Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 48
EUROCARD
V J
EfTT KORT AliS SIAÐAR
SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Ágætur rækjuafli við Kolbeinsey:
110-120 rækjur
í hverju
Dalvík, 2. febrúar.
í DAG kom Dalborg EA 317
inn með 25—30 tonna rækju-
afla. l»ennan afla fékk Dal-
borg á KoJbeinseyjarsvæði
og er rækjan stór og falleg,
um 110—120 rækjur í kílóið.
Rækjan verður flutt til Akur-
eyrar og unnin hjá K. Jónssyni,
þar sem rækjuvinnsla hefur
ekki enn hafist að nýju hjá Sölt-
unarfélagi Dalvíkur. Héðan eru
gerð út fjögur skip og bátar á
kílói
úthafsrækju og hafa aflað
sæmilega þegar veður hefur gef-
ið.
í gær kom Björgvin EA 311 og
landaði 130 tonnum af karfa.
Sökum alvarlegrar vélarbilunar
mun hann ekki fara á veiðar aft-
ur fyrr en eftir 10—12 daga.
Einn bátur hefur hafið neta-
veiði, mb. Otur, og landaði í dag
þremur tonnum af þorski og
ufsa, sem hann fékk á miðunum
út af Siglufirði.
— Fréttaritarar.
Theódór Norðkvist hjá O.N. Olsen á ísafirði:
Hrafninn flýgur á hvíta tjaldinu
Kvikmyndahátíð hófst í Reykjavík í gær með frumsýningu á mynd Hrafns Gunnlaugssonar „Hrafninn flýgur“ í
Háskólabíói, en alls voru þá fyrirhugaðar 17 sýningar á innlendum og erfendum kvikmyndum. Á myndinni
heilsast Davíð Oddsson borgarstjóri og Hrafn Gunnlaugsson. Morgunblaðiö/ÓI.K.M.
Sjá nánar á bls. 58—60 og 64—66.
Verðlækkun-
in mikið áfall
Rfkisspítalar greiddu 21 milljón kr. í dráttarvexti sl. ár.
„ÞETTA er gífurlegt bakslag. Mér
virtist rækjuneyzla á erlendu mörk-
uðunum vera að aukast, en í kjölfar
undirboða Norðmanna og áfallsins
með Asíurækjuna í Hollandi, liggur
rækjuneyzlan nánast niðri á megin-
landi Evrópu og England getur ekki
tekið við öllu framboðinu, auk þess,
sem verð hefur lækkað verulega. Nú
virðist rækja bara vera sett í sam-
band við blóðkreppusótt eða ein-
hverja hitabeltissjúkdóma, sem ekki
þekkjast hér. Við verðum hins vegar
að reyna að þreyja Þorrann, en ef
ekki rætist fljótlega úr, gæti orðið
þröngt í búi víða,“ sagði Theódór
Norðkvist, framkvæmdastjóri
rækjuverksmiðju O.N. Olsen hf. á
ísafirði í samtali við blm. Morgun-
blaðsins.
Theódór sagði ennfremur, að nú
væri góð rækjuveiði í Djúpinu en
hráefni þó ekki enn nægilegt til að
komast hjá uppsögnum. Þurft
hefði að segja upp 10 manns i
verksmiðjunni um áramótin vegna
hráefnisskorts. Ljóst væri að
Djúprækjan dygði ekki ein sér og
því hefði verið brugðið á það ráð
að leigja hafrannsóknaskipið Haf-
þór, ásamt tveimur öðrum
vinnslustöðvum, til úthafsrækju-
veiða, sem hæfust líklega í marz.
Það væri því ekki aftur snúið þó
horfur væru slæmar nú og birgðir
talsverðar.
*
Davíð A. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna:
Tölvuvæðing talin
spara talsvert fé
NÚ ER verið að tölvuvæða ríkisspít-
alana og skráir kerfið annars vegar
upplýsingar um sjúklinga og með-
ferð þeirra og hins vcgar er hægt í
kerfinu að fylgjast með fjárhags-
stöðu einstakra deilda á hverjum
tíma, starfsmannafjölda og fleiru.
Búist er við að með tölvuvæðingu
ríkisspítala sé hægt að spara tals-
verðar fjárhæðir, samkvæmt upp-
Útigangslamb frá Sauðanesi
virðist þrífast vel í Strákum
FYRIR skömmu varð vart við úti-
göngulamb í fjallinu Strákum.
