Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 41 Tilfiersla vinnutíma hefur verið notuð sem fyrr sagði á „dags- grundvelli“. Ekki er síður hægt að nota fyrirkomulagið með fjölgun daglegra vinnustunda og fá út úr þvi t.d. hálfan eða heil- an vikulegan frídag, sem getur verið dýrmætur t.d. til tóm- stundaiðju, heimilisstarfa, láta öðru fyrirtæki eða góðgerðar- þjónustu vinnu í té, um leið og sicrifborð og stóll væri losaður fyrir sérfræðing sem stofnunin þarf á að halda þann tíma. Vinnujöfnun hefur verið komið á í ýmsu formi til að mæta sam- drætti og komast hjá uppsögn- um. Starfsmenn hafa þá í stað þess að verða fyrir uppsögnum dregið úr vinnu og skipt stytt- ingunni á milli sín. Komið hefur fyrir að þeir hafi tekið á sig ábyrgðina á skiptingunni að fullu, um tíma, haldið starfsemi gangandi með góðum afköstum uns betur áraði. Hér hefur verið minnst á breytingar frá hefðbundnum vinnutíma, dögum, vikum og mánuðum. Sjálfsagt er ýmislegt sem gerir breytingar erfiðar. Það sem telja má einna mikil- vægast er þó að þjóðfélagið, líf manna, áhugamál og óskir, rekstur fyrirtækja og stofnana tekur sífelldum breytingum. Erfiðleikar og velgengni skipt- ast á í fyrirtækjunum og sam- félaginu. Þeim þarf að mæta, nýta viljuga starfskrafta og halda öllum ánægðum. Samn- ingar um vinnutilhögun o.fl. eru tæki sem starfsmenn og ráða- menn fyrirtækja hafa fengið í hendur svo þeir geti gert mál upp sín á milli — svo þeir geti þjónað samfélaginu — sjálfum sér og öðrum til velfarnaðar. Ef aðilar geta það ekki, njörva málin í staðnað kerfi samtrygg- ingar, einhæfra hagsmuna og afturhaldssemi, þriðja aðila til tjóns, kemur að skuldadögunum. 9 til 5 reglan féll og gildir ekki lengur fyrir jafn marga og áður. Nýjar aðferðir hafa tekið við og gilda nú um sinn. Framundan eru tímar þar sem enn þarf að samræma nýjar óskir starfs- manna um bætt starfsskilyrði óskum fyrirtækja um sam- keppnishæfni og arðsemi. Þarf þriðji aðilinn, borgarinn, að fá þá þjónustu sem hann þarf og ætlast til. Til að dæmið gangi upp þarf starfsfólkið að hafa tíma til að komast í búð og leggja afganginn inn í banka. Það getur reynst erfitt fyrir suma. Eggert Ásgeirsson er skrifstoíu- stjóri hjá Samhandi ísl. rafreitna í Reykjavík. Söluverð gengistryggðu spariskír- teinanna verður óbreytt allan fyrsta sölumánuðinn (febrúar) að því tilskildu, að á gengi íslensku krónunnar verði ekki óvæntar og verulegar breytingar. Andvirði seldra skírteina verður varið skv. lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar. Um skattalega meðferð gengis- skírteina, svo og vexti og breytingar á innlausnarverði vegna breyttrar gengisskráningar, gilda sömu regl- ur og gilda hverju sinni um inn- lendar innstæður í bönkum og sparisjóðum. Skilmála verður nánar getið f auglýsingum, sem birtast í dagblöð- um næstu daga, en sérprentaðir út- boðsskilmálar fást hjá söluaðilum, sem eru Seðlabanki íslands, við- skiptabankarnir, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. Að lokum er vakin athygli á, að hinn 6. febrúar nk. hefst innlausn verðtryggðra spariskírteina ríkis- sjóðs í 2. fl. 1970. Hvert skírteini sem upphaflega var að nafnverði gkr. 10.000 — nú kr. 100,00 — verð- ur innleyst með verðbótum og vöxt- um á kr. 17.415,00 Skýrsla um tjónið á Akranesi lögð fram Akranesi, 3. febrúar. í gær var lögð fyrir bæjarráð Akraness skýrsla um helstu orsak- ir sjávargangsins á Akranesi sem olli stjórtjóni á mannvirkjum fimmtudaginn 5. jan. sl. ásamt skýrslum um tjónið sem varð ann- ars vegar á hafnarmannvirkjum og hinsvegar á byggingum. Einnig er að finna lýsingar heimamanna á veðri, sjólagi og skemmdum. Skýrslan er yfirgripsmikil og vel unnin, en það starf unnu starfs- menn Hafnarmálastofnunar, starfsmenn tæknideildar Akra- nesskaupstaðar og Verkfræði- og teiknistofan á Akranesi. í skýrslunni kemur m.a. eftirfar- andi fram. Helstu orsakir sjávargangsins 1. Meðalstórstraumsflóð var kl. 07.45. 