Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 Afganskur njósnari gómaður í Pakistan Isiinubad, PakisUn, 7.febrúar. AP. ÞRÍTUG afgon.sk kona, Gul Makai, hefur verið handtekin f Pakistan og sökuð um njósnir í þágu hinnar Sovét- stjórnuðu jfirvalda Afganistan. Hún er hin sjöunda í röðinni sem handtekin er í Pakistan í þessari viku fyrir sömu sakir, en á sunnudaginn voru sex grun- aðir afganskir hryðjuverkamenn hand- teknir í borginni Peshawar, sem er á landamærum Pakistan og Afganistan. Frú Makai hefur starfað í flótta- mannabúðum fyrir Afgani að und- anförnu. Hún er fjögurra barna móðir og hefur sagt pakistönskum. yfirvöldum að hún hafi verið gift háttsettum embættismanni 1 afg- önsku stjórninni. Flóttamannabúð- irnar sem hún starfaði við eru á landamærum landanna, og frú Makai var tíður gestur í Kabúl, höf- uðborg Afganistan, þau tvö ár sem hún starfaði í Pakistan. Ekki er ljóst hvaða refsingu hún á yfir höfði sér ef hún verður sek fundin um njósnir. Útvarpið í Kabúl greindi frá frek- ari sigrum stjórnarhersins gegn frelsissveitum á mánudagskvöldið, en þær hafa átt i vök að verjast að undanförnu. Var frá þvi greint, að „margir" frelsisliðar hefðu fallið f næturaðför stjórnarhersins að fjór- um stöðvum frelsisliða, tæplega 30 hefðu verið handteknir og mikið magn skotfæra hefði verið gert upp- tækt. Vilja Orlov lausan Genf, 7. febrúar. AP. VÍSINDAMENN í evrópsku kjarnorkuvísindastofnuninni í Genf, CERN, krefjast þess að sovézki and- ófsmaðurinn Yrui Orlov fái að fara frjáls ferða sinna er hann verður leyst- ur úr fangelsi, og að honum verði boðið starf í stofnuninni. Jafnframt vilja vísindamennirnir að öllu vísindasamstarfi við Sovét- menn verði hætt ef þeir láta Orlov ekki lausan og leyfa honum að fara úr landi. Orlov var dæmdur til sjö ára þrælkunar í vinnubúðum 1978 og fimm ára útlegðar í Sovétríkjunum fyrir að stofna nefnd er fylgdist með hvernig yfirvöld efndu mannrétt- indaákvæði Helsinki-sáttmálans. Af hálfu flestra ríkjanna 13, sem fjármagna CERN, er ekkert því til fyrirstöðu að Orlov verði boðin störf í stofnuninni. Þar starfa m.a. 30 sov- ézkir vísindamenn, og er það mikið hagsmunamál fyrir Sovétmenn að samstarfið þar haldi áfram, enda hafa þeir af því mikinn ávinning. Talið er að það yrði til að styrkja vísindasamstarf Austantjaldsríkja og vestrænna ef Orlov fengi að fara frá Sovétríkjunum. AP-símamynd. Bandaríski geimfarinn Bruce McCandless I lausu lofti fyrir utan geimferjuna Challenger í gær. McCandless er fyrsti geimgengillinn, sem ekki er bundinn geimfari sínu með sérstakri líftaug. Sven Hauge yfirmaður norskra landvarna: Varnarmáttur minnkar nema Franskir bændur hernaðarútgjöld verði aukin stöðva kjötbíla Ósló, 7. febrú.r. Frá Jan Erik Laure, frétUriUra Mbl. Le Havre, 7. febrúar. AP. FRANSKIR bændur kyrrsettu fjórar flutningabifreiðir, sem voru fullhlaðn- ar nautakjöti frá írlandi, og komu (veg fyrir að þær kæmust brott af hafnar- svæðinu í Le Havre. Formælandi bændanna sagði að efnt yrði til samskota handa bíl- stjórunum svo þeir yrðu ekki fyrir tekjutapi. Samkvæmt farmskjölum voru bílarnir með frosið nauta- og lambakjöt og átti farmurinn að fara til Ítalíu, Túnis, Gabon og Banda- ríkjanna. Franskir bændur hafa að undan- förnu reist vegatálma f Ermarsunds- bæjum til að stöðva innflutning á brezku kjöti, sem þeir segja að sé í ójafnri samkeppni við þeirra fram- leiðslu. Einnig eru þeir að mótmæla verðlækkun á nautakjöti heima fyrir síðustu þrjá mánuðina. Hyggjast þeir láta af aðgerðum sinum f kvöld. VEGNA mikillar uppbyggingar Sov- étmanna á Kola-skaga og minnk- andi útgjaida til hermála í Noregi dregur úr varnarstyrk okkar, segir Sven Hauge hershöfðingi, yfirmaður norskra landvarna. — Og haldi sama þróun áfram við fjárlagagerð verður norski herinn að setja markið lægra, og varnargeta hans í stríði að minnka, segir Hauge. Hann segir að uppbygging Rússa á Kola- skaga hafi verið meiri og hraðari en reiknað hafði verið með. — Eitt af því sem verið hefur okkur i óhag gagnvart Rússum á norðurslóðum er aukinn og mikill fjöldi árásarþyrla. Þróun og smíði vopna af þessu tagi hefur gert það að verkum að hið óblíða landslag er ekki lengur sú vörn sem áður var. Hauge segir nauðsynlegt að auka útgjöld til hermála um tvo milljarða norskra króna til viðbót- ar þeim 13, sem