Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
Vinna—Tími - Líf
eftir Eggert
Ásgeirsson
í orðabók segir að tími sé sá þáttur tilverunnar að eitt
gerist á eftir öðru, en ekki allt samtímis.
Fyrir nokkru komst afgreiðslutími verslana í Reykjavík
á nýtt stig þegar úreltar reglur voru numdar úr gildi og
aðrar samþykktar. Kerfið hafði þá lifað sjálft sig í gjör-
gæslu lögreglunnar. Það mátti svo sem sjá fyrir að njörv-
að kerfi sem bindur afgreiðslutíma verslana í opinbera
reglugerð og vinnutíma verslunarfólks í samninga hlýtur
fyrr eða síðar að komast í þrot. Það hefur ekki fylgt
eðlilegri þjóðfélagsþróun.
Með þessum orðum er ekki ætlunin að blanda sér í
deilur um lokunartíma sölubúða og vinnutíma sendi-
sveina. Vona ég að orð mín hér verði ekki skilin sem
æsingaskrif.
Orð trúnaðarmanns stéttarfélags þess sem hlut átti að
máli vöktu athygli: „meirihluti starfsfólksins er á móti
breytingunni þar sem það hentar fólkinu illa að hætta
ekki fyrr en kl. 7 á kvöldin".
Undanfarna áratugi hafa orð-
ið breytingar á vinnutilhögun
hér á landi, fólk getur fremur en
áður ráðið sig í hlutastörf.
Vinnutími fólks í stjórnsýslu og
verslunarstörfum hefur færst
fram. Breytingin hefur þó geng-
ið hægt fyrir sig enda hentar
slíkt fyrirkomulag ekki öllum.
Engu að síður má nú fremur en
áður ætla að hinar tvær fyrir-
vinnur heimilanna geti nú betur
en áður skipt með sér verkum
þannig að hægt sé með léttara
móti að annast þarfir barnanna
(sem mun vera hlutverk heimil-
anna). Hugsanlegt er að annar
bústjórinn vinni frá kl. 8 til 16
en hinn frá 12.30 til 19. Er heim-
ilið þá ekki forstöðulaust nema
3—4 klst. Ekki skal ræða kosti
þá sem þetta býður upp á og
ekki heldur gallana. Mat manna
í þeim efnum er mismunandi.
í tilvitnuðum orðum kom
fram að meirihluti starfsmanna
væri á móti breytingu á af-
greiðslutíma. Sem vænta mátti
var þá minnihluti fylgjandi
breytingunni sem gefur ástæðu
til að ætla að verslun, stofnun
eða fyrirtæki (t.d. banki) sem
tæki upp nýjan afgreiðslutíma
gæti átt val vinnufúsra sem
vildi, þyrfti jafnvel á því að
halda, að vinna samkvæmt
breyttu fyrirkomulagi. Þar með
gæti verið stuðlað með breyting-
um að því að hjálpa einhverjum
sem eiga í erfiðleikum á vinnu-
markaðinum eða geta ekki kom-
ist þangað og lagt sinn skerf að
aukinni þjóðarframleiðslu, sem
mun vera hollt samfélaginu,
ekki síst versluninni.
Okkur hefur verið tamt að
ræða um þarfir heimilanna í
fyrsta lagi vegna þæginda hús-
ráðenda og í öðru lagi vegna
barna á uppvaxtaraldri, en
gleymum stundum því að á
heimilunum eru oft aðstæður
sem gera fólki örðugt að komast
á vinnumarkaðinn. Samt þarfn-
ast þjóðfélagið þess og það vinn-
unnar og launanna. Þar getur
verið umönnun sjúkra, gamal-
menna, bæklaðra og þroska-
heftra. Meira að segja sýnist
hundahirða vera vaxandi við-
fangsefni eða enn eitt „vanda-
málið“.
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning frá fjármála-
ráðuneytinu, um nýjar útgáfur ríkis-
skuldabréfa:
1. Mánudaginn 6. febrúar hefst
sala á nýjum ríkisskuldabréfum —
verðtryggðum spariskírteinum rík-
issjóðs í 1. fl. 1984. Útgáfan er
byggð á heimild í fjárlögum fyrir
yfirstandandi ár, svo og lögum um
innlenda lánsfjáröflun ríkissjóðs,
nr. 79 frá 28. desember 1983.