2. Lægðarmiðjan fer framhjá rétt norðan við Akranes upp úr kl. 07.00. 3. Þrýstingur í lægðarmiðju kl. 06.00 var 963 mb. 4. Mælidufl staðsett 8 mílur vestur af Garðskaga mælir hæstu öldu kl. 08.15 Hs=13,32 m, Tp=18,6 sek. sem er orkumesta alda sem mælst hefur hér við land. 5. Endurkomutími öldunnar er áætlaður 30 til 40 ár að jafn- aði. 6. Hæsta undiralda við Akra- nes var á tímabilinu 08.00 til kl. 09.00. 7. Flóðhæð í Reykjavík mæld- ist hæst +4,73 m kl. 07.20. 8. Flóðhæð í Akraneshöfn er áætluð hæst upp úr kl. 07.00 um 4,93 m. Endurkomutími þessarar flóðhæðar er um 5 ár. 9. Flóðhæðin við Ægisbraut var hærri innan brimgarðs- ins eða hæst um +5,5 m að jafnaði en komst líklega upp í +6,0 m. 10. Orsök óvanalega mikils upp- rennslis og fyllinga hlýtur að stafa af mjög langri öldu auk ölduhæðar og flóðhæðar. Veðrið ekki svo slæmt f skýrslunni kemur fram að veðurhæð á Akranesi hafi ekki verið svo mikil umræddan dag eða að jafnaði um 6 vindstig af suðvestan. Hinsvegar var veð- urhæðin daginn áður mun meiri, þannig mældust 11—12 vindstig af suðaustan kl. 21.00 þann dag. Tjón á hafnarmann- virkjum, landi og landbrotsvörnum í allri þeirri umfjöllun sem varð í kjölfar flóðanna kom í raun lítið fram um skemmdir á hafnarmannvirkjum. f þessari skýrslu er kafli um þessar skemmdir og eru þær helstu sem hér segir: 1) Á ca. 35 m kafla dróst út og splundraðist grjótvörn í aðal- hafnargarði undan svokölluðum einingarvegg. Hér má áætla að tapast hafi um 700 m3 af kápu- grjóti (flokkuðu gróti). Eining- arveggurinn sjálfur virðist hafa í þessu veðri verið undir slíkri áraun að sprungur eru nú fyrst merkjanlegar í einingum, jafn- framt að sprunga í dekki hefur opnað sig á kafla meir en áður. Þetta bendir til þess að veggur- inn með undirstöðukerjum sín- um hafi snúist örlítið. Lambhúsasund Við sundið varð tjón á svoköll- uðum norðurgarði á þeim hluta hans sem gengur þvert inn í sundið. Á 45 m kafla skolaðist garðurinn burt. Má gera ráð fyrir að þar hafi tapast ca. 1500 m3 af flokkuðu grjóti og ca. 700 m3 af kjarnagrjóti. Á 55 m kafla framan þessa skarðs myndast samfyllt skörð og þar hafa tapast ca. 400 m3 af grjóti. í þriðja lagi myndaðist næst- um 2 m djúpt skarð í krónu garðsins á 15 m kafla 25 m frá enda. Þar má áætla að tekið hafi út 250 m3 af flokkuðu grjóti. Alls má áætla að tekið hafi út 2150 m3 af flokkuðu grjóti og 700 m3 af kjarna. Nokkuð dýrt mun vera að lagfæra þessar skemmd- ir þar sem nauðsynlegt er að gera veg með garðinum öllum svo og með skipalyftuplani Þor- geirs & Ellerts hf. til að komast að viðgerðarstöðum. Steinsvör Við birgðageyma OLÍS splundraðist öll grjótvörn með vesturhlið lóðar og dróst út. Eft- ir það grófst og skolaðist út mal- arfylling undan svartolíugeymi, svo og malarfylling undir járn- bentum girðingarvegg. Hjá H.B. & Co. hf. brotnaði steypt plan og grjótvörn fyrir framan það splundraðist. í Steinsvör vestanverða gekk inn mikill sandur svo grafa varð upp frárennslisúthlaup þeirra húsa er að lágu. Með samanburði við eldri ljósmyndir má sjá að hér hefur land hækkað um 2—3 m. Breiö Undan lóð hússins á Sýruparti var handhlaðinn garður