Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
Plnrgmi Útgefandi NMaMfr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Kjaraúttektin
Nú liggja fyrir niðurstöður
í tveimur könnunum á
högum launþega. Annars veg-
ar athugun Kjararannsókna-
nefndar sem starfar á vegum
samtaka launþega og atvinnu-
rekenda og hins vegar athug-
un Vinnuveitendasambands
íslands. Úrtakið í þessum
könnunum er ekki sambæri-
legt. Kjararannsóknanefnd
var að rannsaka tekjur lág-
launafólks en Vinnuveitenda-
sambandið gerði úttekt á kjör-
um launþega almennt. Ástæða
er til að vekja athygli á þess-
um mun, þar sem Þjóðviljinn,
málgagn Alþýðubandalagsins,
er þegar tekinn til við að gera
niðurstöður í athugun Vinnu-
veitendasambandsins tor-
tryggilegar. Staðreyndin er
hins vegar sú að í þeim hluta
rannsóknanna sem eru sam-
bærilegar hjá Kjararann-
sóknanefndinni og
Vinnuveitendasambandinu er
hið sama upp á teningnum. í
báðum tilvikum kemur fram,
að það eru einstæðir foreldrar
og barnmargar fjölskyldur
sem standa verst að vígi.
í sjálfu sér er það tákn um
nýja tíð í kjaramálum hér á
landi að tekist hefur að fram-
kvæma rannsókn á högum
launþega með þeim hætti sem
hér um ræðir. Með því fæst
önnur sýn inn í kjarafrum-
skóginn en sú sem gefin er
með stóryrtum yfirlýsingum
launþegaforingja. Áuðvitað
má nota þessar niðurstöður til
að leggja mat á árangurinn í
baráttu einstakra verkalýðsfé-
laga. En togstreitan sem leiða
myndi af slíkum samanburði
dreifir aðeins athyglinni frá
kjarna málsins, en hann er, að
hleypidómalaust verði skýrt
og skilgreint hvað kjaraút-
tektin segir okkur öllum um
stöðu launþega almennt og til
hvaða áttar hún vísar þegar
rætt er um að bæta þurfi hag
þeirra sem verst eru settir. Því
miður hefur það alltof oft
gerst að þrátt fyrir allt talið
um láglaunafólkið við upphaf
samningsgerðar hefur það
verið skilið eftir á lokastigum.
Liggur nærri að álykta sem
svo að verkalýðshreyfingin sé
ekki fær um að standa vörð
um hagsmuni þessa fólks eins
og valdaaðstaðan er innan
dyra í henni.
Þegar litið er á niðurstöð-
una hjá Vinnuveitendasam-
bandi fslands vekur það mesta
athygli hve margir þiggja þó
bærileg laun miðað við orð-
ræður almennt um kaup og
kjör. Sé láglaunahópurinn
kannaður nánar er nauðsyn-
legt að draga skýr mörk milli
fólks í hópnum. Ollum ætti til
dæmis að vera ljóst að ekki á
hið sama að ganga yfir ein-
hleyping undir tvítugu sem
býr í heimahúsi og nýtur
framfæris foreldra og ein-
stæða móður með tvö börn á
barnaheimili og í leiguhús-
næði þótt í báðum tilvikum sé
um láglaunaðan einstakling að
ræða. Kauptaxtar gera ekki
mun á fólki á þessum forsend-
um en það er unnt að gera með
skattheimtu og barnabótum.
Mestu skiptir að umræðun-
um um kaup og kjör sé ekki
drepið á dreif með óþörfu
karpi um niðurstöðurnar í
kjaraúttektinni. Þeir sem
fyrir slíkum deilum standa
vilja koma í veg fyrir að tekist
sé á við það sem mestu skiptir,
að bæta kjör hinna verst settu.
Samkeppni
um sparifé
Til þess að dæmi ríkissjóðs
gangi upp á þessu ári mið-
að við fjárlög er nauðsynlegt
að ýmsar ráðstafanir séu gerð-
ar bæði í sparnaðar- og fjár-
öflunarskyni. Nauðsynlegt er
til að mynda að afla tölu-
verðra fjárhæða á innlendum
lánsfjármarkaði. Takist það
ekki færi margt úr skorðum,
meðal annars fjármögnun
húsnæðislána.