Kjör þessa nýja flokks verð-
tryggðra spariskírteina eru í stór-
um dráttum sem hér segir:
1. Verðtrygging miðast við breyt-
ingar sem kunna að verða á
lánskjaravísitölu þeirri, sem tek-
ur gildi hinn 1. febrúar 1984.
2. Vextir eru ákveðnir 5,08% — á
ári og eru þeir fastir allan láns-
tímann og greiðast í einu lagi
eftirá við innlausn.
3. Gjalddagar verða tvisvar á ári 1.
febrúar og 1. ágúst ár hvert að
Tilhögun sem
reyndist vel
Á liðnum árum hafa, sem fyrr
segir, orðið talsverðar breyt-
ingar á vinnutímanum. Sjálfur
átti ég fyrir mörgum árum lít-
inn þátt í samningum um að
koma breytingum á 9 til 5 kerf-
inu að hjá Reykjavíkurborg. Á
þeim bæ var mikil vantrú á að
það væri til góðs að færa vinnu-
tímann framundir kl. 8, fella
niður kaffitíma, hálftíma í mat
og hætta upp úr kl. 16. Auk þæg-
inda fyrir vinnuveitanda og
starfsfólk var það lagt fram í
samningunum við borgaryfir-
völd að það myndi létta umferð-
arþungann sem þá var mestur
um kl. 9. Með þessu móti var
talið til kosta að hægt væri að
tengja ferðir foreldra til vinnu
og barna til skóla saman þannig
að til gagns væri. Eftir nokkurt
þóf lét sjálft tregðulögmálið
undan og heimilaði að breytt
yrði til í Heilsuverndarstöðinni
til reynslu.
Eftirleikurinn varð sá að til-
högunin reyndist vel og breidd-
ist fljótt út til annarra borg-
arstofnana og víðar. Málið var
ekki sem betur fer bundið í
landsreglugerð. Þá hefði a.m.k.
umferðarhagræðið orðið að
engu.
Nokkrum árum síðar bárust
til landsins ágætar hugmyndir
um færanlegan vinnutíma. Mun
Ragnar Kjartansson, sem þá var
starfsmannastjóri Skeljungs,
eiga heiðurinn af að hafa sýnt
binditíma loknum, sem er þrjú
ár, talið frá 1. febrúar 1984.
4. Lánstími getur lengst orðið 14 ár,
og tvöfaidast raungildi á láns-
tímanum.
5. Spariskírteinin eru gefin út í
þremur verðgildum, 1.000, 5.000
og 10.000 krónum.
Söluverð spariskírteinanna verður
óbreytt allan fyrsta sölumánuðinn þ.e.
þau verða seld á nafnverði án vaxta-
álags.
Spariskírteini skulu skráð á nafn og
þau eru framtalsskyld. Samkvæmt
gildandi lögum um tekju- og eignar-
skatt kemur þó ekki í neinu tilviki til
skattlagningar á vaxta- og verðbóta-
tekjur af skírteinum hjá mönnum
utan atvinnurekstrar. Við ákvörðun á
eignarskatti manna ber að telja skír-
teini til eignar. Séu þessar eignir ekki
tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri
starfsemi manna er heimilt að draga
fram á að hugmyndin væri
framkvæmanleg. Um skeið voru
tilburðir að gera breytilegan
vinnutíma að pólitísku stefnu-
máli. Sem betur fer varð ekki af
því.
Breytilegur vinnutími er fólg-
inn í því að starfsmönnum er
heimilt að færa vinnutíma sinn
til og frá innan markanna 8 til
18. Hér verður ekki rakið hvaða
áhrif breytilegur vinnutími hef-
ur. Þó má geta þess að hann gef-
ur frelsistilfinningu, veitir færi
á erindrekstri, byggingastússi,
verkstæðisferðum, læknisviðtöl-
um og hárlagningu, svo eitthvað
sé nefnt, án þess að blanda þurfi
verkstjórum í málið efnislega.
Hér eru einmitt komnir mögu-
leikar á því að gera foreldrum
kleift að annast heimili betur en
ella. Svo virðist sem flestir kjósi
að taka daginn snemma sam-
kvæmt kerfinu. Þó má merkja
að aðrir kjósi að koma síðar til
vinnu og fara að sama skapi
seint heim. Má vera að sumum
henti betur að annast ákveðna
þætti starfs síns þegar ró færist
yfir og síminn þagnar. Kannski
kjósa menn að hafa samfylgd
með öðrum fjölskyldumeðlimum
heim, t.d. úr afgreiðslu-
mannastétt þegar þeirra vinnu
lýkur.