veitt verður til þeirra á þessu ári, til að efla varn- armáttinn. ólíklegt er að honum verði að ósk sinni. Skrifaði Viktoría drottning söguna um Lísu í Undralandi? HÓPUR sjálfmenntaðra sagn- fræðinga í Kaliforníu hefur sent frá sér 241 síðna bók þar sem því er haldið fram að Viktoría Bretadrottning sé á bak við eitt mesta bókmenntagabb sögunn- ar. í bókinni „Lísa í undralandi Viktoríu drottningar", sem sögufélag San Francisco gefur út, er því haldið fram að Vikt- oría drottning hafi skrifað „Lísu í Undralandi" og „Through the Looking Glass", en ekki Lewis Carroll. Sérfræðingar f bókmenntum Viktoríutímans hafa enn ekki birt dóma um bókina, sem tók 10 menn 12 ár að skrifa. Svo kann að fara að þeir hafni kenningunum, en hvað sem þvf viðvíkur er í bókinni varpað fram erfiðum spurningum um hvort Carroll sé í raun og veru höfundur barnabókanna vin- sælu. í sögufélaginu eru háskóla- menn og sérfræðingar, sem mynduðu með sér samtök til að fletta ofan af konunglegu „föls- uninni". David Rosenbaum, for- seti félagsins og ritstjóri bók- arinnar, segir svo um bókina: „Við munum ugglaust valda Lewis Carroll miklu fjaðrafoki og ýmsir verða gramir, en við teljum okkur hafa sannað kenningu okkar.“ Áhugasagnfræðingarnir byggja kenningar sínar á sam- anburði sem þeir gerðu með hjálp tölvu á rithætti dagbóka Viktoríu og sagnanna um Lísu og flókinni túlkun á persónum sögunnar og samanburði við konungfólk úr bernsku Viktoríu þar til hún tók við krúnunni 18 ára gömul. Leiddi sá saman- burður í ljós talsvert samræmi milli ritháttar í dagbókum drottningarinnar og í sögunni um Lísu. Hins vegar er ekkert Viktoría drottning. líkt með rithættinum f Lísu- sögunni og öðrum verkum Carrolls. Segja fræðimennirnir að til- gangur hennar með skrifunum hafi verið að reyna að yfirstíga þá erfiðleika er fylgdu fráfalli manns hennar, Albert prins, og þann harm er þá var að henni kveðinn. Einnig hafi hún verið að reyna losna við leiðar minn- ingar úr bernsku og sé hún sjálf Lísa í dæmisögunni. Carroll er skáldanafn stærð- fræðikennara í Oxford, Charles Dodgson. Því er haldið fram að Játvarður krónprins hafi stungið upp á honum sem sögu- höfundi, því krónprinsinn var nemandi Dodgson og var kunn- ugt um að hann skrifaði barna- sögur. Dodgson hafi síðan tekið þátt í fölsuninni vegna vonar um mikla frægð og tekjur, að sögn áhugasagnfræðinganna. Þeir halda því einnig fram að í ráðabrugginu hafi tekið þátt fjölskylda Alice Liddell, sem sögð var fyrirmynd Lísu. Samkvæmt kenningunum er ljóta hertogaynjan í sögunni um Lísu móðir hennar, her- togafrúin af Kent, sem reyndi að koma í veg fyrir að hún kæmist til valda, og „hatt- arinn" (March Hare) sé í raun þrír „erfingjar", sem kepptu innbyrðis og dóu allir í marz. Hafi um samsæri verið að ræða, kann það að skýra hvers vegna Dodgson tók ekki á móti bréfum síðasta æviár sitt, sem honum bárust í nafni Lewis Carroll, og krafðist þess að bækur sínar yrðu fjarlægðar úr Bodleian bókasafninu. Einnig kann þar að liggja skýringin á því hvers vegna svo mikið kapp var lagt á að brenna dagbækur þeirra, sem komu við sögu, er þeir féllu frá. Norskir sjómenn: Vilja fá að heyra ólympíu- útvarp Ósló, 7. febrúar. Frá Jan Erik Laure, fréllariUra Mbl. UGGUR er í norskum sjómönnum vegna þess að útsendingar útvarps- ins frá ólympíuleikunum í Sarajevo heyrast ekki á miðunura vegna lítils sendingarstyrks og lélegs dreifikerf- is meðfram ströndinni. Mikill áhugi er fyrir leikunum í Sarajevo, enda þykja margir norskir skíðamenn Ifklegir til verðlauna. Hafa sjómennirnir hót- að að sigla ekki meðan á leikunum stendur verði ekki gerðar úrbætur þannig að sendingar rásar tvö, sem útvarpar beint frá leikunum, heyrist út á miðin. Af þessum sökum er nú unnið að því af miklum krafti að finna tæknilega lausn svo sjómennirnir geti fylgst með leikunum úti á miðunum. NATO-æfingar við Skotland Fife, Skotlandi, 7. febrúar. AP. Um 2.500 menn úr sjóherjum átta NATO-ríkja hófu í dag æfingar á úfnu hafinu norður af Skotlandi. Meðal annars verða æfð viðbrögð við kafbáta- og flugvélaárásum á herskipin. f æfingunum taka þátt 13 brezk herskip, sjö frá öðrum ríkjum Atl- antshafsbandalagsins og 10 kaf- bátar. Níu vindstig eru á æfinga- svæðinu og búist við illu veðri þar áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.