Morgunblaðið - 08.02.1984, Page 39

Morgunblaðið - 08.02.1984, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 39 þar fremstur til dáða á Alþingi, og varð honum mjög ágengt í kjör- dæmi sínu, Árnessýslu. Síðar reru þigmenn annarra kjördæma á sömu mið, og fengu afla oftar minni en erfiði. Ingólfur Jónsson hóf þegar á fyrstu þingárum sínum að þeyta þessu snældu með árangri, og spann á löngum þingferli veganet um rangæskar sveitir, sem margir nýta á líðandi stund, án þess að vita hina löngu og miklu baráttu- sögu sem að þaki þess er. Sveitavegirnir í Rangárþingi á iíðandi stund gegna þríþættu hlut- verki að minnsta kosti. Þeir eru nýttir til aðdrátta til og frá bæj- unum, þeir eru skólavegir um sveitirnar og leiðir ferðamanna ýmissa erinda, til landkynningar og skemmtiferða. Á viðreisnarárunum urðu nokk- ur skil í orkumálum á Alþingi og mótuð var ákveðin stefna, sem síð- an hefur að mestu verið í fram- kvæmd. Ingólfur rekur þetta allvel í sögu sinni og vitnar til fortíðar í sögu og framkvæmd. Orkusaga landsins er mjög tengd framfara- og athafnasögu Rangárþings, og á þar fastar og djúpar rætur frá upphafi. En Ingólfur er lítillátur yfir af- skiptum sínum í héraði, að fá rafmagn leitt heim á bæi, sem voru rétt við sjónmál þeirrar línu, er ráðendur orkumála höfðu sett um vegalengdir frá aðallínum þangað. Hann kom því til leiðar í samráði við samstarfsmenn sína, að rafmagn var lagt á marga bæi, þar sem nú er blómlegur búskap- ur, sem varla væri ef ekki hefði fengizt þangað rafmagn. Sunnlenzk samgöngumál fleiri en vegamál voru í brennidepli á ráðherraárum Ingólfs, svo sem landhöfn í Þorláksöfn og lend- ingarbætur á Eyrarbakka og Stokkseyri. Ingólfur var heill til ráðstafana fjármagns til þessara mála og sótti fram til lausnar að byggja höfn í Þorlákshöfn til mik- illa hagsbóta fyrir Suðurland. Sama er að greina um fyrirhug- aða brú á Ölfusá í Óseyrarnesi. Nú verður hún smíðuð á næstu árum, og þar rætist mikill draumur sunnlenzks fólks. Ritun sögu er nauðsyn Sunnlenzk saga er mjög van- rækt af ráðamönnum á Suður- landi á yfirstandandi öld, og er það illa farið. Þó hafa sunnlenzk bændasamtök kostað til ófullkom- innar sögu og villandi. En hins vegar hefur ekkert verið skráð að gagni um Flóaáveituna, Mjólkur- bú Flóamanna né samgöngumálin í héraðinu. Þetta er því bitrara, að fjársterk fyrirtæki eiga hér hlut að máli, þar sem margir félags- menn eru til staðar að afla slíkri ritun afls og þróttar. Ævisaga Ingólfs á Hellu er auð- vitað ekki tæmandi saga um sunn- lenzkt bændasamfélag liðinna ára, en hún bætir samt úr, bætir úr söguvöntun betur en léleg rit sunnlenzk síðustu tíma, sem höf- undar vilja bera á torg af vangetu og þekkingarleysi. í þessu sam- bandi á Mjólkurbú Flóamanna lé- leg afskipti í menningarsnauðum bókmenntum, sem héraðsskömm er að. Undiralda líðandi stundar verður kvika hins komandi Það er oft svo að straumkvikur stundarinnar, líðandi stundar, verða að forboðum þess ókomna. Svo er og var í umróti stjórnmál- anna. Þetta kemur greinilega fram í ævisögu Ingólfs Jónssonar. Það sem var ráðandi fyrr, verður nýtt og kvikt við önnur skilyrði, breyttar aðstæður. Sunnlenzkir bændahöfðingjar og ráðamenn hafa oft sannað þetta í verki, og fylgt fram framkvæmdum og at- vikum er byggð voru á björtum vonum og framfarahug. Með tilkomu fyrstu löggjafar í landinu snertandi atvinnuveginn, brugðust Flóabændur vel við, unnu þrekvirki á fáum árum, og gjörbreyttu atvinnuvegi sínum, endurskipulögðu framleiðslu sína, og