Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 31 Fiskveiðiráðgjöf enn til umræðu — eftir Jakob Jakobsson Fiskveiðistefna sú er Hafrann- sóknastofnun hefur ráðlagt á und- anförnum árum hefur verið all- mikið til umræðu undanfarnar vikur. Nægir þar að minna á fyrir- sagnir á forsíðum dagblaða: „Hættum að friða og veiðum smá- fiskinn", svo og forystugreinar þar sem mikið var rætt um „nýjar og óvæntar kenningar". Þá ber að nefna fund þann er Hafrann- sóknastofnun og Líffræðifélag ís- lands efndu til í Norræna húsinu hinn 13. janúar, greinargerð Hafrannsóknastofnunar er birtist 20. janúar og svör þeirra líffræð- inganna dr. Jóns Gunnars Ottós- sonar og dr. Sigurðar Snorrasonar er birtust hinn 27. janúar. Augljóst er frá þessu síðast- nefnda skrifi þeirra tvímenninga að umræðan er nú farin að snúast mjög um það hvaða skilning menn leggja í orðið ofveiði. Hafrann- sóknastofnun telur að ofveiði geti verið af ýmsum toga spunnin og miðar fiskveiðiráðgjöf sina við það en þeir Jón Gunnar og Sigurð- ur nota hugtakið líffræðileg ofveiði í þröngri merkingu þ.e.a.s. að með veiðum hafi verið gengið svo á stofninn að endurnýjunar- geta hans hafi verið skert — þetta lýsir sér í viðkomubresti og hruni þegar verst lætur. Ef þessi skiln- ingur er lagður í hugtakið ofveiði eru allir hlutaðeigandi sammála því að ekki hafi verið unnt að sýna fram á slíka ofveiði á þorskstofn- inum íslenska. Þar sem ráðlegg- ingar Hafrannsóknastofnunar hafa fyrst og fremst miðað að því að koma í veg fyrir slíka ofveiði ættu menn einnig að geta orðið sammála um það að hingað til hef- ur fiskveiðistefnan verið farsæl að þessu leyti. Nokkuð hefur verið um það rætt hver hin neðri mörk hrygningarstofns þorsksins mættu vera án þess að slíkrar ofveiði færi að gæta. Þess var raunar krafist að fiskifræðingar fyndu þessi neðri mörk (Þjóðvilj- inn 16.1. 1984). Eðli málsins sam- kvæmt finnast þau hins vegar ekki fyrr en mjög lítill hrygn- ingarstofn hefur getið af sér nokkra lélega árganga. I raun þýddi þetta margra ára þorskleysi við ísland. Það er að sjálfsögðu af þessum sökum sem Hafrann- sóknastofnun getur ekki orðið við kröfunni um að finna „neðri mörk“ þorskstofnsins. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á beint samband milli stærð- ar hrygningarstofns þorsks og nýliðunar þ.e.a.s. niðjafjölda hefur það verið gagnrýnt að Hafrann- sóknastofnun hefur stundum lagt til að þorskstofninn yrði byggður upp þannig að hann gefi af sér svokallaðan hámarksafrakstur og 450.000 tonn á ári hafa verið nefnd í þvi sambandi. Lítum nú nánar á það hvernig þessi 450.000 tonn eru reiknuð. Þegar ekki er beint sam- band milli nýliðunar og stærðar hrygningarstofns er afrakstur fiskstofna venjulega fenginn sem margfeldi af tveimur tölum þ.e.a.s. fjöldi þeirra fiska sem bæt- ist í hinn veiðanlega stofn er er margfaldaður með afrakstri af hverjum fiski sem í stofninn bæt- ist. Á tímabilinu 1955—1970 var nýliðun þorskstofnsins þ.e.a.s. fjöldi 3ja ára þorska sem í stofn- inn bættust á hverju ári að meðal- tali um 225 milljónir. Eftir að möskvi var stækkaður og reynt að draga úr smáfiskveiðum um og eftir 1977 var álitið að afrakstur á hvern nýliða hefði aukist úr 1,7 kg í 2 kg. Margfeldið 225 milljónir x 2 kg er 450.000 tonn. Þar eð erfitt hefur reynst að útskýra hvað átt er við með „afrakstri á nýliða" er rétt að hafa í huga að með há- marksafrakstri er í raun átt við þann afla sem unnt er að fá úr meðalárgangi miðað