Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
45
og þar bjó hún til dauðadags. Hún
tók ástfóstri við landið, og þar átti
hún fjölda vina. Fyrstu árin bjó
hún í Álasundi, og stundaði þar
iðn sína, en hún var klæðskeri að
mennt. Síðan fluttist hún til Berg-
en og starfaði við sömu iðn, alltaf
iðin og vinnusöm og handbragðið
frábært.
f Bergen giftist hún mætum
manni, Vilhelm Thorsteinson,
starfaði hann við járnbrautirnar,
og iðulega kölluðu smádrengir
hann „snille jernbanemannen" —
góða járnbrautarmanninn. Hann
var prúðmenni hið mesta, og vann
hann sér brátt hylli og vináttu
ættingja og vina Kristínar. Hann
lést fyrir allmörgum árum. Krist-
ín harmaði hann mjög, en eitthvað
í hennar fslendingseðli hefur verið
í ætt við konuna, sem forðum
sagði: „Ekki skal gráta Björn
bónda, heldur safna liði.“ Kristín
safnaði orku og einbeitni og hélt
lífsgöngunni áfram ein og óstudd.
En margir eru þeir vinir og vanda-
menn, sem hún hefur stutt um
dagana.
Nú hefur hún lokið göngu sinni,
tómarúm er eftir, en við samgleðj-
umst henni. Hún var trúuð kona
og alveg viss um handleiðslu Guðs,
bæði þessa heims og annars.
Það síðasta sem hún gerði var
að skrifa vinkonu sinni, þeirri
elstu af þeim sem þetta rita, langt
bréf og gott eins og venjulega. Þar
skrifaði hún m.a. að hún sé svo
þakklát fyrir það, að hún hafi allt-
af verið frísk, allir séu svo góðir
við sig, og Guð leggi sér alltaf
eitthvað til, eins og hún orðar það.
Daginn eftir leið hún útaf í
stólnum sínum. Við gleðjumst yfir
því að hún skuli hafa fengið slíkan
dauðdaga.
Við þökkum af hjarta vináttuna
og tryggðina, sem hún lét okkur í
té.
Þökkum allar góðar og glaðar
samverustundir, og biðjum henni
allrar blessunar á landi lifenda.
Jórunn, Margrét og Hrefna.
Kristín Thorstensen, föðursyst-
ir mín, varð bráðkvödd í Bergen
15. janúar sl. og jarðsett þar að
eigin ósk.
Snjór huldi jörð og sól skein úr
heiðum himni, táknrænt fyrir
frænku, bjartsýni hennar og þá
birtu sem hún alls staðar bar með
sér.
var læknir minn og ég prestur
hans. Við áttum ekki einungis
samleið heldur samvinnu um
margt. Það var ekki aðeins
skýrslugerð um fædda og dána, en
auk þess þurftum við, og þá sér-
staklega ég, að ræða um og fræð-
ast um líðan þess fólks, sem okkur
var ætlað að þjóna. í þeim efnum
urðu gagnkvæm trúnaðarskipti.
Samstarf okkar leiddi til þess að
við urðum vinir alla tíð. Þegar ég
minntist Egils í Fossvogskapellu,
minnti ég á orð Páls postula í
fyrra Korintubréfi, þar sem hann
talar um náðargáfurnar, þ.e. gáf-
urnar, sem Guð gefur til sérstakra
starfa til hjálpar og blessunar
mönnum, þar á meðal lækninga-
gáfuna. Egill fékk þessa gjöf í rík-
um mæli. Hann var læknir af
Guðs náð.
Allt frá því hann hóf námsferil
sinn, keppti hann að því að verða
læknir. Veikur eftir spönsku veik-
ina (orðinn berklasjúklingur) gekk
hann undir kandidatsprófið. Þá
var hann svo tærður, að prófessor-
inn sagði: Ég held nú, að þér ættuð
heldur að halda yður hangandi
saman og uppistandandi. En Egill
fór í prófið og fór þaðan með 1.
einkunn. En orðum prófessors
gleymdi Egill aldrei, og í stað þess
að gefast upp, urðu þessi orð til
þess að uppörva hann og gera
hann meiri mann.