Ríkissjóður sækist því eftir
sparifé landsmanna jafnvel af
meira kappi en áður. Til
marks um þetta má benda á
tvö útboð ríkissjóðs sem kynnt
eru þessa dagana, annars veg-
ar eru hefðbundin spariskír-
teini boðin með hærri vöxtum
en áður og hins vegar eru boð-
in gengistryggð spariskírteini
með 9% vöxtum.
Fróðlegt verður að fylgjast
með áhuga almennings á
gengistryggðu skírteinunum,
því að nú er 1 fyrsta sinn boðið
upp á þessa leið til að ávaxta
fé. Hefðbundnu spariskírtein-
in hafa verið talin öruggasta
sparnaðarleiðin til þessa og
eru það að líkindum áfram því
að meiri áhætta er tekin með
því að kaupa gengistryggð
bréf. Þá er það til marks um
breytt viðhorf til gengis-
skuldbindinga í viðskiptum af
þessu tagi að fyrsta útboð á
gengistryggðum bréfum skuli
birtast þegjandi og hljóða-
laust með samþykki Alþingis.
Fær ríkið eitt að sitja að slík-
um kjörum? má svo spyrja.
Áhrifamesta leiðin að ým-
issa mati fyrir ríkissjóð til
fjáröflunar á þessum markaði
er útgáfa ríkisvíxla. Er ekki að
efa að fjármálamennirnir yfir
ríkishítinni kanni þann mögu-
leika í samkeppninni um
spariféð.
Þingsályktunartillaga þingmanna úr c
Friðarfrædsla
steinn utanríkis
LÖGÐ HEFUR verið fram á Alþingi
tillaga til þingsályktunar „um friðar-
fræðslu". Flutningsmenn eru 13 al-
þingismenn úr öllum þingflokkum á
Alþingi. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi
ályktar að fela menntamálaráöherra
að hefja undirbúning að frekari
fræðslu um friðarmál á dagvistar-
stofnunum, í grunnskólum og fram-
haldsskólum landsins. Markmið
fræðslunnar verði að glæða skilning á
þýðingu og hlutverki friðar og rækta
hæfileika til þess að leysa vandamál
án ofbeldis og leita friðar í samskipt-
um einstaklinga, hópa og þjóða.“ f til-
efni af þingsályktunartillögunni ræddi
blaðamaður Mbl. við nokkra flutn-
ingsmenn í þeim tilgangi að kynnast
hugmyndinni að baki tillögunni og í
hvaða formi þeir hugsa sér „friðar-
fræðslu'* í skólum og á dagvistarstofn-
unum landsins.
Tvímælalaust á
að fræða um horn-
stein utanríkis-
stefnu okkar
Gunnar G. Schram og Salome
Þorkelsdóttir eru tveir flutnings-
manna úr hópi Sjálfstæðisflokks-
þingmanna. Þau óskuðu eftir að tjá
sig saman um málið og voru þau
fyrst spurð hvernig þau hygðust
tryggja. að friðarfræðslan yrði ekki
einhliða áróður vinstri manna um
einhliða afvopnun. Gunnar varð
fyrir svörum og sagði að það væri
ekki þeirra að segja fyrir um það.
Alþingi væri þarna að beina þeim
tilmælum til menntamálaráðherra
að láta kanna hvernig unnt væri að
auka fræðslu um friðarmál frá því
sem væri í skólum landsins. Það
yrði menntamálaráðherra sem
fjallaði um málið og kannaði það,
Álþingi væri eingöngu að beina til-
mælum til hans.
— Eitt af undirstöðuatriðum
utanríkisstefnu okkar er aðild
okkar að Atlantshafsbandalaginu.
Með því teljum við okkur tryggja
öryggi og varnir landsins, auk þess
sem vera okkar þar stuðlar að frið-
arjafnvægi í Vestur-Evrópu. Hvern-
ig getið þið ábyrgst að þessari stað-
reynd verði komið til skila, miðað
við þá umræðu sem átt hefur sér
stað í alls kyns friðarhreyfingum í
Evrópu?