við tiltekið veiðimynstur. Úr því að stærð árganganna (nýliðunin) er breytileg frá ári til árs og hefur verið allt frá 100 millj. upp í 430 millj. þorska ligg- ur í hlutarins eðli að afrakstur úr hverjum árgangi er mjög breyti- legur. Eftir því sem þorskstofninn er minni verður hlutur nýliðanna í aflanum hlutfallslega meiri og heildaraflinn úr þorskstofninum myndi þá sveiflast mjög mikið frá ári til árs. Þetta væri óþolandi í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar og við slíkar aðstæður yrði útgerð óheyrilega dýr. Tilgangurinn með tiltölulega stórum þorskstofni og allmörgum árgöngum er ekki síst sá að jafna þessar árgangasveiflur þannig að heildarafrakstur þorskstofnsins geti verið nokkuð jafn frá ári til árs enda þótt nýlið- unin sé breytileg. Stór þorskstofn hefur einnig þá kosti að afli á út- haldsdag eykst og arður af útgerð þar með. Hitt er svo augljóst að svokallaður hámarksafrakstur fer minnkandi ef nýliðun verður léleg um nokkurra ára skeið. Hámarks- afrakstur fer einnig minnkandi ef mikið er sótt í smáfisk þannig að fiskurinn nær ekki að vaxa áður en hann er veiddur. Breytingar í vaxtarhraða hafa einnig áhrif á svokallaðan hámarksafrakstur. Um þessar mundir eru nokkrir lé- legir árgangar að bætast í þorsk- stofninn sem eru að meðaltali um 150 millj. 3ja ára þorska. Afrakst- ur á hvern nýliða hefur einnig far- ið minnkandi og er nú 1,5—1,6 kg. Svokallaður hámarksafrakstur eða jafnstöðuafli er því um þessar mundir 150 x 1,55 kg eða um 230.000 tonn í stað 450.000 tonna eins og reiknað var með fyrir nokkrum árum. Þegar talað hefur verið um að byggja þorskstofninn upp og fá úr honum hámarksaf- rakstur (450.000 tonn) hefur verið miðað við að fjöldi þriggja ára þorska væri að meðaltali um 230 millj. og tveggja kílóa afrakstur fengist úr hverjum þeirra. Þess hefur ekki verið gætt sem skyldi að gera grein fyrir þessum sjálfsögðu forsendum í skýrslum Hafrannsóknastofnunar. Þetta hefur valdið misskilningi þeirra sem ekki eru kunnugir því hvernig afrakstur fiskstofna er venjulega reiknaður. Bent hefur verið á hve mikil- vægt sé að menn búi yfir hald- góðri vitneskju um þá nýiiðun sem í vændum er hverju sinni. Þetta hefur Hafrannsóknastofnun verið ljóst um margra ára skeið. Það var m.a. af þeim sökum að ráðist var í svokallaðar seiðarannsóknir árið 1970. Þar sem menn þóttust vita að stærð árganganna réðist fyrst og fremst af umhverfisþátt- um á allra fyrsta æviskeiði seið- anna var talið mögulegt að fá hugmynd um stærð væntanlegs árgangs með því að kanna hve mikið af fiskseiðum fyndist í haf- inu umhverfis landið þegar þau væru komin yfir erfiðasta hjall- ann. Þessar rannsóknir fara venjulega fram í ágústmánuði ár hvert. Þeim er síðan fylgt eftir með svokölluðum ungviðisrann- sóknum sem beinast einkum að eins til þriggja ára fiski. Niður- stöður allra þessara rannsókna eru síðan notaðar við stofnstærð- armat Hafrannsóknastofnunar hverju sinni. Vafalaust má bæta þessar rannsóknir enda er það reynt eftir fremsta megni. Það hlýtur þó að þurfa mikinn ókunn- ugleika á störfum Hafrannsókna- ÍLÍ. Jakob Jakobsson „Það sem mér kom mest á óvart var ekki það að ungir líffræð- ingar þættust hafa kom- ist í feitt heldur hitt hve margir virtust koma af fjöllum og gerðu mikið úr „nýjum og óvæntum kenningum“ þessara ungu vatna- og skor- dýrafræðinga.