Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 íkveikjur í Hrafnhólum LAUSTT fyrir miðnætti á sunnudag var kveikt í póstkassa og eldur lagð- ur að bréfarusli í gangi í Hrafnshól- um 2—4 í Breiðholti. Það tókst að slökkva eldinn áður en verulegar skemmdir urðu, en gangahurð í Hrafnshólum 4 var mjög sviðin þegar tókst að slökkva eldinn og Ijóst að ekki mátti miklu muna. í gær hafði ekki tekist að hafa upp á brennuvargnum, en málið er í rannsókn hjá Rann- sóknalögreglu ríkisins. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ............. 20/2 Jan .............. 5/3 Jan ............. 19/3 ROTTERDAM: Jan ............. 21/2 Jan ............. 6/3 Jan ............. 20/3 ANTWERPEN: Jan .............. 9/2 Jan ............. 22/2 Jan .............. 7/3 Jan ............. 21/3 HAMBORG: Jan ............. 10/2 Jan ............. 24/2 Jan .............. 9/3 Jan ............. 23/3 HELSINKI/TURKU: Arnarfell ....... 22/2 Arnarfell ....... 23/3 LARVIK: Hvassafell ...... 13/2 Hvassafell ...... 27/2 Hvassafell ...... 12/3 Hvassafell ...... 26/3 GAUTABORG: Hvassafell ...... 14/2 Hvassafell ...... 28/2 Hvassafell ....:.... 13/3 Hvassafell ...... 27/3 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 15/2 Hvassafell ...... 29/2 Hvassafell ...... 14/3 Hvassafell ...... 28/3 SVENDBORG: Hvassafell ...... 16/2 Helgafell ....... 25/2 Hvassafell ....... 1/3 Hvassafell ...... 15/3 ÁRHUS: Hvassafell ...... 16/2 Helgafell ....... 25/2 Hvassafell ....... 1/3 Hvassafell ...... 15/3 FALKENBERG: Mælifell ........ 16/2 Dísarfell ....... 22/2 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ....... 13/2 Skaftafell ...... 23/2 HALIFAX, KANADA: Skaffafell ...... 24/2 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 .. af öllu gneistar sem frá honum kemur“ Lofsamlegar umsagnir um r1"" Grikklandsárið í Danmörku ■ ‘MÉMMá Jto i mk' Nokkur sýnishorn af úrklippum með umsögnum um Grikklandsárið. Grikklandsárið eftir Halldór Laxness kom fyrir skömmu út í Danmörku í þýðingu Eriks Sönd- erholm. Morgunbiaðinu hafa bor- izt allmargar úrklippur með um- sögnum um bókina og Ijúka allir gagnrýnendur miklu lofsorði á verkið. Skal þeirra getið hér í lauslegri þýðingu. í Berlinske Tidende segir Jörgen Glerup meðal annars frá hinum ýmsu tímabilum á rithöf- undarferli Halldórs. Glerup er þeirrar skoðunar að Grikklands- árið sé í meiri nánd við sjálfs- ævisögu en skáldsögu, að minnsta kosti ef litið sé á málið samkvæmt hefðbundinni skil- greiningu. Halldór hafi í upphafi ferils síns beint sjónum að hinu sjálfsævisögulega, eða til ársins 1927, að við hafi tekið eins konar „þjóðfélagsleg verk“ og þar telji hann Sölku Völku fremsta bóka hans. „Á sjöunda áratugnum upphefst nýtt uppgjör, kommún- ismanum er varpað fyrir róða og í bland vegna innblásturs tao- ismans hefjist þá nýtt skeið á rithöfundarferli Halldórs, þar sem hið einfalda, hljóðláta og einlæga situr á ný í fyrirrúmi." „Eventyrlige Laxness" segir í fyrirsögn umsagnarinnar í Vest- kysten, sem kemur út í Esbjerg. Ulf Gudmundsen segir m.a.: „Það er aðeins á valdi Halldórs Laxness að gefa út stóra bók og kynna hana sem „Grikklandsár- ið“ og láta svo að segja allt ger- ast á íslandi — í endurminn- ingaformi. Þessi nýja bók er sannkölluð veizla. Skínandi perla þar sem vísdómur og húm- or sitja í fyrirrúmi. Frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu leiftr- ar hin stórkostlega frásagnar- gáfa höfundarins. Laxness er óviðjafnanlegur sögumaður. Hann er vírtúós hvað stílinn snertir.” Ulf Gudmundsen segir að hvaðeina í bókinni dragi dám af þessum yfirburðahæfileikum Laxness til að fabúlera nánast um allt þannig að lesandi verði hugfanginn. „Þetta er svo óvenjulega ævintýralegt og þó svo djúpt. Það þarf mikið skáld til að allt slíkt upplifist og að koma því frá sér. Hér er Laxness einstakur og það er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem hann vinnur á þennan hátt. Og af Óllu gneistar sem frá honum kemur.