Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 13 „Fimm síðustu ár glötuð í uppbygg- ingu stóriðjunnar“ — segir Birgir ísl. Gunnarsson FIMM síðustu ár eru íslendingum glötuð í uppbyggingu stóriðju hér á landi, að mati Birgis fsl. Gunnarsson- ar, formanns stóriðjunefndar. „Ef unnið hefði verið af krafti að því að ná samstarfi við erlenda aðila við upp- byggingu stóriðnaðar, stæðum við miklu betur að vígi í þeirri efnahags- l*gð, sem nú gengur yfir,“ sagði Birg- ir. I viðtölum, sem stóriðjunefnd átti við fulltrúa kanadíska álfyrirtækis- ins Alcan nýlega kom fram, að fyrirtækið hefur ákveðið allar ný- framkvæmdir fram til ársins 1990 og ekki yrði bætt við nýjum verk- efnum fram til þess tíma. Sömu sögu væri að segja af öðrum fyrir- tækjum og sum þeirra væru komin með verkefni á áætlanir allt fram til ársins 2000. Birgir sagði að tíma- takmörk verkefna væri fjarlægari eftir því sem verksmiðjurnar væru stærri, undirbúningur álvers væri t.d. mun tímafrekari en kísilmálm- verksmiðju, því þar væri um mikiu stærri einingar að ræða. Bæjarstjórn Bolungarvíkur skorar á Alþingi og ríkisstjórn: Stórlækka þarf orkuverð heimila Hafnarfjörður; Leikskólinn Smáralundur. Ljósm. Mbl./KÖE. Leikskól- inn Smára- lundur tek- inn í notkun Smáralundur nefnist leikskóli sem opnaður var í Hafnarfirði þann 3. febrú- ar sl. Leikskólinn, sem rúmar 84 börn, tekur við hlutverki leikskólans Kató, sem um áraraðir hefur ver- ið starfræktur í Hafnar- firði. Bragi Benediktsson, félags- málastjóri í Hafnarfirði, sagð- ist, í ræðu sinni við opnunina, vænta þess að leikskólinn mætti verða ungum bæjar- búum til gagns og gleði um ókomin ár. Erla Gestsdóttir fóstra veitir hinum nýja leikskóla forstöðu, en auk hennar starfa fjórar konur við Smáralund. Bolungarvík, 3. febrúar. Á FUNDI bæjarstjórnar Bolungar- víkur 3. febrúar sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Bolungarvíkur vekur athygli á þeirri alvarlegu staðreynd, að ailt að helmingur al- mennra launatekna láglaunafólks fer nú til greiðslu mánaðariegra orkureikninga. Skorar bæjar- stjórn á ríkisstjórn og Alþingi, að grípa nú þegar tii aðgerða, er miða að þvi að stórlækka orkukostnað heimila, m.a. með því að fella niður söluskatt á raforku til heimilisnota, orkukostnaður verði frádráttarbær frá skatti, veitt verði aukin lán á hagstæðum kjör- um til orkusparandi aðgerða og endurskoðuð verði skattlagning Skildu þrjá bfla eftir í Þórsmörk Björgunarsveitarmenn úr Dag- renningu á Hvoisvelli fóru á sex snjósleðura inn í Þórsmörk að- faranótt mánudags og sóttu þangað sex unga menn, sem fast- ir voru á þremur bifreiðum vegna fannfergis. Að sögn Hannesar Hafstein hjá Slysavarnafélagi íslands, amaði ekkert að mönnunum, en aðstandendur voru teknir að óttast um þá og voru björg- unarsveitarmenn því sendir af stað. Komu þeir að mönnunum á bílunum þremur 5 til 6 kíló- metrum fyrir innan Stóru- Mörk, og fluttu þá til byggða. Ekki var talið viðlit að taka bílana með að svo komnu og voru þeir því skildir eftir. Félag viðskipta- fræðinema HÍ; Skattaþjónusta fyrir einstaklinga FÉLAG viðskiptafræðinema HÍ gengst fyrir skattþjónustu fyrir ein- staklinga utan atvinnureksturs um þessar mundir. Skattþjónustan verður starf- rækt til 10. febrúar nk. Þeir sem að þjónustunni standa sækja öll gögn til viðkomandi framteljenda og skila þeim síðan tilbúnum til undirritunar auk þess að reikna út áætlaða skatta fyrir árið 1983. Miðstöð skattþjónustunnar er að Bjarkargötu 6. ríkissjóðs á alla orkusölu og að- keypt efni tii hvers konar orku- framkvæmda." Gunnar. Starfsfólk Smáralundar ásamt félagsmálastjóra og dagvistarfulltrúa. F.v. Guð- rún Hafliðadóttir, starfsmaður, Helga Jörundsdóttir, fóstra, Bjarni Benedikts- son, félagsmálastjóri Hafnarfjarðarbæjar, Lína Guðmundsdóttir, starfsmaður, Erla Gestsdóttir, forstöðumaður og Rannveig Þóroddsdóttir, dagvistarfulltrúi. INNLEN-T (kosta)(boda) Gjafavörur vanlátra Með hækkandi sól bjóðum við 10% afslátt af öllum vörum í versluninni dagana 6.—18. febrúar. Frábær þjónusta, fallegar vörur. Verð við allra hæfi. Bankastræti 10, sími 13122. kostaIÍBoda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.