Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 46 • Rosalynn Sumners fyrrum heimsmeistari í listhlaupí kvenna é skautum þykir sigurstrangleg. • Von Júgóslava um gullverð- laun liggur í Bojan Krizaj, skíöa- manni í fremstu röð. • Tamara McKinney frá Bandaríkjunum er mjög fjölhæf skíöakona og á góöa möguleika á verðlaunum í þremur greinum. VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR verða settir við hátíðlega athöfn í Sarajevo í dag. Næstu daga munu augu alheimsins beinast aö þessari miklu vetraríþróttahátíð. Næstu daga verður hart barist um verðlaun á leikunum. Nú reynir á margra ára undirbúning. Margir eru kallaðir en fáir ná því að hreppa hin eftirsóttu verðlaun. En það er ekki úr vegi að fjalla lítillega um það hverjir eru taldir sigurstranglegir. En það verða nú ekkert annað en vangaveltur því að íþróttir eru nú einu sinni þannig að útilokað er að sjá fyrir hverjir munu standa uppi sem sigurvegarar. Bandaríkjamenn hafa yfirleitt komið frá vetrarólympíuleikunum með mikið af gull- verðlaunum og þá oftast fyrir að keppa á skautum, en nú gera þeir sér vonir um að eiga menn á verðlaunapalli bæði í norrænum greinum svo og í alpagreinum. En því miður fyrir Bandaríkjamenn, eru keppendur frá fleiri löndum en Bandaríkjunum. Þaö verða um 1.450 keppendur á leikunum og koma þeir frá 47 þjóðum. Hér á eftir verður rætt lítillega um þá keppendur sem Bandaríkjamenn vænta sér mikils af svo og þeim Evrópubúum sem sigurstranglegastir þykja. • Finninn Matti Nykanen þykir sigurstranglegur í stökkinu. Hann varð heimsmeistari í stökki á síðasta ári. Alpagreinar Bandaríkjamenn binda miklar vonir viö þau Phil Mahre og Tam- ara McKinney, en þau eru bæði núverandi heimsmeistarar i Alþa- greinum og eru meöal fyrstu Bandaríkjamanna til aö ná langt í þessum greinum sem hafa til skamms tíma veriö svo til einangr- aöar af skíöaköppum frá Vestur- Evrópu. Þrátt fyrir aö þeir bræöur Phil og Steve hafi báöir hafiö þetta keppnistímabil illa þá telja margir aö á góöum degi geti þeir orðiö í verölaunasætum og Bandaríkja- menn vonast til aö sá „góöi dagur" veröi þegar þeir keppa á vetrar- ólympíuleikunum i Sarajevo. McKinney er fyrsta þandaríska konan sem veröur heimsmeistari í Alpagreinum. Keppnistímabiliö hefur ekki byrjað mjög vel hjá henni, en hún er nú í sjöunda sæti, son veröur búin að ná sér eftir meiðsli sem hún hefur átt í þá á hún einnig möguleika á aö komast á verölaunapall. Þaö hefur nú sannast að ekkert er heilagt í íþróttunum því fyrr í vetur varö Bandaríkjamaöurinn Bill Johnson sigurvegari í bruni karla, sigraöi sjálfan brunkónginn Franz Klammer þannig að einnig þar eiga Bandaríkin von um verölaun. Skautar i listhlaupi á skautum eru Bandaríkin ekki á flæöiskeri stödd því þar eru keppendur á borö viö heimsmeistarann 1983, Rosalynn Sumners, og heimsmeistarann frá 1982, Elaine Zayak, og svo að sjálfsögöu skautakóng síöustu þriggja ára, Scott Hamilton. Viö Hamilton eru bundnar miklar vonir enda hafa Bandaríkjamenn ekki fengiö gull í einstaklingskeppni karla síöan David Jenkins vann ár- iö 1960. Hvaö konunum viökemur hafa þær undanfarin ár haft nokkra yfirburöi, sviþað og Aust- urríkismenn hafa í bruninu, þó svo aö í Lake Placid hafi austur-þýsk stúlka oröiö í fyrsta sæti, en vestra er litiö á þaö sem hvert annaö óhapp sem ekki á aö geta komið fyrir aftur. Vetrarólympíuleikarnir settir í dag Hverjir sigra í Sarajevo? en nú nýlega varö hún í ööru sæti í keppni í Júgóslavíu, aöeins sex- hundruöustu úr sekúndu á eftir Eriku Hess frá Sviss. John Atkins, þjálfari kvennalandsliös Bandartkj- anna, hefur ákveönar skoöanir á því hver sé líklegust til aö bera sig- ur úr býtum, en hann segir í viötali viö timaritiö Time: „Ef viö legöum á okkur jafnmiklar æfingar og Evrópubúar ættum viö ekki mögu- leika gegn þeim. Viö veröum aö æfa miklu meira en þeir, svitna miklu meira og taka þetur til hend- inni. Þaö dugar ekkert annaö en harkan sex i þessu. Þegar 90 stúlkur bíöa í rásmarkinu og allar hafa svipaöa möguleika á aö sigra þá er öruggt aö sú sem verður fyrst i mark er sú sem tekur áhætt- una án þess aö hugsa um hana.“ I flokki meö McKinney má nefna Christine Cooþer og ef Cindy Nel- • Markvörður Rússa í íshokkí, Tretiak, er sannfærður um að liö sitt sigri í Sarajevo. Parakeppnin í skautadansi veröur án efa mjög skemmtileg og spennandi eins og á undangengn- um Ol-leikum. Peter og Kitty Carr- uthers gera sér vonir um aö veröa meðal þriggja bestu dansaranna en einnig er vonast til aö þau Michael Seibert og Judi Blumberg geti keppt en Seibert hefur átt viö þrálát meiösl aö stríöa aö undan- förnu, en ef þau geta keppt er lík- legt aö þau veröi á verölauna- pallinum. Norrænu greinarnar Helsti keppandi Bandaríkjanna i norrænu greinunum er göngugarp- urinn Bill Koch en hann er orðinn dálítiö þreyttur á fjölmiölum þar í landi og sakar þá um aö gera of miklar kröfur og bendir þeim jafn- framt á aö rétt sé aö hafa hina olymþísku hugsjón í huga varöandi þessa leika. Hann segir: „Ef viö höfum 100 keppendur þýöir þaö aö þaö eru 99 sem koma til meö aö tapa. Þaö versta sem þú getur kennt börnum er aö mörg þeirra eigi eftir aö veröa undir í barátt- unni, því þá er eins líklegt aö þau fáist ekki til að reyna. Þaö sem er aöalatriðiö í sambandi við íþróttir er erfiöiö sem þeim fylgir og svo auövitaö ánægjan af þvi aö hafa veriö meö og gert heiöarlega til- raun." Þó svo hér hafi veriö fariö nokkrum oröum um hversu sterkt liö Bandaríkjamenn senda á þessa Ol-leika og um meiri möguleika þeirra nú en áöur á aö ná sér í enn fleiri verölaunapeninga þá er þaö staðreynd sem ekki er hægt aö líta framhjá aö aðrar þjóöir senda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.