Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
31. tbl. 71. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sprengja springur í vesturhluta Beirút í gsrmorgun. Sá hluti borgarinnar er nú nær alfarið á valdi shíta. Simamynd AP
Hlutverk gæsluliðsins
í Líbanon gæti breyst
Beirút, Tel Aviv, Washington. London og Hang, 7. febrúar. AP.
GEORGE SHULTZ, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í dag i skyn, að
hlutverk gæsluliðsins i Líbanon gsti breyst ef harðnandi bardagar yrðu til þess
að ógna stjórn Amin Gemayel enn frekar.
Shultz, sem var á leið frá Brasilfu
til Grenada, ræddi við fréttamenn
um borð í flugvél. Sagði hann, að
Bandaríkin væru í stöðugu sam-
bandi við hinar þjóðirnar sem aðild
eiga að gæsluliðinu, Bretland, ítaliu
og Frakkland.
„Hvort hægt er að leysa þann
hnút, sem einkennir ástandið i Lib-
anon um þessar mundir, er nokkuð,
sem við hðfum rætt ítarlega um án
þess að komast að niðurstöðu. Stöð-
ugt er verið að reyna að vinna að
lausn þeirra vandamála, sem við er
að glíma,“ sagði Shultz.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, boðaði ríkisstjórn
sína tvivegis til neyöarfunda f dag
vegna ástandsins í Líbanon. Enn
hefur ekkert frést um efni fund-
anna, né heldur hvort Bretar hygg-
ist kalla lið sitt heim vegna sivax-
andi spennu fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Bettino Craxi, forsætisráðherra
Ítalíu, fór þess á leit við Bretland,
Frakkland og Bandaríkin i kvöld, að
þjóðirnar boðuðu þegar i stað til
fundar um gæslulið þjóðanna i Lib-
anon. Ýmislegt er talið benda til
þess, að þrjár fyrsttöldu þjóðirnar
hafi fullan hug á að kalla lið sitt
heim, en engin vilji hafa frumkvæð-
ið.
Mitterrand, Frakklandsforseti,
sem nú er í opinberri heimsókn i
Hollandi, sagði í kvöld, að hann
hefði ekki ætlað frönsku gæslulið-
unum að vera í Lfbanon „um alla
eilífð" eins og hann orðaði það. í
skoðanakönnun, sem framkvæmd
var f Frakklandi nýverið, kom fram,
að 47% vilja að gæsluliðarnir verði
kallaðir heim.
Vopnahlé var samið á hádegi i
Beirút i dag eftir að stöðug skothrið
hafði verið frá því fyrir sólarupp-
rás. Hafa forvígismenn shita nefnt
þetta „siðasta vopnahléið". Banda-
ríska herskipið New Jersey hleypti
m.a. af fallbyssum sinum í morgun
til þess að verja búðir bandarfsku
gæsluliðanna við alþjóðaflugvöllinn
i Beirút eftir að þær höfðu orðið
fyrir skothríð. Einn gæsluliði særð-
ist i árásinni.
Vitað er til þess að sendiráð
V-Þýskalands varð fyrir talsverð-
um skemmdum þegar lætin voru
hvað mest i morgunsárið. Einn
starfsmanna þess meiddist er grjót
úr byggingunni hrundi á hann. Þá
hefur nær allt starfslið bandariska
sendiráðsins i Beirút, alls 41 maður,
verið flutt á brott i öryggisskyni.
Skáru
íbúana
á háls
l.slamabad, PakLstan, 7. febrúar. AP.
FRETTIR frá Afganistan, sem
bárust til Pakistan í dag,
herma, að stjórnarherinn hafi
farið aðra gereyðingarherferð
um borgina Istaelef, skammt
norður af höfuðborginni Kabúl,
á fimmtudag. Talið er að fórn-
arlömbin hafí skipt hundruö-
um.
Er árásinni líkt við árás á
borgina í nóvember. Þá var
talið, að nær helmingur allra
bygginga hefði verið jafnaður
við jörðu og lífið murkað úr
hundruðum manna.
