Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
Verðbólgan og
atvinnulífið
— eftir Arna Arnason
Þegar núverandi ríkisstjórn tók
við völdum var verðbólguhraðinn
samkvæmt vísitölu framfærslu-
kostnaðar kominn upp í nær 130%
miðað við heilt ár. I desember sl.
var verðbólguhraðinn á sama
mælikvarða kominn niður í 9%.
Þessi árangur er mun betri en rík-
isstjórnin þorði að vona, enda setti
hún markið við 30%.
Einkareksturinn hefur ekki leg-
ið á liði sínu við að ná verðbólg-
unni niður. Athyglisvert er t.d. við
síðustu mælingu framfærsluvísi-
tölunnar, sem sýndi 0,72% hækk-
un, að stærstur hluti hennar,
0,5%, er vegna u.þ.b. 13% hækk-
unar á áfengi og tóbaki, en þó
lækkaði álagning kaupmanna við
þá verðbreytingu. Þá gerðist það
einnig, að almennt matvöruverð
lækkaði um 0,2% á einum mánuði,
en slíkt hefur ekki gerst árum
saman. Verð á öðrum vörum
einkarekstrar hefur einnig verið
mjög stöðugt bæði á innlendri
framleiðslu og innfluttum vörum.
Sumar innfluttar vörur hafa jafn-
vel lækkaö frá því í sumar og það
þrátt fyrir erlendar verðhækkan-
ir, þar sem áhættan af gengissigi
er ekki lengur reiknuð inn í vöru-
verðið.
Þótt þessi umtalsverði árangur
hafi náðst, gætir samt óþolin-
mæði, að verðlagið skuli ekki vera
enn stöðugra og helst lækka al-
mennt. Spurning er, hvort það sé
raunhæft.
Má vænta frekari
lækkunar vöruverds?
Verðbólga mælist, sem kunnugt
er, þegar verð vöru og þjónustu
(verðlag) hækkar almennt. Nú
hefur dregið úr verðbólguhraðan-
um vegna þess að verð á vöru og
þjónustu hækkar ekki eins ört og
áður, stendur í stað, eða jafnvel
lækkar í mörgum tilvikum. Þessi
breyting hefur verið möguleg
vegna þess að helstu kostnaðarlið-
irnir í atvinnurekstri hafa lítið
sem ekkert hækkað síðustu mán-
uði.
Getum við vænst frekari verð-
lækkana vegna lægri verðbólgu og
lægri vaxta? Til þess að svara því
má líta nánar á helstu kostnaðar-
liði í atvinnurekstrinum. Laun
hafa ekki lækkað, þótt kaupmátt-
ur hafi minnkað, enda hafa þjóð-
artekjur lækkað og erlendar
eyðsluskuldir þarf að greiða. Ekki
er að búast við því, að verð á inn-
fluttum vörum lækki frekar, þótt
gengi sé haldið stöðugu, a.m.k.
ekki vegna þeirrar staðreyndar,
enda eiga verðhækkanir sér stað
erlendis. Vextir hafa lækkað í
kjölfar lægri verðbólgu, en raun-
vextir eru orðnir jákvæðir, þannig
að ekki er lengur hagstætt að
skulda eins og áður. Vextir vega
hins vegar misþungt sem kostnað-
ur fyrirtækja, en einna þyngst í
vöruframleiðslunni. Þar má því
hugsanlega vænta einhverra
breytinga, en að því marki, sem
vextir bætast við sem kostnaður í
viðskiptum, hefur lækkun þeirra
þegar komið að fullu fram, eins og
t.d. í afborgunar- og reikningsvið-
skiptum. í mesta lagi virðist því
vera hægt, að svo komnu máli, að
gera sér vonir um tiltölulega lágt
stig verðbólgu eða svipað og er í
viðskiptalöndum okkar (5—10%).
Frekari aögerða er þörf
Til þess að lækka vöruverð eða
hækka laun að óbreyttu vöruverði,
þarf að bæta skipulag efnahags-
lífsins, bæta starfsskilyrði fyrir-
tækja og þannig auka framleiðni.
Sagan sýnir, að hagsmunir at-
vinnurekenda og launþega i þess-
um efnum eru samtvinnaðir. Þjóð-
artekjur hafa vaxið afar ört á
þessari öld, einkum í þeim lönd-
um, sem búa við markaðshagkerfi.
