Morgunblaðið - 08.02.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 08.02.1984, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 Ævisaga Ingólfs á — eftir Jón Gíslason Páll Líndal. Ingólfur á Hellu. Umhverfi og ævistarf. Fjölnir Rcykjavík 1982—1983. Rituð saga vísar veginn Stjórnmálasagan á Suðurlandi er að mestu órituð. Hún er að vísu varðveitt í heimildum eftirlátnum í margdreifðum gögnum, sökum þess er erfitt að greina ýmsa þætti hennar, þróun og rök. Það er furðulegt, að forustumenn sunn- lenzkra sveita skuli ekki hafa iagt á það meiri áherzlu að rita sögu héraðanna, sögu atvinnuvega, framkvæmda og margþættrar menningar á Iiðinni öld og á yfir- standandi. Þetta er því bitrara, að einmitt á Suðurlandi urðu meiri og stærri framkvæmdir á þessum tímum, en almennt var í landinu, þær langstærstu verklegar, er orð- ið hafa í landinu um alla sögu, og af sumum taldar þær stærstu er urðu á Norðurlöndum á milli- stríðsárunum miðað við fólks- fjölda, og jafnvel um alla Norður- álfuna. Þessi framkvæmd var Flóaá- veitan og þær er fylgdu í kjölfar hennar, Mjólkurbú Flóamanna og áveituvegirnir um Flóann. Ríkið Iagði fram fjármagnið og er þetta fyrsta stórframkvæmdin í landinu í þágu atvinnuveganna. Það mikla framtak er hér var í verki hefur skilað miklum arði í þjóðarbúið, rist djúpar rúnir í löggjöf landsins í sambandi við skipulag á land- búnaðinum. Það er vert að vekja athygli á þessu, þegar fjallað eru um um- rædda bók, því að þeir félagarnir, Páll Líndal og Ingólfur Jónsson á Hellu, rekja þessa sögu allítarlega ásamt fleiri þáttum úr sunn- lenzkri framfarasögu í sambandi við landbúnaðinn. Sögurakning AÐALFUNDUR Samtaka um vest- ræna samvinnu var haldinn miöviku- daginn 1. febrúar 1984. í skýrslu Björns Bjarnasonar, formanns sam- takanna, kom fram að alls hefði á vegum SVS verið efnt til 11 funda í Reykjavík frá því síðasti aðalfundur var haldinn 1. mars 1982. Á þessum fundum hafa flestir ræðumanna ver- ið erlendir og í þeirra hópi meðal annarra Lennart Ljung, yfirhers- höfðingi í Svíþjóð, Ronald F. Marry- ott, fyrrum yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, og Max Kamp- elman, sem var sendiherra Banda- ríkjanna á Madrid-ráðstefnunni. í hópi íslenskra ræðumanna voru Ólafur Jóhannesson, þáverandi utanríkisráðherra, og Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkisstjórnar- innar. Formaður greindi og frá útgáfu- starfsemi Samtaka um vestræna samvinnu undanfarin misseri og nefndi sérstaklega erindi Kjart- ans Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra, um aukna þátttöku íslend- inga í vörnum landsins, og rit Benedikts Gröndal, sendiherra, um varnarliðið á íslandi. í apríl 1982 stóðu SVS að ráðstefnu með nemendasambandi varnarmála- háskólans í Noregi og var þá sér- fróðum mönnum víðsvegar að stefnt hingað til Iands. Erindi og niðurstöður ráðstefnunnar komu síðan út í bæklingnum „Security þeirra er að mestu leyti sönn og rétt, og fyllir autt skarð í landbún- aðarsögu landsins. Eitt af aðal- einkennum ævisögu Ingólfs á Hellu er að hann rekur ræturnar að framkvæmdunum og skilgrein- ir margt í því efni allvel. Sagan á ríkar erfðir í skiptum granna Allt frá upphafi sögu hefur ávallt gætt nokkurs kala milli Árnesinga og Rangæinga. Hags- munir þeirra hafa oft rekizt á, en aldrei eins og á þjóðveldisöld, er ríkustu og voldugustu ættir lands- ins sátu hvor í sínu héraðinu. En á yfirstandandi öld hefur orðið föst og örugg samstaða um þýðingar- mestu mál héraðanna, og margt bendir til að svo verði um ókomna tíma. Höfuðból ættanna fornu, Hauk- dæla og Oddaverja, lentu í klóm kirkjunnar, urðu staðir ríkir og voldugir, sérstaklega