Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
35
Mannsæmandi líf
— eftir Þórð
Kristinsson
Margvíslegir mælikvarðar eru
lagðir á það sem kallast mann-
sæmandi líf og valda tíðum sund-
urþykkju. Allir eru þó sammála
um að þeir kveði á um hlutdeild í
tilteknum verðmætum. Sé þessi
hlutdeild ekki kleif, telst lífið ekki
mönnum sæmandi. Til hægðar-
auka skulum við gera einfaldan
greinarmun á tvennskonar verð-
mætum sem mannsæmandi líf
miðast gjarnan við: Annars vegar
veraldleg gæði og hins vegar and-
leg verðmæti. Hin fyrri eru oft
forsenda hinna síðari, þótt á því
séu auðvitað margar undantekn-
ingar eins og á flestu öðru. í gróf-
um dráttum eru fæði, klæði og
húsaskjól — auk margs annars —
veraldleg gæði, en menntun
hverskonar og menning andleg
verðmæti. Mælikvarðar eru allir
auðveldari við mat veraldlegra
gæða og gjalda hin andlegu verð-
mæti tíðum fyrir þá sök. En velt-
um okkur ekki upp úr því.
íslendingar setja viðmið sín
hátt og stæra sig gjarnan af því að
lifa mannsæmandi lífi. Nóg sé að
bíta og brenna og menntun og
menning á heimsmælikvarða.
Einnig er því á stundum komið á
framfæri að með þjóðinni sé lýð-
ræðisstjórnskipan og Alþingi elst
allra slíkra samkunda í veröld-
inni. Sem slíkt hefur lýðræðið
bæði kosti og galla, en þegar öllu
er á botninn hvolft, getum við
sammælst um að það sé mannleg-
asta stjórnarformið sem þekkist:
Þar situr virðing manns á manni í
fyrirrúmi — eða á að sitja. Hug-
sjónin að baki lýðræðinu og sú
forsenda sem það hvílir á er jöfn-
uður og frelsi; að allir menn hafi
jafnan rétt til að lifa, til frelsis í
hugsun, skoðun og athöfn — og til
að leita sér hamingju. Reyndar má
segja að það sem heldur lýðræð-
ishugsjóninni lifandi og virkri sé
þessi huglæga afstaða, einskonar
gildismælikvarði, ákveðin skoðun
á manninum og stöðu hans í sam-
félaginu.
Því eru þessi tvö hugtök —
mannsæmandi líf og lýðræðis-
hugsjón — nefnd í sömu andránni,
að enda þótt deilt sé um hvort lýð-
ræðið sem slíkt feli í sér jafna
eign allra gæða eða jöfn tækifæri
til að afla þessara gæða, þá er
ljóst að það að troða á náunganum
fyrir engar sakir hlýtur m.a. að
ganga í berhögg við lýðræðis-
hugsjónina.
Meirihluti íslendinga virðist
hafa úr nógu að moða hvað snertir
hlutdeild í veraldlegum gæðum og
ekki eiga í neinum teljandi vand-
ræðum með að hlaða í kringum sig
hverskonar prjáli sem við kunnum
varla nöfn á. Mætti reyndar færa
ýmis rök að því að megináhersla
undanfarin ár hafi verið á slíka
hleðslu, en að menntun, einkum og
sér í lagi þó aðbúnaður t.a.m. að
hinni svonefndu æðri menntun,
hafi verið látinn dankast. Ein
skýringin kann að vera sú, að
hugsa þarf til langs tíma þar sem
menntun er annars vegar; og hún
krefst drjúgrar hlutdeildar í hin-
um veraldlegu gæðum — enda
þótt hún skili þeirri hlutdeild til
baka og gott betur ef að er gáð.
Stundlegar þarfir eru hins vegar
innan seilingar. En svo komið sé
að því sem máske er allra verst, þá
hefur nokkur hópur fólks í öllu
fátinu nánast orðið eftir á milli
þilja — og svo illilega að mæli-
kvarðar um mannsæmandi líf sem
miðast við nauðsynlegustu ver-
aldleg gæði segja okkur að líf þess
sé ekki mönnum sæmandi. Samt á
það enga sök og aðstæður þess
eins og þær eru með öllu óþarfar
ef litið er til aðstæðna meirihluta
þjóðarinnar.
Þórður Kristinsson
íslendingar eru einungis rúm-
lega 200 þúsund, svo fáir að vart
getur smærri þjóð í veröldinni; en
það vefst fyrir þeim að finna
milliþilj afólkið til að leiðrétta
hlut þess. Eða er enginn áhugi á
því? Leiðrétting fæst ekki með því
að finna sökudólga; hún fæst ekki
með því að kenna öðrum um eins
og vinsælt er f þessu samfélagi.