opnuðu öðrum sveitum aðgang Leið til sparnaðar í raforkuframleiðslu Rætt við Guðmund Ragnar Jónsson um merkar niðurstöður úr lokaverkefni hans í verkfræði um álagsspár í raforkukerfum Guðmundur Ragnar Jónsson heitir ungur maður sem er nýkom- inn úr framhaldsnámi í Danmörku þar sem hann nam vélaverkfræði. Lokaverkefni hans um álagsspár hefur vakið athygli þar sem hann hefur þróað álagslíkan sem er ein- faldara í notkun en þau sem þekktust eru. Líkön þessi eru not- uð til að spá fyrir um rafmagnsálag til að auka hagkvæmni í rekstri virkjana. Hafa þau lítið verið not- uð hérlendis hingað til en mikið erlendis. Guðmundur vinnur nú hjá verkfræðistofnun Háskóla fs- lands við að prófa þessa nýju að- ferð sína fyrir Landsvirkjun og Rafmagnsveitu Reykjavíkur og hefur jafnframt undirbúið kynn- ingu á henni erlendis. „Áhugi minn á álagsspám var fyrst vakinn í Háskóla íslands fyrir tilstuðlan eins kennara míns, dr. Þorgeirs Pálssonar, og gerði ég lokaverkefni mitt fyrir BS-próf um þetta efni. Það vildi svo þannig til er ég fór til tveggja ára framhaldsnáms við Danmarks Tekniske Hejskole að aðalkennari minn þar, dr. Jan Holst, hafði einnig mikinn áhuga á álagsspám og hafði sjálfur komið fram með nýjar hugmyndir í doktorsritgerð sinni. Það varð því úr að ég tók þetta sem lokaverkefni til Masters-gráðu. Verkefni þetta tók eitt ár og vann ég áfram að hugmynd Jans í samvinnu við hann og notaði tvær þekktar að- ferðir til samanburðar. Þannig þróuðum við nýja aðferð sem stóðst fyllilega samanburð við hinar hvað nákvæmni snerti auk þess að hafa það fram yfir að vera einfaldari í notkun. Er þessar niðurstöður voru ljósar skrifuðum við Jan í sam- einingu grein um þessa aðferð, til kynningar, og sendum til IFAC (International Federation of Automatic Control) sem ár- lega heldur stórar ráðstefnur sem verkfræðingar hvaðanæva úr heiminum sækja. Grein okkar fékk grænt ljós inn á ráðstefn- una sem áhugavert efni og okkur Ljósmynd Mbl./ RAX Niðurstöður úr lokaverkefni Guð- mundar hafa vakið athygli og hef- ur honum verið boðið að kynna þær og ræða á alþjóðlegri ráð- stefnu verkfræðinga sem haldin verður í Búdapest komandi sumar. boðið að koma og kynna hana. Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í Búdapest í sumar, dagana 2.-7. júlí, og væri það bæði æskilegt og fróðlegt að komast þangað því á þessum ráðstefnum er meðal annars rætt um það nýjasta sem er að gerast á þessum vettvangi. Er ég kom heim frá Danmörku fór ég fyrir milligöngu Þorgeirs Pálssonar að vinna hjá verk- fræðistofnun Háskóla íslands við að prófa aðferðina fyrir Landsvirkjun og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Það er skemmst frá því að segja að góður árang- ur hefur verið af þessum tilraun- um.“ En hvers vegna álagsspár? „Álagsspár eru mikilvægur þáttur í þeirri skipulagningu og hagræðingu sem á sér stað í orkuverum, þar sem takmarkið er að geta framleitt og dreift orku til neytenda á öruggan og hagkvæman hátt. Þess vegna er mikilvægt að geta spáð nákvæm- lega fyrir um álagið. Oft er þörf á spám fyrir mismunandi spár- tíma og er venjan að skipta þeiln í þrennt. í fyrsta lagi, skammtímaspár með spártíma frá nokkrum mín- útum til einnar klukkustundar. Þær þarf meðal annars við „on- line“ stjórnun og eftirlit með orkuverum, þar á meðal hugs- anlegu hættuástandi er kynni að skapast. í öðru lagi, skammtímaspár með spártíma frá einni klukku- stund til einnar viku. Þær eru nauðsynlegar þegar hámarka skal nýtni rafala og mæta álags- toppum á sem