Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 26

Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Oleg Bitov ritstjóri og rithöfundur: „ Var öllum lokið er ég sá sjálfan Berlínarm úrinn “ OLEG BITOV, í hópi færustu rithöfunda og ritstjóra Sovétríkjanna, hefur verið veitt hæli sem pólitískur flóttamaður í Bretlandi, fjórum mánuðum eftir að hann stakk af til Vesturlanda. Hann óttast nú útsendara KGB, óttast að þeir geri sér mein. Hann hefur fulla lögregluvernd, en nokkrum sinnum hefur hann verið þess fullviss að með sér sé fylgst. Hann skildi eftir eiginkonu, hina 38 ára gömlu Liudmillu, í Moskvu, einnig 15 ára gamla dóttur. Til þess að draga úr þeirri hættu að þau verði látin svara fyrir flóttann, sagði hann þeim aldrei hvað kraumaði innra með honum, að hann hefði í vaxandi mæli hugsað sem svo í mörgum utanlandsferðum sínum: „Nú sný ég ekki aftur heim.“ Hann gerði það raunar aftur og aftur, en svo fór að hann stóðst ekki mátið, og útslagið gerði atburðurinn hörmulegi, þegar sovéskar herþotur skutu niður kóreska farþegaþotu með 269 manns. „Mér leið eins og ég hefði verið 270. fórnarlambið. Mér leið eins og ég hefði verið innanborðs og hrapað í hafið með hinu fólkinu,“ sagði Bitov í samtali við fréttamann Sunday Telegraph. Greinin sem hér fylgir, byggir á því samtali, en í því segir Bitov hispurslaust frá orsökum, afleiðingum og fleiru varðandi flótta sinn. Rússarroöna Sovésk öryggisyfirvöld roðnuðu illa við flótta Bitovs. Hann var rit- stjóri erlendu menningardeildar blaðsins „Literary Gazette" og þrátt fyrir að KGB viti betur, hafa þeir látið í það skína að banda- ríska leyniþjónustan hafi í raun rænt Bitov vegna greinar sem hann ritaði, þar sem rök voru færð að því að CIA hefði haft hönd í bagga er tyrkneski hryðjuverka- maðurinn Mehmet Ali Agca reyndi að ráða Jóhannes Pál páfa II af dögum. KGB hefur látið birta tvær 1500 orða greinar í Literary Gazette þar sem þessu er slegið fram með nánari útskýringum hvernig CIA hafi reynt að „brjóta hann“ með pyntingum og lyfja- gjöfum. Þá hafa birst tvö bæn- arbréf til Bitovs frá móður hans að því að sagt er í blaðinu. Bitov hefur lesið bréfin og fullyrðir að útilokað sé að móðir sín hafi ritað þau. Síðasta hálmstráið Oleg Bitov fór frá Moskvu áleiðis til Italíu 1. september síðastliðinn ásamt tveimur samlendum starfs- bræðrum sínum. Þar ætlaði hann að dvelja í 10 daga og skrifa að því loknu um kvikmyndahátíð í Fen- eyjum. Þegar hann lagði af stað, var hann ákveðinn í að reyna að flýja. „Maður tekur ekki slíka ákvörðun á augabragði, klukkan þetta eða hitt eða á ákveðnum degi. Þetta hafði ólgað í mér í mörg ár. Ég gat aldrei vitað hve- nær færi gæfist og varð því að vera undir það búinn að fara aftur heim og bíða betra færis. í yfirborðskenndu andrúmslofti kvikmyndahátíðarinnar, ekkert nema „veislur, djarfir kjólar og demantar" var hlutur eins og mál kóresku þotunnar ekki til, það var ekkert um það rætt, rétt eins og það hefði aldrei átt sér stað. Sjálf- ur vissi hann það ekki strax. Bitov hafði farið margar ferðir erlendis, einkum til annarra Austur-Evr- ópulanda, en einnig nokkrum sinnum til Vesturlanda. Hann var því vanur blaðamaður og var treyst af yfirvöldum. Hann átti að hringja eina stutta frétt til Moskvu frá Feneyjum og rita síð- an grein um hátíðina í blaðið þeg- ar heim kæmi. Þegar Bitov hafði verið fimm daga í Feneyjum, skrapp hann í dagsferð til Rómar þrátt fyrir smánarlega lága dagpeninga, sem námu 10 pundum á dag fyrir mat og öðrum kostnaði." Bitov langaði til að sjá Rómarborg. Þá þurfti hann að hitta nokkra menn, bæði rithöfunda og lækna. í Róm frétti hann fyrst af kóresku þotunni. „Þar brast síðasta hálmstráið. Mér leið eins og ég hefði verið skotinn niður með kóresku þot- unni og fólkinu