Fyrr var sagt að ekki væri
ætlunin að rekja áhrifin sem
breytt vinnufyrirkomulag hefur
á einstaklinginn. Af kynnum
mínum af mismunandi tilhögun
er ýmislegt hagræði af breyti-
legum vinnutíma. Sýnist þó að
þær aftur frá eignum að því marki,
sem þær eru umfram skuldir.
2. Mánudaginn 6. febrúar hefst
einnig sala á nýjum ríkisskulda-
bréfum — gengistryggðum spari-
skírteinum ríkissjóðs í 1. fl. 1984.
Útgáfan er byggð á heimild í fjár-
lögum fyrir yfirstandandi ár, svo og
lögum um innlenda lánsfjáröflun
ríkissjóðs.
Kjör þessa nýja flokks gengis-
tryggðra spariskírteina eru í stór-
um dráttum sem hér segir:
1. Gengistrygging miðast við hlut-
fallslegar breytingar, sem kunna
að verða á kaupgengi sérstakra
dráttarréttinda Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (hér eftir nefnd
SDR) eins og það er skráð á út-
gáfudegi — 6. febrúar 1984 — til
og með gjalddaga, sem er 6.
febrúar 1989.
2. Vextir eru ákveðnir 9,0% — níu
af hundraði — á ári og eru þeir
fastir allan lánstímann og greið-
Hugleiðing um sveigj-
anlegan vinnutíma og
kostina, sem sú skipan
getur haft í fór með sér
það mætti vera meira og mark-
vissara. Má ætla að hálftíma
matarhlé sé ekki sérlega hag-
kvæmt og vilji lengjast. Það er
dýrt í framkvæmd (og fitandi)
þegar sú skylda fylgir að starfs-
mönnum sé séð fyrir fullkomn-
um hádegisverði. Ætla má að
það væri hagkvæmt að fella
niður heitan mat í hádeginu og
reyna þess í stað að halda af-
greiðslu gangandi í hádegistím-
anum. Á hvern hátt það yrði
gert ætla ég ekki að láta tillögur
mínar uppi um.
Betra að dreifa
umferðarálaginu
Vinnutímamál eru víða á döf-
inni þar sem þau skipta veru-
legu máli fyrir marga. Má ým-
islegt gera til að auka afköst,
gagnkvæma ánægju og annað
hagræði. T.a.m. hafa stórborg-
arstjórnir víða tekið þátt í um-
ræðum um vinnutímamál.
Ástæðan er, eins og hér hefur
reynst, að það hefur áhrif á
skipulagsmál, t.d. álag umferð-
arkerfis ef hægt er að jafna
álagið og víkka. Af því hlýst
sparnaður í mannvirkjagerð,
stjórntækjum, s.s. götuvitum
ásamt strætisvögnum, ef hægt
er að dreifa umferðarálaginu.
Alkunna er að æskilegt er að
stytta dvalartíma ungra barna í
dagvist sem mest og til þess að
svo megi verða þarf m.a. að
hjálpa foreldrunum í því efni
með haganlegri vinnutíma.
ast í einu lagi eftirá við innlausn
frá og með 6. febrúar 1989.
3. Gengisskírteinin eru gefin út í
þremur verðgildum, 1.000, 5.000
og 10.000 krónum.
4. Lánstíminn er, eins og fram kem-
ur hér að framan, 5 ár talið frá 6.
febrúar 1984. Á gjalddaga verður
innlausnarverð 1.000 kr. skír-
teinis kr. 1.538,60, 5.000 kr. skír-
teinis kr. 7.693,00 og 10.000 kr.
skírteinis kr. 15.386,00.
Breytingar vegna gengisskrán-
ingar SDR reiknast út frá þess-
um verðum á gjalddaga, hinn 6.
febrúar 1989.
Sérstök dráttarréttindi er gjald-
miðill í umsjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins i Washington, sem er sett-
ur saman úr fimm mikilvægustu
viðskiptagjaldmiðlum heims,
bandaríska dollaranum, þýska
markinu, japanska yeninu, franska
frankanum og enska pundinu. í ein-
ni SDR-einingu eru ofangreindir
Víða um lönd hafa menn
áhyggjur af atvinnuleysi sem
leiði til vandræða á vinnumark-
aðinum. Fyrir kemur, ekki síst á
örðugleikatímum í fjármálum,
að fyrirtæki þurfi að draga úr
starfsemi sinni um tíma.
