Morgunblaðið - 08.02.1984, Page 36

Morgunblaðið - 08.02.1984, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 Baez lagði lykkju á leið sína fyrir skemmstu: Joan Baez Heimsótti konurnar við Greenham Common Bandaríska þjóðlagasöngkon- an Joan Baez, sem kunn er um heim allan fyrir söng sinn, lagði konunum viö Greenham Comm- on liö sl. sunnudag er hún gerði þar stuttan stans og söng fyrir konurnar í tv»r klukkustundir. Viö Greenham Common er bandarísk herstöö og taliö er aö fyrstu meöaldrægu kjarnaeld- flaugar NATO-ríkjanna, sem koma áttu fyrir í lok nýliöins ár, hafi komiö til flugvallarins þar í lok nóvember. Breskar konur hafa haldið upþi stöðugum mót- mælum viö stööina, sumar hafa meira aö segja haldiö þar til í mörg ár. „Ég naut heimsóknarinar til hins ítrasta,“ sagöi Baez viö fróttamann AP-fróttastofunnar er hann náöi tali af henni. „Ég vildi bara óska aö óg gæti tekiö virkan þátt í þeirri stemmningu, sem þarna er. Ég skammast mín fyrir aö land mitt skuli varpa ábyrgö- inni af sér yfir á Bretland og skilja þessi vopn eftir þar. Þetta er móögun viö Bretland," sagöi Baez ennfremur. Baez sagöist hafa verið ákaf- lega snortin af baráttuhug kvenn- anna viö Greenham Common. „Þetta eru einhverjar þær geö- þekkustu konur, sem óg hef lengi fyrirhitt." Baez, sem aö undanförnu hef- ur veriö á tónleikaferöalagi um Evrópu, flaug til Bretlands frá V-Þýskalandi. Hún hólt þangað á ný eftir fund sin með konunum viö Greenham Common. Daniels! Charlie Oaniels, sem menn kannast e.t.v. einna best viö fyrir lagiö „The Devil Went Down To Georgia“, geröi sér lítið fyrir um helgina og náöi til a.m.k. 15 milljóna áheyrenda í einni svipan. Tónleikarnir, sem Charlie efndi til, voru undir yfirskrift- inni „Volunteer Jam“ og voru nú haldnir í tíunda sinn. Fóru þeir fram á laugardagskvöld og stóöu reyndar talsvert fram á sunnudagsmorgun. Útvarp- aö var beint frá tónleikunum á vegum „Voice Of America“-út- varpsstöövarinnar og er taliö aö a.m.k. 15 milljónir manna hafi hlýtt á tónleikana meö þeim hætti. Útvarpsstööin var meö fjóra kynna á tónleikunum og töluöu þeir á spænsku, pólsku og hindúamál auk enskunnar. Sendingar stöðvarinnar hafa nóast í a.m.k. 42 löndum. Þótt ekki sé þaö vitaö meö vissu er jafnvel taliö, aö hlustendur í Sovétríkjunum hafi náð út- sendingunni. Þannig lítur listinn yfir efstu plöturnar á óháöa listanum út. Tvennir tón- leikar Crucifix Eins og skýrt var frá á Járnsíöunni í síöustu viku efn- ir bandaríska sveitin Crucifix til tvennra tónleika í Félags- stofnun stúdenta á vegum hljómplötuútgáfunnar Gramms. Crucifix kemur hingaö frá Bretlandi, þar sem hljómsveitin hefur aö undanförnu veriö á tónleikaferöalagi og m.a. kynnt nýlega útkomna breiðskífu sína, „Dehumanization“, sem gefin var út hjá Corpus Christi- útgáfufyrirtækinu (Crass-útgáf- an). Plata þessi hefur hlotiö stormandi móttökur hjá Bret- um og siglir hraöbyri upp óháöa vinsældalistann þarlend- is. i splunkunýju eintaki af Sounds (dagsettu 4. febrúar) má sjá hvar platan situr í 9. sætinu eftir aö hafa gist 13. sætiö í síöustu viku. Tónlist Crucifix er grjóthart pönk og keyrslan slík, aö engu tali tekur. Getur umsjónarmaö- ur Járnsíöunnar vottaö þaö (ef einhver tekur á annaö borö mark á slíkum vitnisburöi, innsk. -SSv.) því ofangreind plata er ein allsherjar keyrsla. Tónleikar Crucifix veröa, sem fyrr segir, í Félagsstofnun stúdenta á föstudags- og laug- ardagskvöld og hefjast kl. 22. Hljómsveitin Vonbrigöi „hitar upp“ fyrir þessa bandarísku pönkara og er ekki aö efa aö hitastigiö veröur oröiö bærilegt loks þegar Crucifix stígur á sviö. Áhrif nýja breska poppsins á Bandaríkin — 1. hluti Culture Club og Eurythmics báðar í framvarðasveitinni Bretarnir eru mættir til leika á ný. Tuttugu árum eftir aö Bítlarnir komu fyrst fram vestanhafa í þætti Ed Sullivan og lögöu