sem var innan- borðs. Eins og ég hefði verið 270. fórnarlambið. Þegar ég heyrði fregnina fór flóttaáhuginn um mig á ný eins og alda, enda held ég að mér hafi aldrei liðið eins illa í útlöndum. Af því að ég var Rússi, vildi nú enginn tala við mig, hvort sem um viðtöl eða bara venjulegar samræður var að ræða. Og þegar ég skipti ferðatékkum fékk ég lítið í minn hlut. Þegar ég spurði hvernig á því stæði, var svarið: „Ef þið Rússar skjótið fleiri far- þegaþotur niður, fáið þið enn minna." Flóttinn Bitov hafði sem sagt ákveðið að nú myndi hann flýja, hann gæti ekki snúið aftur eftir þetta. Hann var eltur í Róm, það vissi hann. Hann veit ekki hver það var, en kippti Oleg Bitov í Bretlandi. sér ekki upp við það, enda ýmsu vanur í utanlandsferðum sínum. Hann komst að hinu sanna með því að raða öllu í herbergi sínu með ákveðnum hætti áður en hann fór út. Er hann kom til baka, var ljóst að einhver hafði gramsað í eigum hans. Hann fór aftur til Feneyja og varaði sig að láta á engu bera. 9. september var síð- asta kvikmynd hátíðarinnar, „Fanny og Alexander" Ingmars Bergman hins sænska. Henni lauk klukkan eitt eftir miðnætti og Bitov segir: „Ég lét til skarar skríða og varð að hafa hraðann á. Mér tókst að losa mig við gæsluna og hafði þá 10 til 15 mínútur til að láta mig hverfa." En hann vill ekki tíunda eftir hvaða leiðum hann smaug. Hann vill ekki Ijóstra upp um þann möguleika sem aðrir flóttamenn kunna að hafa. Eina sem hann segir er nú alkunna, hann skaut skyndilega upp koilinum í Bretlandi, þekkti ekki nokkurn mann og átti ekki annað en fötin sem hann stóð í. Og nú hefur hann fengið pólitískt hæli og óttast um líf sitt og limi, enda KGB ekki vandir að meðul- um. Maðurinn Oleg Bitov Tími er kominn til að kynnast manninum eilítið nánar. Oleg Bitov fæddist í Leningrad og ólst þar einnig upp. Faðir hans var arkitekt og móðir hans lögfræð- ingur. Veturinn 1941 til 1942, níu ára gamall, lenti hann ásamt bróður sínum, Andrei, og foreldr- um sínum í umsátri Þjóðverja um Leningrad. Hann á enn hroll- kenndar minningar um fjölskyld- una alla kúrandi í kringum ofn nokkurn, klædd öllum þeim fötum sem tiltæk voru, hálfsoltin og gef- andi ofneldinum bókasafn fjöl- skyldunnar til þess að krókna ekki í hel. „Ég skammast mín enn þann dag í dag, við áttum stórkostlegt bókasafn, fjölda bóka frá 18. og 19. öld. Sem betur fer bar móðir mín skynbragð á verðmætagildið og tókst að hlífa nokkrum bestu bók- unum. En annað varð eldurinn að fá, það var um líf og dauða að tefla," segir Bitov um þessi æsku- ár sín. Bróðir hans Andrei er einn- ig rithöfundur, en ekki í náðinni og á sér varla viðreisnar von. Öðru máli gegnir um Oleg. Hann komst á toppinn ef svo mætti að orði komast þrátt fyrir pð hafa verið rekinn frá Komsom- olskaya Pravda, dagblaði ungliða Kommúnistaflokksins, aðeins 29 ára gamall. Blaðamannaferill hans hófst er hann var 22 ára, hann fékk þá stöðu við Pravda Severa, eða Sannleika norðursins, sem gefið er út í Arkangelsk. Það- an lá leiðin til Komsomolskaya Pravda þar sem hann vann undir stjórn Adzhubei, tengdasyni Nik- ita Krjúsjeffs. „Hann var frábær ritstjóri og gerði blaðið að hinu besta í Sovétríkjunum. Hann var svo harður, að við gátum leyft okkur ýmislegt í skrifum okkar. En svo hætti hann og við blaða- mennirnir vorum ekki eins vernd- aðir og áður. Áður en varði þótti ég fara yfir strikið og var rekinn," segir Bitov. Það sem hann gerði af sér, var að rita grein um Sovét- menn sem leyfðu sér að fara í sól- arfrí til Svartahafsins án þess að hafa unnið til þess. Þannig ýfði hann fiðrið á ýmsum háttsettum mönnum og var útskúfaður. Það var ekkert gamanmál fyrir 29 ára gamlan blaðamanninn að vera úti í kuldanum og eiga varla afturkvæmt. En einn var sá rit- stjóri sem vogaði