Þessi þróun hefur komið öllum til
góða eins og tölur um tekjuskipt-
ingu sýna. Þegar vel gengur hjá
fyrirtækjum er meiri eftirspurn
eftir vinnuafli en ella og sam-
keppni um vinnuaflið þrýstir upp
launum. Hærri kaupmáttur fólks
er síðan forsenda fyrir áframhald-
andi velgengni fyrirtækjanna,
enda hagnast enginn á viðskiptum
ef kaupandann vantar.
Samdráttartímabil eins og við
íslendingar erum nú að ganga í
gegnum bitnar á atvinnurekend-
um jafnt sem launþegum. Lægri
kaupmáttur segir til sín í minni
sölu og minni hagnaði hjá fyrir-
tækjum. Hins vegar getur sam-
drátturinn orðið til þess, að við
notum tækifærið og endurskipu-
leggjum hagkerfið, hagræðum
rekstri fyrirtækjanna og búum
svo um hnútana, að varanlegur
Árni Árnason
„Til þess að lækka
vöruverð eða hækka
laun að óbreyttu vöru-
verði, þarf að bæta
skipulag efnahagslífs-
ins, bæta starfsskilyrði
fyrirtækja og þannig
auka framleiðni. Sagan
sýnir, að hagsmunir at-
vinnurekenda og laun-
þega í þessum efnum
eru samtvinnaðir.“
efnahagsbati samtímis stöðugu
verðlagi verði að veruleika. Til
þess að svo geti orðið, þarf at-
vinnulífið að búa við þau skilyrði
að eðlislæg framtakssemi fólks fái
að njóta sín.
Bætt skipulag efnahagslífsins,
einkum í landbúnaði og sjávarút-
vegi og aukið frjálsræði til at-
hafna eru nauðsynlegar forsendur
hagvaxtar og batnandi lífskjara á
komandi árum. Þótt þessar breyt-
ingar séu nauðsynlegar — jafnvel
forsenda búsetu í þessu landi við
þau lífsskilyrði sem við gerum nú
orðið kröfu til — skila þær hins
vegar ekki þegar á þessu ári um-
talsverðum árangri. Viljum við ná
árangri strax á þessu ári og lækka
vöruverð án þess að skerða kaup-
mátt launa, er fljótvirkast að inn
leiða frjálsa verðmyndun og lækka
óbeina skatta.
Frjáls verðmyndun stuðlar að
betri samningsstöðu allra kaup-
enda, hagkvæmari innkaupum og
hagræðingu í rekstri. Frjáls verð-
myndun eykur einnig samkeppni
milli fyrirtækja, sem enn frekar
tryggir stöðugleika í verðlagi og
líkur á lækkun þess. Það ætti því
að vera fagnaðarefni fyrir alla
launþega, að nú skuli stefnt að
frjálsri verðmyndun á næstu mán-
uðum.
Hin leiðin og ekki síður áhrifa-
rík er að draga úr útgjöldum hins
opinbera og umsvifum þess í at-
vinnulífinu. Hjá ríkinu má vissu-
lega spara á mörgum sviðum og
nota þann ávinning til að lækka
óbeina skatta, sem eru hér fleiri
og hærri en almennt gerist. Til-
hneiging hins opinbera til að taka
til sín sívaxandi hluta þjóðartekna
með því að hækka óbeina skatta,
til að standa straum af útgjöldum
ríkisins, er mikilvæg skýring á
verðbólgu liðinna ára. Óbeinu
skattarnir, einkum aðflutnings-
gjöld alls konar og hár söluskatt-
ur, valda miklu um það, að verðlag
er hér óþarflega hátt, þannig að
launþegum verður minna úr kaup-
inu sínu en efni standa til.
Arni Arnason er íramkræmdasíjóri
Verzlunarráðs íslands.
Yfirlýsing vegna laxeldisstöðvar Laugarlax hf. við Apavatn:
Blátt bann lagt við að
afrennsli fari í Apavatn
Við undirritaðir ábúendur
og/eða eigendur við Apavatn vilj-
um koma á framfæri ýmsum at-
hugasemdum um undirbúning og
aðdraganda að byggingu Laxeld-
isstöðvar Laugarlax hf. Við teljum
rétt að þessar athugasemdir komi
fyrir almenningssjónir og þá ekki
síðast og síst, að þær gætu orðið
öðrum víti til varnaðar. Við telj-
um okkur hafa verið málefnalega;
öllu skítkasti vísum við á bug.
