Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 17 Ljósm. Sig. Sigm. Fyrstu meistararnir frá Iðnskóla Hafnarfjarðar Nýlega útskrifuðust fyrstu meistararnir frá Iðnskóla Hafnarfjarðar. Það voru 24 meistarar, allir á byggingarsviði og luku þeir náminu í þremur önnum. Með þeim á myndinni er skólastjórinn, Steinar Steinsson, og umsjónarkennarinn, Guðmundur Hjálmarsson. Gamla bíó: Sinfóníuhljómsveit íslands held- ur kammertónleika annað kvöld hingað til, hafa átt í neinum erfiðleikum með að tryggja sér nægilega mikið af hæfu starfs- fólki, sem unnt hefur verið að þjálfa til að uppfylla kröfu orkufreks iðnaðar, hvort sem um hefur verið að ræða störf í rekstri, viðhaldi eða stjórnun. Nýleg reynsla af byggingu og rekstri Járnblendiverksmiðju á íslandi sýnir þetta. Þó að hér hafi verið um að ræða algjör- lega nýja framkvæmd í ís- lensku atvinnulifi, þá var verk- smiðjan byggð á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar. Ennfremur má benda á, að þótt norskir ráðgjafar og verk- fræðingar hafi aðstoðað við framkvæmdina, þá var bygg- ingarvinnunni stjórnað af ís- lenskum staðarverkfræðingi og flestir aðrir verkfræðingar og raunar allt vinnuaflið var ís- lenskt. Verksmiðjan er ein- göngu rekin af íslensku starfs- fólki. Álbræðslan, sem starfað hefur lengur, er næstum ein- göngu með íslensku starfsfólki. Raunverulegur launakostn- aður er hagstæður miðað við Skandinavíu og mun hagstæð- ari en í Bandaríkjunum. Til viðbótar má geta þess, að með- aital vinnustunda á ári er nokkru hærra á íslandi en í Skandinavíu.“ Samfellt hrós Svo mörg voru þau orð og þetta kallar Þjóðviljinn „fáheyrða óskammfeilni gagnvart launafólki landsins" og að ríkisstjórnin bjóði „erlendum auðhringum blygðun- arlaust upp á viðvarandi lág laun í landinu", svo að tilgreindar séu nokkrar upphrópanir úr blaðinu. Kaflinn í bæklingnum er raun- verulega eitt samfellt hrós um ís- lenskt verkafólk, þó að hann beri það auðvitað með sér að vera rit- aður til kynningar fyrir aðila, sem lítið vita um land og þjóð. Loka- orðin um vinnulaun í samanburði við önnur lönd eru ekkert annað en staðeyndir, sem lesa má í öllum hagskýrslum. I þeim orðum felst ekkert um, hver framtíðarþróun verður í þeim efnum. Hér hefur verið drepið á þau helstu atriði, sem Þjóðviljinn fjallaði um í stríðsletursfrétt sinni sl. fimmtudag. Tilgangur þessara skrifa leynir sér ekki. Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið ætla að halda áfram þeim leik að reyna að spilla sem mest hugsanlegum möguleikum okkar íslendinga til samstarfs við erlenda aðila á sviði stóriðju. Það hefur verið þeirra iðja í mörg ár og það verða menn að láta yfir sig ganga. Birgir ísl. Gunnarsson er alþingis- maður Sjálístæðisílokksins fyrir Reykjaríkurkjördæmi. AÐRIR kammertónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessu starfs- ári verða í Gamla bíói á morgun, nmmtudaginn 9. febrúar, og hefjast klukkan 20.30. Hljómsveitarstjóri er Þjóðverjinn Andreas Weiss, en Þór- hallur Birgisson er einleikari. Á efn- isskrá tónleikanna eru þrjú verk, „Hymni“ fyrir strengjasveit eftir Snorra Sigfús Birgisson, fiðlukons- ert, op. posth. eftir Mendelssohn og Serenaða í C-dúr fyrir strengjasveit op. 48 eftir Tsjaíkovskí. Þórhallur Birgisson er fæddur í Reykjavík árið 1960. Kornungur hóf hann fiðlunám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík, og voru kennar- ar hans þau Ingvar Jónasson, Jón Sen og Guðný Guðmundsdóttir. Hann lauk einleikaraprófi 18 ára gamall, og haustið 1979 innritaðist hann í Manhattan School of Music í New York þar sem Carroll Glenn var aðalkennari hans næstu fjög- ur ár. Þórhallur lauk BA-prófi frá skólanum í maí 1983 og er nú fiðlukennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskól- ann. — A námsárunum í New York kom Þórhallur oft fram á tónleikum innan skóla og utan, m.a. í kvartett með Carroll Glenn og öðru kunnu tónlistarfólki. Lífssaga hrogn- kelsisins — Fyrirlestur VILHJÁLMUR Þorsteinsson held- ur í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30, fyrirlestur í stofu 101 að Lögbergi. Fyrirlesturinn, sem nefnist „Um lífssögu hrognkelsis- ins“, lýsir nokkrum þáttum i lífs- sögu hrognkelsa, s.s. æxlunarferli, vexti, kynþroska og breytilegri dánartölu, en vöxtur og stærð fisksins ræður kynþroska, auk þess að hafa áhrif á dánartölu. Öllum er heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Úr rrétutilkynniiigu