Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 25 íllum flokkum: og horn- stefiiunnar komist hjá því að viðurkenna það sem hefur gerst í ófriði, en það segir ekki að við eigum að halda áfram á þeirri leið.“ Jóhanna sagði aðspurð í lokin að engin flokksleg afstaða væri að baki þessari tillögu. „Ég geri ráð fyrir því að minn flokkur styðji þetta mál,“ sagði hún að lok- um. Vilji menn misnota aðstöðu sína, er ákaflega erfitt að koma í veg fyrir það Eiður Guðna- son, Alþýðuflokki, sagði í upphafi: Hj „Tillagan fjallar •ar'* *"** W aðeins um að \ % hefja undirbún- ing að frekari fræðslu um frið- armál í skólum og gæða skilningi á þýðingu og hlut- verki friðar. Auðvitað verður að freista þess að búa svo um hnútana í slíkum málum, að þar verði ekki um neins konar einhliða áróður að ræða.“ — Hvernig verður það tryggt? „Þeir sem falin er slík fræðsla geta auðvitað brugðist því trausti sem þeim er sýnt og auðvitað geta allir misnotað sér aðstöðu sína. En ég held samt að það sé eðlilegt að það sé undirbúin starfsemi á þessu sviði. Ef menn vilja misnota að- stöðu sína í skólum þá geta þeir það í flestum tilvikum og það er ákaf- lega erfitt að koma í veg fyrir það, en ég hef ekki þá trú að slíkt verði almennt." — Ertu samþykkur því að fræða eigi börn um ástæðu þess að við er- um aðilar að NATO og að það verði liður í friðarfræðslunni? ,Ég er samþykkur því að vera okkar í Atlantshafsbandaiaginu tryggi bezt öryggi íslands eins og nú háttar og ég held að þeim upplýs- ingum verði bezt komið á framfæri með því að skýra stöðu mála hér eins og hún er og eins og þróun sög- unnar hefur verið síðan Atlants- hafsbandalagið var stofnað. Atl- antshafsbandalagið hefur ekki farið með ófriði á hendur neinum. Það var ekki til þess stofnað. Það er varnarbandalag sem er stofnað til að varðveita friðinn." — Hefur þú trú á að núverandi menntakerfi og þeir sem flytja þess- um aldurshópum bókalærdóm komi þessu til skila? „Ég vil ekki vantreysta því fólki að fyrra bragði. Auðvitað þarf að búa til námsefni eins og það heitir núna og þar eiga auðvitað að koma fram hlutlægar upplýsingar um þessa söguþróun og það sem gerst hefur að undanförnu, en þeir sem ætla sér að snúa út úr því, gera það núna. Þessi tillaga breytir engu um það. Það er alltaf hægt að snúa út úr og það er alltaf hægt að misnota aðstöðu sína, en ég treysti því að það verði miklu frekar undantekn- ing heldur en hitt.“ þingsályktunar ínason, Guðmundur Bjarnason, lelgi Seljan, Jóhanna Sigurðardóttir, . Kvaran, Páll Pétursson, tmundsdóttir, Stefán Benediktsson. að hefja undirbúning að frekari fraeðslu um m og framhaldsskólum landsins. Markmið , hlutverki friðar og rækta hæfileika til þess j tmskiptum einslaklineaMhá—BiLhjðða. Aróður á því miður nú þegar greiða leið Mbl. ræddi að lokum við Krist- ínu S. Kvaran, þingmann Banda- lags jafnaðar- manna, en hún er lærð fóstra. Hún var fyrst spurð hvernig hún teldi veg fyrir einhliða áróður vinstri manna undir yfir- skyni friðarfræðslu. Hún svaraði: „Ég sé þetta í rauninni ekki sem sérstakt tækifæri fyrir hvern sem er til að reka áróður. Hann á þegar greiða leið hvort sem um er að ræða friðarfræðslu eða annað. Því miður hefur maður frétt af þessu og ég veit þess dæmi að fólk kemur að áróðri bæði flokkspólitískum og pólitískum. Ég sé því ekki að þetta eigi að opna neina beina braut fyrir áróður fremur en annað." — Þú ert lærð fóstra. Er ekki þarna nokkuð langt seilst að ætla að flytja börnum niður á dagvistar- heimilisaldur friðarfræðslu, ef hættan er slík sem þú bendir á varð- andi misnotkun? „Ég vil nú heldur segja þetta öðruvísi. Friðaruppeldi