Eftir kandidatsprófið fór Egill á
Vejletjord Sanatorium, þar sem
hann fékk fulla bót með því hann
agaði sig og „blés lungu sín“ sjálf-
ur (mig skortir alla þekkingu í
læknisfræði) en ég held að þetta
sé einstakur „tortur" sem fáir geti
gert sjálfum sér. Hann varð þó
aldrei meinlætismaður, síður en
Kristín var fædd að Efrahóli í
Viðvíkursókn í Skagafirði 21.
október 1899. Foreldrar hennar
voru Þorlákur Þorleifsson og Mar-
grét Stefánsdóttir. Kristín var
næstelst 9 systkina. Af þeim
systkinahópi eru þrjú á lífi nú,
Stefanía, Vilberg og Sigrún. Fjöl-
skyldan flytur 1904 að Litlu-
Brekku í Hofshreppi. Börnunum
fjölgaði og 1907 voru þau orðin 7
að tölu. Fjölskyldunni búnaðist þó
vel og Þorlákur afi minn þótti
duglegur til vinnu og með afbrigð-
um verklaginn. Hann hafði aldrei
þegið neitt af sveit. Þrátt fyrir það
óttuðust hreppsyfirvöld þessa
barnmörgu fjölskyldu og vildu
umfram allt losna við hana áður
en hún, eftir fimm ára búsetu í
sama hreppi, yrði sveitlæg. Fjöl-
skyldan varð nú að flytjast á sjáv-
arjörð, féð þoldi ekki fjörubeitina
og hrundi niður og óáran komst í
kýrnar svo lóga þurfti þeim. Öm-
urlegast var þó þegar barnaveikin
herjaði á barnahópinn. Tvö börn
dóu og hin veiktust mikið m.a.
Kristín. Oft minntist Kristín þess-
ara atburða og bar saman við
þjóðfélag nútímans þar sem hver
reynir að mjólka þjóðfélagið sem
best hann getur.
Fjölskyldan hrökklaðist nú til
Hofsóss og afi vann baki brotnu
ýmist til sjós eða út um sveitir
enda eftirsóttur vinnukraftur sem
fyrr segir. En haustið 1914 kom
afi minn veikur heim úr sjóferð,
fékk lungnabólgu og dó. Heimilið
sundraðist. Kristín fór í kaupa-
vinnu á Bjarnastaði í Unadal og
fékk að hafa föður minn, Guð-
mund, þá 7 ára, með sér fyrsta
árið. Var alla tíð mjög kært með
þeim síðan.
Upp úr 1920 hélt Kristín til Nor-
egs. Fyrst bjó hún í Álasundi, en
eftir eins og hálfs árs dvöl á Is-
landi um 1930 fór hún til Bergen,
þar sem hún bjó til æviloka.
Kristín lagði fyrir sig klæð-
skeraiðn og vann lengst af við
Klöverhuset sem þekkt er fyrir
vandaðar vörur. í lok stríðsáranna
sprengdu Bandamenn í loft upp
hollenskt skip hlaðið vopnum, sem
Þjóðverjar höfðu náð á sitt vald, í
höfninni í Bergen. Miklar
skemmdir hlutust af t.d. stór-
skemmdist Hákonshallen og Klöv-
erhuset, þar sem frænka sat við
sauma, hrundi að nokkru leyti.
Kristín skrámaðist og fékk slæmt
taugaáfall. Eftir stríð kom hún
heim í eitt og hálft ár og jafnaði
sig hjá Magnúsi bróður sínum og
svo. Egill Jónsson var læknir af
hugsjón. Ég nefni hér aðalein-
kenni hans sem læknis: Árvekni
og samvizkusemi. Hann var alltaf
til taks. Það mátti banka á glugg-
ann hjá honum að nóttu og hann
var kominn að sjúkrabeði að
vörmu spori.
Hann var manna gjörvulegastur
á velli, hár og grannur, röskur í
hreyfingum, hress í lund, glað-
sinna, spaugsamur og fyndinn.
Hann kom með heilsu og heil-
brigði í sjálfum sér að sjúkrarúmi.
Maður frískaðist blátt áfram af
því að sjá hann.
Fleira fágætt einkenndi hann.