Oddi á Rang- árvöllum. Hann átti ítök í Árnes- þingi og óðul og völd skiptust milli granna með þeim afleiðingum að deilur urðu harðar og afleiðing- arnar óheppilegar fyrir sunnlenzk héruð. Af því er mikil saga varð- veitt og festist í heimildum ald- anna. Þessi saga snertir ekki stjórn- málasögu líðandi tíma í sunn- lenzkum sveitum, en samt sem áð- ur er sama eðlið og sömu aðstæð- urnar fyrir hendi, sé vel athugað. En beiting pólitísks valds á Al- þingi á 19. og 20. öld hefur snúizt í farveg sátta og samstöðu milli héraðanna tveggja, og skapazt af því ávaxtamikið samstarf, báðum til heilla og hamingju. Á stundum hefur frumkvæði og atbeini til fylgis við mestu málin orðið til á víxl í sýslunum tveimur og þurfa grannar því ekki að öfunda hvor annan. hvor sínu megin Þjórsár. in the North". Nú er verið að dreifa sérprentun úr tímaritinu Úrvali um „friðarstríð" KGB. Skrifstofu reka Samtök um vestræna samvinnu með upplýs- ingafulltrúa Atlantshafsbanda- lagsins á íslandi, Magnúsi Þórðar- syni, að Garðastræti 42 í Reykja- vík. Upplýsingadeild Atlantshafs- bandalagsins hefur nýlega gefið út eintak af „NATO-fréttum“ sem hefur að geyma úrval greina úr ritinu „NATO Review". Er unnt að fá ritið á skrifstofunni í Garða- stræti 42, en það er sent félögum í SVS og Varðbergi. Samtök um vestræna samvinnu voru stofnuð af mönnum úr Al- þýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki og sitja menn úr flokkunum í stjórn samtakanna. í ræðu sinni komst Björn Bjarnason meðal annars svo að orði: „Samtök okkar hafa nú starfað í meira en aldarfjórðung og aldrei hefur verið hvikað frá því mark- miði sem í upphafi var sett, að standa vörð um lýðræðislega stjórnarhætti og þær margvíslegu ráðstafanir sem gripið hefur verið til þeim til varnar. Við förum ekki í launkofa með skoðanir okkar né heldur skiptum við um nafn og númer eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Það væri fróð- legt rannsóknaefni að kanna hve oft þeir sem háværastir eru hér á landi í andstöðunni við vestræna Rangæskar alþingis- kosningar á 19. öld Stjórnmálasaga héraðanna er bundin skilríkum einkennum í erfðum og sundurgreinum hags- munamálum, tengdum og frænd- semi, og á stundum slungin marg- þættum þráðum atvika líðandi stundar. Svo er það með alþingis- kosningarnar í Rangárþingi á 19. öld. Fyrsti alþingismaður Rang- æinga var embættismaður, og hafði hann lítinn áhuga fyrir setu á Alþingi og sat aðeins eitt þing. Síðan tóku við bændur atkvæða- miklir. Allir alþingismenn Rangæinga voru úr austurhluta kjördæmisins allt til ársins 1869. Þótti sumum úthéraðsmönnum þetta ekki hag- kvæmt og urðu af því hreyfingar er lengi höfðu áhrif. Árið 1869 gengust nokkrir kjós- endur í miðsýslunni fyrir því, að reynt yrði að fá kosinn alþingis- mann studdan öðrum meirihluta en verið hafði. Forustumaður þessa var séra Ásmundur Jónsson í Odda á Rangárvöllum, og fékk til framboðs mág sinn, dr. Grím Thomsen á Bessastöðum á Álfta- nesi. En amma hans var frá Hellu- vaði á Rangárvöllum. Kosningin 1869 varð mjög hörð og náði Grím- ur kosningu og réðu þar úrslitum atkvæði Jóns bónda Eiríkssonar í Bjóluhjáleigu, afa Ingólfs Jóns- sonar, og sambýlismanns hans, Hannesar Jónssonar. Síðan hafa úthéraðsmenn venjulega staðið saman að mestu um kjör alþingismanna, þó undan- tekning yrði frá því um skeið um Landmenn. Breyttar aöstæöur, ný sjónarmið Árið 1937 féllu báðir alþingis- menn Rangæinga, og urðu afleið- samvinnu hafa talið sér nauðsyn- legt að skipta um gervi á þessum aldarfjórðungi eða hve mörgum firrum þeir hafa haldið á loft málstað sínum til stuðnings á þessum sama tíma ... Við verðum að fylgjast vel með