Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 7 hefur ekki efni á aö láta vetrarútsöluna okkar framhjá þér fara KARNABÆR LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 BOATAATÆA Jöfnun húshitunarkostnaAan Stjórnarfrumvarp í burðarliðnum Alþýðubandalagið gerði ekkert í málinu sl. fímm og hálft ár, sögðu þingmenn úr öðrum flokkum . lónaAarraAherra kgfur nú sfe- sem gengur öl mótn við h. ustu hönd á Mtjórnarrramvarp, fólkn á „köldu nvmóunun Skipting hitoóa húarýmia londamonno tft.r orkugiofum 1973 - 1962 I l "•♦•»*« '»rr '*rt i*r* i**o .*•■ býr aó hu.shitum margfaldri aó koHtnnói fólks á köfuANUÓarsvrA inu. ÁkvörAun befur veriA tekin ■m ha-kkun nióurgreiAfiiu á þemv um kontuAi. Jafnframt vinna iAn •óarráóberra of> félagsmáU ráóberra aó uadirbúaÍBgi „orku nparaadi aógeróa". Þetu kom fram í máli AlberU (iuAmunds soaar, fjármálaráóberra. oj> Alei- aaders Stefáassoaar, félagmaála ráóberra, er hásbitHaarkostaaóur | á „köidum svcóum" kom á dag abrá Alþiagis í gcr. HJÖRLKIFUR GUTTORMS- SON (Abl.) mælti fyrir tillögu | til þingsályktunar, sem felur ríkisstjórninni, ef samþykkt verður, aö ^era nú þegar ráö- I stafanir til að lækka og jafna I upphitunarkostnað húsnæðis í I Þróun húshitunarkostnaðar í ffimm Alþýðubandalagsár! Alþýðubandalagið átti bæði fjármála- og orkuráðherra 1978—83 án þess að stíga nokkur afgerandi skref til jöfnunar húshitunarkostnaðar, sem er margfaldur á „köld- um svæðum“ í samanburöi viö Reykjavík og nágrenni. Nú, þegar Alþýöubandalagið er blessunarlega fjarri stjórnsýslu landsins er stjórnarfrumvarþ í buröarliönum um hvar taka skuli á þessum málum. — Á síöustu fjárlögum Alþýöu- bandalags, 1983, vóru aöeins 35 m.kr. til verðjöfnunar húshitunar. Á fjárlögum 1984 var þessi fjárhæö hækkuö í 230 m.kr., hefur hækkað um 700%! Þá ber svo við að Hjörleifur Guttormsson fer fyrir kommaliöi á þingi í „heil- ögu stríöi" fyrir veröjöfnun. Færi vel á því aö fyrrverandi orkuverösráðherra tíundaði afrek sín og Ragnars Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra, á þessum vettvangi sl. fimm og hálft ár — meðan þeirra var valdiö og mátturinn, hvað sem dýrðinni líður. OFTERÍ TRÉHOLTI HEYRANDI NÆR Treholtnjósnamálið í Norcgi hefur hvarvetna vakiö verðskuldaöa athygli. Sovézkar njósnir á Norður- löndum hafa ekki fengið mörg hliðstæð áföll og handtöku þessa stórnjósn- ara. Hann gagnaðist hús- bsndum sínum f KGB ekki síður sem „agent f áhrífastöðu", þ.e. í skoðanamvndandi hiut- verki innan norskrar stjórnsýslu og f hópi rót- tsklinga og NATO- andstsðinga á Norður- löndum. Hann lét sig m.a. varða viðleitni slíkra afla hér á landi sem berjast gegn varaarsamstarfi fs- lands og Bandaríkjanna, og tók þátt í umrsðum um það mál. Þetta mál hefur að von- um fengið mikla umfjöllun f fjölmiðhim á Norðurlönd- um, hérlendis sem annars staðar. Sjálfsagt heldur sú umrsða áfram, ekki sfzt eftir að fréttir fara að ber- ast af upplýsingum stór- njósnarans sjálfs, Arne TreboHs, sem nú sstir yfir- heyrslum í heimalandi sínu. Það er eftirtektarvert hve þessi umrsða fer f ffn- ar taugar ritstjóra Þjóðvilj- ans, sem rekur upp hvert ramakveinið eftir annaö í tilefni skrifa um Treholt- málið. Hann er hinn við- kvsmi og sárí heyrandi I tréholti þessarar umræðu. í „klippt og skorið" Þjóðvilj- ans í gsr skera kveinstafir Áraa Bergmanns, fýrrum forseta MIR, í eyru. Árni á ekki að vera svona viðkvæmur fyrir skrífum Mbl. um þetta mál. Hann á að vera við- kvsmur fyrir starfsemi tré- holta í Noregi sem annars staðar — og beina spjótum sínum að þeim. Og hann á að gagnrýna þá, sem nú, á meöan