Salome svaraði: „Við erum að
leggja þetta í hendurnar a mennta-
málaráðherra, en ekki neinum öðr-
um og menntamálaráðherra hefur
þessar skoðanir."
— En ef annar menntamálaráð-
herra, annarrar skoðunar, tæki nú
við?
„Við tryggjum það ekki. Hann
getur þess vegna verið kommúnisti,
en þátttaka okkar í tillöguflutn-
ingnum byggist m.a. á því að með
henni komum við í gegn ákveðnum
breytingum. Þarna er fyrst og
fremst verið að leggja áherslu á
friðarfræðslu, en ekki að koma
kommúnistaáróðri inn í friðar-
fræðsluna. Ég get ekki séð hvernig
við eigum að hafa áhrif á friðar-
umræðuna, ef við ætlum að vera
utan við hana.“ Þau sögðu ennfrem-
ur að tillöguflutningurinn hefði ver-
ið ræddur í þingflokknum. Varðandi
umræddar breytingar sögðust þau
m.a. hafa komið því til leiðar að
ályktuninni væri nú beint til
menntamálaráðherra í stað skóla-
rannsóknadeildar, eins og upphaf-
lega hefði verið í tillögudrögunum.
— En teljið þið að vera okkar í
NATO og áðurnefnd túlkun á þeirri
staðreynd eigi að vera liður í friðar-
fræðslu í skólum?
Gunnar svaraði og sagði: „Tví-
mælalaust. Það er óhjákvæmilegt
að ganga fram hjá því. Það er
hornsteinn okkar utanríkisstefnu
og hlýtur að vera eitt af þeim atrið-
um sem vakin er athygli á, að við
tryggjum okkar frið kannski allra
helst með veru okkar í NATO.“ Sal-
ome tók undir orð Gunnars og sagði
að auðvitað yrði ekki komist hjá því
að kynna þau sannindi í skólakerf-
inu.
— Þið ræðir um frið og fræðslu
um frið. Er kannski friðnum hætt
með því að halda uppi kennslu um
fornbókmenntirnar, öll þau mann-
víg og ófrið sem þar úir og grúir af?
„Það er náttúrulega allt annars
eðlis. Við verðum að vita staðreynd-
ir sögunnar. Við getum kannski
lært af henni og það dettur engum í
hug að það eigi ekki að kenna sögu í
skólum," sagði Salome. Gunnar
bætti því við að að hans áliti ætti
fremur að auka sögukennslu í skól-
um.
Gera á grein fyrir
hugtakinu friður eins
og hugtakinu lýðræði
Stefán Bene-
diktsson þing-
maður Bandalags
jafnaðarmanna
er einn flutnings-
manna. Aðspurð-
ur um hvernig
hann hyggðist
....... tryggja að árang-
ur þingsályktunartillögunnar yrði
ekki einhliða áróður vinstri manna
sagði hann: „Ég held nú að það sé
tómt mál að tala um að maður geti
tryg&t eitt eða neitt í þessu tilfelli,
frekar en maður getur það í dag.
Það þýddi náttúrlega að til þess að
slíkt mætti verða, yrði að koma hér
upp nokkuð öflugu ritskoðunarkerfi,
eða stóra bróður, sem ég held að
enginn hafi áhuga á.“
— Þú telur sem sagt enga trygg-
ingu fyrir því að þessi fræðsla verði
ekki einhliða áróður vinstri manna
um einhliða afvopnun?
„Nei, en þessi mál hafa hingað til
verið sæmilega afmörkuð með
námsskrám, sem gera þá grein fyrir
hlutverki, markmiði og aðferðum í
kennslu. Ég sé því ekki annað en
hægt verði að koma því við í þessu
úr því menn telja það hægt í kristn-
um fræðum. Ég tel að þetta snerti
kristin fræði að mjög miklu leyti."
— Friðarfræðsla þá á trúarleg-
um grundvelli?
„Nei, ekki beint á trúarlegum
grundvelli, heldur byggir þessi frið-
arhugsun auðvitað á kristinni
hugmyndafræði og þeirri vestrænu
siðfræði sem af henni er sprottin."