“ stofnunar til þess að komast að þeirri niðurstöðu að nýliðunar- rannsóknir séu eitthvað nýtt sem Hafrannsóknastofnun verði nú að taka upp. Bent hefur verið á að ítarlegar vistfræðirannsóknir séu nauðsyn- legar til að skilja samhengið milli stórra og lítilla árganga svo og til þess að skilja þau áhrif sem fisk- stofnarnir hafa hver á annan. Enda þótt þetta sé ekki sagt með berum orðum er þessu slegið fram á þann hátt að ókunnugir gætu haldið að litlar sem engar vist- fræðirannsóknir hafi verið stund- aðar á Hafrannsóknastofnun til þessa. Þessu fer að sjálfsögðu víðs fjarri. Umfangsmiklar sjórann- sóknir hafa lengi verið stundaðar á íslandsmiðum og um þær birtar margar ritgerðir og bækur. Þör- ungarnir, undirstaða alls sjávar- lífs, hafa verið rannsakaðir síð- astliðinn aldarfjórðung og mjög mikilvægar niðurstöður liggja nú fyrir um framleiðslu þeirra á líf- rænum efnum, vorkomuna í sjón- um o.fl. mikilvæga þætti vistkerf- isins. Nýlega hefur birst í Ritum Fiskideildar (sem Hafrannsókna- stofnun gefur út) viðamikil ritgerð um rannsóknir á dýrasvifi sl. tutt- ugu ár. Þess má geta til gamans að áturannsóknir voru mjög stundað- ar við Norðurland meðan sildin hélt sig þar og niðurstöðurnar notaðar óspart til að segja fyrir um ætisgöngur síldarinnar á þeim árum. í Ritum Fiskideildar hefur nýlega birst ítarleg ritgerð um fæðuval allra helstu botnfiskteg- unda á íslandsmiðum. Þá ber að geta þess að allt frá árinu 1976 hafa verið stundaðar umfangs- miklar rannsóknir á hrygningar- stöðvum þorsksins, svokallaðar klakrannsóknir. Þar hefur m.a. komið fram hve ferskvatnsrennsli stóránna á Suðurlandi er mikil- vægt fyrir vistkerfið á Selvogs- banka og svo mætti lengi telja. Allt eru þetta rannsóknir á vistfræði íslenska hafsvæðisins sem auka skilning okkar á hinu flókna samspili margra þátta sem þar fer fram. Hafrannsóknastofn- un hefur það vissulega á stefnu- skrá sinni að auka þessar rann- sóknir og gera þær enn mark- vissari en verið hefur þannig að allar þessar rannsóknir leiði til meiri og haldbetri þekkingar á af- rakstursgetu íslenska hafsvæðis- ins heldur en við höfum í dag. Þess skal að lokum getið að ís- lenskir haf- og fiskifræðingar taka virkan þátt í störfum Al- þjóðahafrannsóknaráðsins. Á þann hátt fylgjast þeir með öllu hinu nýjasta sem fram kemur á sviði hafrannsókna erlendis. Grundvöllurinn að fiskveiðistefnu þeirri sem Hafrannsóknastofnun hefur ráðlagt er því ekki einungis byggður á þekkingu sem fengist hefur á Islandsmiðum heldur einnig á mjög vfðtækri reynslu sem fengist hefur í rannsóknum á öðrum hafsvæðum. Þá hefur náin samvinna fiskifræðinga og stærðfræðinga Raunvísindastofn- unar Háskólans einnig verið giftu- drjúg undanfarin ár. Þeir dr. Jón Gunnar Ottósson og dr. Sigurður Snorrason sögðu frá því á fundinum í Norræna húsinu 13. janúar sl., að það hefði tekið þá eina viku að skoða skýrslur og gögn um þorskinn og lesa ritgerðir fiskifræðinga Hafrannsóknastofn- unar. Eftir því sem ég fæ best séð komust þeir á þessari viku fyrst og fremst að ýmsum sjálfsögðum hlutum sem okkur á Hafrann- sóknastofnun hafa verið kunnir árum ef ekki áratugum saman. Það sem kom mér mest á óvart var ekki það að ungir líffræðingar þættust hafa komist í feitt heldur hitt hve margir virtust koma af fjöllum og gerðu mikið úr „nýjum og óvæntum kenningum" þessara ungu vatna- og skordýrafræðinga. Af þessu dreg ég þá ályktun að Hafrannsóknastofnun hafi brugð- ist bogalistin í því að gera öllum almenningi í landinu grein fyrir því sem vitað er og því sem ekki er vitað um nýtingu auðlinda á ís- landsmiðum. Þessu þarf að breyta en ekki fiskveiðiráðgjöfinni. Jakob Jakobsson fiskiíræóingur er aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar. Kynning á starfi Amnesty ÍSLANDSDEILD mannréttinda- samtakanna Amnesty Internat- ional efnir til kynningarkvölds annað kvöld fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20.30 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans. Verður þar gerð grein fyrir starfsaðferð- um Amnesty, verkefnum þess og sögu. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar eða hafa nýverið gerst félagar eru sérstaklega boðnir á kynningarkvöldið, en all- ir eru að sjálfsögðu velkomnir. Undanfarna mánuði hefur fjöldi manns gerst félagar í ís- landsdeild Amnesty. Starf deildarinnar sem fer mest- megnis fram í hópum, er nú í endurskipulagningu, svo sem í öðrum löndum. Alþjóðaþing samtakanna hefur samþykkt að hóparnir sem áður unnu ein- vörðungu fyrir ákveðna fanga, skulu nú vinna að öðrum verk- efnum auk fangastarfsins, en starfsvettvangur Amnesty fær- ist í sífellu út. Samtökin gang- ast fyrir sérstökum verkefnum, sem þó eru tengd fangastarfinu, svo sem baráttu gegn dauða- refsingum, mannshvörfum og ekki síst gegn pyntingum, en það verður meginverkefni Amnesty-samtakanna á þessu ári. Fjolbreytt kynning Á fundi íslandsdeildarinnar annað kvöld í Lögbergi mun Sigurður Magnússon fulltrúi greina frá sögu og stefnumiðum Amnesty og Anna Atladóttir læknaritari kynna starf fanga- hópanna, sérílagi bréfaskriftir þeirra. Sigríður Ingvarsdóttir lögfræðingur segir frá fjármál- um samtakanna, en mikil áhersla er lögð á sjálfstæði þeirra i þeim efnum og Jóhanna Jóhannesdóttir tæknifræðingur kynnir hversu unnið er að hin- um sérstöku tímabundnu verk- efnum. Úrafn Bragason börg- ardómari fjallar um þá mála- flokka sem Amnesty vinnur að, sem fyrr eru nefnd. Þá munu þær Hildur Bjarnadóttir frétta- maður og Sólrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari gera grein fyrir tvennskonar starfi í þágu fanga; nefnilega svokallaðar skyndiað- gerðir og bréfaskriftir vegna mánaðarfanga. Að lokum mun Guðríður Magnúsdóttir kennari rabba um hin fjölþættu verkefni til fjáröflunar, en þar er þörf margra verkfúsra handa. Afla þarf fjár fyrir starf deildarinn- ar en ekki siður til hins fjár- freka starfs að söfnun upplýs- inga um manifréttindabrot víða um heim sem og margskonar aðstoð við fanga í fjölmörgum löndum heims. Formaður íslandsdeildarinn- ar, sr. Bernharður Guðmunds- son, mun stýr kynningarkvöld- inu. Hver ræðumaður mun aðeins tala í nokkrar mínútur en áhersla verður lögð á að svara fyrirspurnum fundarmanna, svo að menn geti sem auðveld- ast gert sér grein fyrir hvar þeir geti best komið að liði í starfi Amnesty. Margskonar stuðningur mögulegur Sem fyrr segir eru allir vel- komnir á kynningarkvöldið, enda byggist starf Amnesty á sem mestri þátttöku almenn- ings. Hér er um að ræða gras- rótarsamtök í orðsins fyllsta skilningi og eru engin skilyrði til inngöngu önnur en vilja styðja við mannréttindabarátt- una annað hvort með greiðslu félagsgjalda eða öðrum fjár- stuðningi, eða vera virkur í starfi, þegar tími og aðstæður leyfa. Sem kunnugt er er ísland eitt tiltölulega fárra landa sem ekki eru á svörtum lista Amnesty- samtakanna vegna mannrétt- indabrota á þeirra sviði. Skrifstofa Islandsdeildar Amnesty er að Hafnarstræti 15, efstu hæð, og veitir Sif Aðils henni forstöðu. (Frítutilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.