frsndur okkar Norðmenn eiga í útistöðum við Sovétmenn og útsend- ara þeirra, þurfa endilega að hlaupa til Moskvu á veguum MÍR til að faðma og kjassa KGB-mennina kringum hinn ósýnilega Andropof. Það segir sína sögu, og hana ósmáa, aö þegar ís- lenzkir fjölmiðlar stíga á skott KGB-starfsemi á Norðurlöndum þá geltir Þjóðviljinn. „Þessu ráðum við ekki hér fyrir vestan“! ísfuðingur, blað fram- sóknarmanna á Vestfjörð- um í kjördsmi flokksfor- mannsins, fjallaði á dögun- um um andlitslyftingu Tímans og segir orðrétt: „Er vissulega furðulegt að Elíasi (Snsland Jóns- syni) skuli ekki hafa verið gefinn kostur á að starfa áfram við Tímann, eins mikill blaðamaður og hann en hefðu vafalaust margir starfsmenn Tímans mátt hverfa úr starfi á undan Elíasi. En þessu ráðum við ekki bér fyrir vestan, þvi miður, það eru aðrir sem ráða slíkum ákvörðunum. ísfirðingur fsrír Elíasi þakkir fyrir ágst störf og vonar að honum farnist vel í framtíðinni." „Minn hundur móðgast ekki“ Hundur Alberts Guð- mundssonar, Ijármálaráð- herra, hefur hlotið upphefð nokkra f erlendri pressu. Hann skauzt og inn í um- rsður á Alþingi þá rstt var um fiugstöð á Kefiavíkur- fiugvelli, enda nota and- stsðingar þeirrar fram- kvsmdar hinar ólíklegustu „röksemdir" í málflutningi sínum. „En það er eins með mig og hundinn minn, fyrst hann er kominn hér á dagskrá," sagði fjármála- ráðherra, „eða það er eins með hundinn minn og mig, mín frsgð kemur að utan. ... Þjóðþekktur maöur í Bretlandi endaði bréf til mín á þann hátt að mann- gildi fsri minnkandi en annaö gildi ykist að sama skapi... “ Hér greip Hjörleifur Guttormssom fram í fyrir ráðherranum, sem svaraði að bragði: „Ég stlaðist ekki til þess að háttvirtur fimmti þingmaður Aust- firðinga tski |>etta til sfn. En þaö er allt í lagi. Minn hundur móðgast ekki!“ Atvinnuþátttaka 78%: Þrír fjórðu nýrra starfa í þjónustugreinum Fækkun starfa í fiskvinnslu og landbúnaði ÁRSVERKUM fjölgaði um tsplega þrjú þúsund, eða 2,7% milli áranna 1981 og 1982, urðu rúmlega 111.200 síðara árið, samkvsmt heimildarriti Fram- kvsmdastofnunar ríkisins, áætlanadeildar: „Vinnumarkaðurinn 1982“. Þetta þýðir að innan vió helmingur íslendinga skilar ársverki, þegar á heildina er litið. Þegar miðað er við fólk á vinnualdri, 15—74 ára, er atvinnuþátttakan 78%, sem er 0,6% aukning frá 1981. Meðallaun vóru 113 þúsund krónur 1981, en 172 þúsund krónur 1982, en á sama tíma hskkaði framfersluvísitala um 51% en kauptaxtar um 49%. Fjölgun ársverka milli áranna 1981 og 1982 var mestpart í þjón- ustugreinum, eða 76,5% af heild- arfjölguninni, þ.e. rúmlega þrjú af hverjum fjórum nýjum ársverkum urðu þar til. Fjöigun ársverka í frum- og úrvinnslugreinum var mun minni, efta 23,5% af heild- arfjölguninni, þ.e. tæplega fjórfta hvert nýtt starf var á þeim vett- vangi. Af einstökum atvinnu- greinum varft þaft byggingar- og mannvirkjagerð sem skilaði drýgstri aukningu ársverka 1982 (miftað við 1981), en þar fjölgaði störfum um 10,7%. Næst kom „ýmis þjónusta", 5,7%. Verzlun, veitinga- og hótelrekstur jók árs- verk um 4,6%, bankar og trygg- ingastarfsemi 4,3%, vatns- og orkuveitur 3,1%, aðrar minna. Fækkun ársverka var mest í fisk- vinnslu, 3,7%, og landbúnaði, 2,7%. Meðallaun 1982 vóru jöfn og hæst á Reykjanesi og Vestfjörft- um, 187 þúsund, en Vesturland kemur fast á hæla þessara svæða með 186 þúsund. Lægst vóru með- aliaun á Norðurlandi vestra, 166 þúsund krónur. Hækkun meðal- launa milli áranna 1981 og 1982 var mest á Reykjanesi, 61,4%, en minnst á Vestfjörðum, 47,8%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.