óheppilegt er fyrir þau og sam-
félagið að því sé mætt með
fjöldauppsögnum. Æskilegra
væri að geta dregið þess í stað
úr vinnutíma, og minnka kaup-
greiðslur, án þess að senda þurfi
verðmæta sérfræðiga fyrirtækj-
anna af ýmsum stigum á kaldan
klaka. Það þýðir kostnaðarsama
nýliðun og þjálfun þegar aftur
gengur betur. Þess eru dæmi, og
þeim virðist fara fjölgandi í
heiminum, að vel hafi tekist
samstaða forráðamanna og
starfsmanna. Mætti fjölga þeim
dæmum um tryggð og samstöðu
í stað hins gagnstæða.
Með breyttum stjórnaraðferð-
um í fyrirtækjum er hægt að
koma við enn fjölbreyttari
breytingum á vinnutíma en
hingað til hafa verið notaðar.
Það sem hófst á stjórnsýslusviði
fyrirtækja hefur einnig náð til
framleiðsluþáttanna. Mikilvæg-
ur þáttur í framförum á því
sviði er að sjálfsögðu samvinna
við starfsmannafélög innan við-
komandi fyrirtækja. Má ljóst
vera að skipulag verkalýðsfé-
laga og margbrotin samskipti
þeirra við fyrirtækin létta ekki
tilraunir til að koma breyting-
um á. Á móti kemur að flest
fyrirtæki eru smá og samstaða
að jafnaði góð.
9—5 reglan gildir
ekki lengur
Hlutastörf. Hlustastörfum
hefur fjölgað víða og er svo að
öllum líkindum hér á landi einn-
ig. Þau hafa lengst af verið not-
uð í ræstingum og viðhaldi en
ná nú orðið til margvíslegra sér-
fræðinga og ráðgjafa sem fyrir-
tæki og stofnanir þurfa á að
halda en telja ekki ástæðu til að
ráða í fullt starf.
Víða um lönd er það áhyggju-
efni að hæfu fólki sé ýtt út af
vinnumarkaðinum fyrir aldurs
sakir til ærins kostnaðar fyrir
samfélagið. Það gerist einmitt á
sama tíma og frekar þarf að
auka afköst í samfélaginu en
minnka. Fatlaðir eiga erfitt með
að annast störf með fullum af-
köstum allan daginn. Samtök
þeirra hafa reynt að beisla
starfsorku þeirra með góðum
árangri. Sennilega væri enn
betra fyrir þá að starfa á venju-
legum vinnustað þar sem gagn-
kvæmri hjálp verður betur við-
komið.
gjaldmiðlar í eftirfarandi fjárhæð-
um:
Eining hvere Hlutf. miAuA viA
gjaldmiAil.s: gengi 31/1 ‘84:
Dollari 0,54 52,14%
Mark 0,46 15,86%
Yen 34 14,02%
Franki 0,74 8,34%
Pund 0,071 9,64%
Hlutföll þessara gjaldmiðla í
einni SDR-einingu breytast nokkuð
eftir innbyrðis gengi þeirra.
SDR er notaður sem gjaldmiðill
af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,
seðlabönkum margra landa og í al-
mennum lánsviðskiptum á alþjóða-
markaði. Þetta er hreinn bók-
haldsgjaldmiðill, sem ekki er til í
formi seðla eða myntar. Stærsti
kosturinn við þennan gjaldmiðil
sem viðmiðun fyrir innlendar lán-
tökur er, að þar sem hann er sam-
nefnari fleiri gjaldmiðla, jafnar
hann út gengissveiflur einstakra
gjaldmiðla, sem stundum geta orðið
æði miklar. Gengi SDR er skráð á
hverjum degi og er að finna í dag-
legri gengisskráningu Seðlabanka
íslands. Gengi SDR er reiknað í
Washington, þar sem klukkan er
4—5 tímum á eftir klukkunni á ís-
landi, og er það því ekki birt hér
fyrr en daginn eftir.
Sala hafin á verðtryggðum og gengis-
tryggðum spariskírteinum ríkissjóðs