Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 15 grundvailarrannsóknum í meina- fræði, lyfjafræði, lífefnafræði, ör- verufræði og þar fram eftir götun- um.“ — Við hvora deildina starfaðir þú? r.Ég vann við lyfjarannsókna- deildina. Þar beinast rannsóknirn- ar mikið að starfsháttum lyfja, skaðlegum áhrifum þeirra og ann- arra efna. Sem sé margt mjög at- hyglisvert. óvænt og ófyrirsjáan- leg eituráhrif koma stundum fram hjá mönnum, þótt slík áhrif hafi ekki fundist hjá tilraunadýrum. Munur á erfðaeiginleikum getur skipt verulegu máli, sumir ein- staklingar geta haft minna af ákveðnum hvataeiginleikum eða enzímum, sem brjóta þessi lyf niður. Slíkur hvataskortur kann að vera meðfæddur. Framandi efni áhættu- söm fyrir fóstur Framandi efni eru áhættusöm fyrir fóstur og nýfædd börn, því afeitrun og útskil þessara efna geta verið mjög hægfara. Viss efni geta valdið breytingum sem koma fram löngu síðar og einnig röskun á eðlilegri starfsemi meðal annars taugakerfis, innkirtla og ónæm- iskerfis. Hafa menn nú hug á að rannsaka lyf sem konur nota á meðgöngutíma eða eru gefin nýfæddum börnum, með tilliti til skaðlegra áhrifa sem gætu komið fram árum, jafnvel áratugum, eft- ir notkun. Eitt slíkt vel þekkt dæmi er notkun á diethylstilbestrol, en það efni hefur valdið krabbameins- myndun í kynfærum barna, hafi móðirin tekið það inn meðan á meðgöngu stóð. Krabbameinið fór þá að vaxa í stúlkum á táninga- skeiði, en í piltum um tvítugt. í tilraunadýrum má framkalla hlið- stæð áhrif, sem aðeins koma fram löngu eftir að lyfjanotkun er hætt. Ef nýfæddum ungum er gefið ákveðið lyf (6-mercaptopurin) í tvær, þrjár vikur kemur fram vöðvarýrnun og máttleysi mörg- um mánuðum síðar. Þá rýrna vöðvar í lærum og fótleggjum verulega, en fita og bindivefur koma í staðinn. Tíðni eituráhrifa lyfja og ann- arra efna vex einkum hjá öldruð- um, þegar hraði afeitrunar og um- myndana þessara efna minnkar. Eituráhrif geta einnig komið fram þegar tvö eða fleiri lyf eru tekin samtímis, lyf sem geta haft svipuð áhrif, en framkallað þau eftir mis- munandi leiðum." Aukaefni í matvælum geta valdið dauða — Þú talar um tvö eða fleiri lyf sem tekin eru samtímis. Hvar stendur fæða í þessu sambandi? „Samspil fæðu og lyfja getur vissulega haft í för með sér óæski- leg viðbrögð hjá vissum einstakl- ingum. Dæmi um slíkt eru viss efni sem notuð voru til að lækka of háan blóðþrýsting. Ef saman fór neysla á mat sem hafði að geyma mikið af tyramin, eins og vissir ostar, og notkun þessara lyfja þá leiddi það í sumum tilfellum til mikillar og óvæntrar hækkunar á blóðþrýstingi í stað lækkunar. Ýmis aukaefni í matvælum hafa valdið vefjaskemmdum og dauða. Ég get nefnt sem dæmi notkun á kóbalt-salti við bjórframleiðslu, en saltið er notað til að gera bjór- froðuna stöðugri. Miklir bjór- drykkjumenn, sem þá neyttu bjórs sem innihélt slíkt salt, fengu hjartavöðvasjúkdóm og höfðu tug- ir þeirra látist áður en orsök sjúk- dómsins fannst. Eitt af verkefnum fæðudeildar FDA olli töfum á mínum eigin rannsóknum. Var það þegar nota þurfti alla tiltæka tilraunahunda stofnunarinnar við rannsóknir á áhrifum ákveðins þráavarnarefnis á magaslímhúð. Fréttir höfðu þá borist frá Japan um að algengt þráavarnarefni (BHT), sem bætt er í matvæli, gæti valdið magasári eða jafnvel krabbameini í maga. Áttu þá þegar að hefjast rann- sóknir á áhrifum BHT á magann og fleiri líffæri. Nú er verið að þróa aðferðir til að kanna möguleika á að nota frumur í ræktun við rannsóknir á eituráhrifum aukaefna í matvæl- um. Slíkar aðferðir spara vænt- anlega tíma og fé við rannsóknir á því sviði. Þennan tíma sem ég var hjá FDA átti ég mjög gott samstarf við vísindamenn, bæði í lyfja- og fæðudeild stofnunarinnar. Þá hélt ég nokkra fyrirlestra um hjarta- rannsóknir okkar hér heima fyrir ýmsar deildir innan FDA og víðar, meðal annars við UCLA-háskól- ann (University of