Upphaflega átti afrennsli stöðv-
arinnar að renna í Laugarvatn og
með því fororði hafa fundarsam-
þykktir gengið út á í upphafi máls.
Okkur ábúendum og/eða eigend-
um v/Apavatn var aldrei tilkynnt,
að afrennsli stöðvarinnar hafi
verið breytt. Nú mun afrennslið
eiga að fara í Djúpin eða Kvísl-
arnar, sem eru hrygningarstöðvar
Apavatns. Stjórn Laugarlax var
kunnugt um, að ekki lá fyrir heim-
ild frá eiganda jarðarinnar Útey I,
fyrir að afrennsli stöðvarinnar
færi eftir landi hans, samkvæmt
símskeyti frá 28. júlí 1983. Stjórn
Laugarlax var þetta ljóst áður en
byggingarframkvæmdir hófust.
Það hefur öllum verið ljóst frá
upphafi, að ekki er hægt að koma
afrennsli stöðvarinnar í vatna-
kerfi Apavatns nema að fara í
gegnum land jarðarinnar Útey I,
og það ekki heimilt eins og að
framan segir. Því var harðlega
mótmælt síðar með bréfi til Laug-
arlax hf.
Veiðifélag Árnesinga er lítill
hluthafi að Laugarlaxi hf. Hlutafé
Laugarlax hf. er 3 milljónir alls.
Hlutur Veiðifélags Árnesinga er
kr. 5.000.-, eingöngu og fyrst og
fremst til að gæta hagsmuna þess
á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Á
hluthafafundi í júlí 1983 flutti
fulltrúi Veiðifélags Árnesinga til-
lögu þess efnis, að undirbúningi
yrði að gera betri skil og yrði al-
farið í höndum heimamanna. Því
var hafnað. Hvers vegna?
Byggingarframkvæmdir voru
hafnar Iöngu áður en tilskilið
vottorð frá Heilbrigðisnefnd
Laugaráslæknishéraðs (dags.
1.12.) lá fyrir, og eins hafði Jarð-
anefnd Árnessýslu ekki verið búin
að gefa leyfi, áður en framkvæmd-
ir hófust. óskað var eftir því við
oddvita Laugardalshrepps í sím-
tali um 20. okt., að byggingar-
framkvæmdir yrðu stöðvaðar á
meðan leyfi frá Heilbrigðisnefnd
væri ekki komið.
Bændur við Apavatn fóru fram
á það í bréfi dags. 28.10. 1983, til
Laugarlax hf., að leitað yrði um-
sagnar opinberra aðila svo sem
Veiðimálastofnunar og Fisksjúk-
dómanefndar. Þessar óskir voru
ekki teknar til greina af hálfu
laugarlax hf. (Fisksjúkdómanefnd
sendi okkur bændum álit sitt.)
Á hluthafafundi 3.12. 1983 urðu
umræður út af hugsanlegum að-
gerðum bænda vð Apavatn. Þá
óskað fulltrúi Veðifélags Árnes-
inga eftir því að framkvæmdir
yrðu stöðvaðar og það yrði látið á
það reyna hvort bændur við Apa-
vatn gætu stöðvað það að af-
rennsli færi í ár og læki, sem falla
í Apavatn. Því var hafnað. Með
bréfi dags. 7.12. 1983 mótmæla
undirritaðir ábúendur og/eða eig-
endur við Apavatn, að frárennsli
frá stöðinni fari í ár og læki, sem
renna í Apavatn. Bréf þetta var
sent Laugarlaxi hf. og hrepps-
nefnd Laugardalshrepps og lýst
allri ábyrgð á hendur þeim. Einnig
var sent bréf frá landeiganda Út-
eyjar I, þar sem mótmælt var að
afrennsli stöðvarinnar færi í
gegnum hans land.
I framhaldi af þessu bréfi boð-
aði hreppsnefnd Laugardals-
hrepps til fundar um málið. Á
þeim fundi gerðist þetta mark-
verðast: Oddviti Laugardals-
hrepps lýsti því yfir, að Laugarlax
hf. fengi ekki starfs- né rekstrar-
leyfi fyrr en Hollustuvernd ríkis-
ins/mengunarvarnir gæfu út það
álit að tekið væri fyrir alla áhættu
um mengun, af hvaða tagi sem
hún væri. Á oddviti þakklæti skil-
ið fyrir þessa yfirlýsingu. Þá upp-
lýsti stjórnarmaður í Laugarlaxi
hf., að þeir hefðu upp á vasann
umsögn frá Þór Guðjónssyni,
veiðimálastjóra, að hann teldi
hyggilegra, að afrennslið færi í
Apavatn. Haft var samband síðar
við Þór Guðjónsson og mótmælti
hann því harðlega, áð hafa gefið
þessa umsögn né nokkra aðra um
málið.
