Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 Allir bátar með fullfermi 80.000 lestir af lodnu komnar á land ENN er mokveiöi á loðnumið- unum og allir bátar með full- fermi allt upp í rúmar 1.300 lestir. Loðnunni er landað á svæðinu frá Seyðisfirði til Reykjavíkur, en hún veiðist nú fyrir Suðurlandi og er gangan komin langleiðina vestur að Skarðsfjöru. Alls eru því komn- ar um 80.000 lestir á land frá áramótum og 133.000 fyrir þau Coldwater: Þorsteinn Þorsteins- son hættir DR. ÞORSTEINN Þorsteins- son, verksmiðjustjóri fisk- réttaverksmiðju Coldwater í Everett, Boston, hefur nú sagt upp stöðu sinni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur hann fest kaup á fyrirtækinu Micro Tool Company í nágrenni Boston, en það starfar á sviði málmiðnaðar. Þorsteinn sá um byggingu verksmiðjunnar í Boston og hefur veitt henni for- stöðu síðastliðin 10 ár. eða samtals 213.000 lestir af 375.000 lesta heimilli veiði. Til viðbótar við þá báta, sem til- kynnt höfðu um afla fyrir klukkan 17 í gær komu 7 bátar þannig að sólarhringsaflinn varð 19.510 lest- ir af 31 bát. Eftirtaldir bátar bættust við í gær: Örn KE, 500, Fífill GK, 630, Jöfur KE, 450, Þórður Jónasson EA, 480, Helga II RE, 530, Sjávarborg GK, 800 og Húnaröst ÁR, 600 lestir. Til klukkan 17 í gær tilkynntu eftirfarandi bátar um afla sam- tals 16.130 lestir: Gullberg VE, 550, Sigurður RE, 1.350, Hákon ÞH, 800, Erling KE, 420, Jón Finnsson RE, 600, Hilmir SU, 1.300, Guðmundur Ólafsson, ÓF, 580, Guðmundur RE, 950, Skírnir Ak, 440, Gísli Árni RE, 600, Beitir NK, 1.250, Börkur NK, 1.150, Sæ- berg VE, 560, Júpíter RE, 1.150, Pétur Jónsson RE, 720, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 730, Sæberg SU, 620, Magnús NK, 500, Svanur RE, 690, Ljósfari RE, 500 og Kap II VE, 670 lestir. FJÓRAR áströlsku stúlknanna, sem undanfarið hafa unnið við Hrað- frystihús Tálknafjarðar, hafa ákveð- ið að yfirgefa staðinn — þrjár hyggj- ast flytja sig yfir til Patreksfjarðar og vinna þar og ein hyggst fara úr landi vegna atburðanna í Hraðfrysti- húsi Tálknafjarðar. Mönnunum, sem skutu sér leið inn í verbúðina í leit að ástralskri eiginkonu annars og skutu síðan að 21 árs gömlum manni, hefur verið sleppt úr haldi. Yfirheyrslur fóru fram á Pat- reksfirði og fékk sýslumaðurinn á Patreksfirði aðstoð Rannsóknar- lögreglu ríkisins við rannsókn málsins og er henni lokið. Um 100 högl fundust í vegg í eldhúsi, gegnt útidyrahurðinni, sem menn- irnir skutu upp. Höglin fóru í gegnum dyr að eldhúsi, sem er gegnt útidyrahurðinni. Að sögn Tryggva Bjarnasonar, fulltrúa sýslumannsins á Patreks- firði, kváðust skotmennirnir hafa ætlað að skjóta fólkinu í verbúð- inni skelk í bringu með því að ryðjast vopnaðir inn. Ljosm. Mbl./ RAX La Traviata víkur fyrir Rakaranum! í fslensku óperunni eru nú þrjár sýningar í gangi, La Traviata, Rakarinn í Sevilla og örkin hans Nóa. Heldur er lítið um geymslurými baksviðs í Gamla bíói, þannig að fyrirferðarmiklar leikmyndir er ekki hægt að geyma þar á milli sýninga. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja þá leikmynd sem ekki er í notkun hverju sinni út úr húsinu og geyma í gám. Þessi mynd var tekin í gær, þegar leikmyndin að La Traviata vék fyrir Rakaranum í Sevilla. Stefán Valgeirsson mætir enn ekki á þingflokksfundum: Getur nú beitt lýðræðinu í bankaráði Búnaðarbankans — segir Páll Pétursson, formaður þingflokksins Atburðirnir á Tálknafirði: Fjórar stúlknanna yfirgefa plássið „ÞÆR FUNDUST ekki, sem hann gerir sig ánægðan með í bili. Málið er í biðstöðu, enda er Stefán önnum kafinn í málefnum Búnaðarbank- ans,“ sagði Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarfiokksins í gær, er hann var inntur eftir því, hvort lausn hefði fengist í deilumáli Stefáns Valgeirssonar og þing- flokksins, en Stefán hefur ekki mætt á þingflokksfundum í á þriðja mánuð vegna óánægju með starfs- hætti hans. Stefán krafðist eins og komið hefur fram í