Hafði það villzt undan við göngur í
haust og lent í sjálfheldu og því
talið af. Ekki er unnt að ná lamb-
inu enn, en það virðist hafa það
gott og eiga sér öruggan næturstað
í fjallinu því það hverfur alltaf þeg-
ar fer að rökkva. Það hefur nú
gengið sjálfala þarna í um fimm
mánuði.
Það er Trausti Magnússon,
vitavörður á Sauðanesi, sem á
lambið, en dóttir hans, Vilborg,
sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að þau væru himinlifandi yfir
því að lambið væri komið í leit-
irnar og virtist vel haldið. Sagði
hún, að síðastliðið sumar hefðu
um 20 kindur gengið í Strákun-
um og þau á Sauðanesi saknað 7
kinda í haust og hefði aðeins
þetta lamb komið fram. Það
hefði eins og áður sagði lent í
sjálfheldu ásamt öðru lambi,
sem líklega hefði drepizt.
Trausti faðir sinn hefði reyndar
verið búinn að ná þessu lambi í
haust er hann hefði verið í
Strákunum ásamt fleiri
mönnum, en orðið að skilja það
eftir.
Vilborg sagði ennfremur, að
ekki væri mögulegt að komast að
lambinu nú vegna snjóa- og ísa-
laga, en daglega væri fylgzt með
því í kíki. Það virtist hafa nóg að
éta og vera vel haldið, að
minnsta kosti sæist á því horna-
hlaup. Lambið hyrfi alltaf undir
rökkur og virtist hafa fundið sér
góðan næturstað í einhverju gili
í fjallinu. Vitavörðurinn á
Sauðanesi er með um 100 kindur.
lýsingum sem Mbl. fékk hjá Davíð
Á. Gunnarssyni, forstjóra ríkisspít-
alanna.
Þá sagði Davíð að Stjórnar-
nefnd ríkisspítala hefði gert um-
fangsmiklar tillögur um hvernig
hægt væri að standa að sparnaði
á launalið og öðrum rekstrar-
gjöldum, í samræmi við stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
um þessi efni. Samkvæmt stefn-
unni um sparnað um 2,5% á
launalið og um 5% sparnað á öðr-
um rekstrargjöldum, sagði Davíð
að spara þyrfti á bilinu 40 og 50
milljónir.
Einn liður í sparnaði er sá að
breyta vinnutíma og hefur nú síð-
ast verið breytt vinnutíma hjúkr-
unarfólks, þannig að það mætir
nú klukkan 8.00, en ekki klukkan
7.30, eins og áður var. Ennfremur
sagði Davíð að læknum hefði ver-
ið fækkað og dregið hefði verið úr
yfirvinnu.
Af öðrum sparnaðarhugmynd-
um nefndi Davíð að rætt væri um
að draga úr loftræstingu á næt-
urnar, sem spara myndi rafmagn,
minnka ljósanotkun, skipta
sjaldnar um á rúmum, draga úr
lyfjanotkun, ræsta minna og
skipulegar.
Þá nefndi Davíð að í ár væri
reiknað með því að ríkisspítalar
slyppu við að greiða dráttarvexti
á þessu ári, en í fyrra greiddu
spítalarnir samtals 21 milljón
króna í dráttarvexti. Sú háa upp-
hæð stafar af því að fjárlög hafa
ekki verið raunhæf, að sögn Dav-
íðs. Sagði hann að ef fjárlögin
færu úr böndunum yrði erfitt að
halda utan um reksturinn.
Erfiðleikar
í ófærðinni
NOKKRIR erfiðleikar urðu í um-
ferðinni í Reykjavík og nágrcnni í
gær vegna mikillar ofankomu.
Einkum átti fólk í vandræð-
um í Breiðholti og á milli Hafn-
arfjarðar og Reykjavíkur, en
einnig víðar. Til dæmis var
ófært um götur Keflavíkur í
gærmorgun. Samkomum varð
víða að fresta. Flug fór úr skorð-
um innanlands og ferjuflugvélar
á leið til Reykjavíkur lentu á
Akureyri. í gærmorgun stóð til
að vígja nýju stólalyftuna í Blá-
fjöllum, en því varð að fresta
vegna ófærðar.