öllum þessum hræringum ekki síst þeim sem eiga sér stað innan kirkjunnar og í skólunum, helgustu véum frelsis- ins..; Samtök okkar eru sam- nefnari fyrir stuðning þeirra flokka sem við aðhyllumst við vestræna samvinnu, með því að standa sameiginlega vörð um þennan málstað treysta flokkarnir best forsendurnar fyrir öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar." Björn Bjarnason, blaðamaður, var endurkjörinn formaður Sam- taka um vestræna samvinnu til næstu tveggja ára, og aðrir í stjórn eru: Jón Abraham ólafsson, sakadómari, Eiður Guðnason, al- þingismaður, Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, Jón Hákon Magnús- son, framkvæmdastjóri hjá Haf- skip hf., Páll Heiðar Jónsson, út- varpsmaður, Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskipafélags ís- lands hf., Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastofnunar ríkis- ins, Hrólfur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs, og Gunnlaugur Claessen, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu. Hellu Ingólfur á Hellu. ingar þess, að breyttur meirihluti varð á Alþingi, og samþykkt var þýðingarmesta löggjöf í landbún- aðarmálum um alla sögu, afurða- sölulögin. Mikill hluti Sjálfstæðis- flokksins var algjörlega á móti þessari löggjöf og reyndi með öll- um ráðum að koma í veg fyrir framkvæmd hennar og voru höfð uppi stór orð og ill um þau. I næstu kosningum var sjálf- stæðismönnum í Rangárþingi mikill vandi á höndum að velja sér frambjóðendur. Málalok urðu þau, að Ingólfur Jónsson, kaupfélags- stjóri á.Hellu, varð efstur á lista þeirra, og var kosinn í haustkosn- ingunum eftir hina sögufrægu kjördæmabreytingu. Ingólfur á Hellu á mjög sér- stæðan feril í stjórnmálum. Hann hófst ekki til stjórnmálabaráttu af löngu starfi I stjórnmálaflokki né tryggð við pólitíska stefnu. Hann hófst af sjálfum sér og skiptum við félagsmenn í Kaupfé- laginu Þór. Hann átti ekki að baki langa reynslu í félagsmálum, hvorki stéttarlegum né í sveitar- stjórn. En hann var þjálfaður í verzlunarmálum og vann traust viðskiptavina af lipurð og greiða- semi. Þetta dugði honum vel til kjörfylgis og síðar í stjórnmála- starfinu almennt. Þegar Ingólfur á Hellu var kjör- inn á Alþingi haustið 1942, var mesti móðurinn úr framsóknar- mönnum í sambandi við afurða- sölulögin. Þeir töldu sig hafa unn- ið fullnaðarsigur. En breyttar að- stæður voru orðnar í landinu af völdum styrjaldarinnar. Sumarið 1942 hafði verkalýðurinn í höfuð- staðnum unnið ríkisstjórninni svo mikinn hnekki, að lögin um kaup- bindingu urðu óvirk. Kaupgjald var stórhækkað og kaupgeta al- þýðunnar í þéttbýlinu var með því stóraukin. Áhrif þessa urðu þau, að land- búnaðarafurðir urðu auðseldar, jafnt mjólk sem kjöt. Eftirspurn stórjókst og birgðir smjörs og osta seldust upp á skömmum tíma. Hér voru því algerlega breytt viðhorf. Mjólkurstríðið mikla, af- leiðing afurðasölulaganna, var sjatnað að fullu. Nú varð stétt- arstaða bænda gagnvart kaupend- um í höfuðborginni orðin algjör- lega breytt. Þetta skildi Ingólfur Jónsson vel og notfærði sér það með því að koma á nýju verði landbúnaðarvara í samræmi við kaupgjald verkalýðsins. Hann kom því fram í verðlags- nefnd, að landbúnaðarvörur voru hækkaðar eins og þegar er sagt. Hann skákaði þar framsóknar- mönnum og tryggði sér traust bænda um ókominn tíma. Hann hóf hér til vegs nýja og breytta landbúnaðarpólitík. Þessu er lýst í ævisögunni, en farið hóflega í sak- ir. Að vísu átti sunnlenzk bænda- stétt hauka í horni í Sjálfstæðis- flokknum áður, eins og Ingólfur segir frá í sögu sinni. Jón Ólafsson alþingismaður Rangæinga lét stjórn Mjólkurbús Flóamanna í té verðbréf til