-
slagnum má ekki túlka sem
svo að unnt sé að gefa al-
mennt eftir, í því fælist ekki
annað en byrjað yrði aftur á
því að prenta verðlausa pen-
ingaseðla til að standa undir
fölskum kaupmætti. Hvernig
Enginn vafi er á að sov-
éskir treholtar finnast
víðar en í Noregi. Það liggur
einnig fyrir að þessi vinaþjóð
okkar Islendinga á nú um
sárt að binda vegna landráða
Arne Treholt. Norsk stjórn-
völd hafa nú þegar ákveðið
að grípa til ýmissa aðgerða
sem miða að því að draga úr
áhrifum og ítökum Sovét-
manna í norsku þjóðlífi en
þau hljóta um leið að verða
að taka mið af nábýlinu við
Sovétmenn. Kremlverjar
hafa aldrei þolað nágrönnum
sínum að vera áhyggjulausir
og af Norðurlandaþjóðum
hafa Finnar mátt finna mest
fyrir því.
Þegar Stalín sendi herlið
inn í Finnland og Finnagald-
urinn stóð sem hæst gengu
kommúnistar á íslandi er-
inda Sovétstjórnarinnar eins
og ekkert hefði í skorist og
fóru í hyllingarferðir til
Moskvu. Sönnum íslending-
um blöskraði þessi þjónkun
væri til dæmis að leysa
rekstrarvanda útgerðarinn-
ar áður en tekið er til við að
tala um að ekki skipti máli
hvort verðbólgan verði 10
eða 11% í árslok? Þess er nú
beðið með vaxandi óþreyju
að það takist að beina öllum
efnahagsstraumum í einn
farveg. Það tekst ekki nema
með átaki undir forystu rík-
isstjórnarinnar. Framtíð
hennar veltur á því að sam-
staða náist um þetta átak.
þá. Ekki er síður ástæða til
að lýsa yfir skömm sinni á
því athæfi að nú þegar Norð-
mönnum er mest þörf á sam-
hug og samstöðu gegn
Kremlverjum og útsendur-
um þeirra skuli fulltrúar
MÍR, Sovétvinafélagsins á
íslandi, fara til Moskvu og
rita undir samning um
„menningarsamskipti" sem
veita Kremlverjum gullið
tækifæri til aö rækta tengsl
við treholta á íslandi.
Um heim allan færir KGB
sér slíka samninga í nyt sem
fulltrúar MÍR ákvaðu að rita
undir á sama tíma og norska
vinaþjóðin stendur agndofa
yfir sviksemi og ítökum
KGB. Sovétvinir á íslandi
hafa aldrei hikað við að
ganga á hólm við heilbrigða
skynsemi og almenningsálit
heima fyrir í þjónkun sinni
við ráðamenn heimskomm-
únismans. Það sannast enn
einu sinni nú.
MÍR og treholtarnir
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Rey kj a víkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 4. febrúar ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
K-bygging -
krabbameins-
lækningar
Fyrir nokkrum árum var sú
staðhæfing sett fram hér í Morg-
unblaðinu að næsta stórfram-
kvæmd á heilbrigðissviði (á eftir
B-deild Borgarspítala) þyrfti að
vera K-bygging á Landspítalalóð,
sem hýsa á krabbameinslækn-
ingar, ísótópastofu, rannsókna-
stofur í meinefnafræði og blóð-
meinafræði, rannsóknastofur í
röntgengreiningu, skurðstofur og
gjörgæziudeild. Brýnasti hluti
þessarar byggingar er sá sem
rúma á tækjabúnað fyrir krabba-
meinslækningar.
Allt frá árinu 1978 hefur þessi
bygging verið á forgangslista heil-
brigðisráðuneytis og hefur fé verið
veitt til hönnunar hennar af Al-
þingi síðan 1979. Hins vegar hefur
Alþingi hliðrað sér við að taka
ákvörðun um að hefja bygginguna.
Hönnun var iangt komin þegar ár-
ið 1981 og þá var lögð fyrir fjár-
veitinganefnd sundurliðuð áætlun
um byggingaframkvæmdir. í
þeirri áætlun var gert ráð fyrir að
á árabilinu 1982—1990 yrði bygg-
ingunni fulllokið, en jafnframt
áfangaskiptingu, þannig að á ár-
inu 1986 yrði tilbúið rými fyrir
krabbameinslækningar og ísót-
ópastofu, árið 1987 rými fyrir
meinefna- og blóðmeinarannsókn-
ir, árið 1988 aðstaða fyrir skurð-
stofur, en að byggingu yrði að
fullu lokið með tengigöngum á ár-
inu 1990.
Þessar upplýsingar komu fram
hjá Matthíasi Bjarnasyni, heil-
brigðisráðherra, er mál þetta kom
á dagskrá Alþingis síðla liðins árs.
Á hverju árið síðan hafa tillögur
um þessa byggingu legið fyrir við
gerð fjárlaga, nokkurn veginn
óbreyttar, en Alþingi hefur ekki
tekið afstöðu til þess, hvenær
framkvæmdir skyldu hefjast fyrr
en við síðustu fjárlagagerð. Fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra fékk
ekki þokað þessu máli áleiðis. Af-
stöðubreyting fékkst hins vegar í
fjárveitinganefnd strax á fyrstu
fjárlögum eftir að Matthías
Bjarnason tók við heilbrigðisráð-
herrastöðu á ný.