sér að ráða hann þrátt fyrir orðstýrinn. Það var Nadezda Parfenova, konan sem ritstýrði „Teachers Gazette", menningarsinnuðu Moskvublaði. „Ég verð henni þakklátur um ald- ur og ævi,“ segir Bitov, sem spjar- aði sig vel hjá TG. Þar var hann í 17 ár og hjálpaði til að rífa upp- lagið úr 500.000 eintökum upp í tæplega 3 milljónir. Auk þessa vakti Bitov athygli fyrir þýðingar sínar á skáldsögum. Á sovéskum mælikvarða var hann kominn í efri þrep metorðastigans, hann átti Lödubifreið og rokdýr japönsk hljómflutningstæki, en þó bjó hann „þröngt“. Hann bjó með konu sinni og barni í tveggja her- bergja íbúð og voru tvær sam- liggjandi stofur allt í senn, stofa, vinnustofa, matstofa og svefn- skáli. Ef hann vildi skrifa heima á morgnanna, reyndi hann að hafa eins hljótt og hann gat meðan Liudmila kona hans svaf með kodda ofan á höfðinu. Kosturinn var því þröngur þrátt fyrir að hann hafði skapað sér nafn, ís- skápur fjölskyldunnar varð að vera úti á svölum, svo þröng var á þingi. Tindinum náði Bitov er hann hóf störf á blaðinu „Literary Gaz- ette“. „Þar var aðbúnaðurinn frá- bær, við höfðum nýtískuleg vinnu- tæki, IBM-ljósritunarvélar, raf- magnsritvélar, nýtískusíma, Sony-segulbönd og ljósmyndar- arnir notuðu allir Nikon eða Can- on. Ekkert sovéskt, um það var ekki einu sinni rætt,“ segir Bitov. Umrætt blað er sumstaðar á Vest- Mikil uppgangstíð á Djúpavogi Rætt við Ola Björgvinsson sveitar- stjóra um síld og menningarmál Á ferð okkar austur á land fyrir skömmu heimsóttum við sveitarstjór- ann á Djúpavogi, Ola Björgvinsson, og hittum á hann þar sem hann sat með uppgjör ársins fyrir framan sig. Það átti þvi vel við að glugga í það hjá honum og fræðast um leið um önnur mál á Djúpavogi. Síld og slátrun „Tuttugasta október var byrjað að salta hér síld og bættist þá við eitthvað af aðkomufólki, en að jafn- aði eru hér 40— 50 manns aðkomnir til að starfa við fiskvinnslu. AIls var landað hér 3.845 tonnum af síld og voru 1.260 tonn þar af keyrð til Hornafjarðar. Fimmtánda desember lauk söltun og hafði þá verið saltað í rúmlega 15.000 tunnur. Á sama tíma stóð yfir slátrun sauðfjár. Á Beru- nesi og Geithellnum eru 40 bæir og var slátrað þar samtals 14.000 fjár. Hér er gerður út togarinn Sunnu- tindur, 300 tonna, og Mánatindur 100 tonna vertíðabátur. Eru hugmyndir uppi um að skipta á þeim síðar- nefnda og öðrum stærri til að ná betri nýtingu fyrir frystihúsið. Mörg mannvirki í byggingu Fjórar íbúðir eru hér í smíðum en annars hafa byggingar á vegum ein- staklinga verið frekar litlar. Lands- bankinn er að reisa hér 200 fermetra hús undir starfsemi sína en þeir voru áður með umboðsskrifstofu hér. Frystihúsið Búlandstindur hefur verið með ísturn í smíðum og í haust tók það í notkun nýja 120 fermetra Óli Björgvinsson sveitarstjóri á skrifstofu sinni. verbúð sem byggð var í sumar og er hún notuð undir aðkomufólkið. í sumar var einnig steypt 600 fer- metra þekja á löndunarkantinn við frystihúsið. Slitlag var bundið á göt- ur innanbæjar, 1 kílómetri samtals, og gerður íþróttavöllur. Þá var steypt upp 200 fermetra neðri hæð á heimavistarbyggingu við grunnskól- ann, en sú bygging á að vera á tveim- ur hæðum. Við höfum undanfarna vetur haft níunda bekk við skólann, en nægum fjölda til þess náðum við með samstarfi við nágrannahrepp okkar. Áður fóru þau á heimavist- arskóla á Eiðum eða Egiisstöðum. Nú, slökkvistöð var steypt upp í haust en hún er enn ekki orðin fok- held. Skurkur í menningarmálum Bókasafnið okkar flutti í rúmgott húsnæði og var um leið gert að hér- aðsbókasafni. Áður var það í smá- herbergi í skólanum. Safn þetta á rætur að rekja til lestrafélags sem hér starfaði og er fyrst vitað um 1812, en um það getur Ebeneser

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.