Kannske fæst hún ef mikill meiri-
hluti þjóðarinnar finnur sér verð-
ugra viðfangsefni en það að dingla
í launastigum og stjórnmálakenn-
ingum. Hver veit? Hvar er mennt-
unin, menningin og lýðræðishug-
sjónin?
Ef til er einhver snefill þess sem
kallast virðing manns á manni
með þessari ágætu þjóð, þá lætur
hún þetta varla viðgangast þegar
næg tök eru á að bæta úr. Annað
er ekki mönnum sæmandi.
I'órður Krislinsson er próístjóri í
Háskóla íslands.
Tillögur Hundaræktarfélags íslands
um skilyrði fyrir hundahaldi í Reykjavík:
Hækkandi sektir
vegna ítrekaðra brota
Á FUNDI sem haldinn var seinnipartinn í nóvember síðastliðnum af Hunda-
ræktarfélagi fslands, Hundavinafélaginu og Sambandi dýraverndunarfélaga
íslands voru samþykktar eftirfarandi tillögur um skilyrði fyrir hundahaldi í
Reykjavík, en eins og fram kemur í samtali við formann Hundaræktarfélags
íslands, Guðrúnu Guðjohnsen í Morgunblaðinu í gær, hefur Hundaræktar-
félagið átt viðræður við borgarfulltrúa og borgarstjóra um hundahald í
Reykjavík. Hér á eftir fylgja reglurnar.
því laxaseiði þau, sem Veiðifélag
Árnesinga selur Laugarlaxi hf.
hafa trygga geymslu til vors.
Það má því öllum vera ljóst, að
samkvæmt áður sögðu eru for-
sendur fyrir sáttatillögu hér með
brostnar.
Samkvæmt ummælum stjórnar
Laugarlax hf. telja þeir að bændur
séu að þyrla upp moldviðri að til-
efnislausu. Samkvæmt bréfi Nátt-
úruverndarráðs kemur fram að
svo sé ekki.
Oddviti Laugardalshrepps hefur
lýst því yfir, að hreppsnefnd
Laugardalshrepps kaupi væntan-
legt hús Laugarlax hf. ef ekki yrði
af starfrækslu fiskeldisstöðvar-
innar og þá til annarrar starfsemi.
Við bendum á, að engin mót-
mæli hafa komið fram gegn því að
afrennsli fari í laugarvatn.
Við viljum skýrt taka fram, að
við vorum ekki á nokkurn hátt á
móti starfsemi Laugarlax hf.,
stjórn þess né aðild Laugardals-
hrepps. Aðeins að á okkar sið-
ferðislega og lagalega rétti hefur
verið troðið og jafnframt furðar
okkur á því að svona nokkuð geti
gerst. Við skiljum ekki, hvers
vegna afrennslið má ekki fara í
Laugarvatn. Þar eru engin mót-
mæli, þar eru flestallir hluthafar;
Laugardalshreppur er hluthafi og
telur ábata að hafa svona starf-
semi í hreppnum. Hvers vegna
taka þeir ekki áhættuna líka? Þar
þarf ekki að brjóta lög um eign-
arrétt manna á landi. Eins og áður
segir höfum við mótmælt því að
afrennslið fari í vatnakerfi Apa-
vatns. Það skal enn áréttað hér.
Ennþá eigum við þá von í
brjósti, að hreppsnefnd Laugar-
dalshrepps sjái að sér.
Kjartan Helgason, Haga II,
Áslaug HarðardóUir, Haga I
Skúli Hauksson, Útey I
Jónas Kjartansson, Austurey
Snæbjörn S. Þorkelsson, Austurey II
Þorkell Kjartansson, Eyjabóli
Jón S. Helgason, Efra-Apavatni
Guðmundur Helgason, Apavatni
Magnús Grímsson, Neðra-Apavatni
Borgarstjórn Reykjavíkur veitir
leyfi til hundahalds með eftirfar-
andi skilyrðum:
a) Hundurinn skal skráður hjá
borgaryfirvöldum, svo og nafn
eiganda eða ábyrgðarmanns.
b) Leyfishafi geri sér grein fyrir
ábyrgð sinni gagnvart hundin-
um og umhverfi sínu og hafi
náð lögaldri. Eiganda er skylt
að sækja námskeið varðandi
meðhöndlun dýra.
c) Skráningargjald sé kr. 2.000 en
árgjald kr. 500 sem greiðist 1.
mars ár hvert. Við greiðslu
skal sýna hundahreinsunar-
vottorð og tryggingarskírteini.
d) Hundurinn skal vera ábyrgð-
artryggður hjá viðurkenndu
tryggingafélagi, skírteini skal
sýnt við greiðslu hundagjalds.
e) Hundurinn skal bera hálsól og
númer svo unnt sé að rekja
hann til eiganda. Lausan hund
án merkis og ólar má taka í
vörslu yfirvalda sem auglýsir
hundinn eftir nánari reglum og
skal hans vitjað innan 14 daga
og hann leystur út gegn gjaldi.