hagkvæmastan hátt. Ennfremur eru þær gagn- legar við opnun eða lokun varmaorkuvera og við kaup og sölu á orku milli orkukerfa eða álagssvæða. I þriðja lagi eru það svo lang- tímaspár með spártíma frá nokkrum vikum til nokkurra ára. Þessar spár þarf meðal ann- ars við skipulagningu og kaup á nýjum búnaði og rafölum til þess að mæta væntanlegri þörf í framtíðinni. Það sem ég hef einkum fengist við eru skammtímaspár frá einni klukkustund til nokkurra daga. Erlendis eru spár af þessu tagi ef til vill enn mikilvægari en hér á landi. Ástæðan er meðal annars sú að víða eru notaðar dísilstöðvar til þess að mæta álagstoppum og því mikill sparnaður í að vita með vissu hvort keyra þurfi slíka stöð eða ekki. Hér á landi mætti hins veg- ar hugsa sér að þessar spár myndu leiða til betri nýtingar á því vatni sem notað er til að knýja rafala í orkuverum. Auk þess veitir vitneskja um álags- toppa möguleika á að mæta þeim á hagkvæman hátt. Til að mynda með því taka út notendahópa eða keyra varaaflstöðvar ef þess er kostur. Ef vel tekst til geta spár af þessu tagi leitt til minnkandi tilkostnaðar við raforkufram- leiðslu og þar með lægra raf- orkuverðs." Samtök íslenskra eðlisfræð- kjarnorkuvá stofnuð að fyrirtæki sínu. Þeir virtu góða granna og fengu hjá þeim styrk til rekstrar fyrirtæki sínu, og efldu þannig samhug í sundurgreindum héruðum. Vinátta og samstarf milli Árnesinga og Rangæinga hefur aldrei verið jafn heilt og gott eins og eftir stofnun Mjólk- urbús Flóamanna. Svo verður von- andi á komandi tímum. Þingræðisþjóðfélag grundvall- ast á flokkaskipun, en svipmótið verður alltaf mótað mest af ein- kennum og stefnum foringjanna. Vopnaskipti þeirra bregða birtu og varpa bliki á það ókomna, um leið og hverfleiki stundarinnar hverfur. Stjórnmálamenn eru um- deildir á líðandi stund, og er það skiljanlegt, en undir liðinn dag er vert að meta kosti foringja og unnin störf, virða fyrir sér raun- hæfar aðgerðir til áhrifa í þjóðfé- laginu, en fyrst og fremst viðhorf- in til hins ókomna. Saga stjórnmálamanna í formi ævisögu er mikils virði fyrir sögu- ritun komandi tíma. Þar er oft að finna atriði, sem annars hefðu ekki varðveitzt. Þetta er ef til vill mest til sagnfyllingar þegar um er að ræða umdeilda menn. Ingólfur Jónsson var einmitt umdeildur maður í samtið sinni. Hann stóð lengi í eidlinu stjórnmálanna og risti þá kviku er var viðkvæm og snerti hagsmuni fjöldans. Hann var oft borinn þungum sökum af andstæðingum sinum. En hann lét það ekki á sig fá, eins og greini- lega kemur fram í ævisögunni. Hann hélt áfram sína leið, og stefndi öruggt fram. Ævisaga Ingólfs ber þess greinileg merki, að hann hikaði hvergi við að marka föst og örugg skil í mikilsverðum atriðum stjórnmálanna. Greinilegast er þetta við upphaf þingferils hans, þegar hann tók ákvörðun í verð- lagsmálum landbúnaðarvara í andstöðu við mikinn hluta flokks síns og aðalmálsvara bænda á Al- þingi. Sama er að greina um mikils- verð mál er snerta kjördæmi hans hið forna. í ævisögunni er sagt frá þessum málum á skilríkan hátt af fullri einurð og málafylgju. Það er kostur og verður notað síðar af þeim sem fjalla um málin og sög- una frá sagnfræðilegum sjónar- hóli. Páll Líndal semur ævisögu Ing- ólfs eftir frásögn hans og könnun heimilda. Stíll Páls er ferskur, skýr og sterkur. Hann mótar efnið í fast form, á stundum um of stað- reyndabundið, en ávallt án til- gerðar, heilsteypt og fast. Mál- færslu gætir á stundum um of, en ekki til lýta, og er hún oftast til að auka á