Lesið var bréf frá Búnaðarfélagi
íslands. í því bréfi kom fram, að
um grófa ævintýramennsku væri
að ræða, að hleypa afrennsli frá
klak- eða eldisstöð í Apavatn, þar
sem ekki sé hægt að taka fyrir alla
áhættu. Eins kom fram í þessu
bréfi, að aðalfundir Landssam-
bands veiðifélaga hafi gert fund-
arsamþykktir um, að afrennsli frá
fiskeldisstöðvum falli ekki í stöðu-
vötn. (Bréf þetta er undirritað af
Árna G. Péturssyni.)
Á fundi þessum var lögð fram
sáttatillaga frá tveimur hrepps-
nefndarmönnum. Þessi sáttatil-
laga var á þá leið, að afrennsli
færi í hvort vatnið sem væri; til
skiptis í Apavatn eða Laugarvatn,
að fengnu samþykki Hollustu-
verndar rikisins og veiðimála-
stjóra. (Sáttatillaga þessi hefur
verið birt í Morgunblaðinu.)
Upp frá þessu var staðið og
menn beðnir að hugsa málin.
Óskað var eftir að friður ríkti yfir
vötnunum um jólahátíðina. (Svo
fór ekki.)
Um miðjan desember gerðist
það, að grafinn var skurður í
heimildarleysi í landi jarðarinnar
Útey I, til þess að koma afrennsli
stöðvarinnar í vatnakerfi Apa-
vatns. Þessu var mótmælt við
oddvita Laugardalshrepps og
stjórnarformann Laugarlax hf. og
eins við fulltrúa sýslumanns Ár-
nessýslu. Mælingu fyrir þessum
skurði annaðist starfsmaður Bún-
aðarfélags Suðurlands. Að hans
sögn voru tveir stjórnarmenn í
Laugarlaxi með honum við verkið,
þeir Eyjólfur Friðgeirsson og Sig-
urður Sigurðsson. Á mælingar-
seðli þeim, sem hann gerir fyrir
skurðgröftinn og afhendir stjórn-
armanni Laugarlax hf. kemur
fram, að þessi skurðgröftur sé því
aðeins heimilaður að landeigandi
samþykki.
Fyrirhugað var að byggja fisk-
eldisstöð við Mývatn á sínum
tíma. Þar fóru rannsóknir fram
áður en til framkvæmda kom. Sú
rannsókn leiddi í ljós, að ekki var
gerlegt að byggja þar fiskeldis-
stöð. Stjórn Laugarlax og hrepps-
nefnd Laugardalshrepps virðast
hafa byrjað á öfugum enda. Fram
kemur í skýrslu Hollustuverndar
að hreinsibúnaður hjá Laugarlaxi
hf. sé ekki staðlaður, er því engan
veginn hægt að fullyrða neitt um
það á þessu stigi, hve vel hreinsi-
búnaðurinn muni virka.
Náttúruverndarráð hefur nú
tekið málið fyrir og telur fram-
kvæmdir Laugarlax hf. ámælis-
verðar og vitnar í 29. gr. náttúru-
verndarlaga. Rannsókn hefur nú
verið ákveðin á vatnakerfi Apa-
vatns undir eftirliti Hollustu-
verndar ríkisins og Náttúruvernd-
arráðs. Þá verða væntanlega tekn-
ir fyrir allir þættir, sem hugsan-
lega gætu valdið mengun vatns og
sýkingu fisks. Ekki mun eiga að
fara fram rannsókn á Laugar-
vatni, þó svo sáttatillaga gengi í
þá átt.
Við höfum talið það siðferðilega
skyldu Laugarlax hf., og hrepps-
nefndar Laugardalshrepps, að
ftamkvæmdir lægju niðri á meðan
beðið væri eftir áliti Hollustu-
verndar, Náttúruverndarráðs og
embætti veiðimálastjóra, en svo er
ekki. óskað hefur verið eftir því
við oddvita Laugardalshrepps að
svo yrði. Ekkert er því til fyrir-
stöðu að byggingarframkvæmdum
yrði frestað, að best verður séð,