Hann tók aldrei eyri fyrir viðtöl,
lyfseðil, heilbrigðisvottorð né
heimsóknir. Hið mesta er talið
síðast.
Egill Jónsson var mikill skurð-
læknir. Kunnur í læknastétt, víð-
kunnur um Austurland. Með hnífi
sínum, handlagni og þeirri heill,
sem hann vissi, að var ekki af
þessum heimi, bjargaði hann lífi á
úrslitastund. Hann skar upp á líf
og dauða og lífið sigraði í höndum
hans.
Aldrei held ég hann hafi unnið
vandaverk án þess að lyfta hug í
hæðir og biðja.
Hann var fæddur læknir.
Stundum sagði hann líka við mig.
Ég held, að ef ég hefði ekki orðið
læknir, hefði ég ekkert getað gert.
Egill Jónsson var maður ein-
samall sem kallað er. Hann
kvæntist aldrei og varð aldrei fjöl-
skyldufaðir. Eigi að síður átti
hann stóra fjölskyldu auk nánasta
ættfólks. Margir urðu heimilisfólk
hans lengri eða skemmri tíma, og
gestir margir bæði hérlendir og
erlendir. Sína nánustu bar hann
konu hans, Guðnýju Stefánsdóttur
á Siglufirði. Var Kristín þeim alla
tíð mjög þakklát fyrir þá aðstoð.
Árið 1953 giftist Kristín Wil-
helm Thorstensen, starfsmanni
hjá Bergens jernbane. Hann var
ekkjumaður og barnlaus og voru
þeirra samvistir mjög góðar, enda
var Wilhelm ágætismaður og mik-
ill íslandsvinur og kom í heimsókn
til íslands með Kristínu. Wilhelm
lést eftir erfiða sjúkdómslegu
1%7.
Kristín var snillingur í fatagerð
og aldrei kastaði hún nýtilegum
bút, hann gat komið sér vel.
Snyrtimennska var henni í blóð
borin og kappkostaði hún ævin-
lega að halda reisn sinni. Hún var
sannur vinur vina sinna en gat
stundum verið dómhörð og var
aldrei hrædd við að láta í ljós
skoðanir sínar og rökstyðja þær.
Hún gerði miklar kröfur til sjálfr-
ar sín. Hún var mjög vel minnug
og hafsjór af fróðleik. Kristín var
mikill Islandsvinur og fór þar ekki
í manngreinarálit, þeir voru ófáir
íslendingarnir sem gistu hjá
henni eða nutu á annan hátt
gestrisni hennar. Fáa þótti mér
jafngott að sækja heim.
Þegar hún kom í heimsókn til
íslands, sem hún gerði nokkuð oft,
var vina- og ættingjalistinn svo
langur að nærri var ógerlegt að
sinna öllum. Margir fengu ein-
hverja gjöf, því Kristín hafði svo
mikla unun af að gefa og gleðja.
Faðir minn naut góðs af örlæti
hennar og snilld í fatagerð á
námsárum sínum í Höfn. Þegar
foreldrar mínir fluttu heim frá
Grænlandi eftir stríð minnist ég
stórrar kistu sem kom með föt á
okkur systkinin. Enn þann dag í
dag er þessi kista sveipuð ævin-
týraljóma í huga mínum.
í Bergen var frænka vel kynnt
og átti fjölda vina sem nú sakna
hennar. Alla tíð átti hún auðvelt
með að spjalla og rökræða við
ungt fólk, þannig að vinahópurinn
var á öllum aldri. íslenskt náms-
fólk í Bergen átti í henni traustan
vin. Síðasta kvöldið, sem hún lifði,
var hún einmitt með gesti hjá sér.
Ég held að Kristín hafi verið
hamingjusöm kona. Hún fann
gleðina í því að veita, hjálpa öðr-
um og vera til góðs. Alla ævi var
hún hófsöm, reglusöm og trúræk-
in. Hennar hlýja bros mun áfram í
endurminningum ylja okkur sem
urðum svo lánsöm að kynnast
henni.
Stella Guðmundsdóttir
mjög fyrir brjósti og þó ekki mest.
Hann bar sjúklinga sína mest
fyrir brjósti. Hann var heimilis-
faðir þeirra allra. Hann var ekki
aðeins læknir á Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar — hann var þar heimil-
isfaðir, skilningsríkur og nærgæt-
inn. Því var hann dáður, elskaður
og virtur af öllum, sem komust
undir handarjaðar hans.