Verði hans ekki vitjað innan 14
daga frá auglýsingu, er heimilt
að ráðstafa honum til ábyrgs
heimilis eða aflífa á mannúð-
legan hátt.
f) Hundurinn skal ætíð hafður í ól
á götum borgarinnar og í al-
menningsgörðum og varðar
brot sektum. Lausa hunda, sem
eru merktir, skal meðhöndla á
sama hátt og ómerkta hunda,
nema hafa skal upp á eiganda
og honum gert að leysa út
hundinn gegn áföllnum kostn-
aði.
g) Hundurinn skal hreinsaður af
innyflaormum á hverju ári eft-
ir nánari fyrirmælum yfir-
valda. Vottorð um hreinsun
skal sýna við greiðslu hunda-
gjalds og skal það eigi vera
eldra en 3ja mánaða.
h) Valdi hundur nágrönnum
ónæði vegna hirðuleysis eig-
anda, er eiganda skylt að verða
sér úti um fræðslu og lagfæra
ástandið. Sé um ítrekað brot að
ræða og orsökin sinnuleysi eig-
anda eru viðurlög sektir sem
fara hækkandi við ítrekuð brot.
i) Við ítrekuð brot á reglum þess-
um, svo og ef eigandi eða
ábyrgðarmaður hunds er ber
að því að fara illa með hund
sinn, getur borgarstjóri svipt
viðkomandi leyfi til að halda
hundinn.
Slappir stórmeist-
arar í Hamri
Skák
Margeir Pétursson
Þrír íslendingar, þeir Margeir
Pétursson, Jóhann Hjartarson og
Stefán Þórisson tóku þátt í Ast-
oria-skákmótinu í Hamri í Noregi
um áramótin. Þátttakendur voru
alls 22, þar af fjórir stórmeistarar,
en ég var eini alþjóðlegi meistar-
inn og vantaði þar af leiðandi
nægjanlega breidd í mótið til þess
að hægt væri að ná áfanga að
stórmeistaratitli þar. Eins og yfir-
leitt á mótum í Noregi, voru að-
stæður mjög góðar, bæði aðbúnað-
urinn og keppnissalurinn sjálfur.
Ekki urðu miklar sviptingar í inn-
byrðis viðureignum stigahæstu
keppendanna, enda sluppu fjórir
efstu menn allir taplausir.
Úrslit á mótinu urðu þessi: 1.
Margeir Pétursson, 7 v. af
9mögulegum. 2.-3. Rajkovic
(Júgóslavíu) og Jóhann Hjart-
arson, 6V4 v. 4.-5. Knezevic
(Júgóslavíu) og Válkesálmi
(Finnlandi), 5V4 v. 6.-9. Benkö
(Bandaríkjunum), Yrjola (Finn-
landi), Haugli og Stigar (Nor-
egi), 5 v. 10,—14. Lundin (Sví-
þjóð), de Lange, Hatlebakk,
Hovde og Dahl (Noregi), 4'Æ v.
Stefán Þórisson varð í 21. sæti
með 2 'hy.
Við Jóhann fórum báðir rólega
af stað, en síðan vann ég fjórar
skákir í röð og komst þar með í
efsta sætið ásamt Rajkovic. í
tveimur síðustu umferðunum
gerði hann jafntefli við kollega
sína þá Knezevic og Benkö, en
mér tókst að sigra Válkesálmi og
gera jafntefli við Knezevic og
hreppa þar með efsta sætið. Jó-
hann náði einnig mjög góðum
endaspretti, vann þá Stigar og
de Lange örugglega og komst þar
með upp að hlið Rajkovics, sem
er núverandi skákmeistari Júg-
óslavíu.
Tímamörk á mótinu voru
nokkuð óvenjuleg, eða 32 leikir á
tveimur klukkustundum og síðan
16 á klukkutíma. Þetta grunar
mig að hafi verið gert til að létta
þeim Erik Lundin, 79 ára, og
Daan de Lange, 67 ára, róðurinn.
Lundin var útnefndur heiðurs-
stórmeistari á síðasta FIDE-
þingi og má segja að sú útnefn-
ing hafi komið 30 árum of seint,
því hann stóð fyllilega undir titl-
inum á þeim tíma.
