Morgunblaðið - 05.02.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
37
Sænski ofurstinn Stig Wenner-
ström var afkastamikill njósn-
ari fyrir KGB, sem borgaði honum
tvöföld ofurstalaun. Taliö er, aö Tre-
holt hafi verið enn þýðingarmeiri
fyrir Sovétmenn.
sem okkur hefur verið falið, en það
er rétt að benda á, að það eru
stjórnvöldin, sem ákveða leikregl-
urnar. Okkar aðalstarf er gagn-
njósnir auk þess sem við berjumst
gegn hryðjuverkum og gætum ör-
yggis erlendra þjóðhöfðingja, sem
koma í heimsókn."
Er ykkur stjórnað af CIA?
„Við höfum góða samvinnu við
starfsbræður okkar á Norðurlönd-
um og í ríkjum Atlantshafsbanda-
lagsins. Meðal annars þess vegna
fáum við tækifæri til að ræða við
KGB-njósnara, sem hafa leitað
hælis á Vesturlöndum. Að vísu vita
þeir yfirleitt ekki mikið um Noreg,
en þeir gefa okkur hins vegar mik-
ilvægar upplýsingar um starfs-
hættina hjá KGB. Norska leyni-
þjónustan er í góðu áliti erlendis.
Hún er norsk stofnun og auðvitað
ekki stjórnað af neinum öðrum en
Norðmönnum."
Hvernig gengur að þegja um
allt, sem þú veist, gagnvart
konunni þinni?
„Það er nokkuð, sem ég verð að
Arne Treholt. „Hann hefur unnið landi sínu mikið tjón,“ sagði Káre
Willoch forsætisráðherra, þegar hann skýrði frá því, að Treholt hefði
njósnað fyrir KGB.
Mér fannst hver einasti maður á
götunni mæla mig út og vita upp á
hár hvað ég var að gera. Þannig er
það alltaf í byrjun og þetta starf er
ákaflega vandasamt. Því (engum
við að kynnast í Gunvor-málinu
þegar við notuðum alla, sem gátu
staulast um á tveimur fótum."
gera, hvort sem mér er það ljúft
eða leitt, og líklega gera fáir sér
grein fyrir hvað fjölskyldur leyni-
þjónustumanna eiga erfitt að þessu
leyti. Mín eigin börn vissu t.d. ekki,
að ég var í leyniþjónustunni fyrr en
þau voru vaxin úr grasi, vissu bara
að ég var í lögreglunni."
Norsku leyniþjónustunni hefur
verið hrósað fyrir framgönguna
í Treholt-málinu, en stundum
eruð þið skammaðir fyrir að
vakta vinstriróttæklinga.
„Það kemur fyrir, að okkur er
úthúðað fyrir að vinna það verk,
Hjónaskilnaðir hljóta þá að
vera tíðir í ykkar hópi?
„Nei, raunar ekki, svo undarlegt
sem það er. Ætli það sé ekki af því
að við eigum svo góðar fjölskyld-
ur,“ segir Örnulf Tofte og brosir.
Iþessum fangaklefa var Gunvor Haavik, sem sést ár Ijósmyndinni. Hún
njósnaði fyrir Sovétmenn í 30 ár og var handtekin 27. janúar árið 1977. Að
morgni 5. ágúst sama ár var komið að henni látinni í rúminu. Læknar töldu
banameinið hjartaslag, en það þótti þó aldrei fullsannað. Ekki var heldur
vitað til þess, að Gunvor væri veil fyrir hjarta.
Slökkvilið
Hafnarfjarðar:
76 útköll á
síðasta ári
Á SÍÐASTA ári var Slökkvilið Hafn-
arfjarðar kallað út 76 sinnum, þar af
63 sinnum vegna elds. Árið 1982
voru útköllin 74, 66 vegna elds.
Á síðasta ári skiptust útköllin
þannig að 56 voru í Hafnarfirði, 11
í Garðabæ, 9 í Bessastaðahreppi
og utan byggðar. Mestu eldsvoð-
arnir á þessu svæði urðu 10. janú-
ar í Hverfisgötu 54, 21. janúar í
Sædýrasafninu, 21 ágúst í íþrótta-
húsi Hauka, 6. október í vélbátn-
um Þorsteini við Óseyrarbryggju
og 1. desember á Norðurbraut 41.
Flutningar með sjúkrabifreið
urðu 1.119 árið 1983, en voru 1.156
árið á undan. í fyrra voru af þess-
ari tölu 249 bráðatilfelli.
SPRAUTUKLEFI
í stöölubum einingum
Við höfum hafið framleiðslu á sprautu-
klefum fyrir bílamálun. Klefarnir eru
framleiddir í einingum og geta þannig
verið af breytilegum stærðum, allt eftir
óskum kaupenda. Klefarnir eru búnir
kröftugu útsogi fyrir sprautuvinnu og
hitunarmöguleikum til bökunar. Tæki
eru útbúin sjálfvirkum stjórnbúnaði.
BilKKVER
Skeljabrekka 4, 200 Kópavogur. Sími 44100
*
SCHIPH0L
í innsta hring
Schiphol-flugvöllurinn í Amsterdam er lykillinn
að vel heppnaðri viðskiptaferð.
Staðsetning hans er frábær. Þar fara um 200
þotur í loftið á hverjum degi til áfangastaða í
yfir 90 löndum, þannig að farþegar geta stigið
úr einni flugvél í aðra án allra óþarfa tafa, og
náð áfangastöðum samdægurs. Ódýrir bíla-
leigubílar og fullkomið hraðbrautakerfi
Evrópu, auk stöðugra lestarferða út frá Amster-
dam, tryggja að þú ert einnig eldfljótur að
ferðast landleiðina um nánast alla Evrópu.
Þegar við bætist að fríhöfnin er sú stærsta í
heimi og að flugvöllurinn er ár eftir ár kjörinn
sá besti í veröldinni af lesendum virtustu
ferðatímarita - þá fer það ekkert á milii mála:
Schiphol er fyrsti áfangastaðurinn í öllum við-
skiptaferðum - um allan heim.
Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, slml 84477
Vegalengdir frá Amsterdam í klst. með flugi, lest eða bíl.
0:45 1:00 1:15 * 1:30 1:45 2:00
1:30 4:15 9:00 14:00 19:00 24:00
1:00 ■M ' 3:30 •— 7:00 11:00 15:00 19:00