Egill Jónsson var læknir af hug-
sjón svo sem reynt hefur verið að
lýsa. En hver og hvernig var þessi
víðreisti maður? Hann var heims-
borgari í hugsun og háttum. Hon-
um fannst því stundum eins og
Einari Benediktssyni við fossinn
„allt svo lítið og lágt, sem lifað er
fyrir og barizt er móti“.
Hann varð fyrir ýmsum von-
brigðum í lífinu: í ástum og vegna
ótímabærs dauða vina. Aldrei lét
hann sjá á sér dapurleik, enn síður
harm. Hann var of mikill „aristo-
krat“ til þess. Hann var mikill
gleðimaður. Hann gekk frjáls og
hnarreistur inn í öll samkvæmi
manna og út aftur. Hann lifði eftir
heilræði Hallgríms — gekk hægt
um gleðinnar dyr og gáði að sér,
enda þótt hann annars gengi
manna hraðast. Hann var einlægt
Guðs barn, oftast í kirkju, þá hann
gat því við komið, las oft í Heil-
agri ritning og vitnaði oft í vers úr
henni, sem honum þótti mikils um
vert.
Mér finnst að lokum fá orð lýsa
þessum heiðursmanni betur en
þau, sem Jón Forni kvað um Stef-
án biskup Jónsson: „Vinur falslaus
var hann, Guðs veraldarmaður um
leið.“
Minning Egils Jónssonar er
blessuð af öllum sem hann muna.
Erlendur Sigmundsson
t
Minningarathöfn um manninn minn, fööur okkar og tengdaföður,
EINAR SIGUROSSON,
Odda, Fáskrúösfiröi,
veröur i Fossvogskirkju í dag, miövikudaginn 8. febrúar kl. 16.30.
Unnur Péturadóttir,
Guörún Einarsdóttir, Albert Stefánsson,
Siguröur Einarsson, Helga Eysteinsdóttir,
Guölaugur Einarsson, Guöný Guömundsdóttir.
t
Útför móður okkar og tengdamóöur,
RAGNHEIÐAR JÓNASDÓTTUR
fré Vestra-Miófelli,
er lést í Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi, þann 31. janúar, fer fram
frá Akraneskirkju, föstudaginn 10. febrúar, kl. 14.30.
Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Dvalarheimiliö Höföa,
Akranesi.
Börn og tengdabörn.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og
hlýhug viö andlát og útför móöur okkar,
HALLDÓRUÞÓRDARDÓTTUR,
Smiójustíg 11.
Fyrir hönd allra aöstandenda,
Guðrún Gísladóttir,
Guómundur Gíslason.
t
Hjartkær eiginmaöur mlnn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
MAGNÚS ÁRMANN,
stórkaupmaöur,
Gílsárstekk 8,
sem lést 2. febrúar veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 9. febrúar kl. 15.00.
Margrét Ármann,
Arndís Ármann, Björn Gunnarsson,
Ágúst Ármann, Anna Marla Kristjénsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda vlnáttu og samúö viö andlát og
útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
MATTHILDAR STEFÁNSDÓTTUR
fré Hvítadal.
Stefén Sigurösson,
Róbert Sigurösson,
Auöur Siguröardóttir,
Jón Sigurösson,
Guóbjörg Síguröardóttir,
og barnabörn.
Ingunn Árnadóttir,
Helga Maria Ástvaldsdóttir,
Jón Sigurösson,
Metta Kristín Friöriksdóttir,
Bergþóra Óskarsson
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
útför
ÓSKARS JÓNSSONAR,
Skrióustekk 14.
Lérus Óskarsson,
Unnur Óskarsdóttir, Karl Jóhannsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför,
GUÐMUNDAR RAGNARS ANDRÉSSONAR,
símaverkstjóra.
Hulda Brynjúlfsdóttir,
Lilja Finnsdóttir,
Andrés Guömundsson,
Guölaug Guómundsdóttir,
Bryndls Guómundsdóttir,
Andrjes Guömundsson,
Rannveig Fannberg,
Hildur Andrjesdóttir.