tryggingar láni, þegar hún var fjárvana á frumbýlings- árunum, og var það mikill og góð- ur greiði. Jón sýndi með þessu hug sinn fullkomlega og trúna á starf- semi mjólkurbúsins og framtíð mjólkuriðnaðar á Suðurlandi. Ingólfur lýsir þessum málum og skipun þeirra í ævisögunni, og er gaman að lesa frásögn hans. í samræmi við þann málflutning lýsir hann aðdraganda fleiri mála til framfara og heilla sunnlenzk- um landbúnaði og verður betur að því vikið síðar. Oft er vandi að meta menn á líðandi stund Síðara bindið af ævisögu Ingólfs á Hellu hefst á miklum tímamót- um í þjóðarsögunni. Kjördæma- breyting var í framkvæmd árið 1959 og langvarandi stjórnarstarf tveggja flokka hófst að henni af- staðinni, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks. Stjórnartímabil þeirra fékk nafnið viðreisnartíma- bil. Á þessum árum fór Ingólfur á Hellu með landbúnaðarmál og fleiri mál, sem snerta sunnlenzk héruð mjög mikið. Hann kom þá fram mörgum málum til almenn- ingsheilla, og leiðir stóðu til áframhaldandi sóknar að ráð- herratíð hans lokinni. Ég vil taka það fram, svo það valdi ekki misskilningi, að ég var ekki stuðningsmaður Ingólfs á Hellu né fylgjandi stefnu hans í landbúnaði. Þar kom margt til, og vil ég að nokkru minnast á það, og játa um leið að ótti minn var ástæðulaus, eins og reynslan hefur sannað. Ég óttaðist fyrst og fremst, að hann léti sverfa til stáls í við- kvæmum og þýðingarmiklum hagsmunamálum bændanna á Suðurlandi, sérstaklega með því að reisa ný mjólkuriðnaðarfyrir- tæki í Rangárþingi og sundra þannig sunnlenzkum bændum. Þessi málefni frænda okkar og vina, Ingólfs og mín, voru við- kvæm og vandmeðfarin. Ingólfur gerði ekki tilraun til að þetta yrði, en hins vegar er það næstum því öruggt, að sumir ráðamenn í bændasamtökunum sunnanlands voru á verði fyrir þessu. Ingólfur á lof skilið fyrir það á spjöldum sögunnar, að hann snerti viðkvæman streng í brjósti sunnlenzkra bænda til samein- ingar um framleiðslumál sín, þó að hann héldi áfram fastri og ákveðinni pólitískri stefnu. Ingólf- ur lýsir þessu allvel í ævisögu sinni, en bezt í sambandi við frumvarpið í sambandi við breyt- inguna á skipulagi mjólkurflutn- inganna á Suðurlandi. Frásögn hans af fundi hans og Egils Thorarensen á Hótel Borg um það mál, þegar Egill bauð hon- um sættir og lofaði að taka upp skipulagið er Ingólfur vildi koma á, er merkileg frásögn og er ég vel vitandi þess, að sagnfræðingar komandi tíma munu fjalla um þetta atriði í sunnlenzkri sögu er rétt stund rennur upp. Valin skal leiö og stefna um breiðar sveitir Ingólfur Jónsson er greinilega aðalforingi í landbúnaðarmálum þjóðarinnar um langan tíma. Hann vann heill og ákveðinn að mörgum nýtum málum, og skák- aði oft andstæðingum sínum af hugkvæmni og kunnáttu. Ingólfur segir frá þessu í sögu sinni, en jafnframt verkefnum sínum í samgöngumálum og er af nógu að taka þar. Hann rekur einnig fortíð vegamála og hefur þar sögu, er Alþingi hóf fyrst að gegna þar merku hlutverki. Þjóð- leiðin úr Reykjavík og austur Suð- urlandsundirlendið var honum mest í muna, og tókst honum að vinna henni þrekvirki. Á ráðherraárum hans voru gerð stórvirki í lagningu bundins slit- lags á sunnlenzka þjóðvegi, og verður þess minnzt af komandi kynslóðum af aðdáun. En fleira er í efni. Með Flóaáveitulögum var gerð mikil vegagerð í Flóanum í fram- haldi af framkvæmdum þeirra. Þessi vegagerð markaði tímamót í sveitum landsins, en sérstaklega sunnanlands. Eiríkur Einarsson, alþingismaður Árnesinga, varð Aðalfundur Samtaka um vestræna samviimu: Markmiðið að standa vörð um lýðræðis- lega stjórnarhætti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.