California, Los Angeles)." íslenskar rannsóknir kynntar í 5 heimsálfum — Svo við komum aftur að ís- lenskum hjartarannsóknum. Hvar stöndum við í þeim efnum miðað við aðrar þjóðir? „Aðstöðumunur er töluverður, en rannsóknum okkar hefur verið vel tekið og þær vakið athygli. Ég held að það segi nokkra sögu að mér hefur verið boðið á undan- förnum árum til Bandaríkjanna, ýmissa Evrópulanda, til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, í því skyni að halda fyrirlestra, kynna og fjalla um niðurstöður hjarta- rannsókna okkar hér við Háskóla íslands. Mér virðist sem íslenskar rannsóknir geti verið sambæri- legar við það sem gerist annars staðar, til dæmis í Bandaríkjun- um. Það sem kannski gerir gæfu- muninn er að við höfum farið hér nokkuð ótroðnar slóðir. Rannsóknir hér á Raunvísinda- stofnun hafa ef til vill verið full- lítið kynntar á íslandi, en þannig er nú farið með marga góða vís- indamenn sem við eigum að þeir láta lítið á sér kræla utan rann- sóknarstofunnar, hvað þá í fjöl- miðlum. Rannsóknir okkar eru unnar fyrir almannafé og auðvitað eiga allir landsmenn að fá upplýs- ingar um hvernig þessum fjár- munum er ráðstafað." — Er nægilegu fé veitt til rann- sóknanna? „Ég vil ekki vera með barlóm, en seint sækist uppbygging á rann- sóknaraðstöðu og er raunar orðið erfitt að endurnýja þann tækja- kost sem okkur hefur tekist að afla með ýmsum hætti. Enn erfið- ara er að afla fjár fyrir nauðsyn- legum rekstrarvörum, en við væntum betri tíma þegar rofar til og kreppu linnir." — Hvers kyns rannsóknir eru nú í gangi á Raunvísindastofnun? „Rannsóknarverk okkar nú og í náinni framtíð munu meðal ann- ars fjalla um eðli streitu og leiðir til að hafa áhrif á streituþol hjart- ans, til dæmis með mataræði og lyfjum. Streita er í ýmsum mynd- um og hún breytir að minnsta kosti efnasamsetningu í frumu- himnum hjartans. Líklegt er að þessar breytingar geri hjartavöðv- ann viðkvæmari gagnvart súrefn- isskorti af völdum kransæða- þrengsla, hvort sem slík krans- æðaþrengsli eru af völdum æða- kölkunar eða tímabundins krampakennds samdráttar í æða- veggjum. Of mikil streita getur þannig stuðlað að hjartaskemmd- um og myndun hjartadreps. Matvælarannsóknir og rann- sóknir á lífefnavinnslu hafa færst á yngri herðar Jón Óttar Ragn- arsson annast matvælarannsókn- irnar af alkunnum dugnaði og sama er að segja um Jón Braga Bjarnason sem sér um rannsóknir á lífefnavinnslu úr fiskslógi og sláturúrgangi. En til að þær rann- sóknir beri þann árangur sem við væntum þarf meiri stuðning. Á Raunvisindastofnun Háskólans hef ég ágæta samstarfsmenn, þær Ágústu Guðmundsdóttur, Eddu Benediktsdóttur, Elsu Benedikts- dóttur og Guðrúnu Skúladóttur. Einnig eigum við gott samstarf við læknadeild Háskólans, þar sem Jónas Hallgrímsson hefur starfað með okkur í meira en ára- tug og verður því samstarfi haldið áfram og það aukið." — Eru hjartasjúkdómar al- gengir á íslandi? „Tíðni hjartasjúkdóma hér á landi er svipuð því sem gerist ann- ars staðar í Evrópu. Hjartasjúk- dómar sækja oft á menn upp úr miðjum aldri og virðast karlmenn fá hjartasjúkdóma yngri nú en áð- ur gerðist. Ég held að hér skipti meginmáli daglegir lífshættir fólks. Þættir sem skipta miklu eru reykingar og hreyfingarleysi, en ættgeng tilhneiging til kransæða- sjúkdóma verður væntanlega talin mikilvægur þáttur. Fjölbreytt fæði og hófsemi í mat og drykk, sem á öðrum sviðum, er farsæl- asta leiðin. Ég tel að streita sé einnig mjög mikilvægur þáttur, en að sama skapi erfitt rannsóknar- efni. Streituna er torvelt að skil- greina og fá í mælanlegar stærðir og ekki er hægt að setja um hana almennar reglur. Við erum í raun að kanna hvernig hægt er að setja „handfang" á streituna, fá ein- hverja mælanlega þætti sem jafn- vel mætti sjá í blóði manna áður en til sjúkdóms kæmi. Eins og gef- ur að skilja er þetta engan veginn auðvelt viðfangs." — Að lokum