— Ætti að þínu mati að felast í
friðarfræðslu á íslandi upplýsing
um það, að vera okkar í NATO
byggist á því að við teljum öryggi
okkar og vörnum og jafnvægi í
V-Evrópu bezt borgið með þeim
hætti?
„Mér finnst fáránlegt að fara
kannski að hugsa um slíka hluti
fyrir börn á barnaheimilum, en aft-
ur á móti tengjast hugmyndir um
frið og friðarbaráttu því, að gera
fólki grein fyrir hugtökum eins og
frelsi og lýðræði."
— Þú ræðir um kristna hug-
myndafræði og frið. Er kannski
hættulegt að halda áfram að kenna
fornsögurnar, Sturlungu t.d. og
jafnvel Gamla testamentið, þar sem
allt er fullt af mannvígum og ófriði
í hvers konar mynd?
„Það er nú ekki mikið orðið tönnl-
ast á Gamla testamentinu og það er
nú kannski miður. Það er alveg rétt
að öll okkar fortfð er full af ófriði,
en það er kannski svolítið óskylt
mál hvað fjallað er um á sögulegu
eða bókmenntalegu sviði og hins
vegar því að reynt er að leggja
grunn að ákveðnum áhuga á þessu
hugtaki friði á svipaðan hátt og gert
hefur verið með lýðræði."
Held að við
verðum að treysta
kennurum einu sinni
Jóhanna Sig-
urðardóttir þing-
maður Alþýðu-
flokksins sagði
aðspurð um hvort
hún óttaðist ekki
einhliða áróður
vinstri manna í
umræddri friðar-
fræðslu: „Eins og þú sérð þá hafa
aðrar þjóðir tekið upp þessa fræðslu
í skólum. Á þessari tillögu eru þing-
menn úr öllum flokkum sem bendir
nú eindregið til þess a þingmenn
treysti nú kennurunum til að fara
með friðarfræðslu í skólum. Auðvit-
að er ekki sama hvernig þetta er
gert, en eitt verða þingmenn að at-
huga. Alls konar viðbótarefni hefur
smám saman verið að koma inn í
skólakerfið, jafnréttisfræðsla, kyn-
lífsfræðsla o.fl. og ég tel varhuga-
vert að þetta gerist án samræming-
ar til dæmis í gegnum skólarann-
sóknadeild. Auðvitað tel ég að kenn-
ararnir eigi ekki að hafa sjálfdæmi
um hvernig þetta er gert.“
— Telur þú tryggt að undirstaða
friðarfræðslu geti orðið undirstaða
utanríkisstefnu okkar, þ.e. að vera
okkar í NATO tryggi okkur öryggi
og friðarjafnvægi í V-Evrópu?
„Ég skal ekki segja um það með
hvaða hætti þetta verður gert og
auðvitað vildi ég að það yrði hægt
að byggja þetta upp þannig að það
byggði almennt á friði í heiminum.
Ekki yrði horft til stórveldanna sem
slíkra heldur verði þetta almenn
friðarfræðsla. Ég held að við verð-
um að treysta kennurunum einu
sinni til þess að geta kennt þetta
eins og annað námsefni."
— En er þetta ekki vopn í hendur
þeirra sem misnota aðstöðu sína á
þessu sviði?
„Þetta er áreiðanlega viðkvæmt
og vandmeðfarið og spurning hvort
eigi að fara með þetta alla leið niður
í dagvistarstofnanir."
— Telur þú að við eigum að
hætta að kenna fornsögurnar í þeim
tilgangi að forða frá fræðslu um
mannvíg og ófrið?
„Nei, ég held að við verðum að
halda okkur við sögukennsluna í
skólum. Auðvitað getum við ekki
1983-84 (106. iötyUararþing) — 184. mál.
Sþ. 328. Tillaga til |
um friðarfræöslu.
Flm.: Guðrún Agnarsdóttir, Eiður (
Guðrún Helgadóttir, Gunnar G. Schram
Kristín Halldórsdóttir. Kristíi
Salome Þorkelsdóttir, Sigríður Dúna K
Alþingi ályktar að fela menntamálaráðhei
friöarmál á dagvistunarstofnunum, í grunnskr
fræðslunnar verði að glæða skilning á þýðingu
að leysa vandamá^n ofbeldú^>g leiú^nðar