hefur verið í framkvæmd í raun á dagvistar- heimilum í mörg ár. Við byrjum á þeim mikilvæga þætti að leiða börn- um fyrir sjónir að ofbeldi' er ekki bezta leiðin til að ná sáttum og að fólk þarf að ræða málin og finna iausnir. Ég vil flokka þetta undir undirstöðu friðaruppeldis." — En er þessi hópur þá ekki að óþörfu tilgreindur í tillögunni fyrst börnin njóta þessa uppeldisatriðis á dagvistarheimilum? „Nei, því auðvitað er misjafnt hvernig að þessu hefur verið staðið. Þetta hefur eingöngu verið eftir hendinni og því hvernig fólk hefur verið í stakk búið og hugsanlega meira á meðal yngra fólks í fóstur- störfum, en það hefur unnið mark- visst að þessu í nokkurn tíma. í menntamálaráðuneytinu er nú verið að vinna að ákveðnum markmiðum og leiðum til að samræma nokkurs konar námsskrá fyrir dagvistar- heimili og þetta myndi þá koma þar inn.“ Kristín sagði að hún væri sam- mála því að undirstaða utanríkis- stefnu okkar væri vera okkar í NATO og að hún tryggði öryggi okkar og jafnvægi friðar í V-Évr- ópu. Varðandi það að þetta yrði kennt í friðarfræðslu sagði hún: „Ég veit ekki hversu langt á að ganga þegar verið er að tala um friðarupp- eldi eða hvaða leiðir á að velja að því marki. Auðvitað hljótum við að fræða börnin á hvernig þessu er háttað og þar af hlýtur að leiða, hvort heldur fólk er hlynnt veru okkar í NATO eða ekki, að börnin verða upplýst um stöðu mála, það er að við erum í NATO og af hverju við erum þar.“ Kristín sagði í lokin, að hún væri ekki búin að sjá fyrir endann á þessu máli, sérstaklega hvað varðar kostnað þess að koma á friðar- fræðslu og einnig væri sér stór spurning hvernig koma ætti þessari fræðslu fyrir í skólakerfinu, þ.e. innan kennslurammans, sem sér sýndist ærinn nú þegar. Auk þeirra sem hér hefur verið rætt við eru eftirtaldir þingmenn flutningsmenn: Guðrún Agnars- dóttir, Guðmundur Bjarnason, Guð- rún Helgadóttir, Helgi Seljan, Kristín Halldórsdóttir, Páll Pét- ursson og Sigriður Dúna Krist- mundsdóttir. Um helgina gáfu starfskonur í Búnaðarbanka íslands sænsku skákkonunni Piu Cramling ullarteppi að gjöf ásamt veglegum blómum. Gjöfinni fylgdu beztu óskir um velgengni í skákinni. Pia Cramling hefur sannarlega stolið senunni á skákmóti Búnaðarbankans, en í gærkvöldi varð hún að játa sig sigraða. Jóhann Hjartarson feti frá aiþjóðlegum meistaratitli GUÐMUNDUR Sigurjónsson batt enda á sigurgöngu sænsku skák- drottningarinnar Piu Cramling í 9. umferð skákmóts Búnaðarbanka ís- lands í gærkvöldi. Pia gafst upp eftir 27. leik Guðmundar. Svo virtist sem Pia væri þreytt — hún beitti Sikil- eyjarvörn, en urðu á mistök þegar hún hugðist einfalda taflið og Guð- mundur náði óstöðvandi sókn og staðan hjá Piu eins og rjúkandi rúst þegar hún gafst upp. Hún fór í bakherbergi ásamt Guðmundi eftir skákina, þar sem þau fóru yfir hana. Hún vildi lítið segja um ósigur sinn. „Mér urðu á mistök og náði mér aldrei á strik," sagði hin geðþekka sænska stúlka við blaðamann eftir skákina og vildi ekkert frekar tjá sig. Eftir að hafa farið í gegnum skákina fór hún fram og fylgdist með öðrum skákum. Guðmundur var einnig hinn rólegasti — vildi lítið gera úr sigri sínum. Alþjóölegur titill blasir viö Jóhanni Skák Piu vakti mesta athygli ásamt viðureign de Firmians og Jó- hanns Hjartarsonar, sem stýrði svörtu mönnunum. Jóhann tefldi mjög vel, náði að vinna skiptamun á skemmtilegan hátt og hefur vænlega biðskák. Jóhann er sá keppenda sem mest hefur komið á óvart. Hann hefur hlotið 4% vinn- ing og hefur tvær biðskákir og í báðum stendur hann til vinnings. Ljóst að hann hefur þegar áunnið sér alþjóðlegan meistaratitil, en