Sigmundur, hvaða þýðingu hafa heiðursverðlaunin fyrir þig sem vísindamann? „Ég er mjög þakklátur stjórn Verðlaunasjóðs Asu Wright fyrir þá viðurkenningu sem mér og samstarfsmönnum mínum er veitt með þessum verðlaunum. Verð- launin sem slík hafa ekki áhrif á störf okkar eða starfsskilyrði, en þau verða til að kynna eitt verk- efni af fjölmörgum sem unnið er að við Háskóla íslands. Þörf er á að kynna betur hið fjölþætta rannsóknastarf sem fer fram inn- an veggja Háskólans og víðar. Stuðningur stjórnvalda við rann- sóknir vex væntanlega með auk- inni kynningu á niðurstöðum og árangri starfseminnar," sagði dr. Sigmundur Guðbjarnason prófess- or að lokum. VE Auglýsinga- verð lækkar um 20% — rekstrargrundvöllur fyrir hendi, segir Þor- geir Ástvaldsson Auglýsingaverð rásar 2 hjá Rfkis- útvarpinu lækkaði um 20% frá og með 1. febrúar. Á sama tíma hækk- uðu umboðslaun þau, sem Ríkisút- varpið greiðir auglýsingastofunum um rúm 2%, þannig að umboðslaun stofanna eru nú nettó um 10,1%, skv. upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Þorgeir Ástvaldsson, forstöðu- maður rásar 2, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að rekstr- arstaða stöðvarinnar væri alls ekki slæm en afkoman væri að sjálfsögðu ekkert i líkingu við það, sem hún hefði verið í desember „enda er ólíku saman að jafna," sagði Þorgeir. „Við áttum okkur fyllilega á því, að við erum að bera saman líflegasta tíma viðskipta- lífsins, sem er desembermánuður, og þann daufasta, sem eru fyrstu vikur og mánuðir eftir áramót. En reksturinn ber sig, það get ég sagt.“ Hann sagði að vitað hefði verið í upphafi starfsemi rásar 2, að aug- lýsingaverð hefði verið „í hærri kantinum. Hins vegar vildum við gjarnan hafa meiri auglýsinga- tekjur og m.a. til þess er leikurinn gerður, lækkun auglýsingaverðs- ins er hugsuð sem leið til að örva auglýsingaviðskiptin. En svo ber þess að gæta, að þegar við fórum af stað fyrir tveimur mánuðum, þá vissi enginn hvað var rétt verð á auglýsingum, það var ekki hægt að miða við neitt. Það var því vit- að, að fljótlega þyrfti að endur- skoða auglýsingaverðið eins og margt annað hér. En það hefur komið í ljós, að grundvöllur er fyrir þessum rekstri og það er langt í frá að ég sé svartsýnn," sagði Þorgeir Ástvaldsson. Þessa dagana eru til umfjöllun- ar hjá yfirstjórn útvarpsins og í útvarpsráði hugmyndir um breyt- ingar á dagskrá rásar 2. „Það verða engar stökkbreytingar,“ sagði Þorgeir, „en augljósir gallar hafa komið fram og mín skoðun er sú, að áherslan skuli lögð á að bæta dagskrána frekar en að lengja hana á næstu vikum.“ FÆDA OG HEILBRIGÐI talsvert magn annarra salta. Þessi sölt er best að endurheimta í hefð- bundnum mat og drykk, ekki töflum. 6. Eru bætiefnapillur nauðsynlegar? íþrótta- og líkamsræktarfólk get- ur þurft meira af einhverjum bæti- efnum en aðrir, en þeirri þörf er yf- irleitt vel fullnægt í því fæði sem þeim er ráðlagt að borða. í fyrsta lagi borðar þetta fólk holl- ari mat en aðrir (grófmeti úr jurta- ríki), en jafnframt þarf það að boða um helmingi meiri mat en kyrrsetu- fólk og fær því meira af bætiefnum. 7. Er kaffi gagnlegt? En bjór? Kaffineysla upp að vissu marki (2 bollar hámark) fyrir keppni getur aukið úthald eitthvað hjá mörgum. Fari neyslan yfir það mark getur hún haft gagnstæð áhrif. íþrótta- og líkamsræktarfólk get- ur neytt áfengis í hófi. en bjór, og raunar allt áfengi, er kolvetnasnauður og því gagnslaust til að byggja upp glýkogen og þar með þrek. ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AÐ BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - >* LU cc QQ 0 0 > GQ O < Z> I- □c LU QQ O < 3 QC < n Ný glæsileg málningarvörudeild m DQ —I C > o □o -< o o □D 00 m -< AD BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AÐ BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYT/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.