“ f Aalborg Stiftstidende segir Claus Ingemann Jörgensen: „Halldór Laxness — jöfurinn í norrænni sagnagerð á þessari öld, situr á heimili sínu í Mos- fellsdalnum og skrifar endur- minningar sínar. Það hefur hann gert öðru hverju síðasta áratug. Laxness kallar þetta þó „ritgerð- arsögur" og endurminningar þessar eru fjarri því að vera sjálfhverfar: Laxness horfir á sjálfan sig úr nokkurri fjarlægð og tengir sig inn í stærri heild- armynd landa sinna í íslenzku menningarlífi frá þessum tíma. Að frátöldum rithöfundinum Þórbergi Þórðarsyni eru þeir flestir óþekktir utan íslands." Ingemann Jörgensen segir að Laxness velji sér þann stíl við gerð bókarinnar, að hann geti gefið sjálfum sér lausan taum- inn, og þessi aðferð hans kunni að reyna nokkuð á suma lesend- ur — hvað snertir að taka allt þetta ævintýri trúaniegt. En ákaflega sé þetta skemmtilegt aflestrar og upplifunar, eins og til dæmis þegar Laxness fullyrði að ættjarðarsöngvar eigi afleit- lega við fslendinga, enda hefur engin önnur þjóð en Danir lagt sig jafn mikið í framkróka við að eyðileggja ísland af hinum fyllsta ásetningi. Eða þegar hann víki að norska ritmálinu sem „hinni fegurstu dönsku“. Og lítur á nýnorskuna sem hina aumustu tungu, klúðurslega og beinlínis menningarsnauða. „Stíllinn er ákaflega háðskur og manni verður að falla hann í geð til að geta notið bókarinnar, vera beinlínis sólginn í að gleypa í sig alla þessa íróníu." „Sandfærdigt bedrag“ segir Torben Broström í fyrirsögn í Information og hann segir að hluti af þeim galdri sem Halldór Laxness ráði yfir sé það sem kalla mætti eins konar rökvísi málalenginga. Hann spinni upp sögur, sem upphefji almennar reglur, en aldrei sé of langt gengið og þetta sé unnið á ein- stakan hátt sem aðeins sé á fárra færi. Torben Broström segir: „Lofaður og prísaður sé Erik Sönderholm sem hefur svo næma skynjun á höfundi sínum, að hann getur flutt okkur hinn sérstæða halldórska stíl yfir á dönsku, svo að lesandi verði beinlínis himinlifandi við lestur hennar.“ Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld — Nýtt sagnfrædirit eftir Loft Guttormsson ÚT ER komin á vegum sagnfræði- stofnunar Háskóla íslands ritið Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöid eftir Loft Guttorms- son dósent. Ritið er 240 bls. að stærð. Það ber undirtitilinn Til- raun til félagslegrar og lýðfræðilegr- ar greiningar. Höfundur sýnir fram á hvað var sérstætt við stöðu barna og ungdóms á íslandi í sam- anburði við það sem gerðist í grannlöndunum, einkum á 18. öld. Varpað er ljósi á lífsferil manna í uppvextinum eins og hann mótað- ist jafnan af efnahagslegri og fé- lagslegri stöðu þeirra, sem og af ríkjandi viðhorfum, áður en þjóð- félagið tók að umbreytast í nú- tímahorf. Þetta rit er hið tíunda í ritsafni sagnfræðistofnunar Há- skólans, segir í frétt frá Sögufé- laginu, sem Morgunblaðinu hefur borist, en félagið hefur söluumboð fyrir bókina. Loftur