De Lange lék með hollenska
knattspyrnulandsliðinu fyrir
stríð, en leikur nú á píanó á Ást-
oria-hótelinu þar sem teflt var.
Hann var á tímabili meðal
fremstu skákmanna Norðmanna
og teflir enn vel. Á Astoria-
mótinu í fyrra slapp hann tap-
laus og nú tapaði hann aðeins
fyrir mér og Jóhanni.
Júgóslavneski stórmeistarinn
Knezevic er væntanlegur hingað
til lands á næstunni. Hann teflir
yfirleitt fremur rólega, en í
Hamri tókst honum þó að vinna
Yrjola mjög glæsilega og kom
þannig í veg fyrir að Finninn
hlyti síðasta áfanga sinn að al-
þjóðlegum meistaratitli.
Hvítt: Knezevic (Júgósl.)
Svart: Yrjola (Finnl.)
Drottningarindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. e3 —
b6, 4. Bd3 — Bb7, 5. (W) — d5, 6.
b3 — Bd6, 7. Bb2 — (W), 8. c4 —
Rbd7, 9. Rc3 — a6, 10. Re2 —
He8, 11. cxd5 — exd5, 12. Rg3 —
Re4.
Öruggast var strax 12. — g6.
13. Rf5 — Bf8, 14. Re5 — Bc8?
Áætlun Yrjola er einum of
frumleg. 14. — g6 var bráðnauð-
synleg.
15. f4 — Rb8, 16. Rg3 — f6.
17. Rxe4! — fxe5, 18. fxe5! —
dxe4, 19. Bxe4 — c6, 20. Dh5 —
g6, 21. Bxg6!
Ef nú 21. — hxg6, 22. Dxg6+ —
Bg7, þá 23. Hf7 og mátar. Hvíta
sóknin er því orðin yfirþyrm-
andi, en Knezevic var í tíma-
hraki og endurtekur í framhald-
inu nokkrum sinnum leik til ör-
yggis-
21. — He7, 22. B(7+ — Kh8, 23.
d5 — Bg7, 24. Bg6 — Dg8, 25. Bf7
- Dd8, 26. Hf4 — Rd7, 27. Bg6 -
Dg8, 28. B(7 — Dd8, 29. Bg6 —
Dg8, 30. Hafl — Rxe5, 31. d6 —
He6, 32. B(7 — Rx(7, 33. Bxg7+
— Dxg7 og svartur gafst upp um
leið.
Ungur v-þýzkur skákmaður,
Wolfram Schön, byrjaði mjög
vel og hélt t.d. mjög erfiðu
hróksendatafli gegn Benkö, en
reyndist síðan ekki hafa alveg
nógu hárfínan skilning á kóngs-
indversku vörninni.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Schön (V-Þýzkal.)
Kóngsindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 —
Bg7, 4. e4 — d6, 5. f3
Saemisch-afbrigðið. Schön
svarar með leikaðferð Panno,
sem Kasparov og Nunn hafa gert
mjög vinsæla.
5. — (W), 6. Be3 — Rc6, 7. Rge2 —
a6, 8. Dd2 - Hb8, 9. h4 - h5, 10.
(WW) — b5, 11. Rd5— Rh7?!
Á Ólympíumótinu í Luzern lék
Nunn 11. — bxc4 gegn mér sem
er betra.
12. g4 — hxg4, 13. h5 — e6, 14.
Rdf4
En alls ekki 14. Bh6? — Bxh6,
15. Dxh6 — Dg5+! og svartur
vinnur.
14. — g5, 15. h6! — Bh8, 16. Rh5
-gxf3?
Svörtum er lífsnauðsyn að
staðan á kóngsvæng haldist lok-
uð. Því hefði hann átt að leika
16. - f5l, 17. exf5 - exf5, 18.
fxg4 — f4.
17. Rgl! — (5.
Skárra var 17. — f6, þó ekki sé
svarta staðan beysin. Nú brýtur
hvítur sér leið að svarta kóngn-
um með mannsfórn.
18. ex(5 - exf5, 19. Rxf3 — f4.
20. Bxf4! — gxf4, 21. Hgl+ —
Kf7, 22. Dd3!
Vinnur manninn til baka með
gjörunninni stöðu.
22. — Re7, 23. Dxh7+ — Ke8, 24.
Rg7+ - Kd7, 25. Re5+! - dxe5,
26. dxe5+ — Kc6, 27. Hxd8 —
Hxd8, 28. Rh5 — Rf5, 29. Hg6+
og svartur gafst upp. Framhald-
ið gæti t.d. orðið 29. — Kb7, 30.
Bg2+ - Ka7, 31. Dxc7+ - Bb7,
32. Hxa6+! og mátar.