fréttum atkvæða- greiðslu innan þingflokksins um bankastjóraefni Framsóknar í Búnaðarbankanum fyrir áramót, en var neitað um hana. Stefán var einn af þremur umsækjendum um stöðuna, en Framsóknarflokkur- inn taldi sig eiga stöðuna. For- maður Framsóknar, Steingrímur Hermannsson, mælti síðan með Hannesi Pálssyni sem banka- stjóra. Lyktir málsins urðu þær, að þriðji umsækjandinn, Stefán Pálsson, var ráðinn bankastjóri af bankaráði Búnaðarbankans. Stefán hefur ekki mætt á þing- flokksfundum síðan þessir atburð- ir gerðust og hefur hann krafist yfirlýsingar af hálfu hans þess efnis, að „lýðræðisleg vinnubrögð" verði þar viðhöfð framvegis. Páll Pétursson var spurður í gær, hvort Stefán fengi ekki slíka yfir- lýsingu. Hann svaraði: „Út af fyrir sig er honum það í sjálfsvald sett að beita núna lýðræðinu í banka- ráði Búnaðarbankans." Tveir skipverjar á Framnesi slös- uðust alvarlega Hundabann Reykvíkingum dýrt: Gert að greiða 340 þúsund í sektir ’83 REYKVÍKINGUM var gert að greiða tæpar 340 þúsund krónur í sektir til ríkissjóðs á síðastliðnu ári fyrir að halda hund í trássi við bann um hundahald í Reykjavík. Alls var 61 mál afgreitt hjá Sakadómi Reykjavíkur. Þar af lauk 12 málum með dómi. Ekki var dæmd refsing í 2 málum, en sektir dæmdar í 10 málum, samtals 58 þúsund krónur. Dómsáttir gengu í 49 málum og voru sektir ákveðnar krónur 279.500 en einni sátt lauk með áminningu. Þetta kemur fram í yfir- liti sem embætti lögreglustjórans í Reykjavík hefur gert. Lögreglan í Reykjavík afiífaði 26 hunda á síð- astliðnu ári. 26 hundar voru af- lífaöir af lögregl- unni í Reykjavík Yfirlit lögreglustjóra nær yfir þrjú síðastliðin ár og hefur mál- um fjölgað mjög á þessu tímabili, en sektarákvæði voru verulega þyngd. Árið 1981 voru afgreidd 7 mál með dómi, en ekki var dæmd refsing í neinu málanna. Árið 1982 lauk 13 málum hjá Saka- dómi, 6 með dómi og 7 með sátt. í fjórum málum voru engar sektar- greiðslur, en í níu málum samtals 35 þúsund krónur. Stökkbreyting varð svo á síð- astliðnu ári þegar 61 mál var af- greitt hjá Sakadómi Reykjavíkur. Embætti lögreglustjóra felldi niður 90 kærur að lokinni athug- un og rannsókn hjá lögreglunni í fyrra, 55 árið 1982 og 68 árið 1981. Ástæður eru ýmsar, svo sem að hundar reyndust vera úr öðru umdæmi, eða voru fluttir í annað umdæmi. í 26 tilvikum voru hundar aflífaðir árið 1983 og kærur því felldar niður, 11 árið 1982 og 15 árið 1981. I fyrra var felld niður kæra á sendiráðsmann og ekki talið stætt á að banna honum að halda hund. „BROTSJÓRINN reiö svo snögglega yfir skipið, að ómögulegt var að gera nokkurn hlut. Við vorum að taka trollið í Víkurálnum klukkan 22 á mánudagskvöld þegar þetta skeði og erfitt er að segja til um hvað gerðist. Brotið kom aftanvert á bakborðið og það eina, sem var Ijóst, var það að mennirnir tveir lágu til hliðar við rennuna, þegar sjórinn rann út aft- ur, en hinir tveir, sem á dekkinu voru, sluppu," sagði Jens Hall- grímsson, skipstjóri á Framnesi ÍS frá Þingeyri, í samtali við Morgun- blaðið. Jens sagði ennfremur, að menn- irnir hefðu báðir verið með með- vitund allan tímann, en verið þjáðir. Hann hefði þá gripið til þess ráðs að fara með þá til Pat- reksfjarðar, þar sem þangað var styst. Eftir að þeim hefði verið komið á sjúkrahúsið þar hefði sið- an verið haldið til heimahafnar á Þingeyri. Eftir að læknir á Patreksfirði hafði kannað meiðsli mannanna var talið nauðsynlegt að senda þá á Borgarspítalann í Reykjavík. Ekki var fært út á flugvöll og því brugðið á það ráð að fá þyrlu Varnarliðsins til að sækja menn- ina og þrátt fyrir erfið veðurskil- yrði gekk sjúkraflugið vel og kom þyrlan með mennina til Reykja- víkur í gærmorgun. Mennirnir voru með höfuðmeiðsli og innvort- is blæðingar og er líðan þeirra eft- ir atvikum. Þyrla frá Varnarliðinu fiutti hina slösuðu frá Patreksfirði til Reykjavíkur í gærmorgun. Mor(unbi*«i«/ RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.