Guttormsson itoBCinnLAOO), fOstudagu* u. janOai um 1 - uóevmwi Ak—yHi Punktar frá bæjarstjórn Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Jafnréttisnefnd Ak- ureyrar: „Af gefnu tilefni serri birt er hér með, svo og fleiri rangfærslum sem birst hafa í blöðum að undan- förnu, óskar jafnréttisnefnd Ak- ureyrar að koma eftirfarandi á framfæri. Eins og kunnugt er gerði Krist- inn Karlsson, félagsfræðingur, könnun á atvinnuþátttöku kvenna og vinnumarkaðnum á Akureyri. Þetta er fyrsta rannsóknarskýrsla sinnar tegundar hérlendis, þar sem einungis er byggt á opinber- um upplýsingum. Hins vegar nýtir Kristinn einnig niðurstöður þeirra úrtakskannana sem gerðar hafa verið á vegum annarra jafnréttis- nefnda, til að fá samanburð og betri heildarmynd. Nefndin fagnar þeirri miklu umræðu sem niðurstöður þessarar könnunar hafa vakið, bæði í fjöl- miðlum og manna á meðal. Hins vegar harmar nefndin að ýmsir fréttamenn og fleiri sem um þetta hafa fjallað opinberlega, skuli ekki hafa leitað sér betri heimilda fyrir sínum skrifum en raun ber vitni. Þetta vekur sérstaklega athygli nefndarinnar vegna þess, að fréttamönnum var boðið að vera viðstaddir kynningarfund nefnd- arinnar með bæjarstjórn í byrjun desember sl., þar sem bæði Krist- inn Karlsson kynnti niðurstöður og eðli skýrslunnar og nefndin gerði ítarlega grein fyrir, hvernig hún teldi að nýta bæri þessar niðurstöður. Þar kom m.a. skýrt fram að heildarskýrslan yrði vélrituð og síðan fjölrituð beint úr hendi Krist- ins, m.a. til afnota fyrir ýmsar stofnanir bæjarins, svo og aðra sem gagn eða áhuga hefðu á að nýta sér þær ítarlegu upplýsingar sem þar koma fram. En eins og Kristinn gerði grein fyrir á fundinum, er rannsókn- arskýrsla af þessu tagi í eðli sínu nokkuð tæknilegt og viðamikið plagg, þar sem oft verður að beita flóknum aðleiðslum við öflun niðurstaðananna. Hún er þó vit- anlega skiljanleg hverjum þeim sem áhuga hefur að kynna sér hana, en varla aðgengileg til al- mennrar fræðslu, frekar en aðrar skýrslur af slíku tagi. Þar sem eitt af hlutverkum nefndarinnar er að veita fræðslu um jafnréttismál beindi nefndin því til bæjarstjórnar, og þá vitan- lega í fulllu samráði við Kristin Karlsson, að unninn yrði mynd- skreyttur fræðslubæklingur, sem byggði á niðurstöðum könnunar- innar og gæti m.a. hentað til jafn- réttisfræðslu í skólum. Bæjarstjórn hefur nú samþykkt að veita kr. 20.000 til að hefja und- irbúning fyrir útgáfu á umrædd- um fræðslubæklingi, en annar kostnaður við útgafu hans bíður afgreiðslu fjárhagsáætlunar Ak- ureyrarbæjar. Bæklingur þessi er vitanlega allt annað verk en rannsóknarskýrsla Kristins, og ætlaður til annarra nota. Gert er ráð fyrir að bæklingur- inn verði til sölu á almennum markaði og er þess að vænta, að hann verði tilbúinn með vorinu. Heildarskýrsla Kristins er hins vegar þegar komin í fjölritun og verður tilbúin innan fárra daga. Verður henni dreift til ýmissa stofnana bæjarins svo og bóka- safna. Nefndin mótmælir hér með þessari fáránlegu túlkun að verið sé að „færa skýrslu Kristins Karlssonar um atvinnumarkaðinn á Akureyri í það horf að hún skilj- ist almennu fólki“ (Morgunblaðið 13. janúar, Þjóðviljinn 14.—15. janúar 1984). Ónafngreind skrif um þetta mál, sem birtust í fslendingi 20. janúar sl. telur nefndin þess eðlis að þau séu ekki svaraverð, og tor- skilið hvaða ávinning blaðið telur sig hafa af slíkum skrifum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.