Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 37 poppfréttir Ordrómur um huimsókn Duran Duran er sterkur. Dregur nær Listahátfð 1984: Enn óvíst hvaða poppsveit kemur Enn hefur ekkert veriö látiö uppi hvaöa erlend stórhljómsveit sækir okkur íslendinga heim í tengslum viö Listahátíö í sumar. Mörg nöfn hafa veriö nefnd, en að sögn Guö- brands Gíslasonar, framkvæmda- stjóra hátíöarinnar, hefur ákvöröun enn ekki verið tekin. Hlutirnir ættu þó aö skýrast í mán- aöarlok. Eins og poppunnendum er vafa- lítið kunnugt hafa ýmis nöfn verlð, en ekkert enn veriö staöfest. Þaö Járnsíöan best veit hafa tvö nöfn þó einkum veriö nefnd til þessa, Ouran Duran og Dire Straits. önn- ur nöfn hafa vissulega veriö nefnd, m.a. Culture Club, en Járnsíöan veit til þess aö ógerningur er aö fá þá sveit hingaö til lands, a.m.k. eins og sakir standa. Ef marka má það, sem frést hef- ur, eru forráöamenn Listahátíðar alfariö á því aö fá þekkta og góöa erlenda poppsveit hingaö tii lands aö þessu sinni. Þreifingar hafa staöið yfir aö undanförnu og þá er bara aö bíöa og sjá hvaö veröur. Culture Club. sem þær vantaöi nauösyniega til aö vekja á sér veröskuldaða at- hygli." Brautin rudd Hinar gífurlegu vinsældir hljómsveita á borö viö Culture Club, hvers ímynd kemur fólki ákaflega ýkt fyrir sjónir, hafa beint tónlistinni inn á nýjar brautir. Þá hafa þær ekki síöur opnaö eyru manna jafnt sem augu fyrir nýrri tónlist og þá um leiö nýjum fram- setningarmáta. Síöast en ekki síst hafa þessar vinsældir rutt brautina fyrir fjölda annarra breskra sveita, sem flytja hugmyndaríka nýja tón- list. Séu menn staddir í Lundúnum er úrvaliö af tónlist geipilegt. Þar er aö finna allar mögulegar og ómögulegar stefnur; blöndu af írsku þjóölagarokki og soul-tónlist (Dexy's Midnight Runners), enskt þjóölagarokk eins og þaö var á sjöunda áratugnum (The Smiths), þunglamalegt tölvuvætt diskó (New Order), rokkabillý-pönk meö afrískum áhrifum (King Kurt), reggae eins og þaö gerist best (UB40) og rokk meö sekkjapípu- blæstri (Big Country). Jafnvel tón- list Bítlanna er endurvakin meö sveitum á borö viö The Bluebells. Nýtt líf Flestar þessara svelta eru Bandaríkjamönnum, sem komnir eru eitthvaö á fertugsaldurinn, al- gerlega hulinn heimur. Hafi þeir á annaö borö gaman af rokktónlist hlusta þeir á Rolling Stones, nest- ora bylgjunnar, sem reiö yfir Bandaríkin 1964. Þaö er kald- hæönin uppmáluö aö heyra þessa eldri poppunnendur henda gaman aö nýju hljómsveitunum. En ungl- ingunum finnst gaman aö þessu og þegar öllu er á botnminn hvoift hefur einn megintilgangur rokksins alla tíö veriö aö ergja foreldrana. Og þaö skyldi enginn voga sór aö bera á móti því, aö það litla brot evrópskrar tónlistar og þá sér í lagi breskrar, sem flutt er til Bandaríkj- anna, hafi hreinlega blasið nýju lífi í staönaöan rokkheim og átt ríkan þátt í stóraukinni plötusölu. — SSv. (Hór með lýkur fyrsta hluta kynn- ingar Járnsíöunnar á „innrás" breska poppsins í Bandaríkin um þessar mundir. Hlutar II og III veröa birtir á næstu tveimur Járn- síöum.) Allar tegundir FRYSTITÆKJA TIL SJÓS OG LANDS Lárétt plötufrystitæki (4 plötustæröir, 3—20 stöövar). Við bjóðum mesta úrval frystitækja til LAUSFRYSTINGAR og BLOKKFRYSTINGAR ARATUGA REYNSLA hérlendis og í 56 öðrum löndum HEFUR SANNAÐ GÆÐI og ENDINGU „Spiral“-lausfrystitæki Lárétt plötufrystitæki (4 plötustæröir, 3—20 stöövar) HATT A ANNAÐ HUNDRAÐ Parafreeze frystitækja er í VINNSLUSTÖÐVUM og FISKISKIPUM hérlendis Kynnið ykkur hið HAGSTÆÐA VERÐ og hin GÓÐU GREIÐSLUKJÖR „Fluidised Belt“-lausfrystitæki mm Lárétt plötufrystitæki meö innbyggöri frystivél. (3 plötustæröir, 3—7 stöövar) Við sendum ykkur MYNDALISTA með öllum TÆKNILEGUM UPPLÝSINGUM FRYSTITÆKI TIL SJÓS OG LANDS: Sönnuð gæöi Hagstætt verð Greiðslukjör „Tunnel" lausfrystitæki PARAFREEZE UMBOÐIÐ: ÁRNI ÓLAFSSON HF, VATNAGÖRÐUM 14, SÍMI 83188 IHafgmHakítfr Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.