úr grjóti sem ekki hefur áður orðið tjón á svo lengi sem elstu menn muna. Rúmlega 300 m langur steyptur varnargarður sem ver fremsta hluta Breiðar við ágangi sjávar skemmdist nokkuð sérstaklega efri hluti hans sunnanvert. Þessi veggur, sem er efnismikill og voldugur, var steyptur 1930. Hann hefur nokkuð mikið látið á sjá hin síðari ár og er nauðsyn- legt að verja hann með grjótvörn svo ekki komi síðar til enn kostnaðarsamari aðgerða. Aðrir staðir Við Ægisbraut, þar sem tjónið var mest á húsum, voru svo gott sem engar grjótvarnir, en miklir efnisflutningar á sandi og möl áttu sér stað þannig að strand- lengjan er allt önnur en hún var. Miklir efnismassar keyrðust inn að húsum austanvert. Við Kalm- arsvík gengu jarðvegsbakkar inn allt að 2 m á stórum svæðum. Lítil merkjanleg landbrot urðu við Langasand, en mikil breyting hefur samt orðið á sandinum. Hann er orðinn brattari, grófari og margir hryggir hafa myndast á honum þvert á strandlengjuna. 23 hús urðu fyrir skemmdum í skýrslunni kemur fram að 23 byggingar hafa orðið fyrir skemmdum meira og minna. Að auki skemmdust ljósastaurar, tengikassar, heimtaugar og alls staðar þar sem sjór gekk á land eða komst í hús barst mikið af þangi, sandi, möl og jafnvel stór- grýti. Einnig skolaðist til ýmis- legt dót sem var til geymslu utandyra á lóðum. Nokkur atriði að lokum f lok skýrslunnar eru nokkur atriði dregin fram og kemur þar í ljós ýmislegt sem betur má fara. Þar segir m.a. að mörg hús og mannvirki sem orðið hafi fyrir tjóni nú, hafi aldrei áður orðið fyrir slíku sem þessu, og mega sum þessara húsa rekja aldur sinn allt aftur til 1920. Hús þau sem skemmdust voru flest hlaðin eða grindahús klædd stáli. Sum jafnvel með glugga og dyr út að sjó. Velbyggð hús komu flest vel út úr þessu veðri utan þess usla sem varð vegna þess að dyr og gluggar opnuðust vegna sjávargangsins. Ægis- braut er gata sem liggur mjög lágt og er erfitt og kostnaðar- samt að einangra hana fyrir flóðum. Hvað varðar aðalhafnargarð- inn verður það ljósara með hverju nýju brimi að tryggja þarf betur skýlingu efsta hluta hans svo umferð geti haldist fram garðinn. Til þess þarf að færa grjótvörn garðsins utar og forma hann og staðsetja þannig, að fyllur valdi hvorki tjóni í höfninni eða á mannvirkjum í landi. Svo mannvirki og húseign- ir við Lambhúsasund sleppi und- an tjónum af flóðum og brimi verður nauðsynlegt að loka Lambhúsasundi utanvert. Hluti þessarar lokunar er nú þegar kominn með norðurgarðinum, þeim er nú skemmdist. Komi suður-garður á móti styrktum norðurgarði má segja að stað- bundin vandamál séu flest leyst innan garðanna. Til úrbóta á brim-, flóða- og landbrotsvörn- um er eftirfarandi vinnurammi líklegastur sem fyrsta skref. 1) Taka þarf til sérstakrar rann- sóknar og hönnunar svæðið utan efsta hluta aðalhafnar- garðs. b) Endurmeta þarf fyrri tillögur um lokun Lambhúsasunds. c) Taka þarf Ægisbrautarsvæð- ið til sérstakrar meðhöndlun- ar með tilliti til skipulags, byggingarskilmála, brim- og flóðvarna. d) Gera þarf áætlanir um land- brotsvarnir umhverfis strandlengjuna umhverfis Akranes. Þetta eru helstu punktar úr þessari skýrslu og væri hægt að gera úr henni meira mál, en að svo komnu máli gerist þess ekki þörf. Ekki er metið hugsanlegt fjárhagstjón sem varð, en þó það hafi verið mikið, hefði það getað orðið enn meira, ef togararnir og stærri loðnuskipin hefðu verið í höfn þegar ósköpin dundu yfir. En svo vel vildi til að þau voru öll nýfarin til veiða. JG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.