Erfitt hefur reynst að fá
skýra mynd af því sem gerð-
ist en eftir því sem næst verð-
ur komist kom stjórnarher-
inn borgarbúum gersamlega í
opna skjöldu. Beið hann
átekta og gerði síðan snöggt
áhlaup. Var sveðjum og
byssustingjum beitt til þess
að síður yrði vart við áhlaup-
ið á útjaðar borgarinnar.
Engum var eirt, hvorki
börnum, konum né gamal-
mennum, þótt megináherslan
hafi verið lögð á að' koma
meðlimum frelsissveitanna
fyrir kattarnef. Fjöldi manna
úr frelsissveitunum var leidd-
ur út úr bænum ásamt fjöl-
skyldum þeirra og allur hóp-
urinn skorinn á háls.
„Slátrarinn
frá Teheran“
myrtur í gær
Parfe, 7. febrúar. AP.
GHOLAM ALI Oveissi, 65 ára
gamall fyrrum hershöfðingi frá
valdatíma íranskeisara, var í dag
veginn á götu úti í París ásamt
bróður sínum, Gholan Hosein.
Að sögn lögreglu voru bræð-
urnir báðir skotnir í höfuðið.
Árásarmennirnir, sem talið er
að hafi verið þrir saman, flýðu á
bifreið.
Oveissi var á sínum tíma yfir-
maður íranska hersins á valda-
tíma Reza Pahlavi, keisara.
Hafði hann orð a sér fyrir að
vera einstakt hörkutól, sem
fylgdi fyrirskipunum keisarans
út í ystu æsar. Hlaut hann viður-
nefnið „slátrarinn frá Teheran“
fyrir vikið.
Þá gegndi Oveissi stöðu yfir-
manns gæsluliðs keisarafjöl-
skyldunnar og er talinn hafa
verið maðurinn að baki fjölda-
morðunum í Teheran í septem-
ber 1978 þegar herinn hóf fyrir-
varalaust skothríð á mannfjölda,
sem safnast hafði saman í mið-
borginni.
„Hann var maður, sem allir
hötuðu," sagði íranskur frammá-
maður í París. „Það er ógjörn-
ingur að geta sér til hver varð
honum að bana, óvinir hans voru
svo margir."
Fyrsta geimgangan án öryggistaugar:
„Þetta var
risastökk“
— sagði Bruce McCandless að göngunni lokinni
( anaveral-höfða, Flórída, 7. febrúar. AP.
GEIMFARINN Bruce McCandless braut í dag blad í bandarískri geimferöa-
sögu er hann fór fyrstur þarlendra geimfara f göngu úti í geimnum án þess að
vera tengdur með öryggislínu við geimferjuna Challenger.
McCandless fór nákvæmlega 97
metra vegalengd frá ferjunni áður
en hann sneri aftur. Gangan tók
hann 90 mínútur. Á bakinu bar
hann sérstakan búnað, sem gerði
honum kleift að komast ferða
sinna. Þótt ekki fari mikið fyrir
kassanum, sem hýsir búnaðinn,
kostar hann 10 milljónir Banda-
ríkjadala, eða tæpar 300 millj. fsl
króna.
„Það getur verið að Neil hafi
fundist hann stíga stórt skref fyrir
15 árum, en fyrir mér var þetta
risastökk," sagði geimfarinn í sam-
tali við fjarskiptastöðina á Cana-
»
veral-höfða. Vísaði hann þá til
lendingar fyrsta mannaða banda-
ríska geimfarsins á tunglinu 1969
og ummæla Neil Armstrong er
hann steig út úr fari sínu.
Er McCandless kom aftur að
geimferjunni í dag fór Robert
Stewart að dæmi hans og fór í
stutta gönguferð í geimnum án ör-
yggistaugar.
Það, að gönguferð þeirra félaga
skyldi ganga að óskum; var banda-
rísku geimferðastofnuninni,
NASA, mikið gleðiefni eftir að
tveir gervihnettir höfðu tapast í
ferð Challenger.
Símamynd AP.
Maður og jörð. Söguleg mynd frá fyrstu geimgöngu geimfara án öryggistaug-
ar við geimfarið. Bruce McCandless er þarna á „heimleið" eftir að hafa
gengið 100 metra spöl frá geimferjunni Challenger. Ljósi hlutinn í forgrunni
myndarinnar er jörðin.