vinni hann báðar biðskákirnar á hann góðan möguleika á að ná áfanga að stórmeistaratitli; þarf þá 1 'h vinning úr tveimur síðustu um- ferðunum. í annað sinn á þremur dögum féll Júgóslavinn Knezevic á tíma; í gærkvöldi féll hann á tíma gegn Lev Alburt og á sunnudag gegn de Firmian. Hann yppti vonleysislega öxlum eftir að hafa fallið á tíma í gærkvöldi. „Þetta er ný reynsla fyrir mig. Sjálfsagt er ég ekki í nógu góðri æfingu. Ég eyði of mikl- um tíma í einföldum stöðum," sagði Knezevic. Úrslit í 9. umferð urðu: Margeir Pétursson — Jón Krist- insson 1—0 Guðmundur Sigurjónsson — Pia Cramling 1—0 Lev Alburt — Knezevic 1—0 Skákir Jóhanns Hjartarsonar og de Firmian, Helga Ólafssonar og Shamkovic og Sævars Bjarnasonar og Jóns L. Arnasonar fóru í bið. Helgi Ólafsson hefur betri stöðu gegn Shamkovic en skák Sævars og Jóns L. er tvísýn. Biöskákir orðnar 10 Staðan á mótinu er óljós vegna fjölda biðskáka. Þær eru hvorki fleiri né færri en 10 og verða bið- skákir tefldar á Hótel Hofi í dag: I. —2. Margeir Pétursson, de Firmi- an 5 og biðskák. 3.-4. Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson i'h og tvær biðskákir. 5. Guðmundur Sigurjónsson i'h. og biðskák. 6. Pia Cramling 4 og tvær biðskák- ir. 7. Knezevic 4. 8. Shamkovic 3'h og tvær biðskák- ir. 9. Jón L. Árnason 3 og tvær bið- skákir. 10. Lev Alburt 2'A og þrjár bið- skákir. II. Sævar Bjarnason 2 og tvær bið- skákir. 12. Jón Kristinsson l'/i og tvær biðskákir. Jóhann Hjartarson hafði allan tímann opna og þægilega stöðu með svörtu gegn deFirmian og i tíma- hraki vann hann síðan skiptamun á mjög skemmtilegan hátt: • b c d • fgh Hvítt: Nick deFirmian 36. — Bb5!, 37. Bb6!? 37. H3d2 — Hc3 er auðsjáanlega mjög óþægilegt fyrir hvítan. Bandaríkjamaðurinn hyggst sneiða hjá því framhaldi en þá bíða hans enn verri örlög: 37. — Hc2, 38. H3d2 — Be2! Líklega hefur deFirmian yfirsézt þessi stunga. 39. Df2 — Bxdl, 40. Hxc2 — Bxc2, 41. Dxc2 og hér lék Jóhann biðleik. Með skiptamun yfir ætti honum ekki að verða skotaskuld úr því að innbyrða vinninginn í kvöld. Framan af var það skák Guð- mundar Sigurjónssonar og Piu sem mesta athygli vakti. Þar vó reynsl- an þungt á metunum, Guðmundi tókst að fá upp stöðu þar sem svart- ur hefur ekkert mótspil og vann síð- an úr stöðuyfirburðunum með fléttu: Hvítt: Gudmundur Sigurjónsson Svart: Pia Cramling Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 — a6, 6. Be2 — d6, 7. (M) — Rf6, 8. Be3 — Be7, 9. f4 — 0-0, 10. a4 Nú er komin upp vel þekkt staða úr Scheveningen-afbrigðinu í Sikil- eyjarvörn. 10. — Dc7, 11. Khl — Hd8, 12. Bd3 — Rxd4?! Pia hyggst jafna taflið með upp- skiptum, en lendir f staðinn í stöðu þar sem hún er án gagnfæra. Hér kom 12. — e5 vel til greina. 13. Bxd4 — e5, 14. Be3 — exf4, 15. Hxf4 — Be6, 16. Rd5! — Bxd5, 17. exd5 Hvítur hefur biskupapar sem stefnir á svörtu kóngsstöðuna og hálfopna f-línu. Það er heldur ekki að sökum að spyrja, svartur reynd- ist vera varnarlaus. 17. — He8, 18. Bd4 — Da5, 19. c3 — Bd8, 20. Df3 - Dc7 21. Bxf6! - Bxf6, 22. Hxf6! — gxf6, 23. Dg4+ — Kf8, 24. Bxh7 Hótunin er 25. Dg8+ — Ke7, 26. Hel+ - Kd7, 27. Bf5+. 24. - He5, 25. Dg8+ — Ke7, 26. Dxa8 — Db6, 27. h3 og svartur gafst upp. Helgi ólafsson hafði ávallt þægi- legri stöðu gegn bandaríska stór- meistaranum Shamkovich og upp- skar að lokum peðsvinning. í bið- stöðunni hefur Helgi peð yfir í fremur einfaldri stöðu en ekki er fyllilega ljóst hvort honum takist að þvinga fram sigur. Möguleikarn- ir eru þó auðvitað allir hans megin: Svart: Leonid Shamkovich Hvítt: Helgi Ólafsson Hvítur lék biðleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.