Þegar Lárus Jónsson, formaður
fjárveitinganefndar, mælti fyrir
breytingartillögum við fjárlaga-
frumvarp, sem meirihluti fjárveit-
inganefndar stóð að við þriðju um-
ræðu fjárlaga, sagði hann m.a.:
„Stofnkostnaður Landspítala
hækki um 25,7 m.kr. Þar af fari 16
m.kr. til kaupa á hjartaþræðinga-
tæki og 9,7 m.kr. til svonefndrar
K-byggingar. { fjárlagafrumvarpi
eru fyrir 2,3 m.kr. til þessa verk-
efnis, þannig að 12 m.kr. eru til
ráðstöfunar á þessu sviði 1984.
Með þessum tillögum er bætt að-
staða til hjartarannsókna og skref
stigið í þá átt að taka upp hjarta-
skurðlækningar. Þá er staðfest
stefna fjárveitinganefndar að því
er varðar svonefnda K-byggingu
og vonandi kemst þetta nauð-
synjamál á hreyfingu með þessari
tillögu."
Þegar Matthías Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, fjallaði um þetta
mál á þingi, skömmu fyrir fjár-
lagaafgreiðslu, sagði hann m.a.,
varðandi endurskoðun þessa máls:
„Sérstaklega hefur verið á það
litið, hvort hægt væri að byrja
framkvæmdir þannig að skapa
mætti aðstöðu fyrir krabbameins-
lækningar og þá sérstaklega að
hýsa það krabbameinslækn-
ingatæki, þ.e. línuhraðal, sem ekki
er til hér á landi og talið er nauð-
synlegt til að krabbameinslækn-
ingar hér geti samsvarað því bezta
sem gerist í heiminum í dag.“
Þær byggingaáætlanir sem
vitnað var til hér að framan, rask-
ast eitthvað, vegna þess hve seint
fjárlagafé fékkst til framkvæmda.
Engu að síður ber að fagna því að
K-bygging er nú að komast á
framkvæmdastig. Öll útboðsgögn
til að hefja verkið eru til, að sögn
ráðherra, og svo kann að fara, að
hægt verði að taka nýja krabba-
meinslækningadeild í notkun um
áramótin 1989—1990. Það er hægt
að stytta þennan byggingatíma
með örari fjárveitingum og þá
yrði hægt að taka krabbameins-
lækningadeildina í notkun einu til
tveimur árum fyrr, að dómi heil-
brigðisráðherra.
Starfsemi ríkis-
fyrirtækja og
hlutafélaga með
ríkisaðild
Sverrir Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, gaf Alþingi skýrslu „um
starfsemi ríkisfyrirtækja og
hlutafélaga með ríkisaðild er til-
heyra starfssviði iðnaðarráðu-
neytis" í desembermánuði sl. Hér
er gott fordæmi gefið, sem aðrir
fagráðherrar mættu taka til eftir-
breytni. Skattborgarar koma við
sögu, bæði í stofnfjárkostnaði og
rekstraráhættu fyrirtækja, sem
ríki á alfarið eða hlutdeild í. Þeir
eiga heimtingu á upplýsingum um
þessi fyrirtæki. Fjölmiðlar hafa
ekki sinnt þessari skýrslu iðnað-
arráðherra sem skyldi, en hún
ætti að fást í viðkomandi ráðu-
neyti, ef fólk hefur áhuga á að
kynna sér hana nánar. Hér hefur
iðnaðarráðherra brotið ís í upplýs-
ingamiðlun.
Þau fyrirtæki sem koma við
sögu í skýrslu iðnaðarráðherra
eru: Hitaveita Suðurnesja hf., Iðn-
aðarbanki íslands hf., íslenzka
járnblendifélagið hf., Kísiliðjan
hf., Kísilmálmvinnslan hf., Lag-
metisiðjan Siglósíld (sem þá var
óseld), Landssmiðjan, Landsvirkj-
un, Orkubú Vestfjarða, Raf-
magnsveitur ríkisins, Ríkisprent-
smiðjan Gutenberg, Sementsverk-
smiðja ríkisins, Sjóefnavinnslan
hf., Steinullarverksmiðjan hf. og
Þörungavinnslan hf.
Af þesssari upptalningu má sjá,
þó hún nái aðeins til eins ráðu-
neytis, að víða koma ríkið og
skattborgararnir við sögu,
kannski of víða, því ríkið á ekki að
hasla sér völl þar sem framtak
einstaklinga er fyrir hendi og er
fullfært um viðfangsefnin.
Hér verður aðeins tekið fyrir
eitt sýnishorn úr skýrslu
iðnaðarráðherra, Landsvirkjun.
Fyrirtækið var stofnað með lögum
nr. 59/1965, en ný lög um það eru
nr. 42/1983. Ríkissjóður er eigandi
fyrirtækisins að 50%, Reykjavík-
urborg að rúmlega 44,5% og Akur-
eyrarbær að tæplega 5,5%. Ná-
kvæmt yfirlit er yfir starfsemina
1982, framkvæmdir og rekstur,
samninga fyrirtækisins um virkj-
anamál, orkuöflun og orkusölu,
stjórnun og fjármál. Fjöldi fastra
starfsmanna er um 170 manns og
fjöldi lausráðinna frá 70—250, eft-
Gott hal úr „nægtabrunni", sem nú vei
ir viðfangsefnum. Heildarorkuöfl-
un 1982 var 3070 GWst. Rekstrar-
afkoma Landsvirkjunar var óhag-
stæð um 152,1 m.kr. þetta ár, 1982.
Iðnaðarráðherra ræddi síðar á
þingi um verðþróun orku hjá
Landsvirkjun 1972—1983. Þar
sagði hann efnislega að ef verð-
gildi raforku hefði haldizt þetta
tímabil, eins og það var 1972,
næmu skuldir Landsvirkjunar nú
100 milljónum dollara, eða 3000
m.kr., lægri fjárhæð en raun bæri