Bandaríkin bókstaflega aö fótum sér meö grípandi rokktónlist sinni og svo auövitaö síöa hárinu er ný kynslóð breskra poppara aö hasla sér völl á meöal banda- rískrar æsku. Aö þessu sinni fylgja krossferöinni ekki dingl- andi gítarar, léttar melódíur og dæmigert útlit breskrar alþýöu, sem glöggt mátti sjá á krossför- unum fyrir 20 árum. A þeim tíma voru þaö sveitir á borö viö Dave Clark Five, The Swinging Blue Jeans og Herman’s Hermits, sem slógu í gegn. Sætir og snyrtilegir strákar meö sakleys- islega tónlist. i dag eru þaö Public Image Ltd., ABC og New Order, svo dæmi sóu nefnd, sem eru á meöal þeirra sem eru fremstir í flokki. Annað yfirbragö Nöfn sveitanna eru önnur en áö- ur, stundum nánast dulúöug, og eöli tónlistarinnar er allt annaö en áöur var. Allt yfirbragö miklu al- varlegra. Síöast en ekki síst er útlit hljómsveitanna gerbreytt. Klæöa- buröurinn og þá ekki síöur hár- greiöslan oft á tíöum kyndug. Bandaríkjamenn hafa tekiö þessum boöberum nýrrar stefnu í popptónlist opnum örmum og þá ekki síöur meö opnum seölaveskj- um. Plöturnar hafa selst eins og heitar lummur og ekkert lát viröist vera þar á. Til marks um umsvif breskra poppsveita á bandauska vinsældalistanum nú má nefna, aö þann 16. júlí í fyrra voru 18 lög af breskum uppruna á listanum yfir Sting úr Police. 40 vinsælustu lögin í Bandaríkjun- um. Þar meö var fyrra metiö frá 19. júní 1965 slegiö. Hljómsveitin Police var í farar- broddi breskra poppara vestan- hafs í fyrra. Stórstirnið David Bowie var þar ekki langt á eftir og gömlu góöu Kinks voru einnig skammt undan. Þeir nutu meiri vinsælda í Bandaríkjunum en um magra ára skeiö. En þær sveitir, sem settu mestan svip á vinsælda- listana á síöasta ári og gera jafnvel enn eru Culture Club meö Boy George í broddi fylkingar og Eu- rythmics-dúettinn. Culture Club/Eurythmics Culture Club á um þessar mundir fimmta „top-10" lag sitt í röö á bandaríska listanum. Eu- rythmics hefur nýveriö sent frá sér sína aöra breiöskífu, Touch, sem talin er eitthvert allra besta dæmið um framúrskarandi tölvukennt popp, sem svo hefur veriö nefnt. Þá hefur Duran Duran-kvintettinn aö undanförnu veriö aö leggja síö- ustu hönd á undirbúning fyrir geysilega umfangsmikla tónleik- ferö um noröurhluta Bandaríkj- anna til þess aö fylgja vinsældum sínum eftir. Spekingar í „popp- bransanum" spá því aö aðsóknin aö tónleikum hljómsveitarinnar veröi síst minni en á tónleikum „risanna", Bowie og Police, sl. sumar. Stökkpallur „Ensku hljómsveitirnar eru skip- aöar yngra fólki og þær flytja ferskari tónlist," segir Greg Geller, varaforseti RCA-plötufyrirtækísins og maöurinn sem á heiöurinn af því aö hafa kynnt Elvis Costello og Boy George fyrir Bandaríkja- mönnum. „Bretland hefur alltaf boöiö upp á nýjungar — hvort heldur er í tískuheiminum eöa tón- listinni. Þegar útvarpiö hjá okkur var um þaö bil aö festast endan- lega í viöjum vanans og stöönun- arinnar birtist MTV, (MTV er skammstöfun fyrir Music Televis- ion. Þetta er sjálfstæö sjón- varpsstöö, sem sýnir myndbands- upptökur hljómsveita (afkáraleg þýöing á enska heitinu „music- video", innsk. í innsk. -SSv.) 24 tíma á sólarhring og er af flestum talin eiga langstærstan þátt í hin- um miklu vinsældum breskrar tón- listar í Bandaríkjunum í dag — ekki hvaö síst vegna þess aö bresk myndbönd hafa sýnt sig vera miklu ásjálegri og framleiöendur þeirra margfalt frumlegri en kollegarnir vestanhafs. -innsk. -SSv.) sem unga fólkiö hefur nánast tekiö ástfóstri við. Með tilkomu MTV var i fyrsta sinn hægt aö berja margar bresku sveitanna augum þótt þær heföu aldrei fæti stigiö á banda- ríska grundu. Bandaríska sjón- varpskerfiö þarfnaöist sárlega hljómsveita, sem gaman var aö horfa á. Þetta reyndist sá stökk- pallur fyrir fjöida breskra sveita,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.