sagnfræðilegt gildi bókar- innar. Á stundum er leiðin hál, þegar farin er slóð umdeilds stjórnmálamanns. Þar er vandfar- ið um refilstigu stjórnmála og hagsmunabaráttu stétta og hags- munahópa. Páli tekst vel að rök- færa viðkvæm sjónarmið deilu- mála samtíðarinnar. Hann bregð- ur fyrir sig bersögli og er auðséð að samvinna milli hans og Ingólfs hefur verið með ágætum að gera bókina sem bezt úr garði. Þessar staðreyndir er vert að virða og hafa í minni, þegar meta á ævi- sögu eins og bókina Ingólfur á Hellu. Jón Gíslason er póstfulltrúi og fræðimaður. inga gegn SAMTOK íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá voru stofnuð þann 14. desember 1983. Segir í lögum samtakanna að tilgangur þeirra sé að afla fróðleiks og veita fræðslu um kjarnorkuvopn í því skyni að vekja almenning og stjórnvöld til umhugs- unar og aðgerða gegn yfirvofandi tortímingarhættu vegna kjarnorku- vígbúnaðar. Þá hafa samtökin tekið upp tengsl við erlend samtök vís- indamanna m.a. í því skyni að afla fræðslugagna. Á stofnfundi samtakanna var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að Is- land greiði atkvæði innan SÞ með tillögu Svíþjóðar og Mexíkó, þar sem skorað er á stjórnir Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna að stöðva tafarlaust frekari kjarn- orkuvígbúnað sem fyrsta skref í átt til afvopnunar. í stjórn Samtaka íslenskra eðl- isfræðinga gegn kjarnorkuvá eru þeir Gísli Georgsson, Hans Guð- mundsson og Knútur Árnason. Bæjarstjórn Bolungarvíkur: Fulltrúar úr níu við næstu kosningar Bolungarvík, 3. febrúar. Á FUNDI bæjarstjórnar Bolungar- víkur fimmtudaginn 29. janúar sl. var meðal annars efnis til seinni um- ræðu og atkvæðagreiðslu tillaga meirihluta bæjarstjórnar um breyt- ingar á bæjarmálasamþykkt Bolung- arvíkurkaupstaðar, en meirihlutinn samanstendur af 4 fulltrúum af D-lista, 2 fulltrúum af B-lista og 2 fulltrúum af H-lista. Helstu breyt- ingar í þessari tillögu eru að lagt er til að leitað verði heimildar til fækk- unar bæjarfulltrúa við næstu bæjar- stjórnarkosningar úr 9 í 7, en í lok síðasta kjörtímabils var samþykkt 1 SJO að fjölga úr 7 í 9. Hins vegar telur meirihluti bæjarfulltrúa það hafa komið í Ijós að meiri hagkvæmni, árangur og samstaða hafi náðst með sjö manna bæjarstjórn. I Minnihluti bæjarstjórnar sem skipaður er einum fulltrúa af G-lista mótmælti þessari tillögu og óskað eftir að fært yrði til bók- ar allítarleg greinargerð frá sér. Var gert fundarhlé á meðan grein- argerðin var færð inn og tók það ritara tæpar tvær stundir að ljúka því verkefni. Að því loknu var samþykkt tillaga frá forseta, að fundi yrði frestað til fimmtudags- ins 2. febrúar. í gærkvöldi var síðan fundi framhaldið og t upphafi flutti for- seti bæjarstjórnar, ólafur Krist- jánsson, dagskrártillögu þar sem óskað var eftir, að fremur yrði lit- ið á greinargerðir sem fylgiskjöl þar sem ekki væri verjandi að eyða stórum hluta bæjarstjórn- arfunda í það eitt að færa inn í gerðarbók greinargerðir einstakra bæjarfulltrúa. Þessi dagskrártil- laga var samþykkt samhljóða. Það er því skemmst frá því að segja að eftir það gengu fundarstörf eðli- lega fyrir sig, en allnokkuð voru skiptar skoðanir um framlagðar breytingartillögur, einkum milli meirihluta og minnihluta. Auk þeirra breytinga á tölu bæjarfulltrúa sem áður er getið, má nefna þá breytingu sem sam- þykkt var í gærkvöldi þess efnis að bæjarráð getur heimilað forseta bæjarstjórnar setu á bæjarráðs- fundum. Gunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.