Haustið 1982 vann hann konsert- keppni í Manhattan-skólanum og lék einleik með hljómsveit skólans á opinberum tónleikum í New York i desember það ár. Fiðla Þórhalls Birgissonar er íslensk smíð. Smiðurinn er Hans Jó- hannsson, sem stundaði nám í fjögur ár við fiðlusmíðaskóla í Newark. Hann er nú búsettur i Luxemborg. Hljómsveitarstjórinn Andreas Weiss er fæddur í Þýskalandi 1952. Hann lærði ungur að leika á fiðlu, horn og píanó og lauk 1978 tónlistarkennaraprófi. Þá hafði hann jafnframt fengist við hljóm- sveitarstjórn í 10 ár, og sneri sér nú alfarið að námi í þeirri grein. Aðalkennarar hans voru Jiri Star- ek, Karl Maria Zwissle og loks Rafael Kubelik. Hann hefur stjórnað mörgum hljómsveitum, einkum í Þýskalandi og Sviss, og hvarvetna getið sér hið besta orð. Hann hefur einnig margoft unnið til verðlauna fyrir hljómsveitar- stjórn. Víða ófærð á vegum í gær: Mokað grimmt í dag ef veður leyfir FÆRÐ var víða slæm á vegum á landinu í gær. Ófært var í Skaga- firði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum fyrir norðan, og á norðanverðum Vestfjörðum voru heiðar ófærar og ekki var fært á milli Flateyrar og Þingeyrar. Þá var ófært á fjallveg- um fyrir austan, um Oddsskarð, Fjarðarheiði og Fagradal, sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Haukssonar vegaeftirlitsmanns. Það stóð til að moka norður- leiðina í gærmorgun, en því var frestað vegna veðurs um morg- uninn. Um hádegið lagaðist veðrið á Holtavörðuheiði þannig að vegurinn opnaðist á Blönduós frá Reykjavík. Er ætlunin að reyna að moka norðurleiðina í dag og eins er ráðgert að moka til Siglufjarðar og austur um Víkurskarð allar götur til Húsa- víkur og Vopnafjarðar. Eins verður mokað norður á Strandir, en því var frestað vegna veðurs í gær. Þá er meiningin að ryðja vegi vestur um Mýrar og um sunnan- vert Snæfellsnes að Hellissandi. Mokstri á vegum vestan Búðar- dals um Svínadal og Gilsfjörð, var frestað í gær, en ráðgert er að moka þar í dag. Mokað verður frá Patreksfirði um Kleifaheiði yfir á Barða- strönd, en í gær var fært frá Patreksfirði út á flugvöllinn og yfir á Tálknafjörð, og jeppar og stórir bílar komust um Hálfdán. Þá var leiðin frá ísafirði til Bol- ungarvíkur og Súðavíkur opnuð í gær, en vegurinn til Súðavíkur lokaðist m.a. vegna snjóflóðs. í gær var fært um Heliisheiði, Þrengsli og á aðalleiðum í Ár- nessýslu, en þar var umtalsverð- ur snjómokstur í gangi í gær. Kvikmyndahátíð 1984: Fyrirlestur um sjálfstæða kvik- myndagerð í Bandaríkjunum PRÓFESSOR Albert Milgrom, forstöðumaður Kvikmyndastofn- unar Minnesotaháskóla, heldur fyrirlestur í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20:30 í Menningar- stofnun Bandaríkjanna, Neshaga 19, og fjallar um sjálfstæða kvik- myndagerð í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn er á ensku og er hann án aðgangseyris og öllum opinn. Hvað er að ger- ast um helgina ÞEIR aðilar sem hyggjast senda fréttatilkynningar i þáttinn „Hvað er að gerast um helgina" eru vinsamlegast beðnir að athuga að þeim þarf að skila á Morgun- blaðið fyrir kl. 18.30 á miðviku- dögum. Sigríður Gröndal sópransöngkona Sigríður Gröndal syngur í Norræna húsinu í kvöld SIGRÍÐUR Gröndal, sópran, heldur söngtónleika í Norræna húsinu í kvöld, og hefjast þeir kl. 20.30. Jón- as Ingimundarson leikur með á pí- anó. Tónleikar þessir eru síðari hluti einsöngvaraprófs úr söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Á efnisskránni eru lög eftir Schubert, Hugo Wolf og Thea Musgrave, og auk þess islensk lög og aríur úr Fidelio eftir Beethoven og Don Pasquale eftir Donizetti. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. 80% í stað 60% í myndatexta með mynd af af- hendingu V-Húnvetninga á undir- skriftalistum á Alþingi í gær mis- ritaðist, að undirskriftirnar, sem voru 660 að tölu, næmu 60% at- kvæðisbærra V-Húnvetninga. 660 V-Húnvetningar eru um 80% at- kvæðisbærra manna þar og biðst Mbl. velvirðingar á þessari prentvillu. Listvinafélag Hallgrímskirkju: Snorri Örn Snorra- son í Náttsöng Listvinafélag Hallgrímskirkju efnir í kvöld, miðvikudag, kl. 22.00 til náttsöngs að vanda. Snorri Örn Snorrason, lútuleik- ari, flytur lútutónlist eftir Luis Milan, Francesco da Milano og John Dowland og kirkjugestir sameinast í flutningi tíðagjörðar- innar. Samverustundin tekur rúma hálfa klukkustund og er öll- um opin. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.